Morgunblaðið - 21.07.1996, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 21.07.1996, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR21. JÚLÍ 1996 9 LISTIR Kemst ekki hníf- urinn á milli okkar í kvöld verður í fyrsta skipti leikið fjórhent á orgel Hallgrímskirkju. Sá heiður hlotnast þeim Janette Fishell og- Colin Andrews sem segja í viðtali við Orlyg Sigrirjónsson að ákveðið sjónrænt samband geti myndast milli flytjenda og áhorfenda. Morgunblaðið/Þorkell „ÞAÐ hefur verið skrifað heilmikið í blöð erlendis um Hallgríms- kirkju og og þetta frábæra orgel sem er hér,“ segja þau Janette Fishell og Colin Andrews. FYRSTA verkið á tónleikaröðinni Sumarkvöld við orgelið, sem Janette og Colin leika á í kvöld er Allegro moderato úr þriðja Brandenborgar- konserti Bachs. Bach samdi alls sex slíka konserta og lauk þeim 36 ára gamall, en í dag eru konsertarnir undirstöðuhljómsveitarverk barokk- tímans. Janette hefur sjálf umritað hluta úr þriðja konsertinum fyrir tvíleik á orgel og lék blaðamanni forvitni á að vita hvort orgel væri ekki of þungt í vöfum til að leika 'sindrandi iéttan Brandenburgarkon- sert á það. „Orgel eru mjög mismun- andi,“ segir Janette. „En almennt má segja að orgel sem slíkt sé heil hljómsveit. Á 19. öldinni smíðuðu orgelsmiðir hljóðfæri sín með það fyrir augum að láta þau hljóma sin- fónískt, en fyrr á tímum voru þau smíðuð til að þjóna barokkinu. Bach sjálfur umritaði t.d. fjóra Vivaldi- konserta fyrir orgel, en þau voru nokkuð ólík seinni tíma orgelum," segir Janette. Bóndi hennar bætir við að þess vegna séu einmitt ýmis orgel í dómkirkjum í Englandi full- miklir silakeppir fyrir verk á borð við Brandenborgarkonsertinn. „Org- el frá því þegar rómantíska stefnan var í algleymingi hafa of þykka rödd- un til að skila léttleika Barokksins. Orgelinu hér í Hallgrímskirkju svipar hinsvegar í grundavallaratriðum mun frekar til þeirra klassísku hljóð- færa sem voru notuð á dögum Bachs,“ segir Colin. Þau segja að orgeldúettar séu frekar sjaldgæfir í heiminum, en þó hafi þeim fjölgað nokkuð á síðustu tveimur áratugum. „Þegar við kynnt- umst og ákváðum að fara spiia sam- an, könnuðum við það sem hinir dúettarnir voru með á sinni efnisskrá og til að auðkenna okkur frá þeim fórum við að útbúa okkar eigin um- ritanir á hljómsveitarverkum og við sáum fljótt að áheyrendur kunnu vel að meta það í bland við gömlu góðu orgelverkin," segir Janette. Hún seg- ir að kosturinn við að umrita hljóm- sveitarverk fyrir tvo orgelleikara sé einkum sá að ekki þurfi að sleppa eins miklu og þegar umritað er fyrir einn orgelleikara. Það hlýtur þó að ganga öll ósköpin á þegar tveir orgel- leikarar ætla sér að skila heilu hljóm- sveitarverki án þess að sleppa einni nótu. Þessi athugasemd kemur þeim hjónum ekki á óvart þvi þau segja að á tónleikum stundi þau nánast leikfimisæfingar. „Við erum stund- um komin í kross með hendurnar þegar laglínur okkar skarast og ekki má gleyma því að fótaspilið getur orðið býsna fjörlegt, þannig að það skapast ákveðið sjónrænt samband við áhorfendur," segir Colin. Þau segjast finna fyrir áhuga sumra tón- leikagesta einmitt út af öllu þessu brölti, en það er einungis óhjákvæmi- leg afleiðing