Morgunblaðið - 21.07.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.07.1996, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 21. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Clinton í úlfakreppu í Kúbumálinu Reynt að sefa alla en enginn ánægður BAKSVIÐ Clinton Bandaríkjaforseti reyndi að sefa bæði and- stæðinga og stuðningsmenn laganna um hertar refsi- aðgerðir gegn Kúbu með því að staðfesta umdeild- asta ákvæði þeirra en fresta framkvæmd þess. Niður- staðan varð sú að allir eru óánægðir. BILL Clinton Bandaríkja- forseti var í fyrstu and- vígur lögunum um hert- ar refsiaðgerðir gegn Kúbu til að einangra kommúnista- stjórnina en staðfesti þau í mars eftir að Kúbumenn skutu niður tvær flugvélar og urðu fjórum bandarískum borgurum af kúb- verskum uppruna að bana. Lögin eru nefnd eftir tveimur höfundum þeirra, repúblikönunum Jesse Helms, þingmanni frá Norður- Karolínu og formanni utanríkis- nefndar öldungadeildarinnar, og Dan Burton, fulltrúadeildarþing- manni frá Indiana. Fyrsti kafli laganna kerfisbind- ur fyrri refsiaðgerðir gegn Kúbu og forsetinn getur nú ekki afnum- ið þær án samþykkis þingsins. Annar kaflinn kveður á um að forsetinn geti ekki afnumið refs- iaðgerðimar nema „lýðræðisleg" stjórn komist til valda á Kúbu og mælst er til þess að forsetinn semji áætlun um aðstoð við lýðræðislega kjörna stjórn. Þriðji kaflinn er umdeildastur og kveður á um að bandarískir borgarar eða fyrirtæki geti höfðað skaðabótamál á hendur erlendum fyrirtækjum sem fjárfesta í eign- um sem kúbverskir útlagar í Bandaríkjunum misstu vegna þjóðnýtingar kommúnista á Kúbu eftir byltinguna 1959. Clinton ákvað á þriðjudag að notfæra sér ekki heimild til að hindra gildistöku þessa kafla, þannig að hann tekur gildi 1. ágúst, en forsetinn frestaði hins vegar rétti bandarískra borg- ara til að höfða mál samkvæmt honum til 1. febr- úar á næsta ári. Fjórði kaflinn heimilar banda- rískum yfirvöldum að meina erlendum borgurum að ferð- ast til Bandaríkj- anna verði þeir staðnir að því að íjárfesta í eignum sem kúbverskir innflytjendur í Bandaríkjunum misstu eftir bylt- inguna. Þetta ákvæði hefur þeg- ar tekið gildi og m.a. hafa tveir breskir ijármála- menn, Rupert Pennant-Rea, fyrr- verandi seðla- bankastjóri, og Sir Patrick Sheehy ver- ið varaðir við því að þeir geti ekki ferðast til Bandaríkjanna. Þeir eiga báðir sæti í stjóm kanadísks náma- fyrirtækis sem hefur íjárfest í eign- um kúbverskra útlaga. Miklir fjármunir í húfi Samkvæmt þriðja kafla lag- anna, sem einkum er deilt um, geta bandarískir dómstólar gert erlendum fyrirtækjum að greiða kúbverskum útlögum i Bandaríkj- unum markaðsvirði þeirra eigna sem þau fjárfesta í á Kúbu. Falli fyrirtækin ekki frá íjárfestingunni eftir að þau hafa verið vöruð við málshöfðuninni þrefaldast skaða- bæturnar. BILL Clinton Banda- ríkjaforseti var í fyrstu andvígur lögunum um hertar refsiaðgerðir gegn Kúbu. Heimili forsetinn málshöfðan- irnar eftir I febrúar geta um 700-800 bandarískir borgarar og fyrirtæki, sem misstu eignir vegna þjóðnýtingarinnar, höfðað mál gegn erlendu fyrirtækjunum. Eftir 1. ágúst 1998 er áætlað að um 430.000 bandarískir borgarar af kúbverskum uppruna geti höfðað mál. Heildarbótakröfurnar gætu numið 100 milljörðum dala, jafn- virði tæpra 6.700 milljarða króna, að mati lögfræðinga í Washington. Gífurlegar fjár- hæðir gætu þvi verið í húfi fyrir erlend fyrirtæki, sem íjárfesta á Kúbu. Ýmsar gagnaðgerðir ræddar Viðskipti