Morgunblaðið - 21.07.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.07.1996, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 21. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 14/7-20/7 INNLENT ►BORGARRÁÐ hefur samþykkt 1,5 milljónar króna aukafjárveitingu til embættis borgarverkfræð- ings til að ljúka megi gerð tillagna um úrbætur vegna hljóð- og loftmengunar i ýmsum hverfum Reykja- víkur. Tæplega 1.700 íbúðir í borginni eru staðsettar við götur þar sem hávaði frá umferð við húsvegg mælist yfir 65 desibil, en það er um 4% íbúða í borg- inni. ► SÉRFRÆÐIN GUM á veg- um Rannsóknarstofnunar byggingariðnaðarins og Hollustuverndar hefur ver- ið falið að fara yflr gögn sem lúta að útreikningum á hljóðstyrk frá umferð við Ióð Ármannsfells hf. við Kirkjusand. Fundi í skipu- lagsnefnd Reykjavíkur- borgar, sem átti að vera á föstudaginn, var frestað þar sem niðurstöður sérfræð- inganna lágu ekki fyrir. ►UMFANGSMIKLAR augnrannsóknir hefjast hér á landi í næstu viku þegar sendir verða spurningalist- ar til fjölda fólks, en stefnt er að því að rannsaka 1500 manns fyrri hluta septem- ber. Ætlunin er að kanna skýmyndun á augasteini og verða notuð til þess háþró- uð tæki frá Japan. ► ÍBV, í A, KR og Þór á Akureyri sigruðu andstæð- inga sína í áttaliða úrslitum bikarkeppni KSÍ. ÍBV og í A leika innbyrðis og KR og Þór. Sigurvegar í leikjunum keppa til úrslita um bikar- inn. Vill kaupa Áburðar- verksmiðjuna VIÐRÆÐUR standa yfír milli banda- ríska fyrirtækisins Allied Resource Corporation og framkvæmdanefndar um einkavæðingu um kaup á Áburð- arverksmiðjunni í Gufunesi. Banda- ríska fyrirtækið áformar að breyta verksmiðjunni í fyrirtæki sem endur- vinnur smurolíu. Verði þessi áform að veruleika verður framleiðslu á áburði í Gufunesi hætt, en vafasamt þykir að arðbært sé að halda henni áfram eftir að innflutningsbann á áburði var af- numið. Áætlanir Allied Resource Corp- oration gera ráð fyrir að breytingar á verksmiðjunni kosti 35 milljónir doilara eða 2,4 milljarða íslenskra króna. Búist er við að það skýrist í september hvort viðræðum verðúr haldið áfram. Breytíngar á Sjúkra- húsi Patreksfjarðar LAGÐAR hafa verið fram tillögur í stjórn Sjúkrahúss Patreksfjarðar sem gera ráð fyrir talsverðum samdrætti í rekstri. Útlit er fyrir 10-11 milljóna króna halla á rekstrinum á þessu ári og umtalsverður halli var á rekstrinum í fyrra. Að mati heilbrigðisráðuneytis- ins hefur skort nokkuð á eðlilegt að- hald með rekstri sjúkrahússins og krefst það þess að stjórn og fram- kvæmdastjóri grípi til aðgerða hið fyrsta. Ágreiningur er innan stjórnar um hvemig eigi að bregðast við rekstr- arvandanum og segir stjórnarformaður að trúnaðarbrestur hafí orðið milli sín og framkvæmdastjóra sjúkrahússins. Hlutabréf hækka MARKAÐSVIRÐI 31 hlutafélags sem skráð er á Verðbréfaþingi íslands nem- ur nú um 75 milljörðum króna og hef- ur það hækkað um 25 milljarða frá síðustu áramótum vegna mikilla hækk- ana á verði hlutabréfa. Þegar litið er aftur ti! ársins 1995 nemur hækkunin á markaðsvirði þeirra 29 félaga sem þá voru á markaðinum tæpum 30 millj- örðum. 