Morgunblaðið - 18.07.1996, Side 43

Morgunblaðið - 18.07.1996, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JÚLÍ1996 43 * A norrænni slóð í Ár- bæjarsafni ÁRBÆJARSAFN verður opið helgina 20.-21. júlí frá kl. 10-18. Á laugardeginum geta börn lært að reisa horgemling og fleiri gamla leiki eða brugðið sér á hestbak. Á sunnudeginum verður opnuð ný sýning á Árbæjar- safni en það er norræna far- andsýningin A norrænni slóð. Sýningin er unnin af danska arkitektinum Sören Sass og rithöfundinum Ebbe Klavedal Reich. Sýningin er á íslensku og fjallar um Norðurlönd og íbúa þeirra. Á sunnudeginum mun glímu- félagið Ármann sýna glímu og aðra forna leiki á torginu fyrir framan miðasöluna kl. 15. Líkt og aðra daga verður tóvinna, roðskógerð, bókband, gullsmíði og margt fleira á boðstólum. Orlofsdvöl blindra og krabba- meinssjúkra LÍKNAR- og vinafélagið Bergmál gengst fyrir einnar viku orlofs- dvöl fyrir krabbameinssjúka dag- ana 12. til 19. ágúst og aftur 21. til 28. ágúst nk. að Hlíðardals- skóla í Ölfusi. Dvölin verður sjúkl- ingum að kostnaðarlausu. Þetta er annað sumarið sem Bergmál gengst fyrir slíkri orlofs- dvöl fyrir krabbameinssjúka, en að þessu sinni færir félagið út kvíarnar því vikurnar verða tvær og verða blindir meðal gesta fyrri vikuna. Orlofsvikan í fyrra þótti takast með afbrigðum vel og voru dvalargestir og Bergmálsfélagar mjög ánægðir, segir í fréttatil- kynningu. Verður stefnt að því nú, eins og þá, að gera öllum dvölina eins ánægjulega og frek- ast er unnt. Verður fjölbrej'tt dagskrá alla daga og kvöldvökur á hvet-ju kvöldi með iistafólki. Sundlaug er á staðnum og góð aðstaða til útivistar. Umsóknir berist fyrir 1. ágúst til Kolbrúnar Karlsdóttur, síma 557-8897, og Sveinbjargar Guð- mundsdóttur, síma 552-8730 og 554-2550, og veita þær einnig allar nánari upplýsingar. Síðdegis tónleikar á Ingólfstorgi TÓNLEIKAR verða haldnir á Ing- ólfstorgi á föstudag og hefjast þeir klukkan 17. Fram koma hljómsveitirnar Kolrassa krókríð- andi og Bag of Joys. Hamli veður verða tónleikarnir fluttir í Hitt húsið. Sjóminjasafnið Gömul vinnu- brögð og harmonikku- leikur GÖMLU vinnubrögðin verða kynnt í Sjóminjasafni íslands í Hafnarfírði frá klukkan 13-17 á sunnudag. Þá leika tveir fyrrver- andi sjómenn á harmónikku með- an opið er. Verkleg sjóvinna hefur verið fastur liður í starfsemi safns- ins í sumar og verður áfram á dagskrá alla sunnudaga í júlí og ágúst. Sjóminjasafnið er nú opið alla daga frá kl. 13-17 fram til 30. september. I safninu eru varð- veittir munir og myndir er tengj- ast sjómennsku og siglingum fyrri tíma, þ.