Morgunblaðið - 21.07.1996, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 21.07.1996, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. JÚLÍ 1996 17 I I ) > > í I > -í; I I » I- um 30 ár og segist vera í því starfi sem hann hafi dreymt um frá því að hann var barn heima í Minne- sota. „Þegar ég var 8-9 ára lá ég yfír landakortum og hugsað um líf- ið í framandi löndum. Eftir að ég heyrði að það væri til eitthvað sem héti utanríkisþjónusta og diplómat- ar var ég aldrei í vafa um hvert mitt ævistarf yrði og ég bjó mig undir þetta starf í háskólanámi." Hann sérhæfði sig í málefnum As- íu, bjó og starfaði um tíma í Filips- eyjum, Malasíu og Víetnam og lærði kínversku og búrmísku þótt hann byggi í hvorugu landinu. Á áttunda áratugnum varð Parker W. Borg konsúll við sendiráðið í Zaire og síðar sendiherra í Malí frá 1981- 1984. „Fæstir Bandaríkjamenn vita hvar Malí er en þegar ég sagðist bera ábyrgð á Timbuktu kinkuðu allir kolli. Allir Bandaríkjamenn hafa heyrt Timbuktu nefnt á nafn.“ Frá Malí fluttist hann til Wash- ington þar og vann þar m.a. að því að koma á alþjóðasamvinnu gegn hryðjuverkum, undirbúningi al- þjóðasamninga á sviði fjarskipta- tækni og aðstoðaði stjómvöld í Kólombíu og Mexíkó í baráttunni gegn eiturlyíjavandanum. „Ég var í Washington í níu ár, sem mér fannst langur tími. Þess vegna leist mér vel á að koma til íslands þegar það tækifæri bauðst,“ segir Parker W. Borg. Hann var þá farinn að búa sig undir að flytjast til Burma en segist glaður hafa þegið þetta tækifæri til þjónustu í Evrópulandi. Þau hjónin fluttust til Reykjavík- ur um haustið 1993 ásamt dætrum sínum þremur, sem þá voru 8, 7 og 4 ára. „Við höfum átt hér afskap- lega ánægjulegan tíma þessi þrjú ár. Hér er stórkostlegt að ala upp börn í umhverfi án glæpa þar sem börnin geta gengið sjálf niður í miðbæ til að kaupa sér sælgæti eða sætabrauð. Það gætu þau ekki gert jafnauðveldlega heima í Bandaríkj- unum. Stúlkurnar okkar hafa notið dvalarinnar á íslandi mjög mikið en eru samt spenntar fyrir því að fara að búa í öðrum heimshluta. Elsta dóttir mín, Lara, talar ís- lensku mjög vel. Hún hefur m.a. verið nemandi við Tónmenntaskól- ann hér, lært þar á flautu og lært tónfræði á íslensku. Hún á þýska stúlku fyrir vinkonu. Sú talar enga ensku svo þessar tvær stúlkur sem hafa að móðurmáli tvö af útbreidd- ustu tungumálum heims tala saman á íslensku. Yngsta dóttir okkar var 4 ára þegar við komum og við bjuggumst við að hún mundi ná bestum tökum á málinu. Hún varð líka fljót til að skilja málið en þeg- ar einhver stríddi henni af því að hún talaði ekki rétt þá brást hún við með því að neita að tala íslensku. „Localitis“ Við hjónin höfum líka haft ánægju af dvölinni hér. Þtjú ár eru ekki langur tími en flestar utanrík- isþjónustur skipta fólki út á sviðuð- um tíma til að koma í veg fyrir að menn fái það sem er kallað „localit- is“, en það er það kallað þegar dipló- matar fara að verða fulltrúar þess lands þar sem þeir búa fremur en heimalandsins. Við höfum tekið þátt í menningarlífinu og notið þess að vera fastagestir á tónleikum sin- fóníuhljómsveitarinnar og að sækja óperuna og ballett- og myndlistar- sýningar. Annað sem er athyglisvert fyrir okkur sem Bandaríkjamenn er að hér í Reykjavík er yfirleitt betra úrval af kvikmyndum en í flestum stórborgum í Bandaríkjunum. í borg þar sem eru 100 kvikmynda- hús eru oft ekki nema ca. 12 kvik- myndir í boði, allar nýkomnar á markaðinn. Hér á landi eru híns vegar u.þ.b. 25 sýningarsalir en 20 kvikmyndir í boði á hveijum tíma. Ég hef líka haft gaman af því á ferðum um landið hvað fólkið er alls staðar stolt af sínu byggðar- lagi. Vestmannaeyingum finnst sinn staður tvímælalaust sá besti á íslandi og líta á afganginn af ís- landi eins og úthverfi þaðan. Á ísafirði segja allir að Vestfirðir séu mikilvægastir og svo framvegis. Ég held að það sé mikilvægt að fólk líti á sín heimkynni sem besta stað á jarðríki.