Morgunblaðið - 21.07.1996, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 21.07.1996, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 21. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Árni Sæberg MEÐ MÖRG JÁRN í ELDINUM VIÐSMPn AIVINNULÍr Á SUNNUDEGI ►Ágúst Einarsson, framkvæmdastjóri Stálsmiðjunnar hf., er fæddur í Reykjavík 1948. Hann er útskrifaður frá Mennta- skólanum í Reykjavík árið 1969 og síðan frá viðskiptafræði- deild Háskóla Islands árið 1973. Hann starfaði sem fulltrúi framkvæmdastjóra hjá LÍÚ frá 1973-1985 er hann tók við starfi forstjóra Lýsis hf. Því starfi gegndi hann síðan til ársloka 1994 er hann flutti sig um set og tók við núverandi starfi. Hann hefur jafnframt átt sæti í sfjómum fjölmargra fyrirtækja og félagasamtaka, m.a. Björgunar hf., Olíuversl- unar Islands hf., og Félags íslenskra iðnrekenda og síðan Samtökum iðnaðarins þar sem hann situr enn í stjórn. Eigin- kona Ágústs er Eva Hreinsdóttir, viðskiptafræðingur og skrifstofusljóri, og eiga þau tvö börn. eftir Þorstein Viglundsson STÁLSMIÐJAN hf. er nú að rétta úr kútnum eftir að hafa gengið í gegnum greiðslustöðvun og nauða- samninga fyrir tæpum tveimur árum síðan. Snemma á síðasta ári var gengið frá nauðasamningum fyrir fyrirtækið þar sem 75% af skuldum félagsins voru felldar niður. Samhliða þessum aðgerðum var hlutafé fyrirtækisins aukið um 40 milljónir og nýir hluthafar gengu til liðs við það. Þá keypti Reykjavík- urhöfn dráttarbrautir þess á 70 millj- ónir króna og leigir það nú brautirn- ar þaðan. Þessi endurskiþulagning gekk reyndar ekki átakalaust fyrir sig því barátta stóð um meirihlutann í félag- inu milli tveggja hópa en svo fór að Málningarverksmiðja Slippfélagsins eignaðist stóran hlut í félaginu, auk þess sem Olíuverslun íslands, Ágúst Einarsson, Valgeir Hallvarðsson, Björgun hf. og fleiri aðilar keyptu sig inn í fyrirtækkh í kjölfarið tók Ágúst við stöðu framkvæmdastjóra í ársbyijun 1995, en hann hafði gegnt stöðu stjórnar- formanns þess frá miðju ári 1994. Hann segir að rekstrarhorfur fyrir- tækisins séu mun vænlegri í kjölfar þessarar endurskipulagningar. Skuldir þesss hafi lækkað úr 460 millj. í 160, bæði með sölu eigna og vegna nauðasamninganna auk þess sem tekjur þess hafi aukist nokkuð. Árið 1994 hafi velta fyrirtækisins verið um 360 milljónir króna, en á síðasta ári hafí hún aukist í 430 milljónir og stefni yfir 600 milljónir króna í ár. Hann segir að þær áætlanir sem gerðar hafi verið í tengslum við nauðasamningana og fjárhagslega endurskipulagningu fyrirtækisins hafi gengið eftir og gott betur. „Af- koma okkar á síðasta ári var betri en áætlanir okkar gerðu ráð fyrir og fyrirtækið skilaði ágætis hagnaði eða um 18 milljónum af reglulegri starfsemi. Hagnaður nam hins vegar alls um 31 milljón króna og skýrist mismunurinn af niðurfellingu skulda í tengslum við nauðasamningana." Góðar horfur í rekstrinum í ár Ágúst segir að horfurnar á þessu ári séu einnig mjög góðar. „Það sem af er árinu hefur verið mjög gott og fyrstu sex mánuðirnir koma til með að sýna góða afkomu. Síðari hluti ársins lofar einnig góðu. Við erum komnir með veruleg verkefni í álver- inu og höfum verið með stórt verk í járnblendiverksmiðjunni á Grund- artanga. Þá erum við raunar nýbún- ir að semja um stórt viðhaldsverk- efni þar til viðbótar. Horfurnar fyrir þetta ár eru því mjög góðar þrátt fyrir að bilun dráttarbrautarinnar hjá okkur hafi valdið okkur veruiegum vandkvæðum." Að sþgn Ágústs