á m. tveir árabátar. Einn- ig er til sýnis loftskeyta- og korta- klefi af nýsköpunartogaranum Röðli GK 518, ýmis veiðarfæri, áhöld og tæki, m.a. hvalskutull, skipslíkön og fleira. I forsal Sjóminjasafnsins stendur nú yfir sýning á 15 olíu- málverkum eftir Bjarna Jónsson listmálara. Allt eru þetta myndir um sjómennsku og sjávarhætti fyrir daga vélvæðingar og má því segja að um hreinar heimildar- myndir sé að ræða. Allar mynd- irnar eru til sölu. * Alyktun aðal- fundar Félags heyrnarlausra MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun sem samþykkt var af aðalfundi Félags heyrnar- lausra 22. júní síðastliðinn. „Við sem erum heyrnarlaus skorum á yfirvöld að tryggja mannréttindi heyrnarlausra lands- manna með því að viðurkenna með lögum íslenskt táknmál sem móðurmál heyrnarlausra íslend- inga. Við skorum á yfirvöld að tryggja með lögum rétt heyrnar- lausra til menntunar sem fer fram á táknmáli, frá fæðingu til dauða- dags. Við skorum á yfirvöld að tryggja með lögum fullan rétt heyrnarlausra á táknmálstúlkun. Við skorum á yfirvöld að tryggja greiðslur fyrir táknmálstúlkun." Boðsmót Tafl- félagsins TAFLFÉLAG Reykjavíkur gengst fyrir boðsmóti í skák sem stendur frá miðvikudegi í næstu viku, 24. júlí, til 12. ágúst. Tefld- ar verða 7 umferðir og er um- hugsunarfrestur hálftími á 30 leiki. Öllum er heimil þátttaka og er skráning í síma TR á kvöldin. FRÉTTIR Sumarhátíð Sólstöðu- hópsins að Laugalandi SUMARHÁTÍÐIN „í hjartans ein- lægni“ verður haldin helgina 19. til 21. júlí næstkomandi, að Lauga- landi í Holtum, að frumkvæði lítils hóps er kallað hefur sig Sólstöðu- hópinn. Markmið Sólstöðuhópsins hefur verið að vekja fólk til umhugsunar um lífsgildi eins og ást, vináttu, frið, sameiningu, fjölskyldutengsl, bömin okkar, tengsl manna í millum, virð- ingu og trú, svo eitthvað sé nefnt. Vandað verður til hátíðar þessar- ar. Boðið verður upp á fjölda stuttra námskeiða, sniðnum að þörfum barna, unglinga og fullorðinna. Hátíðin er ætluð öllum; jafnt fjöl- skyldum sem einstaklingum. Dag- skráin verður bæði fróðleg og skemmtileg. Á meðan þeir fullorðnu eru á námskeiðum geta börnin ver- ið að leik í hinum ýmsu smiðjum. En bamadagskráin verður fjöl- breytileg og má þar nefna t.d. vís- indasmiðju, sköpunarsmiðju, leik- smiðju og trésmiðju. Þá mun einnig nokkur fjöldi listamanna koma að dagskránni, sem miðar þó að því að stuðla að virkni þátttakenda sjálfra. Unglingarnir fá einnig dag- skrá við sitt hæfi. Farið verður í ævintýraferð út í náttúruna, haldið sundlaugarteiti og fleira. Hátíðin ber yfirskriftina „í hjart- ans einlægni“ og er ætlunin að sam- einast að Laugalandi í Holtum og rækta hið jákvæða lífsgildi. Þar verða jafnt ungir sem aldnir saman í starfí og leik án vimuefna. Að- gangur að hátíðinni verður tak- markaður við 300 fullorðna og u.þ.b. 200 börn og unglinga. Inni- falið er í aðgangseyri allt það er lýtur að hátíðinni, námskeið, tjald- svæði, sund og fl. Bók um náttúruvemd afhent forseta íslands útgáfunnar, og Auði Sveinsdóttur stofnanir gefa ritið út í samein- formanni Landverndar, en þessar ingu. Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Stórvirkar vinnuvélar og fjögurra öxla vörubílar sem nefndir eru „tólffótungar“ eru áberandi á verksvæði Héraðsverks. Framkvæmdir við veginn frá Jökulsá á Fjöllum í Víðidal á undan áætlun 30 manns á vöktum allan sólarhringinn NÝLEGA færðu Háskólaútgáfan og Landvernd Vigdísi Finnboga- dóttur, forseta Islands, bókina „Umhverfisréttur; Verndun nátt- úru Islands" að gjöf. Bókin fjallar um náttúruvernd og umhverf- ismál og er í henni að finna yfir- lit um öll lög og reglur sem gilda hér á landi á þessum sviðum. Auk þess er þar sagt frá öllum alþjóða- samningum um umhverfismál sem íslendingar eru aðilar að og gildi þeirra metið. Er bókin mikil- vægt fræðslu- og upplýsingarit fyrir alla þá sem áhuga hafa á vernd náttúru íslands og auðlinda þess, segir í fréttatilkynningu. Höfundur bókarinnar, Gunnar G. Schram, prófessor, afhenti frú Vigdísi Finnbogadóttur ritið að viðstöddum Jörundi Guðmunds- syni, framkvæmdastjóra Háskóla- Ellefu ungmenni synda yfir Faxaflóa Sundhópur frá Sundfélagi Akraness ætlar á laugardag að synda frá Reykjavík til Akraness, svokallað Faxa- flóasund. Sundleiðin er um 21 km og skiptast krakkarnir á að synda. Þau eru 11 talsins og yngsti sundmaðurinn er 14 ára. Allt sundfólkið mun synda í blautbúningum til að verjast kuldanum í sjónurn. Fyllsta öryggis er gætt í framkvæmd sundsins. Lóðs- inn á Akranesi og Björgunar- sveitin Hjálpin hafa aðstoðað sundfélagið við þessa fram- kvæmd. Læknir verður um borð í bátnum sem fer með sundhópnum og tveir menn frá Björgunarsveitinni verða í kafarabúningum um borð í bátnum tilbúnir að grípa inn í ef á þarf að halda. Þetta er í þriðja sinn sem Faxaflóasund er farið og er þetta liður í fjáröflun félags- ins. Sundfólkið hefur nú á síð- ustu dögum safnað áheitum hjá einstaklingum og fyrir- tækjum á Akranesi og hefur það gengið mjög vel. Allur ágóði af þessari fjáröflun renn- ur í ferðasjóð félagsins. Lagt verður af stað í sund- ið frá Miðbakka í Reykjavík kl. 9 á laugardagsmorgun ef veður leyfir. Annars verður synt einhvern annan dag þeg- ar veður er hagstætt. Vaðbrekka, Jökuldal. - Fram- kvæmdir við nýja veginn frá Jök- ulsá á Fjöllum í Víðidal ganga vel. Þessi nýi vegarkafli er 13,5 kíló- metra langur og liggur nokkru vest- ar en gamli vegurinn. Nýi vegurinn fer þess vegna ekki um hlaðið á Grímsstöðum eins og sá gamli ger- ir. Verktaki við verkið er Héraðs- verk frá Egilsstöðum. Heildar rúm- metrafjöldi efnis sem fer í veginn er um 380 þúsund rúmmetrar. Nú þegar er lokið við að aka út um 200 þúsund rúmmetrum og verkið þrem vikum á undan áætlun. Að sögn Sveins Jónssonar fram- kvæmastjóra Héraðsverks vinna nú um 30 manns við verkið á vöktum allan sólarhringinn. Verkið gengur vel og sagði Sveinn að lokið yrði við að aka út burðarlagi í lok ágúst. í framhaldi af því verður umferð hleypt á veginn í byijun september, en slitlag verður lagt á veginn næsta sumar. Héraðsverk fer svo strax að loknu þessu verki austur á Fjarðarheiði þar sem þeir hafa fengið annað verk, 5,5 kílómetra vegarkafla með áætl- uðum verklokum á uppbyggingu um miðjan oktober. „Voice Organizer ™“ Helsli innflytjandi fyrir Skandinavíu, Borg Utvikling AS, leitar að söluaðila fyrir hinn vinsæla „Voice Organizer" (tímastjómandi, setn stjórnast af rödd). Varan er aðallega ætluð atvinnulífinu. Vinsamlegast hafið samband á fax'OO 47 69 14 33 15.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.