Morgunblaðið - 21.07.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.07.1996, Blaðsíða 1
80 SIÐUR B/C/D ttfguultffiMfe STOFNAÐ 1913 164. TBL. 84. ARG. SUNNUDAGUR 21. JULI1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Morgunblaðið/Kristinn Ólympíuleikar hafnir í Atlanta ÓLYMPÍULEIKARNIR í Atl- anta voru settir í fyrrinótt að íslenskum tíma við hátíðlega athöfn sem þótti glæsilegt sjón- arspil. Hnefaleikamaðurinn Muhammed Ali valdist til að tendra ólympíueldinn en hann beitti sér mjög í réttindabaráttu blökkumanna líkt og einn fræg- asti sonur Atlantaborgar, Mart- in Luther King. Einn af há- punktum setningarhátíðar er innganga ólympíusveita á leik- vanginn. A myndinni gengur íslenski hópurinn inn með frjálsíþróttamanninn Jón Arnar Magnússon í broddi fylkingar en hann var fánaberi. Á mynd- inni eru (f .v.) Kolbeinn Pálsson aðalfararstjóri, Vésteinn Haf- steinsson frjálsíþróttamaður, Elsa Nielsen badmintonkona, Birgir Guðjónsson læknir, Guð- rún Arnardóttir frjálsíþrótta- kona, Sævar Stefánsson flokks- stjóri sundmanna, Elín Sig- urðardóttir sundkona, Mati Kir- mes þjálfari, Jón Arnar Magn- ússon, Helgi Haraldsson flokks- stjóri frjálsíþróttamanna og Jónas Huang Weicheng, þjálf- ari. Auk þeirra gengu inn sund- mennirnir Eydís Konráðsdóttir og Logi Jes Kristjánsson. ¦ Glæsilegt sjónarspil/6 Átök á Norður-írlandi London, Belfast. Reuter. TIL harðra átaka kom í fyrrinótt í borginni Omagh vestur af Belf- ast á Norður-írlandi eftir kröfu- göngur, annars vegar kaþólikka og hins vegar mótmælenda. Átök lögreglu við göngumenn stóðu í þrjár stundir og hlaust af mikið tjón á byggingum og bifreið- um. Átta menn, sjö þeirra frá Norður-írlandi, voru leiddir fyrir dómara í gær í London og ákærð- ir fyrir áform um sprengjutilræði. Þeir voru handteknir í síðustu viku og fannst í fórum þeirra efni og búnaður til að smíða 36 sprengjur. 200 tútsíar sagðir myrtir í Búrundí Nairobí. Reuter. TALSMAÐUR stjórnarhersins í Búrundí, Jean-Bosco Darad- angwe, sakaði uppreisnarmenn hútúmanna um að hafa myrt allt að 200 tútsa í fjöldamorði í Bung- endana-flóttamannabúðum í hér- aðinu Gitega í gær. Hermt er að vaxandi skæruhernaður stríðandi fylkinga kosti um eittþúsund manns lífið daglega í Búrundí. Ásakanir Daradangwe fengust ekki staðfestar af óvilhöllum aðil- um en hann sagði ennfremur að 500 tútsíar lægju særðir eftir að- gerðir uppreisnarmanna hútúa. Ekki fylgdi fréttum hversu margir tútsar voru í búðunum en um er að ræða fólk sem flúið hafði heim- kynni sín vegna ógnaraldarinnar í Búrundí. Fyrr í þessum mánuði sökuðu hútúar stjórnarherinn, sem að mestu er skipaður tútsíum, um að hafa drepið allt að 300 hútúa í Gitega-héraðinu. Skæruhernaður hútúa er sagður hafa færst í aukana í Búrundí að Friðaráætlun hef- ur ekki kotnist til framkvæmda undanförnu. Erlendir stjórnarer- indrekar segja, að á degi hverjum láti allt að eittþúsund manns lífið af yöldum átakanna. Álitið er að ekki færri en 150.000 manns hafi látið lífið í Búrundí frá því deilur tútsía og hútúmanna blossuðu upp fyrir um þremur árum. Veikburða samstarf Fréttir af nýjum ofbeldisverkn- aði draga úr vonum um að hið veikburða samstarf hersins og stjórnarinnar, sem stendur á brauðfótum vegna átakanna, eigi eftir að bera árangur við að lækka öldur í landinu. Friðaráætlun sem vestrænar ríkisstjórnir hafa lýst stuðningi við hefur enn ekki náð fram að ganga en samkvæmt henni er hermönn- um frá Eþíópíu, Úganda og Tanza- níu ætlað að tryggja að hún nái fram að ganga. Sylvestre Ntiban- tungany forseti, sem er hútúmað- ur, og Antoine Nduwayo forsætis- ráðherra, sem er tútsíi, náðu sam- komulagi um friðaráætlunina á afrískum leiðtogafundi, sem háður var í Arusha í Tanzaníu fyrir mánuði. Talsmaður flóttamannastofnun- ar Sameinuðu þjóðanna í Sviss sagði í gær, að stjórnarher Búr- undí hefði í fyrradag umkringt Kibezi-flóttamannabúðirnar í norðvesturhluta Búrundí í þeim tilgangi að hrekja 15.000 rúand- íska hútúa þaðan. Hefðu milli fjög- ur og fimm þúsund flúið til fjalla umhverfis en 1.800 verið fluttir yfir landamærin til Rúanda með herbílum. Um 6.000 flóttamenn hefðu verið umkringdir þar sem þeir héldust við á íþróttaleikvangi við búðirnar. Heilsu- spillandi hávaði 10 TIMBUKTU REYKJAVÍK KUALA LUMPUR 18 STALSMIÐJAN STINNARI •4 p Z z M h: 1 5! £ 1/5 fi >

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.