Morgunblaðið - 18.07.1996, Side 19

Morgunblaðið - 18.07.1996, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JÚLÍ 1996 19 ÚRVERINU Veiðin orðin lítil á loðnumiðunum Morgunblaðið/Gunnlaugur Þ AÐ er ánægður hópur fólks, sem vinnur við vinnsiuna á laxi í Stykkishólmi. Unnur María Rafnsdóttir, verkstjóri, er fyrir miðju hópsins. Góðar heimtur í Hraunsfirði LÍTIL VEIÐI hefur verið á loðnumið- unum í gær og fyrradag og hefur loðnan dreift sér, að sögn Marons Björnssonar, skipstjóra á Guðmundi Ólafi ÓF. Hann segir þó enga ástæðu til örvæntingar, en hinsvegar sé hætt við að veiðar hafi byijað of seint í sumar. Maron segir að kaldað hafi á mið- unum í fyrradag, það hafí ekki haml- að veiði, en veiðin hinsvegar verið dræm. Þeir hafí þó fengið þokkaleg köst og voru á leið til Raufarhafnar þegar Verið hafði samband um borð í gær. „Það er nú samt enginn heimsend- ir þó að dragi úr veiði í einhveija daga. Það hefur allt sínar ástæður. Þessi veiði nú er mjög svipuð og sumarið 1993 og þá vorum við að langt fram i september. Þetta er gríðarlega mikið hafsvæði og alltaf fá skip á miðunum því þau eru alltaf stoppuð í landi og því náum við ekki að kemba allt svæðið.“ Voraði snemma í sjónum Maron telur að loðnuveiðin hafi byijað mánuði of seint í sumar og hætt við að vertíðin styttist í annan endann vegna þess. „Það voraði mjög snemma í sjónum og allt líf dafnar mjög vel. Loðnan er verulega feit og því er hætt við að hún nái bráðlega fuilu fítustigi og eftir að hún hættir að éta heldur hún sig ekki eins vel í torfum og ekki eins veiðanleg. Það voru þéttar torfur út um allan sjó þegar við komum hérna 1. júlí og ég er sannfærður um að við hefðum getað mokað tugþúsundum tonna á land fyrir þann tíma, hefðum við byijað 20. júní eins og við sóttum um, en fengum ekki vegna einhverr- ar kreddu í Norðmönnum," segir Maron. Maron segir að ekki sé ástæða til að binda í samningum við Norðmenn að ekki megi hefja veiðar fyrr en 1. júlí ár hvert. „I ár var illa með tímann farið því að við getum ekki gengið að náttúrunni eftir almanaks- dögum, heldur skapast þetta allt eft- ir aðstæðum hveiju sinni. Þetta at- riði verður því að vera opið í næstu samningum," segir Maron. Hefðum getað náð síldinni Maron telur að álíka mistök hafí átt sér stað hvað varðar síldveiðarn- ar í vor. Síldin hafi verið snemma á ferðini og gengið óvenju hratt norður eftir. „Það var hreint og beint skelfi- legt hvernig farið var með síldina, hringlandinn í kringum samningana og úthlutun kvótans varð til þess að við eigum enn óveidd rúm 20 þúsund tonn af síldarkvótanum. Það eru verðmæti upp á um 300-400 milljón- ir. Það hefði leikandi veið hægt að ná þessum kvóta. Við kláruðum til dæmis okkar kvóta á 16 dögum. Og þegar gengið verður til samninga er hætt við að sagt verði við okkur að við höfum ekkert að gera með svona stóran kvóta því að við ráðum ekk- ert við að veiða hann,“ segir Maron. í gær voru komin á land tæp 160 þúsund tonn af loðnu. Mestu hefur verið landað hjá SR mjöli á Siglu- firði eða um 20 þúsund tonnum, rúm- um 15 þúsund tonnum hjá SR mjöli á Seyðisfirði og um 14 þúsund tonn- um hjá Hraðfrystihúsi Eskifjarðar. GÓÐAR laxaheimtur hafa verið í hafbeitarstöðinni í Hrauns- firði á snæfellsnesi það, sem af er sumri. Heimtur eru mun betri en í fyrra, göngurnar hafa verið jafnari og vinnan stöðugri. Hefur því verið mikið að gera við slátrun og vinnslu og er bjart yfir fólki. Um miðja þessa viku var búið að slátra 43.500 löxum það, sem af er sumri og um 8.000 laxar bíða slátrunar í kvíum. Núna er slátrað yfir 3.000 löxum á dag fimm daga vikunnar. Laxinum er slátrað í Hraunsfirði, en flokkun og vinnsla fer fram í Stykkishólmi. Silfurlax hf. sem rekið hefur hafbeitarstöðina í Hraunsfirði frá upphafi varð gjaldþrota í byrjun ársins og hefur verktaki tekið stöðina á leigu í sumar af þrotabúinu og Landsbanka íslands. Laguna. 5 dyra fólksbíll og skutblll. Laguna. Fyrir þá sem kunna að meta glæsileika, fágun og gæði Staðalbúnaðurinn er ríkulegur: • 2.0 1 vél með beinni innspýtingu. • 115hestöfl. • hækkanlegt bílstjórasæti með stillanlegum stuðningi við mjóhrygg. • strekkjari á öryggisbeltum. • öryggisbitar í hurðum. • rafdrifnar rúður. • fjarstýrðar samlæsingar með þjófavörn. útvarp og kassettutæki með fjarstýringu og 6 hátölurum. þokuljós að aftan og framan. höfuðpúðar í aftursæti. kortaljós við framsæti. litað gler. Listinn yfir staðalbúnaðinn er lengri og enn er ótalinn sá aukabúnaður sem hægt er að fá til viðbótar. Laguna kostar aðeins frá 1.798.000 kr. RENAULT FER Á KÖSTÚM ÁRMÚLA 13 SÍMI: 568 1200 BEINN SlMI: 553 1236

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.