230 fórust með breiðþotu TWA BREIÐÞOTA bandaríska flugfélagsins Trans World Airlines (TWA) sprakk á flugi aðfaranótt fímmtudags skammt frá New York og fórust allir um borð, 230 manns. Véliri var 25 ára gömul, af gerðinni Boeing 747-100 og ein af elstu flugvélum af þessari gerð sem enn voru í notkun. Braícið dreifðist um stórt svæði og liggur megnið af því á rúmiega 30 metra dýpi um 14 km frá strönd eyjarinnar Long Island, rúmlega hundrað km frá New York-borg. Sjónarvottar sögðu að sprenging hefði orðið í vélinni og hún hrapað á 10 sekúndum. Áhöfn á skipi strand- gæslunnar heyrði neyðarkall um sama leyti og þotan fórst en ekki var vitað hvort það var frá henni. Stjómvöld sögðu að engar vísbendingar væru um hryðjuverk en ekkert var vitað um or- sök slyssins er síðast fréttist. Öryggis- gæsla var hert á flugvöllum víða um heim. Friðarvonir dvína HÖRÐUM átökum á Norður-írlandi vegna hátíðarhalda mótmælenda, er minntust sigurs á kaþólikkum fyrir 300 árum, lauk að mestu á á mánudag en heimildarmenn telja að friðarviðleitnin hafi beðið mikinn hnekki. Breskir ráðamenn reiddust mjög gagnrýni Johns Brutons, forsætisráð- herra írlands, vegna þess að mótmæl- endur fengu að efna til göngu um hverfi kaþóiikka í bænum Portadown en þá mögnuðust átökin. Sagði Bmton að Bretar hefðu ekki gætt hlutleysis. Ný lota friðarviðræðna hófst þrátt fyr- ir þetta á þriðjudag. ►HELSTU leiðtogar Tsjétsjena ákváðu í vikunni að herða ekki sóknina gegn Rússum en reyna samn- ingaleiðina enn um hríð. Skæruliðaforinginn Sal- man Radújev fullyrti á fimmtudag að Dzhokar Dúdajev væri enn á lífi en illa særður og hvatti hann Tsjetsjena til allsherjar- stríðs. Radújev sagði arf- taka Dúdajevs, Zelímkhan Jandarbíev, vera svikara við þjóð sína. ►BENJAMIN Netanyahu, nýr forsætisráðherra Isra- els, ræddi við Hosni Mubar- ak Egyptalandsforseta í Kaíró á fimmtudag og sagð- ist hinn síðarnefndi vera mun vonbetri um frið eftir fundinn. Palestínumenn og Sýrlendingar sögðust van- trúaðir á að Netanyahu hefði slakað á harðlínu- stefnu sinni. ► RADOVAN Karadzic, helsti sljórnmálaleiðtogi Bosníu-Serba, afsalaði sér á föstudag öllum embættum meðal þjóðar sinnar. Ric- hard Holbrooke, sendimað- ur Bandaríkjastjórnar, er átti fundi í Belgrad með Slobodan Milosevic Serbíu- forseta í vikunni, er sagður hafa þvingað fram afsögn Karadzic sem ákærður hef- ur verið fyrir stríðsglæpi. ► BILL Clinton Bandaríkja- forseti frestaði á þriðjudag gildistöku umdeildra lagaá- kvæða gegn erlendum fyr- irtækjum er eiga viðskipti við Kúbu. FRÉTTIR Súðavíkurbær Fær tíu þús- und plöntur að gjöf SKELJUNGUR og Skógrækt rík- isins afhentu Súðavíkurbæ tíu þúsund plöntur að gjöf á föstu- dag, en trjágjöfinni var heitið eftir snjóflóðið í fyrravetur. Nemendur í leikskóla og grunnskóla Súðavíkur, ásamt öðrum bæjarbúum, hófust handa við gróðursetninguna í gær. Arnlín Oladóttir skógfræðingur kortlagði allt svæðið fyrir ofan nýju byggðina í Súðavík síðast- liðið sumar og skipulagði stað- setningu og dreifingu plantn- anna. Plöntunum hefur verið valinn staður ofan við endiianga byggð- ina og væntanlega verður gróð- ursett á um fjögurra hektara svæði í sumar. Fyrir nokkrum árum stóð Skógræktarfélag Isa- fjarðar fyrir gróðursetningu fyr- ir ofan gömlu byggðina á Súða- vík, en hluti þess gróðurs eyði- lagðist í snjóflóðinu. Þegar gróð- ursetningu ofan við nýju byggð- ina lýkur, stendur til að tengja gróðurbeltin saman svo úr verði samfelld gróðurlína ofan við gamla og nýja bæinn. Norðmenn setja reglur um rækjuveiðar við Svalbarða Veiðiréttur metinn á grundvelli veiðireynslu NORSKA sjávarútvegsráðuneytið gaf út reglugerð í fyrradag um rækjuveiðar á fiskvemdasvæðinu við Svalbarða. Héðan í frá mega aðeins þau skip, er byggja á veiði- reynslu, stunda rækjuveiðar á Sval- barðasvæðinu og verður umfang veiðanna sömuleiðis byggt á veiði- reynslu. Skip, sem ætla sér að nýta veiðiheimildirnar, verða að skrá sig hjá norskum yfirvöldum í sjávarút- vegi, en reglugerðin er til komin sökum þess að rækjustofninn er sagður vera í sögulegu lágmarki. HÚSAFRIÐUNARNEFND