Morgunblaðið - 28.07.1996, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 28.07.1996, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ 999 ATLAIMTA ’96 SUNNUDAGUR 28. JÚLÍ 1996 47 ítfémR FOLK ■ MARY Slaney þeirri þekktu hlaupakonu frá Bandaríkjunum sem var að keppa á sínum fjórðu leikum tókst ekki að komast upp í úrslit í 5.000 metrum eins og hún gerði sér vonir um. Hún var tals- vert frá úrslitum fjórar stúlkur voru nær úrslitasæti. ■ GABRIELA Szabo sem á annan besta tíma ársins í 5.000 metra hlaupi kvenna tókst heldur ekki að komast í úrslitin. Hún varð sjöunda í sínum riðli á 15.42,35 mín. ■ DIANE Modahl hlaupakona frá Bretlandi sem komst í fréttirnar þegar hún var úrskurðuð saklaus af notkun ólöglegra lyfja tókst ekki að ljúka keppni í 800 metra hlaupi í riðlakeppninni á föstudag sökum meiðsla í læri. Þá var hún í 5. sæti. ■ SUGATH Thilakaratne sprett- hlaupari frá Sri Lanka vann sér það til frægðar að koma á undan Michael Johnson í riðlakeppni 400 metra hlaupsins. Thilakaratne kom í mark á 45,79 sekúndum og setti landsmet. Johnson kom næstur á 45,80. „Aðalatriðið var að tryggja sér sæti í milliriðli," sagði Johnson er hann kom í mark. ■ XOLILE Yawa maraþonhlaup- ari hefur þurft að draga sig til baka vegna meiðsla. Hins vegar er ljóst að landi hennar Okkert Britis verð- ur meðal þátttakenda í stangar- stökki karla, en um tíma leit út fyrir að hann yrði ekki með vegna meiðsla. Britis er einn þriggja manna sem hefur farið yfir 6 metra. RANDY Barnes inni í hringnum, tilbúinn í iokakast sitt, sem tryggöi honum guiliö. Martröð Bames lauk í síðasta kasti GRINDAHLAUP Grindunum er víxlraðað beygjuna Að fyrstu Start/Mark 400 m grind kvenna V Frá síðustu grind: 40 m Allar grindur: 70 sm Y Lengdfrá sfðustu grind: 14,02 m Allar grindur: Sláúr Iré er 120 sm breið Lengd að fyrstu grind: 13,72 m V Frá siðustu grind: 10,5 m 100mgrindkvenna Allar grindur: lóð vegur gegn 3,6 kg afli Heimild: Collins Willow's Rules ol Ihe Game REUTERS Y Vegalengd að fyrstu grind: 13 m Keppt er (110 og 400 metrum karla og 100 og 400 metrum kvenna. Öll grindahlaup eru haldin á aðskildum brautum og er alltaf yfir 10 grindur að fara VEH ÐLAIJNAMAPAR 1QQ9 110m 100 m 400 m karla 400 m kvenna F 6ULL M. McCoy, Kanada P. Paloulidiou, Grikkl. K .Young, Bandar. S. Gunnell, Bretl. \ SILFUR T. Dees, Bandar. L Vonna Martin, Band. W. Graham, Jamaíku S. Farmer-Patr, Ba. ^ BR0NS J .Pearce, Bandar. Y. Donkova, Búlgaríu K .Akabusi, Brellandi J. Vickers, Bandar. Atta löngum árum eftir að hafa látið hrifsa frá sér ólympíu- gull í síðasta kasti vann Randy Barnes kúluvarpið með risakasti í lokaumferðinni. í Seoul varð hann að sætta sig við silfrið eftir að Ulf Timmermann A-Þýskalandi varpaði 22,47 í síðustu umferð. Nú var röðin komin að Barnes. Löngunarfullur var hann í sjötta sæti þegar sjötta og síðasta umferð- in hófst. Veltandi kúlunni milli tveggja risakrumla steig hann í hringinn í lokatilrauninni. „Slapp- aðu nú af, slappaðu bara af,“ sagð- ist hann hafa margsagt við sjálfan sig á þessu augnabliki. Eins og hann hefði fengið rafstraum spann hann mun hraðar en áður og útkastið var kröftugt. Sveif kúlan 21,62 metra eða rúmum metra lengra en í fyrri umferðum. Stutt þögn en síðan