sem þau geta ekki breytt. Orgelið vel þekkt erlendis Þau hjónin eiga glæsilegan feril að baki þó ung séu að árum og auk þess að kenna og þeytast um heim- inn til tónleikahalds hefur Janette sinnt vísindastörfum á sviði tónbók- menntanna fyrir utan umritanir á tónverkum. Þau hafa því góða yfir- sýn á hið listræna alheimskort og því eru þau spurð hversu vel ísland sjáist á því. „Það hefur verið skrifað mjög mikið um Sumarkvöld við org- elið í nokkrum enskum blöðum og ég las stærðargrein um Hallgríms- kirkju þar sem tjallað var um hversu óhemjugott orgelið væri í henni. Einnig veit ég um þrjá geisladiska sem voru teknir upp hér og gefnir út í Englandi þannig að allir þeir sem eitthvað fylgjast með, vita að hér er frábært hljóðfæri," segir Colin. Að lokum eru þau spurð hvaða áhrif það hafi á hjónabandið að vera saman í vinnunni. „Kosturinn er sá að það kemst ekki hnífur á milli okkar þegar við sitjum á orgelbekkn- um,“ segir Janette. Tónleikarnir hefjast klukkan 20:30 og á efnisskránni er auk Brandenborgarkonsertsins, Bacc- hanale úr Samson og Delilah opus 47 eftir Saint Saéns, arabískur dans og Mars úr Hnetubrjótnum opus 71 eftir Tsjaikovsky, en þessi verk eru umrituð fyrir tvíleik á orgel. Einleiks- verkin eru prelúdía og fúga í H-dúr op. 7 nr. 1 eftir Marcel Dupré, The Peace may be exchanged og The people respond-Amen úr Rubrik eftir Dan Locklair, Chimaera úr 3. Orgei- bókinni eftir William Albright, tokk- ata og fúga í G-dúr eftir Hubert Parry, prelúdía og fúga í G-dúr og Herr Gott nun achleuss den Himmei auf eftir Bach. Mannlífið í Minnesota KYIKMYNPIR II á s kó 1 a bí 6 FARGO ★ ★ ★ V2 Leikstjóri: Joel Coen. Framleiðandi: Ethan Cohen. Handrit: Joel og Ethan Coen. Aðalhlutverk: Frances McDor- mand, Steve Buscemi, William H. Macy, Peter Stormare. Polygram. 1996. ÞEIR bíóbræður Joel og Ethan Coen eru manna flinkastir í því að fjalla um skuggahliðar mannlífsins á þann hátt að mann langar til að öskra af hlátri. Því miður gengur myndunum þeirra sjaldnast vel í miðasölunni en það er ekki af því þær eru ekki snilldarverk heldur forðast þeir formúlur og klisjur eins og pestina en grafa upp eitthvað nýtt og ferskt og frumlegt og íðil- skemmtilegt úr töfrahatti sínum fyrir hveija mynd. Áhorfendur vilja hins vegar ganga að sinni skemmt- un vísri (Arnold Schwarzenegger og James Bond) en ef þeir gefa endalausu hugmyndaríki og beitt- um, kaldhæðnislegum húmor Coen- bræðra séns geta þeir varla eignast skemmtilegri bræður í bíó. Lítum á nýjustu mynd peirra, Fargo, þeirra bestu í nokkurn tíma. Hún gerist að vetrarlagi í sam- nefndum smábæ í Minnesota og er um skelfilega hluti, morð og mann- rán og meiðingar, og er byggð að sögn bræðanna á sönnum eða í það minnsta „raunverulegum" atburð- um. En Fargo er í landnámi nor- ræna manna í ísilögðum héruðum Minnesota og allir heita eitthvað skandínavískt og mest notaða til- svarið er „Ja“. I hvert skipti sem einhver kemur við sögu sem heitir Jerry Lundegaard eða Marge Gund- erson eða Wade Gustavson brosir þú í myrkrinu. Og þegar kemur í Ijós að Lundegaard þessi er lúði sem hefur ekki kjark til að standa uppi í hárinu á svívirðilega harðbrjósta tengdaföður sínum og kokkar upp fáránlegt