hefur lagt áherslu á að gamla kirkjan í Reykholti verði varðveitt, enda er hún friðuð, að sögn Guðnýjar Gerðar Gunnarsdóttur varaformanns nefnd- arinnar. Hún segir að búið hafí verið að ræða við sóknamefnd í Reykholti um að kirkjan yrði varðveitt á staðnum, en nefndin hafi fallist á að hún yrði flutt og henni fundinn nýr staður ef „það væri eina leiðin til að tryggja varðveislu hennar,“ segir hún. Geir S. Waage sóknarprestur í Reykholti sagði í Morgunblaðinu í gær að til greina kæmi að kirkjan yrði rifin, en Guðný segir nefndina ekki hafa fallist á slík sjónarmið. „Við teljum þá leið óviðunandi og niðurrif er slæmur kostur, en að vísu er nefndinni heimilt lögum sam- kvæmt að aflétta friðun. Hins vegar hafa hús verið tekin niður og þau Ljóst er að á grundvelli veiði- reynslu, munu Norðmenn fá mest í sinn hlut og þá Rússar, en önnur skip eru frá Kanada, Eistlandi, Lit- háen, Færeyjum, Grænlandi, Evr- ópubandalaginu og íslandi sem hef- ur minnsta reynslu af veiðum þess- um. Haft var eftir norska sjávarút- vegsráðherranum í gær að Norð- menn hefðu enga ástæða til að ef- ast um rétt sinn til að stjóma veiðum við Svalbarða. Brýn nauðsyn væri á að hefta ofveiði á svæðinu þar sem sóknin hefði aukist til muna. geymd, þegar engin önnur úrræði hafa verið til staðar, og með það í huga að viðkomandi bygging verði reist aftur. Við viljum að kirkjan verði varðveitt, annað hvort í Reyk- holti eða á öðrum stað,“ segir Guðný. Styrkur kemur til greina Hún segir hugsanlegt að Húsafrið- unarsjóður, sem veitir styrki til við- halds og varðveislu gamalla húsa, gæti styrkt slíka framkvæmd. Sjóð- urinn hafi hins vegar ekki bolmagn til að greiða allan áætlaðan kostnað við flutning og endurbætur á kirkj- unni, sem nemur um 15 milljónum króna að sögn prestsins. Sjóðurinn hefur um 45 milljónir til úthlutunar á ári og er veitt úr honum einu sinni á ári. Hæstu styrk- ir nema, að sögn Guðnýjar, um einni milljón króna. Dregnir í land með nótina í skrúfunni LOÐNUSKIPIÐ Bergur Vigfús GK var væntanlegur inn til Siglufjarðar í gær með loðnu- skipið Sólfell EA í togi. Sólfell- ið fékk nótina í skrúfuna er það var á loðnuveiðum 150 sjómílur norður af Raufarhöfn á hádegi á fimmtudag. Ekki tókst að losa nótina úr skrúfunni og varð skipið því stjórnlaust. , Norskt varðskip var á miðunum og var beðið um aðstoð við að skera nótina úr skrúfunni, en það gat ekki orðið við þeirri beiðni vegna þess að enginn kafari var þar um borð. Gott veður var á miðunum þegar þetta gerðist og engin hætta á ferðum. Búið var að hafa samband við kafara úr landi og var hann tilbúinn að koma út á miðin með Sunnu- berginu frá Vopnafirði þegar Bergur Vigfús bauð fram aðstoð sína. Var þá ákveðið að hann drægi Sólfellið í land. Eigandi Sólfellsins, sem hét áður Sig- hvatur Bjarnason og var í eigu Vinnslustöðvarinnar hf., er Ut- gerðarfélag Dalvíkinga. Veltu jeppa á Jökuldalsheiði BJÖRGUNARSVEIT Slysa- varnafélags íslands var í fyrra- dag kölluð út til að aðstoða fjóra Þjóðveija sem höfðu velt jeppabíl sínum á Þrívörðuhálsi á Jökuldalsheiði. Loftskeytastöðinni í Gufunesi barst neyðarkall frá Þjóðveijun- um. Samband var haft við björgunarmiðstöð Slysavama- félagsins sem sendi björgunar- sveitina á Jökuldal af stað. Björgunarsveitarmenn héldu á heiðina á Ural-trukk sveitar- innar og tókst þeim að rétta jeppann af. Svo heppilega vildi til að jeppinn var ökufær og héldu Þjóðveijarnir, sem allir voru ómeiddir, ferð sinni áfram síðdegis. Húsafriðunarnefnd vill varðveislu Reykholtskirkju Niðurrif ekki talið viðunandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.