“ Herfáninn niður en hinn íslenski að húni í GREIN hér í blaðinu 7. júlí sl„ eftir Ólaf K. Magnússon ljósmynd- ara og flugáhugamann, segir hann sögu Reykjavíkurflugvallar, undir fyrirsögninni Flugvöllur með for- tíð. Þá var liðin hálf öid frá því að fram fór hátíðleg athöfn á flug- vellinum og Bretar afhentu þá, hinn 6. júlí 1946, stjórnvöldum hér, med þáverandi forsætisráð- herra, Ólaf Thors, í broddi fylk- ingar, lykilinn áð Reykjavíkur- flugvelli, eins og Ólafur kemst að orði í greininni. Hin hátíðlega athöfn fór fram framan við gamla flugturninn á flugvellinum, að viðstöddu fjöl- menni. Mörgum hinna nærstöddu þótti hápunktur þessa sögulega dags hafa verið er breski her- fáninn, fáni breska flughersins RAF, var dreginn niður í hinzta sinn framan við flugturninn á Reykjavíkurflugvelli og íslenzki fáninn dreginn að húni, í fyrsta skipti. Meðal þeirra sem fylgdust með var Sverrir Þórðarson, blaða- maður Morgunblaðsins, sem sendi okkur þennan pistil í framhaldi af grein Ólafs K. Magnússonar. Bretarnir höfðu valið til þess ungan flugliða, er var í þeim hópi Hyggjast skrá reynslu á tölvukubba London. Tlie Daily Telegraph, Reuter. BRESKIR vísindamenn lýstu yfir því á fimmtudag að innan 30 ára yrði til tölvukubbur, sem gæti varðveitt hugsanir og til- finningar manna. Minniskubbur jessi mundi gera fólki kleift að upplifa reynslu annarra. Kubburinn hefur verið nefnd- ur „sálnaveiðarinn" og yrði hann tengdur sjóntaug augans. Kubbnum yrði ætlað að varð- veita minningar og skynjanir á borð við lykt og það, sem fyrir augu og eyru ber, í formi nevr- ónubylgja í heila. Hægt yrði að flytja þessar upplýsingar yfir í tölvu og gæti fólk þá ýmist upplifað það, sem það hefur þegar reynt, á nýjan leik, eða miðlað öðrum af reynslu sinni í orðsins fyrstu merkingu. Breskir vísindamenn hyggj- ast smíða þennan kubb. Endalok dauðans? „Þetta eru endalok dauðans," sagði Chris Winter, sem starfar að þessu verkefni ásamt átta öðrum vísindamönnum fyrir símafyrirtækið British Telecom,- „Með því að sameina þessar upplýsingar og skrár um erfða- eiginleika ákveðinnar persónu væri hægt að skapa hana í lík- amlegum, tilfinningalegum og andlegum skilningi." Winter sagði að einnig yrði hægt að koma reynslu heillar mannsævi fyrir í nýfæddu barni með því að nota kubbinn. Með tilkomu kubbsins mundu menn heldur ekki þurfa að sýna ljós- myndir eða segja frá sumarfrí- inu, þeir gætu spilað reynslu sína hver fyrir annan. Tillagan um reynsiukubbinn byggir á útreikningum á því hve miklar upplýsingar fara um heilann á mannsævi. Á 80 árum fara 10 terabæti af upplýsing- um um heilann, eða sem sam- svarar geymslurými 7.142.857.142.860.000 tölvu- disklinga. Ekki var gefið upp hve miklu fé breski síminn hygðist veija til þessa verkefnis, en Winter sagði að gengið yrði að því af fullri alvöru. Hér væri um að ræða að vera í fararbroddi í samskiptatækni. ¥ RAF-flugliða sem síðastir yfirgáfu landið, skrifar Sverrir. Flagginað- urinn ungi var Iri, að nafni Brian Holt. Hann átti eftir að setjast hér að fyrir fullt og allt, og er ennþá búsettur hér í miðbæ Reykjavíkur. Nokkru eftir að hann lauk her- þjónustunni gerðist hann starfs- maður í bresku utanríkisþjón- ustunni og kom hann hingað til starfa í breska sendiráðinu, þar sem hann var um áratuga skeið, uns hann lauk starfsferli sínum í sendiráðinu, eftir að hafa verið ræðismaður um árabil. Stærri myndin sem pistli þess- um fylgir er tekin á því sögulega augnabliki er íslenski fáninn er dreginn að húni. Lengst til hægri má sjá þrjá menn standa hlið við hlið, en það eru Ólafur Thors for- sætisráðherra, Shepard þáver- andi sendiherra Breta hér og yfir- maður RAF hér á landi, Edw- ards, sem var frægur breskur flugkappi í heimsstyijöldinni. Að þessari athöfn lokinni settist hann í stjórnklefa Hudson-vélarinnar, sem sést dálítið lengra í burtu. Hann kvaddi ísland og flaug heim til Bretlands. Á hinni myndinni er Brian Holt framan við heimili sitt og eiginkonu sinnar, Guðrún- ar Holt, í Suðurgötu. Ég vissi aiveg hvernig hús ég vildi. Ég vildi fótboltalóð, þvottahús í íbúðinni fyrir iþrótta- fötin mín, matarlegt eldhús og enga sameign, þara sérinngang. Verðdæmi 2ja herb. 3ja herþ. Verð 6.380.000 7.090.000 Húsbréf 70% 4.473.000 4.963.000 Við kaupsamninq 500.000 500.000 18 mán. lán 200.000 250.000 20 ára lán 1.000.000 1.000.000 Við afhendinqu 217.000 377.000 Greiðslubyrði á mán. 31.119 34.059 Funahöfða 19 • Simi 577 3700 • http://nm.is/armfell Ármannsfell átti einmitt svona hús fyrir mig svo ég bara keypti það. Mamma og pabbi hjálpuðu mér aðeins, enda fá þau að búa hjá mér í húsinu mínu. i Opið hús í Berjarima 36, 9 á milii kl. 13.00 og 15.00 í dag, sunnudag s______________ * Ármannsfell hf. Leggur grunn að góftri framtið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.