Morgunblaðið - 28.07.1996, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 28.07.1996, Blaðsíða 35
SUNNUDAGUR 28. JÚLÍ1996 35 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR + Lilja Bjarna- dóttir var fædd á Hornstöðum í Laxárdal þann 24. október 1921. Hún andaðist á öldrun- ardeild Landspítal- ans 22. júlí síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Bjarni Magnússon og Sól- veig Ólafsdóttir. Hún var tvígift. 1) Bjarni Guðjónsson, hljóðfæraleikari, látinn 1950. Sonur þeirra, Einar Hreinn. 2) Gunnar Marinósson fangavörður, látinn 1982. Börn þeirra: Erna Hafdís, lát- in 1955, Guðrún Bára, Gunnar Örn, Hafsteinn Sigurjón. Útför hennar fór fram 26. júlí. Elsku Lilja mín. Loksins er þessari baráttu lokið. Þú barðist fyrir öllu góðu um daga þína, þá ekki síst elsku litla drengnum þínum, Gunnari Hafberg, sem þú fékkst því miður alltof lítils að njóta. Ég hefði viljað sjá þig að vori njóta ferm- ingu hans, en það er eins og þú sagðir allt- af, „við viljum en Guð ræður“ og eins og einn læknirinn sagði og tók yfir axlir þínar, „þú ert mikil baráttu- kona Lilja mín“, og það voru orð að sönnu. Þvílík hetja hefur Lilja verið alla sína ævi. Við Lilja erum búnar að þekkjast síðan við vorum ungar og óreynd- ar stúikur. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og væri hægt að skrifa stóra bók sem hefði margt að segja um ævi þessarar konu. Hún var bæði mjög góð, trúuð og vel gefin en oft misskilin af okkar samtíð. Ég man alltaf einu sinni eftir því, þegar hún var að selja happ- drættismiða fyrir Sjálfsbjörg og fleiri góðgerðarfélög, hvað hún var glöð þegar einn og einn borgaði tvöfalt eða jafnvel þrefalt fyrir miðann. Þá gat hún skilað meiri peningum, en ég hugsa að fáir hafi trúað því að hún stæði jafn- vel í íslenska búningnum á hátíðis- dögum og seldi miða og tæki ekki krónu í sölulaun. Nei, allt átti að fara þangað sem þörfin var mest. Svona var Lilja Bjarnadóttir. Lilja var mjög trúuð kona og gerði mörgum svo gott að þeir búa að því enn. Dæmigerð saga af hermi, var eitt sinn sem oftar að hún var á ferðalagi með Einari, syni sínum í Afríku. Þar kom hún auga á holdsveikan mann, mjög illa á sig kominn, sem flestir gengu fram- hjá. Haídið þið að Lilja hafi geng- ið framhjá? Nei, hún staldraði við, talaði til mannsins og gaf honum ölmusu. Hann horfði á þessa ókunnu konu með tár í augum. Þau gátu ekki tjáð sig en þau skildu merkingu kærleikans. Lilja var tvígift. Fyrri maður hennar var Bjarni Guðjónsson. Þau eignuðust einn son. Seinni maður hennar var Gunnar Marinósson. Þau eignuðust fjögur börn, tvær dætur og tvo syni. Eldri dóttur sína misstu þau í bílslysi aðeins fimm ára að aldri. LILJA BJARNADÓTTIR VAFUO Hús+jöld frd kr. 24-.TOO Söngusett (Micro) Va+nsvardir msö ú+andun frá kr. 2>.930 V L E I G A N ■ ÚTIVISTARBÚÐIN við Umferðarmiðstöðina, símar 5519800 og 5513072. LEIGA - SALA Drengirnir þrír hafa reynst henni vel alla tíð í erfiðleikum hennar og lífsbaráttu. Þeir voru í stöðugu sambandi við lækna og hjúkrunar- fólk og heimsóttu hana erlendis frá þegar stríð hennar við sjúkdóma háði henni að ferðast lengur. Bróðir hennar, Kristinn Bjarna- son, hefur verið systur sinni og fjölskyldu hennar stoð og stytta gegnum árin. Lilja þurfti alltaf að tala og hugsa um þá sem minnst máttu sín._ Það var hennar hjartans mál. Ég kveð þig nú með þessum fátæklegu línum. Guð varðveiti þig og blessi, elsku Lilja mín. Þín vinkona, Guðrún Jóhannesdóttir. Bæjarhraun — Hafnarfirði Til sölu eða leigu á 2. hæð 212-312 fm hentugt skrif- stofuhúsnaeði. Vönduð og vel staðsett eign. Upplýsingar á skrifstofu. Valhús fasteignasala, sími 5651122. LEIÐRÉTT Fyrrverandi formaður í kynningu á Guðrúnu Marteinssor. í Morgunblaðinu í gær, með kveðju hennar til St. Jósefssystra, var missagt að Guðrún væri formaður íslandsdeildar Caritas. Rétt er að Guðrún er fyrrverandi formaður en núverandi formaður Islands- deildar Caritas er Sigríður Ingvars- dóttir. - kjarni málsins! -HÓLL vaskur og vakandi 5510090 Til sölu jörð á Vesturlandi Nú getur þú látið gamlan draum rætast og gerst bóndi í sveitasælunni. Um er að ræða jörð, sem er vel í sveit sett við þjóðbraut, í ca 200 km fjarlægð frá Reykjavik. Á jörðinni er stunduð mjólkurframleiðsla og er framleiðslukvóti u.þ.b. 80 þús. lítrar. íbúðarhús er nýlegt og útihús í góðu ástandi. Allur bústofn, vélar og tæki fylgja með. Ásett verð er kr. 25 millj Ýmis skipti skoðuð. Nánari upplýsingar gefur Runólfur á fasteignasölunni Hóli, í síma 551 0090 á skrifstofutíma, eða i síma 5532836 á kvöldin. <áb . LAUFAS Fasteignasala Suðurlandsbraut 12 siM, 533 1111 hax.533-1115 Á bakka Elliðavatns Nýtt einbýlishús á einni hæð, 180 fm. að stærð ásamt 50 fm bílskúr. Húsið skiptist í stóra stofu með arni, sjónvarpshol, 4 stór svefnherbergi, öll með góðum skápum, risastórt eldhús, 2 baðherbergi, gestasnyrt ingu, þvottahús og bílskúr. Stór suðurverönd. Ca 6.000 fm lóð. Húsið stendur á bakka Elliðavatns. Frábært útsýni yfir vatnið til Heiðmerkur og fjallanna handan hennar. Svona tækifæri kemur einu sinni á öld.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.