Morgunblaðið - 05.07.1996, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 05.07.1996, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Fésvikiðútúr íslenskum korthöfum TVEIR einstaklingar a.m.k., sem Morgunblaðið hefur haft spumir af, hafa orðið fyrir því að færslur sem engan veginn standast hafa birst á reikningsyfirliti þeirra. I öðru tilvik- inu er um að ræða úttektir fyrir á fjórða tug þúsunda króna, en í hinu rétt tæplega tvö hundruð þúsund krónur. Misnotkun á alnetinu? Lægri upphæðin var svikin út með ellefu færslum á fjórtán dögum í lok apríl og byrjun maí, og voru flestar færslurnar þrjár talsins sama daginn. Flestar voru upp á 50 dollara, en ein upp á 35 dollara. Korthafinn kveðst ekki hafa dvalist í Bandaríkjunum seinustu fjögur ár og eina hugsan- lega skýringin sé sú að svikahrapp- arnir hafi komist yfir kortanúmerið í gegnum alnetið. „Eg hef hugsanlega gefið upp kortnúmerið á alnetinu þegar það var að fara af stað fyrir alvöru hér- lendis, áður en aðvaranir um var- kárni vegna viðskipta með þessum hætti voru gefnar út. í því tilviki var um áskrift að bresku dagblaði að ræða, en ég er ekki einu sinni viss um að ég hafi gefið upp kortnúmer- ið þá, þannig að ég hef í raun engar öruggar skýringar á hvernig þessir aðilar hafa komist yfir númerið á kortinu," segir hann. Hann kveðst telja líklegt að um peningaúttektir sé að ræða, og eftir að hafa tilkynnt viðskiptabanka sín- um um að færslurnar standist ekki, eigi hann tæplega von á að um frek- ari eftirmála verði að ræða. Hærri upphæðin var hins vegar svikin út með einni færslu á vínsýn- ingu í Kalifomíu í lok apríl, og segir korthafínn útilokað að úttektin teng- ist alnetinu á nokkurn hátt, þar sem hann hafi aldrei átt í viðskiptum gegnum það. Hann hafi hins vegar verið á ferð í Bandaríkjunum um mánuði áður en svikin áttu sér stað, og möguieiki sé að einhverjir hafi komist yfir kortnúmerið meðan á þeirri ferð stóð. Vekur spurn um öryggi „Á undanförnum árum hefur mér verið bent á í Bandaríkjunum að þegar kortin eru „straujuð", þannig að eitt blað er fyrir viðskiptavininn, eitt fyrir fyrirtækið og eitt til inn- heimtu, eigi maður að taka kalki- pappírinn á milli og eyðileggja hann, því að menn hafí verið staðnir að því að taka hann og nota til að kom- ast yfir undirskriftir og kortanúmer. Brögð hafa verið að því að undanförnu að ópr- úttnir aðilar í Banda- ríkjunum hafi með ein- hverjum hætti komist yfir greiðslukortanúmer einstaklinga hérlendis og notfært sér þau til úttekta. Eg hef gert þetta í flestum tilvikum, en hugsanlega hefur orðið misbrestur á því einhvern tímann. Það er með ólíkindum að þetta geti gerst, og sjálfkrafa setur maður spurningamerki við öryggið samfara kortaviðskiptum þegar mál sem þessi koma upp, því þarna er tæpast um tilviljun að ræða, nema svo ósenni- lega vilji til að menn búi sér til núm- er af handahófi," segir korthafinn. Hann kveðst ekki vita hverníg svikin gengu fyrir sig ytra, en bend- ir á að á sýningum þar sem vörur eru seldar, sé vanalega um að ræða handknúnar kortavélar, sem eru ekki tengdar tölvukerfum, og það sé sú skýring sem honum fannst líklegust á að viðkomandi gat keypt fyrir svo háa upphæð athugasemdalaust. „Hafi viðkomandi keypt einhver eðalvín á sýningunni, væri gaman að fá að smakka þau og í raun finnst mér ég eiga það inni hjá svikahröpp- unum,“ segir hann. Bitnar ekki á korthöfum Leifur Steinn Elísson, aðstoðar- framkvæmdastjóri