ríkja Evrópusambands- ins (ESB) við Kúbu nema um 45% af heildarvið- skiptum landsins og fyrirtæki á Spáni, ítaliu og í Frakklandi eiga mestra hagsmuna að gæta. Evrópu- sambandið brást harkalega við lög- unum og hótaði Bandaríkjamönn- um gagnaðgerð- um ef þau tækju gildi. ESB-ríkin ihuga meðal annars að takmarka vegabréfsáritanir bandarískra kaupsýslumanna og setja strangari reglur um atvinnu- leyfi bandarískra borgara. Ríkin ráðgera einnig að vísa deilunni til Heimsviðskiptastofnunarinnar (WTO). Þá hafa utanríkisráðherrar ríkj- anna rætt um að sett verði lög í öllum ESB-ríkjunum sem skyldi öll fyrirtæki þeirra til að virða bandarísku lögin að vettugi. Fyrir- tækin fengju þannig lagalega vernd heima fyrir. Ennfremur kemur til greina að ESB semji „svartan lista“ yfir FRÁ 1. maí-hátíðahöldum á Kúbu. Refsiaðgerðir Bandaríkja- stjórnar miða að því að knýja fram lýðræði í landinu í stað sósíalísks stjórnarfars. bandarísk fyrirtæki sem höfða mál gegn evrópskum fyrirtækjum og kaupsýslumönnum samkvæmt lögunum um Kúbu. Með þessu er ætlunin að ófrægja bandarísku fyrirtækin, sem gætu átt mikilla hagsmuna að gæta innan ESB. Stjómvöld í Kanada og Mexíkó hafa einnig hótað gagnaðgerðum. Kanadíska stjórnin hefur m.a. hótað að hvetja Kanadamenn til að ferðast ekki til Flórída og valda ríkinu þannig efnahagslegum skaða. Um tvær milljónir Kanada- manna ferðast á hveijum vetri til Flórída og eyða þar jafnvirði rúmra 70 milljarða króna. Vildi engan styggja Clinton nýtti sér rétt til að fresta framkvæmd ákvæðisins um málshöfðanir til að vernda þjóðar- hagsmuni Bandaríkjanna. Þannig vildi forsetinn draga úr andstöðu ríkjanna við lögin og afstýra því að þau gripu til gagnaðgerðanna. Leiðtogar ESB-ríkjanna sögðu þó að frestun málshöfðana dygði ekki því forsetinn hefði ekki hindrað gildistöku 3. kafla laganna og evrópsk fyrirtæki ættu því enn yfir höfði sér skaðabótakröfur í Bandaríkjunum. Með því að staðfesta gildistöku lagakaflans vildi Clinton sefa bandaríska kjósendur af kúb- verskum uppruna, sem eru hins vegar margir hveijir andvígir frestun málshöfðana. Clinton var í mjög erfiðri að- stöðu þegar hann tók ákvörðunina og komst ekki hjá því styggja annaðhvort kúbversku útlagana eða ráðamenn í öðrum ríkjum. Hann ákvað að fara milliveginn og reyna að gera öllum til hæfis, en niðurstaðan er sú að allir eru óánægðir. Forsetinn vonast til þess að með því að fresta lokaákvörðun um málshöfðanirnar fram yfir kosn- ingarnar í nóvember verði lögin umdeildu ekki að kosningamáli. Kúbverskir innflytjendur eru öflugur kjósendahópur í Banda- ríkjunum, einkum í Flórída, einu af mikilvægustu ríkjunum í for- setakosningunum. Frambjóðendur repúblikana hafa farið með sigur af hólmi í því ríki í sex af sjö síð- ustu forsetakosningum. Hertar refsiaðgerðir gegn Kúbu hafa notið mikils stuðnings í Flórída og leiðtogar repúblikana, þeirra á meðal Bob Dole, sem verð- ur að öllum líkindum tilnefndur forsetaefni þeirra, hafa reynt að kynda undir óánægju með tilslök- un forsetans. Fréttaskýrendur telja að flestir kúbversku innflytj- endanna kjósi ekki Clinton hvernig sem hann reyni að höfða til þeirra. Engu máli skipti hversu harður forsetinn reyni að sýnast í Kúbu- málinu því repúblikanar verði allt- af harðari. Clinton er hins vegar með 20 prósentustiga forskot á Dole sam- kvæmt skoðanakönnunum og hann gæti borið sigur úr býtum í Flórída þrátt fyrir andstöðu kúb- versku kjósendanna. Bandaríkjastjórn þarfnast