Morgunblaðið - 28.07.1996, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 28.07.1996, Blaðsíða 46
46 SUNNUDAGUR 28. JÚLÍ 1996 QQP ATLAIMTA ’96 MORGUNBLAÐIÐ Perkins varði titilinn KIEREN Perkins, heimsmeistari og heimsmethafi frá Ástralíu, náði að verja ólympíutitilinn í 1.500 metra skriðsundi karla í Atlanda í gær þó svo að hann hafi verið síðastur inn í A-úrslit- in. Hann synti á 14.56,40 mín. og hafði mikla yfirburði í sundinu, en mikil keppni var hins vegar um silfurverðlaunin. Daniel Kow- alski frá Ástralíu nældi í silfrið og var aðeins 0,05 sekúndum á undan Bretanum Graeme Smith, sem synti á 15.02,48 mín. Perkins, sem er 22 ára, er fyrstur til að verja ólympíutitil- inn í 1.500 metra skriðsundi síðan Bandaríkjamaðurinn Mike Bur- ton gerði það 1968 og 1970. „Það var erfitt að vinna gullverðlaunin í Barcelona fyrir fjórum árum, en það var þúsund sinnum erfið- ara að endurtaka leikinn hér. Ég sannfærði sjálfan mig um að það væri ekkert verra að synda á áttundu braut — vatnið þar væri eins og annar staðar í lauginni." Hann sagðist þakka þjálfara sín- um, John Carew, árangurinn. „Hann gefur mér spark í rassinn þegar á þarf að halda. QQp ÚRSLIT 200 m baksund karla: 1. Brad Bridgewater (Bandaríkin) ...1.58,54 2. Tripp Schwenk (Bandaríkin)....1.58,99 3. Emanuele Merisi (Ítalíu)......1.59,18 4. Bartosz Sikora (Póllandi).....2.00,05 5. Hajime Itoi (Japan)...........2.00,10 6. Martin Lopez-Zubero (Spáni) ..2.00,74 7. Mirko Mazzari (Ítalíu)........2.01,27 8. Rodolfo Falcon Cabera (Kúbu)..2.08,14 200 m flugsund kvenna: 1. Susan O’Neitl (Ástralíu)......2.07,76 2. Petria Thomas (Ástralíu)......2.09,82 3. Michelle Smith (írlandi)......2.09,91 4. Yun Qu (Kína).................2.10,26 5. Limin Liu (Kína) .............2.10,70 6. Jessica Deglau (Kanada) ......2.11,40 7. MikaHaruna(Japan).............2.11,93 8. Trina Jackson (Bandaríkin) ...2.11,96 50 m skriðsund kvenna: 1. Amy van Dyken (Bandaríkjunum) ..24,87 2. JingyiLe (Kína).................24,90 3. SandraVolker(Þýskalandi)........25,14 4. Angel Martino (Bandaríkjunum)...25,31 5. Leah Martindale (Barbados)......25,49 6. Linda Olofsson (Svíþjóð)........25,63 7. YingShan (Kína).................25,70 8. N. Meshcheryakova (Rússlandi) .25,88 4x100 m fjórsund karla: 1. Bandaríkin....................3.34,84 2. Rússland......................3.37,55 3. Ástralía .....................3.39,56 4. Þýskaland.....................3.39,64 5. Japan.........................3.40,51 6. Ungveijaland..................3.40,84 7. Pólland ......................3.41,94 8. ísrael........................3.42,90 1.500 m skriðsund karla: 1. Kieren Perkins (Ástralíu)....14.56,40 2. Daniel Kowalski (Ástralíu) ..15.02,43 3. Graeme Smith (Bretlandi).....15.02,48 4. Emiliano Brembilla (Ítalíu)..15.08,58 5. Ryk Neethling (S-Afríka) ....15.14,63 6. Masato Hirano (Japan) .......15.17,28 7. Jorg Hoffmann (Þýskalandi)...15.18,86 8. Aleksey Akatyev (Rússlandi)..15.21,68 Kúluvarp karla: ÚRSLIT: 1. Randy Barnes (Bandar.).........21,62 2. John Godina (Bandaríkjunum)....20,79 3. Oleksandr Bagach (Úkraínu).....20,75 4. Paolo Dal Soglio (Ítaiíu)......20,74 5. Oliver-Sven Budef (Þýskalandi..20,51 6. Roman Virastyuk (Úkraínu)......20,45 7. C.J.Hunter (Bandaríkjunum).....20,39 8. Dragan Peric (Júgóslavíu)......20,07 9. Dmitri Goncharuk (H-Rússl.).....19,79 10. Saad Bilal Mubarak (Qatar).....19,33 11. Corrado Fantini (Ítalíu) ......19,30 12.0. Klymenko (Úkr.) ....Hóf ekki keppni. 