Visa íslands, seg- ir að að undanförnu hafi aðeins bor- ið á kortasvikum í landi fjarri Banda- ríkjunum, og í þeim tilfellum hafi jafnvel verið um að ræða kort sem hafi glatast eða búið er að loka. Hafi fyrirtækið verið með ákveðnar varnaraðgerðir í gangi vegna þessara dæma, og sé það föst vinnuregla þegar eitthvað bendi til kerfisbund- inna eða skipulagðra svika í tilteknu landi eða borg. Þrír aðilar hafa hins vegar, að sögn Leifs Steins, haft samband við fyrirtækið upp á síðkastið og rætt um torkennilegar færslur í Banda- ríkjunum, og einn þeirra að minnsta kosti talið að viðskipti á alnetinu gætu átt hlut á máli. Hann muni einnig eftir tilviki frá seinasta ári, þar sem einstaklingur lenti í rang- færslum af þessu tagi og þá höfðu þeir sem stóðu að svikunum náð kortnúmerinu á alnetinu. „Við vinnum þannig að þegar kort- hafinn kvartar skriflega til okkar og getur sannað að ekki sé um hans færslur að ræða, er augljóst mál að hann beri engan skaða af. Við verjum korthafann fram í rauðan dauðann í tilfellum sem þessum. Það er hins vegar auðvelt að kom- ast yfir kortanúmer eins og allir vita því að þau eru notuð um allan heim og verða eftir í tækjum og á pappírs- sneplum. Við hvetjum fólk til var- færni en í þessum tilvikum getur verið um eitthvað allt annað að ræða og við munum gera allt sem við get- um til að grafast fyrir um orsakir þessara mála,“ segir hann. Leifur Steinn segir óljóst hvort fyrirtækið geti náð fénu til baka í tilvikum sem þessum og hvort það beri kostnaðinn eða bankinn ytra sem tekur við færslunum. Málið verði hins vegar rannsakað. mnritun 09 uppujsinvar í úma 568 9797 0? 5687580 da?le?afrákl. 16-20. KennarúJóhannÖrn, nijkominntillandúm. Danssmiðja Hermans Ragnars FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 1996 9 Útsala - útsala - útsala Ath.: Langur laugardagur á morgun. Opiötilkl. 17. Ókeypis bílastæði. SISSA-tískuhús Hverfisgötu 52, Reykjavlk, sími: 562 5110 Ath. Sendum i póstkrölu Utsala—utsala 10—507- afsláttur Hápur—heilsársölpur—sumarúlpur Opnum kl. 8.00. ó*#Htíl5ID Möfhin B—sími S88 SS18 • ffnastæði við húöarvegginn • ÚTSALAN í FULLUM GANGI Vandaður fatnaður á ótrúlegu verði Föstudag Laugardag Sunnudag 10-18.30 10-17 13-17 Langurlaugardagur OPIÐ SUNNUDAG Laugavegi 97, sími 5S2 2555 Fólk er alltaf að íGullnámunnk 87 milljónir Vikuna 27. júní - 3. júlí voru samtals 87.065.480 kr. greiddar út í happdrættisvélum um allt land. Þetta voru bæöi veglegir Silfurpottar og fjöidinn allur af öðrum vinningum. Silfurpottar í vikunni: Dags. Staöur Upphæö kr. 28. júní Eden, Hveragerði........... 171.861 28. júní Catalina, Kópavogi.............. 60.203 28. júní Háspenna, Hafnarstræti..... 73.263 28. júní Háspenna, Hafnarstræti..... 115.718 29. júní Flughótel, Keflavík........ 90.140 29. júní Catalina, Kópavogi......... 91.626 30. júní Ölver...........y.............. 150.450 30. júní Háspenna, Laugavegi........ 62.608 1. júlí Mónakó........................ 110.830 1. júlí Háspenna, Laugavegi....... 107.012 2. júlí Hafnarbar, Þórshöfn....... 135.367 2. júlí Hótel Búðareyri, Reyðarf. .. 195.763 3. júlí Háspenna, Laugavegi....... 199.159 3. júlí Háspenna, Hafnarstræti.... 100.592 | < Q Staða Gullpottsins 3. júlí, kl. 23.30 var 10.185.000 krónur. Silfurpottarnir byrja alltaf (50.000 kr. og Gullpottarnir í 2.000.000 kr. og hækka síöan jafnt og þétt þar til þeir detta. vinna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.