stuðnings vinaþjóða sinna í ýms- um mikilvægum alþjóðamálum og staðfesting Kúbulaganna gæti reynst dýru verði keypt fyrir óviss- an atkvæðafjölda kjósenda af kúb- verskum uppruna. Clinton hefur sagt að hann kunni að hindra málshöfðanirnar til frambúðar ef ríki Ameríku og Evrópu taki hönd- um saman um að knýja fram lýð- ræði á Kúbu. Hins vegar er öld- ungis óvíst hvað gerist ef Clinton nær ekki endurkjöri. BÚRMA er eina landið í heiminum þar sem seðlar með verðgildinu 45 og 90 kyats eru í umferð, að sögn Svenska Dagbladet. Vitið í því liggur ekki í aug- um uppi, en ástæðan sem að baki liggur er sú, að 4 + 5 eru 9 og 9 + 0 eru 9. Níu var happatala hins fyrrverandi ein- ræðisherra Búrma, Ne Wins, og þar með einnig hershöfðingjanna, eftirmanna hans við stjórnvölinn. Níu táknar hið heila, hina fullkomnu heild. 3 x 3 er ferningur. Þegar Búrma tók að opnast efnahags- lega fyrir umheiminum tóku hershöfð- ingjarnir það eilítið nærri sér að erlend- ir viðskiptamenn skyldu gera grín að gjaldmiðli landsins. Þess vegna ákváðu þeir í fyrra að láta prenta nýja seðlaröð sem við fyrstu sýn skiptist í ósköp venjuleg verðgildi: 500, 200, 100 og 50 kyats. En við þessa seðlaröð var bætt einum undarlegum seðli, sem hefur verðgildið 50 pyas, sem samsvarar um þremur íslenzkum krón- um. Hver eru rökin að baki prentun svo gagnslítils seðils? Svarið er einfalt: 5+0+0+2+0+0+1+0+0+5+0+5+0=18 og 1+8 eru 9. Án 50 pyas-seðilsins feng- ist ekki níu út úr summu talnanna í seðla- röðinni. En nýja röðin lítur ekki eins skringilega út og sú gamla með 45 og 90 kyats, sem er eftir sem áður í um- ferð, svo hershöfðingjarnir þurfa ekki Búrma Talnahjátrú herforingjanna lengur að fara hjá sér í viðskiptum við skilningslitla útlendinga þess vegna. Dagsetningar ákvarðana byggjast á tölunni 9 Allar mikilvægar ákvarðanir í Búrma falla að sjálfsögðu á dagsetningar sem lúta sömu Iögmálum, þ.e.a.s. sem byggjast á tölunni níu: 9., 18. og 27. Hin ríkjandi hers- höfðingjaklíka tók við völdum þann 27. septem- ber (níunda mánuð ársins) 1988. Þegar hershöfðingjarnir létu loks til leiðast að efna til kosninga í landinu var dagsetn- ing þeirra valin af kostgæfni: 27. maí BÚRMA er eina landið í heim- inum þar sem seðlar með verðgildinu 45 og 90 kyats eru í umferð. 1990.2 + 7 eru níu. Þar að auki var þetta fjórða vikan í fimmta mánuði árs- ins (4 + 5 = 9). Þrátt fyrir kostgæfnina fóru kosning- arnar ekki eins og hershöfðingjunum líkaði. Eins og kunnugt er vann stjórnar- andstöðuflokkur lýðræðissinna undir forystu Aung San Suu Kyi mikinn kosn- ingasigur. Því var gripið til hefðbundn- ari aðferða: úrslit kosninganna voru virt að vettugi og meira en 60 þingmenn fangelsaðir. Talnaspeki; forn og virt vísindi Talna- og stjörnuspeki eru frá fornu fari viðurkennd vísindi í Búrma. Ein- ræðisherrann Ne Win hershöfðingi tók aldrei neina ákvörðun án þess að bera hana fyrst undir stjörnuspeking sinn, Saya Maung. Stjörnurýnir þessi varð einn af áhrifa- mestu mönnum Búrma og var reyndar á efri valdadögum einræðisherrans eini maðurinn sem hann þáði nokkur ráð af. Ef til vill var það ein ástæðan fyrir því að svo fór sem fór: 1988 var gerð öflug uppreisnartilraun, sem endaði með því að einræðisherrann neyddist til að af- sala sér völdum og gerðar voru róttæk- ar umbætur á efnahagskerfi landsins. Hershöfðingjunum talnaglöggu tókst þo að halda völdum með því að beita íbúana hlóðugu valdi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.