Morgunblaðið - 28.07.1996, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 28.07.1996, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 28. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Það svæði sem kallað er miðhálendi íslands tekur yfír um þriðjunginn af flatarmáli landsins. Þetta er sannkallað einskismannsland þar sem óvissa ríkir um mörk sveitarfélaga, skipulag landsvæða og nýtingu auðlinda og einnig um sjálfan eignarréttinn. Hæstiréttur hefur vísað málinu til stjórnvalda og Alþingis sem enn bíða þess að nefnd sem unnið hefur að málinu í 12 ár skili frumvarpi til laga. Þess er að vænta í haust. í greinum sem birtast í Morgunblaðinu í dag og á þriðjudag fjallar Pétur Gunnarsson um stöðu þessa máls og rekur sögu þeirra deilna sem orðið hafa um eignarhald að hálendinu RÍKISEIGN OG GJALDTAKA FYRIR NÝTINGU ORSÆTISRAÐHERRA fær væntanlega í haust fullbúið frumvarp til laga um þjóðlendur og ákvörð- un marka eignarlanda, afrétta og þjóðlendna. Nefnd sem ríkisstjórn Islands skipaði árið 1984 hefur unnið að samningu frumvarpsins. í frumvarpsdrögum sem nefndin skilaði 1993 er gert ráð fyrir að landinu verði skipt i tvö svæði; eign- arlönd og þjóðlendur. Ríkiseign verði slegið á það land, hvers konar landsréttindi og hlunnindi sem aðrir geti ekki sýnt fram á að þeir eigi. Forsætisráðuneytið fól nefndinni að vinna áfram á þeim grundvelli sem drögin lögðu. Þar er m.a. gert ráð fyrir því að þeir sem fá leyfi forsætisráðuneytisins til afnota af landi eða auðlindum innan svo- nefndra þjóðlendna greiði gjald í ríkissjóð. Þeir sem nýtt hafa land innan þjóðlendu sem afrétt fyrir búfénað eða hafa haft önnur hefðbundin not sem afréttareign fylgja (veiðirétt) munu hins vegar halda þeim rétti samkvæmt frumvarpsdrögunum og sama gildir um önnur réttindi sem menn færa sönnur á að þeir eigi. Þarna er því ekki um að ræða breytingu á réttarstöðu þeirra sem sannað geta eignarrétt sinn eða réttindi á borð við hefðbundin af- réttarnot. Ekki eru í frumvarpsdrögunum settar reglur um mat á sönnun fyr- ir því hvaða lönd séu háð einkaeign- arrétti. Verði þettá frumvarp að lögum mun spurningin um eignar- rétt því væntanlega ráðast af mati á þeim sönnunargögnum sem fram eru lögð í hveiju máli, eins og ver- ið hefur. Verða væntanlega gerðar til slíkra sönnunargagna hliðstæðar kröfur og Hæstiréttur hefur mótað með dómum sínum. Tryggvi Gunnarsson hæstarétt- arlögmaður hefur starfað með nefndinni sem samdi frumvarps- drögin. Hann staðfesti við Morgun- blaðið að tillögur nefndarinnar ættu að leiða til þess að fuglaveiðiréttur á svonefndum þjóðlendum tilheyri almenningi í landinu en ekki þeim sem nytja afréttinn til beitar eða veiði í vötnum. Tryggvi sagði að eftir könnun á því hvernig háttað væri skráningu og upplýsingum um eignarhald og afnot á þeim landsvæðum sem féllu undir hugtökin almenninga og af- rétti og athugun á notkun þeirra hugtaka, bæði í daglegu máli og lagamáli, hefði það orðið niðurstaða nefndarinnar að leggja þau hugtök til hliðar. í frumvarpinu er landi skipt í tvo flokka; annars vegar eignarlönd, háð einkaeignarrétti þar sem eig- andi fari með öll venjuleg eignarráð og hins vegar landsvæði utan eign- arlanda þótt aðilar kunni að eiga þar takmörkuð réttindi, eins og hefðbundin beitar- og veiðiréttindi á afréttum. Merking og notkun hugtaksins afréttur hefur verið á reiki í gegnum tíðina, að sögn Tryggva. „Það hefur fyrst og fremst falið í sér lýsingu á ákveðnum notum. Afréttir geta hvort sem er verið innan eignar- landa og á landsvæðum utan eign- arlanda. Eftir umræður og athug- anir varð niðurstaðan að leggja til að tekið yrði upp hugtakið þjóðlend- ur fyrir landsvæði utan eignar- landa.