Morgunblaðið - 05.07.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.07.1996, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Toyota-bifreiðar á rýmingarsölu Fullt út úr dyrum TOYOTA - P. Samúelsson ehf. bauð allt að 300.000 kr. afslátt af þremur gerðum Toyota-bif- reiða, árgerð 1996, í auglýsingu í Morgunblaðinu í gær. Hlynur Ólafsson sölumaður sagði að gríðarleg viðbrögð hefðu verið við auglýsingunni og fullt hefði verið út úr dyrum hjá umboðinu allan daginn. Samt átti hann von á að hægt yrði að fá bíla á rýmingarsölunni eitthvað fram í næstu viku. Samkvæmt upplýsingum frá Hlyni var verð á 5 dyra Toyotu Corolla hlaðbak lækkað úr 1.299.000 kr. í 1.249.000 kr. og verð á 4 dyra Toyotu Co- rollu með lengra farangursrými var lækkað úr 1.364.000 kr. í 1.314.000 kr. Verð á Hilux var lækkað úr 2.299.000 kr. í 2.199.000 kr. og verð á díselbifreið sömu gerðar lækkað úr 2.359.000 kr. í 2.289.000 kr. Verð á þriðju tegundinni Land Cruiser af venjulegri gerð lækkað úr 3.994.000 kr. í 3.744.000 kr. eða um 250 þúsund kr. Land Cruiser VX lækkað úr 4.994.000 kr. í 4.694 kr. eða um 300.000 kr. Hlynur sagði að rýmingarsal- an næði til um 80 bíla og væru flestir eða um 70 af gerðinni Toyóta Corolla. Hann sagði að ein ástæðan fyrir rýmingarsöl- unni væri að sala-á dýrari bílun- um hefði ekki tekið eins mikinn kipp og vænta hefði mátt eftir tollalækkunina fyrir skömmu. Greip gull fyrir rúma milljón Hagkaup semur við húnvetnska bændur um kaup og sölu á dilkakjöti Sláturtíðin hefst í lok júlí og lengist um 14 vikur SLÁTURTÍÐ í Vestur-Húnavatns- sýslu lengist um Qórtán vikur vegna samnings sem Félag sauðfj- árbænda þar og Hagkaup hf. undir- rituðu í gær um kaup og sölu á dilkakjöti. Samningurinn er til tíu ára. Ósk- ar Magnússon forstjóri, Hagkaups segir að bændur muni hefja slátrun u.þ.b. sjö vikum fyrir hefðbundna sláturtíð og slátra um sjö vikum lengur en venjulega. Fyrsta slátrun verði í lok júlí og síðasta í annarri viku desember. Á næsta ári sé stefnt að því að lengja þennan tíma og hefja slátrun í fyrstu viku júlí- mánaðar. Lækkar ekki kjötverð sagt munu aðrir reyna að feta í fótspor okkar. Til þess að þetta tækist þurfti að semja beint við bændur án milligöngu afurðastöðva eða bændasamtaka og þar er um tímamót að ræða,“ segir hann. Sláturkostnaður muni lækka „Báðir aðilar hafa lýst yfir vilja sínum til að lengja þetta tímabil enn frekar á komandi árum, en Hagkaup mun taka þátt í kostnaði sem af því hlýst. Hagkaup greiðir hærra verð fram að hefðbundinni sláturtíð, mest 50% álag í fyrstu vikunni, en síðan stiglækkandi, eða frá 326 krónum niður í 217 krónur á kílóið sem er hefðbundið grund- vallarverð. Þrátt fyrir að við þurfum að greiða heldur hærra verð gerum við ekki ráð fyrir að selja kjötið á hærra verði en almennt tíðkast með lambakjöt. Við gerum þennan samning til þess að bjóða upp ferskt kjöt í miklu lengri tíma en verið hefur, eða í sex mánuði á ári að Morgunblaðið/Sverrir BÆNDUR í Vestur-Húnavatnssýslu og forsvarsmenn Hagkaups hf. undirrituðu í gær samning um kaup og sölu á dilkakjöti, sem lengir sláturtíð um fjórtán vikur. minnsta kosti, í stað þess að verið sé að selja frosið kjöt meira eða minna allt árið,“ segir Óskar. Samningurinn gerir ráð fyrir að slátrað verði um 200 dilkum á viku utan hins hefðbundna tíma, eða að lágmarki 50 tonn alls. Samið hefur verið við Ferskar afurðir hf. á Hvammstanga um slátrun og af- hendingu kjötsins, og er gert ráð fyrir að ferskt kjöt verði á boðstól- um hvem fimmtudag. „Samningurinn um slátrunina er trúnaðarmál en við teljum hann miklu raunsærri en sést hefur áð- RÚÐA var brotin í skartgripaverslun Jóns Sigmundssonar hf. við Lauga- veg í fyrrinótt og höfðu þjófamir á brott með sér trúlofunarhringa, sem metnir eru á 1 til 1,2 milljónir króna. Símon Ragnarsson gullsmiður segir að öryggisgler sé í gluggum og þjófavarnarkerfi í versluninni, en þjófurinn hafí gripið hringana og verið á bak og burt þegar lögreglan kom á vettvang. Ekki er vitað hvaða áhaldi var beitt á rúðuna í glugga þessa elsta gullsmíðaverkstæðis landsins. Sam- kvæmt upplýsingum Rannsóknar- lögreglu ríkisins greip þjófurinn bakka með tugum trúlofunarhringa úr sýningarglugga. Síðdegis í gær hafði þjófurinn, eða þjófamir, ekki fundist. Morgunblaðið/Golli Morgunblaðið/Pétur Kristjánsson