hefur bilun braut- arinnar valdið því að margir af föst- um viðskiptavinum fyrirtækisins hafi ekki getað komið skipum sínum í slipp þar, vegna þess að fyrirtækið sé nú með mjög takmarkaða upp- tökugetu. Aðeins hafi verið hægt að taka litla togara og loðnuskip upp í slipp. Hann segir að áætlanir geri ráð fyrir því að viðgerðum á dráttar- brautinni verði lokið í lok september og þeir verktakar sem að viðgerðinni vinni reikni með því að þær áætlanir geti staðist. Brautin bilaði um miðjan febrúar á þessu ári og hefur hún því verið úr notkun stærstan hluta árs- ins. Hann segir þetta vissulega hafa skert tekjur fyrirtækisins verulega. „Við höfum hins vegar verið í stórum verkefnum sem við höfum getað unnið hér við bryggju. Velta okkar á fyrstu fimm mánuðum þessa árs var því verulega umfram veltu sama tímabils í fyrra. Hluti af því eru þessi stóru viðhaldsverkefni og breytingar á skipum sem við höfum getað unn- ið við bryggju." Verkefni það sem Stálsmiðjan hef- ur tekið að sér í járnblendiverksmiðj- unni á Grundartanga er að skipta út svokölluðum reykrörum sem liggja í hreinsibúnað verksmiðjunnar. Ag- úst segir að þetta sé liður í um- fangsmiklum viðhaldsverkefnum í járnblendinu sem að stóru leyti verði málmsmíðavinna. Mikil aukning í viðhaldsverkefnum Nýsmíði skipa hér á landi hefur verið á undanhaldi undanfarin ár og nú er svo komið að íslenskur skipa- smíðaiðnaður sinnir_ nær eingöngu viðhaldsverkefnum. Ágúst segir eng- in teikn á lofti um verulegar breyt- ingar á þessu. „í dag eru þetta ein- göngu viðhaldsverkefni og breyting- ar á skipum sem íslenskar skipa- smíðastöðvar sinna. Það er þó orðið töluvert um tiltölulega stór breyt- ingaverkefni núna. Afkoma útgerð- arinnar er betri en verið hefur um langt skeið og menn eru því kannski að ráðast í viðhaldsverkefni sem höfðu verið látin sitja á hakanum. Það hefur því verið mikið að gera hjá öllum skipasmíðastöðvum á síð- asta ári og á þessu.“ Ágúst segir að horfur séu á því að áfram verði líflegt í 'þessum iðn- aði vel fram yfir aldamót enda séu mörg stór verkefni framundan og einhver þeirra hljóti að lenda hér innanlands. Þar komi bæði til áætl- aðar stjóriðjuframkvæmdir og virkj- anaframkvæmdir þeim tengdar. „Við erum nú þegar búnir að fá tiltölulega stórt verk í Kvíslárveituframkvæmd- unum sem verður unnið á þessu ári og því næsta. Þegar stækkun álversins verður komin í gagnið þá verður búið að tryggja sölu á allri orkuframleiðslu landsins og ég trúi ekki öðru en að ráðist verði í frekari virkjanafram- kvæmdir í kjölfarið. Við höfum kom- ið mjög sterkir út í útboðum í slíkar framkvæmdir og lítum því mjög björtum augum á framtíðina. Haldist skaplegur friður í þjóðfélaginu þá held ég að þessi iðnaður sé kominn fyrir vind ef svo má að orði komast." Skortur á starfsmönnum farinn að hamla greininni Ágúst segir að í því slæma árferði sem verið hafi í málmiðnaði á undan- förnum árum hafi orðið mikil fækkun starfsmanna í þessari grein og ungt fólk hafi veigrað sér við að fara út í nám í málmsmíði. Því geti það reynst skipasmíðafyrirtækjum mjög erfitt að ráðast í nýsmíði skipa, jafn- vel þótt grundvöllur skapist fyrir slík- um verkefnum á nýjan leik. „Ég sé ekki hvernig við ættum að geta haft bolmagn til þess að ráðast í nýsmíði skipa, nema þá smærri skipa. Til þess vantar einfald- lega fleiri starfsmenn. Það er hugs- anlegt að kaupa skrokk erlendis og fullsmíða hann hérna heima. Ugg- laust væri þá hægt að ráðast í ein- hver stærri