“ Með hugtakinu þjóðlendur verður því átt við þau svæði sem ýmist hafa verið nefnd afréttur, almenn- ingar, óbyggðir eða hálendi utan eignarlanda. Gjaldtaka fyrir afnot af þjóðlendu í þriðju grein frumvarpsdrag- anna um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, afrétta og þjóð- lendna, segir að enginn megi hafa afnot af þjóðlendu fyrir sjálfan sig, reisa mannvirki, gera jarðrask eða nýta þar hlunnindi, vatns- og jarð- hitaréttindi, námur og önnur jarð- efni, nema að fengnu leyfi forsætis- ráðuneytisins en því ráðuneyti er ætlað að fara með málefni þjóð- lendna. Gert er ráð fyrir gjaldtöku í ríkis- sjóð: „Tekjum af gjöldum fyrir af- not slíkra réttinda skal varið til landbóta, eftirlits og sambærilegra verkefna innan þjóðlendna eftir nánari ákvörðun forsætisráðherra," segir í 3. greininni. Til nýtingar þjóðlendu að öðru leyti þarf leyfi hlutaðeigandi sveit- arstjórnar. Sé slikt leyfi veitt lengur en í eitt ár er samþykki forsætis- ráðuneytis þó áskilið. Gert er ráð fyrir að sveitarstjórn taki einnig gjald fyrir þau leyfi sem hún .veitir og er sveitarstjórn gert skylt að veija tekjum af gjaldtöku þeirri til hliðstæðra verkefna í þágu þjóðlendunnar. Sveitarstjórnum verður skylt að gera forsætisráðu- neytinu grein fyrir ráðstöfun fjár- ins. Óbyggðanefnd með frumkvæðisskyldu Til þess að draga línur milli eign- arlanda og þess landsvæðis sem telst til þjóðlendna og til að af- marka þau svæði innan þjóðlendna sem teljast vera afréttur, og skera úr um hvernig háttað sé eignarrétt- indum innan þjóðlendna, er gert ráð fyrir að komið verði á fót sérstakri óbyggðanefnd sem í eiga að sitja þrír lögfræðingar. Óbyggðanefndinni er ætlað að taka að eigin frumkvæði til með- ferðar málefni sem undir hana heyra. í frumvarpsdrögunum sem skilað var 1993 var gert ráð fyrir að nefndin lyki verkinu fyrir árið 2000. Þeir sem vilja gera tilkall til rétt- inda á svæðum sem nefndin auglýs- ir opinberlega að hún ætli að taka til umfjöllunar skulu leggja fyrir hana þau gögn og þær heimildir sem þeir byggja rétt sinn á. Fjármálaráðherra verður falið að gæta hagsmuna og eignarréttartil- kalls ríkisins gagnvart nefndinni. Þeir aðilar sem ekki vilja una niður- stöðu nefndarinnar geta borið mál sín undir dómstóla. Nefndin um eignarrétt að al- menningum og afréttum var skipuð á fundi ríkisstjórnarinnar 13. mars 1984 og henni falið það verkefni að gera drög að frumvarpi til laga um eignarrétt að almenningum og afréttum. Þá lágu fyrir frumvarpsdrög sem fjármálaráðherra hafði látið vinna en ráðunejdið hafði haft málið til skoðunar síðan Hæstiréttur hafnaði tilkalli ríkisins til Landmannaafrétt- ar árið 1981. í nefndina voru skipaðir Magnús Sigurðsson, bóndi á Gilsbakka, Gunnlaugur Claessen, ríkislögmað- ur og nú hæstaréttardómari, ásamt formanni nefndarinnar, Gauki Jör- undssyni, prófessor. Gaukur sagði af sér eftir að hann tók við embætti umboðsmanns Al- þingis árið 1988. í hans stað var Allan Vagn Magnússon, héraðs- dómari, skipaður formaðui' nefnd- arinnar. Tryggvi Gunnarsson, hæstarétt- arlögmaður, hefur