mannrán á eiginkonu sinni í tilraun til að hafa peninga úr karlfauskinum, reynir þú að kæfa hláturinn. Það er einhvern veginn ekki viðeigandi að hlægja að Jerry Lundegaard; mannránið verður ákaflega sóðalegt í höndum tveggja vitleysingja sem hann ræð- ur til starfans. Við ættum að vor- kenna Lundegaard. Honum líður illa. En hann er bara svo mikill lúði í sinni vatteruðu hettuúlpu. Og þú ræður ekki við glottið. Coenbræður hafa unun af tví- bentum húmor af þessari tegund, kolsvartri kómedíu sem þú á ein- hvern hátt stelst til að skemmta þér yfir. Mannránið sjálft er gaman- atriði en samt skelfilegt í rauninni. Þú veist það er kvikindislegt að hlægja en það er líka ómótstæði- legt. Þannig leiða þeir þig í gegnum persónur og atburði myndarinnar og bregða upp kaldhæðnislegu ljósi á ofur hversdagslega ameríkana í brasi sínu um hávetur. Bræðurnir eru sjálfir frá Minnesota og þeir vita best hvað er sveitalegt í fari íbúanna og talandinn og mannlýs- ingarnar eru brakandi ekta. Og þrátt fyrir allan kuldann og ofbeld- ið stafar hlýju og húmor frá mynd- inni. Persónurnar eru svo mannleg- ar og hversdagslegar bæði í eymd sinni og sigrum að þú trúir öllu sem þær segja og gera eins og nýju neti. Fargo er kómedía hins mann- lega eðlis í sinni einföldustu mynd. Sem fyrr eru Ethan og Joel dyggilega studdir af- frábæru leikaraliði. Francis McDormand er þunguð lögreglukona smábæjarins sem dembir sér í rannsókn málsins með samblandi af þijósku og hug- dirfsku og húsmóðurlegri hlýju sveitamannsins sem vill öllum vel og borðar á við fjóra. William H. Macy (,,ER“) leikur Lundegaard með andlitið rúnum rist af áhyggj- um og þrúgaðan af makalausum smásálarhætti, Steve Buscemi leik- ur hér enn einn ribbaldann ataðan blóði og aðrir leikarar smellpassa í vetrarbúning Coenbræðranna. Þetta gæti verið skelfileg mynd í höndum annarra kvikmyndagerð- armanna en undir stjórn Joels, sem hlaut leikstjóraverðlaunin á Cann- eshátíðinni fyrir framtak sitt, verð- ur efnið hlægilegt kannski einmitt vegna þess að það er eitthvað svo raunsætt við það, mannlegt og ynd- islega mislukkað. Gerir það Fargo að frábærlega skemmtilegri bíó- mýnd? Ja. Arnaldur Indriðason Agústtilboð Heimsferða til Benidorm frákr. 39.932 Viðbótargisting 6. og 13. ágúst Nú seljum við síðustu sætin til Benidorm í ágústmánuði. Við höfum tryggt okkur viðbótargistingu á frábæru verði, góðar íbúðir í hjarta Benidorm, allar með einu svefnherbergi, baði, eldhúsi, stofu og svölum. Örstutt í gamla bæinn og á ströndina. 39.932 M.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, Central Park, í viku, 6. ágúst. 49.932 M.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, Central Park, 2 vikur, 6. ágúst. Verðkr 59.960 M.v. 2 í íbúð Central Park. 2. vikur, 6. ágúst. Verð kr. Verð kr. Stökktu til Benidorm 30. júlí frá 39.932 Fyrir þá sem vilja taka sénsinn. þá gcta þeir tTyggt sér ferðina á ótúicgu verði. Þú bókar í 2 cða 3 vikur og 4 dögum fyrir brottfór færðu að vita hvar'þú gistir i fríinu. Verð kr. 39.932 M.v. hjón með 2 börn, 2 vikur. Verð kr. 49.960 M.v. 2 í íbúð, 2 vikur. HEIMSFERÐIR Austurstræti 17, 2. hæð. Sími 562 4600.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.