verkefni. Það væri líka mjög jákvætt ef til kæmi einhver samvinna íslenskra skipasmíðastöðva í slíkum verkefn- um og ég veit að slíkt samstarf hef- ur verið rætt og áhuginn er fyrir hendi. Mér finnst það vel því ef út í slíkar framkvæmdir væri farið yrði hægt að gera þetta á hagkvæmari hátt með aukinni samvinnu. Ég sé hins vegar ekki þá tíð koma að við getum keppt í smíði á stórum skipsskrokkum við t.d. Pólveija eða þjóðir eins og Rúmena og Búlgara. Ég hef því ekki trú á því að við för- um að smíða einhver stór fiskiskip hér á landi.“ Við fjárhagslega endurskipulagn- ingu Stálsmiðjunnar á síðasta ári var rætt um hugsanlega sameiningu fyr- irtækisins við Skipasmíðastöð_ Þor- geirs og Ellerts á Akranesi. Ágúst segir sameiningu þessara fyrirtækja hins vegar ekki vera á döfinni nú. „Við höfum rætt við þá uppi á Akranesi um möguleika á einhvers konar samstarfi en það hefur ekki verið skilgreint neitt nánar enn og sameining er ekki uppi á borðinu nú.“ Unnið hefur verið að stefnumótun fyrir málmiðnað hér á landi að und- anförnu og er þeirri vinnu hvergi nærri lokið að sögn Ágústs. „Þar hefur m.a. verið rætt um aukið sam- starf fyrirtækja en einnig hefur ver- ið verulegur áhugi á því að efla end- urmenntun innan greinarinnar. Það er komið mjög gott samstarf á milli fyrirtækja í þessari grein og menn hafa unnið að þessu sem ein heild. Við vonumst líka til þess að þetta geti orðið okkur til framdráttar í framtíðinni." Þörf á erlendu vinnuafli Ágúst segir alveg ljóst að erfitt verði fyrir fyrirtæki í málmiðnaði að anna þeim verkefnum sem framund- an eru á næstu mánuðum, sökum þess hversu mikil fækkun hefur orð- ið í þessari grein. „Það er alveg ljóst að það kemur toppur á um 8 mánaða tímabili frá og með haustinu. Síðan hægist um aftur þegar mesta málm- smíðavinnan er búin í álverinu. Það er alveg ljóst að við verðum að brúa bilið með því að ráða hingað til lands erlent vinnuafl. Enda er orðið mun auðveldara að fá hingað erlent vinnu- afl til skamms tíma vegna aðildar okkar að EES-svæðinu.“ Ágúst segist ekki hafa áhyggjur af því að það muni reynast erfitt að fá hingað til lands erlent vinnuafl þrátt fyrir að launastig sé hér nokkru lægra en í nágrannalöndunum. „Eg held að þessi launamunur sé nú stór- lega ýktur, miðað við þær athuganir sem við höfum gert á þessu. Saman- burðurinn miðast við berstrípaða taxta, án ákvæðisvinnu. Við borgum verulegar fjárhæðir í ákvæðisvinnu sem lyftir kaupinu mikið upp. Við þykjumst líka fá fram betri vinnu hjá mönnum með slíku kerfi. Sama er uppi á borðinu hvað varðar saman- burð á launakjörum í fískvinnslu hér á landi og í nágrannalöndunum." Ágúst segir fyrst og fremst verið að líta til Póllands varðandi vinnuafl í þessari grein sökum þéss hversu öflugan málmiðnað þar sé að finna. Þá hafi pólskir málmiðnaðarmenn sem hingað hafi komið reynst mjög vel í vinnu. „Við höfum þegar að segja má tryggt okkur ákveðinn fjölda málamiðnaðarmanna frá Pól- landi. Það er líka fullur skilningur hjá íslenskum verkalýðsfélögum hvað þetta varðar." Algjörlega andvígur upptöku auðlindaskatts Stálsmiðjan telst til iðnfyrirtækja og á aðild að Samtökum iðnaðarins. Samtökin hafa sem kunnugt er lýst yfir þeirri skoðun sinni að leggja beri auðlindaskatt á íslenskan sjavar- útveg, en þeirri skoðun er Ágúst engan veginn sammála, enda er starfsemi Stálsmiðjunnar mjög háð sjávarútvegi og afkomu hans, eins og gefur að skilja.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.