starfað með þessari nefnd sem ritari. Hann stað- festi í samtali við Morgunblaðið að nefndin áformaði að skila forsætis- ráðherra fullbúnu frumvarpi með athugasemdum í haust. Aðspurður hvort ráðuneytið hefði tekið afstöðu eða gert athugasemdir við einhver efnisatriði frumvarpsdraganna sagði hann svo ekki vera. Nefnd- inni hefði eingöngu verið falið að halda verki sínu áfram á grundvelli draganna sem hún lagði fram 1993. ÞADÁ ENGINN HALENDID Hæstiréttur hefur ávallt hafnað kröfum þeirra sem gert hafa til- kall til að fá viðurkenningu á að þeir væru eigendur hálendissvæða. Einu gildir hvort um hefur verið að ræða íslenska ríkið, eigendur einstakra bújarða, sveitarfélög eða upprekstrarfélög. Jafnvel jarðeig- endur sem lögðu fram 500 ára gamalt afsal skráð á kálfskinn gátu ekki sannfært Hæstarétt um að þeir væru eigendur af- réttarins sem þeir höfðu nytjað. ÞESSI niðurstaða þýðir ekki að dómstólar vefengi rétt bænda, sveitahreppa og upprekstrarfélaga til þess að beita fé á afrétti að sumarlagi eða þann veiðirétt sem lög um lax og silungsveiði veita þeim sem eiga beitarrétt á afrétti. Hæstiréttur lít- ur hins vegar svo á að þarna sé aðeins um afnotarétt að ræða. Beit- ar- og veiðiréttindin ein og sér jafn- gildi ekki sönnun fyrir fullkomnum eignarrétti og veiti ekki sömu heim- ild til ráðstöfunar landsins og af- raksturs þess og ef um venjulega eign væri að ræða. Umræður á Alþingi, um þær til- lögur alþýðuflokksþingmanna á átt- unda áratugnum að landið verði lýst alþjóðareign, bera með sér að handhafar hins pólitíska valds hafa á þeim tíma ekki treyst sér til að taka af skarið um það hver eigi hálendi íslands og aðrar óbyggðir. Þær umræður verða raktar í grein sem birtist á þriðjudag. Dómstól- arnir hafa ekki heldur tekið af skar- ið. Hæstiréttur hefur í raun vísað málinu frá sér til löggjafans. Hér á eftir verður drepið á niður- stöður í þeim helstu dómsmálum þar sem tekin hefur verið afstaða til eignar- eða afnotaréttinda á há- lendinu eða landi ofan byggðar. Árið 1955 hafnaði Hæstiréttur tilkalli Holtahrepps og Landmanna- hrepps og hreppsnefndar Rangár- vallahrepps fyrir hönd eigenda og ábúenda Næfurholts og Hóla til þess að teljast eigendur Land- mannaafréttar. „Ekki hafa verið leiddar sönnur að því, að hreppsfé- lögin sjálf hafi öðlast eignarrétt að afréttinum, hvorki fyrir nám, lög- gerninga, hefð né með öðrum hætti. Réttur til afréttarins virðist í önd- verðu hafa orðið til á þann veg að íbúar á landsvæði framangreindra hreppa og býla hafi tekið afréttar- landið til sumarbeitar fyrir búpen- ing og, ef til vill, annarrar takmark- aðrar notkunar [...] Eins og notk- un afréttarlandsins hefur verið háttað hafa hreppsfélögin, annað eða bæði, ekki unnið eignarhefð á því. Gögn þau sem eigendur jarða í Holtahreppi tefldu fram voru ekki með þeim hætti að þeir yrðu taldir hafa rýmri rétt til afréttarins en hreppurinn en ábúendur jarðanna voru ekki taldir réttir aðilar að málinu," sagði í dóminum. Af sal á kálf skinni dugði ekki til Árið 1969 dæmdi Hæstiréttur um ágreining Eyfirðinga og Skag- firðinga um svonefndan Nýjabæjar- afrétt í landamerkjamáli sem sner- ist jafnframt um mörk sýslnanna tveggja. Skagfirðingar unnu málið í héraði en Hæstiréttur tók kröfu hvorugs aðilans til greina. Upp- rekstrarfélag Saurbæjarhrepps í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.