sprakk völlurinn af fögnuði er 80.000 áhorfendur áttuðu sig hvað gerst hafði. Barnes steig villtan sigurdans og hljóp næstum niður keppendur í 10 km hlaupi í fagnaðarlátunum. Hljóp hann sigurhring á vellinum og gaf eiginhandarárit- anir meðfram stúkunni í 40 mínútur. Gleði hans var í mótsögn við ör- væntingu landa hans Johns God- ina, heimsmeist- arans frá í fyrra, sem haft hafði forystu þar til í síð- ustu umferð kúluvarpsins. „Þetta var ekki nógu gott hjá mér, alls ekki,“ sagði Godina. „Eg veit hvað til þurfti en gat ekki framkvæmt það, annars væri ég ólympíumeist- ari. Ég klikkaði algjörlega." Godina sagðist hafa átt erfitt með að slaka á, verið spenntur. „Ef til vill er það vandinn við að vera heimsmeistari." Barnes, sem hefur átt við mót- læti að stríða um dagana, m.a. tek- ið út lyfjabann, var fullur samúðar í garð félaga síns. „Ég veit nákvæm- lega hvemig John líður." Heimsmet- hafinn þrítugi var ekki upplitsdjarf- ur er keppnin hófst. „Er ég sá hann [Godina] í upphituninni bjóst ég við hinu versta, og keppn- in var martröð framan af. Ekki óx mér ásmegin er á leið, því var það svo sætt að allt small saman S sjöttu og síðustu tilraun," sagði Bames. Tveir Bandaríkjamenn á efstu þrepum verðlaunapallsins var það sem áhorfendur vildu og með því settu kúluvarpararnir meiri pressu á aðra landa sína að standa sig vel á heimavelli. Barnes setti heimsmet, 23,12 m, 1990 og á silfur og brons frá HM 1993 og 1995. Godina þykir sigur- stranglegur í kringlukasti. í þriðja sæti í kúlunni varð Úkraínumaður- inn Oleksandr Bagatsj með 20,75, eða einum sentimetra lengra en ít- alinn Paolo Dal Soglio. KULUVARP „Slappaðu nú af, slappaðu bara af,“ sagði Barnes marg- oft við sjálfan sig Bjóst ekki við sigri Bandaríska stúlkan Amy Van Dyken sigraði í 50 metra skrið- sundi á Ólympíuleikunum í Atlanta á fostudagskvöldið. Hún synti á 24,87 sekúndum - þremur hundruð- ustu úr sekúndu á undan kínversku stúlkunni Le Jingyi, sem er heims- methafi. Sundið var æsispennandi og byijaði heimsmethafinn betur, en Amy var mjög sterk á síðustu 10 til 15 metrunum. Sandra Völker frá Þýskalandi var í þriðja sæti á 25,14 sekúndum og bætti þar með brons- verðlaunum við silfrið sem hún vann í 100 metra skriðsundi. Van Dyken bjóst ekki við því að sigra. „Ég synti mjög vel og var undrandi. Ég vissi að Le myndi vera mjög erfið,“ sagði Van Dyken. Þetta er fjórða gullið sem hún vinnur á leikunum, en hin vann hún í 100 metra flugsundi, 4x100 metra skrið- sundi og 4x100 metra fjórsundi. Hún varð þar með fyrst bandarískra kvenna til að vinna fern gullverðlaun Reuter AMY Van Dyken, fyrir miöju, lengst til vlnstri er Le Jingyi sem hafnaði í ööru sœti, til hægri Sandra Volker. á sömu leikunum. „Mig langar til þess að hjálpa Janet Evans við að kynna íþróttina," sagði Amy. Banda- risku stúlkurnar vilja tryggja að landar þeirra horfi ekki á sund i aðeins eina viku á fjögurra ára fresti. „í menntaskóla var gert grín að mér. Ég vona að ég geti verið gefið þeim sem eiga erfitt uppdráttar góð- an innblástur til afreka," sagði Van Dyken. „Nú hef ég náð hátindi fer- ils míns. Öll önnur afrek verða bara vel þegin viðbót við það sem á und- an er gengið.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.