GRINDVÍKINGUR GK 606 að koma að bryggju, EUiði GK 445 á leið frá bryggju. Loðnuvinnsla í fullum gangi Morgunblaðið. Seyðisfirði LOÐNUVERTÍÐIN er komin í fullan gang á Seyðisfirði. Bræðsla hófst hjá SR-Mjöli hf. þegar á mánudaginn og var því ekki nema um mánaðarstopp í verksmiðjunni eftir að lokið var við síldarbræðslu um mánaða- mótin maí-júní. Það var Elliði GK sem kom með fysta loðnuf- arminn til Seyðisfjarðar á þess- ari vertíð. Grindvíkingur GK fylgdi síðan fast í kjölfar hans. Nú á fimmtu- daginn var búið að bræða um 3.000 tonn af loðnu í verksmiðj- unni og sögðust menn þar reyna að bræða eftir hendinni og ekki safna miklu hráefni að sér. Mik- il áta er í loðnunni og geymslu- þol hennar þar af leiðandi mjög lítið. ur, enda má, þegar samið er um tiltekið magn af kjöti fyrirfram, búast við að hagræðing verði í slát- urhúsum einnig, auk þess sem þeir geta nýtt húsin og fjárfestingar sínar í lengri tíma í stað þess að reka þau í örfáar vikur,“ segir Ósk- Óskar segir bændur hafa hag af þessu fyrirkomulagi því staða þeirra styrkist gagnvart annarri kjötvöruframleiðslu, og Hagkaups einnig. „Við höfum hagsmuni af þessu að því leyti að við erum braut- ryðjendur í að gera þetta, og sjálf- Eyjólfur Gunnarsson formaður Félags sauðfjárbænda í Vestur- Húnavatnssýslu segir bændur ekki endilega vera að btjótast úr fjötrum hefðbundins sölukerfis landbúnað- arafurða, heldur vaki fyrst og fremst fyrir þeim að auka sölu og neyslu á fersku dilkakjöti. „Það eru ákveðin kaflaskil fólgin í þessum samningi, en kerfið og rekstrarumhverfi bænda er að breytast mikið og þetta er sennilega einn þátturinn í að bregðast við þeim breytingum. Framtíðin er óljós en menn hafa áhuga á að byggja upp frekara samstarf í þessa veru. Það er hins vegar ekki ætlun okkar að koma núverandi kerfi í uppnám vegna þessa samn- ings,“ segir hann. Eyjólfur segir ákveðna erfíðleika samfara lengingu sláturtímans í sumar, þar sem bændur hafi seink- að sauðburði í vor og því séu dilkar litlir, en þróunin verði vonandi sú að hluti fjárhópsins beri fyrr á næstu árum þannig að dilkarnir verði tilbúnir fyrr en nú er. Hann kveðst sannfærður um að slátur- kostnaður muni lækka í kjölfarið. Bestajúníveiði frá upphafi VEIÐI gengur víða með ágætum, einkum á Suðvestur- og Vestur- landi. Norðanlands hefur veiði ver- ið á þokkalegum nótum eftir lífleg- ar opnanir, en ákveðið millibils- ástand hefur skapast, þar sem mestur kraftur er úr göngum stór- laxa og menn bíða þess að smálax- inn bætist við og lífgi upp á veiði- skapinn. Fyrstu merki þess að smálaxinn væri að koma mátti sjá í ánum í kringum strauminn sem var stærstur 2. júlí og næstu daga kemur í ljós hvort botninn dettur úr sumrinu en ekki. Langá hefur byrjað betur en nokkru sinni fyrr og júníveiðin var meiri en stór- veiðisumarið 1973. Morgunblaðið ívar Páll VILHJÁLMUR Vilhjálms- son með fyrsta lax sumars- ins úr Svartá, 11 punda hrygnu. Mikil veiði og stórir laxar „Þetta hefur gengið ljómandi vel, það eru komnir 304 laxar á land úr allri ánni og í morgun kom fjórði stórlaxinn, og sá stærsti, á land. Hann var rúmlega 21 pund og það var Spánveiji, Paco Trasbu- esto, sem veiddi laxinn á maðk í Krókodíl, rétt ofan Sjávarfoss," sagði Runólfur Ágústsson í sam- tali við Morgunblaðið í gærdag. Runólfur bætti við að glíman við stórlaxinn hefði verið hörð, staðið í klukkustund og ekki lokið fyrr en í fjörunni fyrir neðan Lauf- ás eftir að laxinn hafði skellt sér fram af Sjávarfossi og haldið til hafs á ný. Veiðin á neðstu svæðunum í Langá var 157 laxar, sem er 19 löxum meira en veiddist í júní metveiðisumarið 1973. Horfur eru góðar, jafnar og vænar göngur hafa verið í ána og vatnsmagn er gott, þökk sé vatnsmiðlun í Langa- vatni. Langá gæti því orðið í einu af efstu sætunum ef fram heldur sem horfir. Stórir boltar í Vatnsdal Veiði hefur gengið nokkuð vel í „sleppitjörninni" Vatnsdalsá í Húnaþingi. Á miðvikudagskvöld var búið að veiða um 70 laxa sem flestum var sleppt jafnharðan. Þetta var nær allt rokvænn lax, örfáir undir 10 pundum og flestir þeirra 9 pund. Margir 14-17 punda fiskar eru skráðir og er þyngd ákvörðuð af lengd sem mæld er áður en laxinum er sleppt. Einn áætlaður 22 punda hefur veiðst og enn stærri fiskar hafa sést og sloppið af flugum veiðimanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.