10.000 m hlaup karla: Fyrstu átta í hvorum riðli komast í úrslit og þeir fjórir sem náði bestum tíma þar á eftir. Úrslitahlaupið fer fram á morgun, mánudag. I. RIÐILL: 1. Worku Bikila (Eþíopíu).......27.50,57 2. Paul Tergat (Kenya)..........27.50,66 3. M. Ntawulikura (Rwanda)......27.50,69 4. Aloys Nizigama (Burundi).....27.53,21 5. Salah Hissou (Marokko) ......27.53,32 6. Stefano Baldini (Ítalíu) ....27.55,79 7. Abel Anton (Spáni)...........27.56,26 8. Carlos de la Torre (Spáni) ..28.04,14 9. Zoltan Kaldy (Ungveijalandí) ..28.13,49 10. Mark Hhawu (Tanzanía)........28.14,08 II. Paul Evans (Bretlandi) ......28.24,39 12. Robbie Johnston (N-Sjál.)....28.40,60 13. Katsuhiko Hanada (Japan) ....28.52,22 14. Robert Stefko (Slóvakíu) ....29.03,80 15. Carlos Patricio (Portúgal)...29.15,41 16. Ronaldo da Costa (Brasilíu) .29.26,58 17. Dan Middleman (Bandar.) .....29.50,72 Tvöfatt hjá Áströlum Eftir glæsilegan árangur og þrenn gullverðlaun írsku sund- drottningarinnar Michelle Smith kom þó loks að því að hún mætti ofjörlum sínum þegar fram fóru í fyrrinótt á ÓL í Atlanta úrslit í 200 metra flugsundi kvenna. Hefði Smith á föstudag náð að fagna fjórðu gullverðlaunum sínum á leikunum hefði hún þar með skráð nafn sitt í sögubækur við hlið stór- stjama á borð við Bandaríkjamann- inn Mark Spitz, sem krækti sér í fjögur ólympíugull í einstaklings- greinum auk þriggja til viðbótar í boðsundum á leikunum í Munchen 1972, og a-þýsku stúlkuna Kristian Otto, sem fagnaði sigri fjórum sinn- um í Seoul í S-Kóreu 1988. Það voru hins vegar áströlsku stúlkurnar Susan O’Neill og Petria Thomas, sem komu í veg fyrir að draumur þeirrar írsku yrði að veru- ieika því þær komu báðar á undan henni í markið, O’Neill þó nokkru á undan Thomas. O’Neiil tók strax forystu í sundinu og lét hún hana aldrei af hendi þrátt fyrir að á tímabili hafi Smith gert 18. Mohamed Ezzher (Frakkl.)....29.55,34 19. Martin Pitayo (Mexíkó)......30.32,20 20. HerderVasquez(Kólumbíu) ....33.26,15 21. M. Abu Maraheel (Palestínu) ...34.40,50 2. RIÐILL: 1. Haile Gebrselassie (Eþíopíu) ....28.14,20 2. Josphan Machuka (Kenýa)......28.14,27 3. Paul Koech (Kenýa)...........28.17,48 4. JonBrown (Bretlandi) ........28.19,85 5. A. Al-Qahtani (S-Arabíu).....28.22,35 6. Khalid Skah (Marokkó)........28.23,21 7. Stephane Franke (Þýskal.) ...28.24,30 8. A. Quintanilla (Mexfkó)......28.27,28 9. Alejandro (Spáni) ...........28.28,16 10. Silvio Guerra (Ecuador)......28.30,15 11. Abraham Assefa (Eþíopía).....28.32,24 12. Toshinari TakaokajJapan).....28.38,18 13. Shaun Creighton (Ástralíu) ..28.44,29 14. AlfredoBraz (Portúgal).......28.50,28 15. H. Ramaala (S-Afríka) .......29.07,81 16. Brad Barqvist (Bandar.) .....29.11,20 17. Charles Mulinga (Zambía).....29.14,99 18. Miroslav Vanko_(Slovakía)....29.17,53 19. Sean Dollman (írlandi) ......29.19,03 20. Hamid Sadjadi (Iran).........29.22,65 21. Jeff Schiebler (Kanada)......29.47,79 5.000 m hlaup kvenna: Fyrstu átta í hvorum riðli komast i úrslit og þeir þrír sem náði bestum tíma þar á eftir. Úrslitahlaupið fer fram i dag: 1. RIÐILL: 1. Sonia O’Sullivan (írlandi) .15.15,80 2. Elena Fidatov (Rúmeníu).....15.17,89 3. Lynn Jennings (Bandar.).........15.19,66 4. AnitaWeyermann(Sviss).......15.19,91 5. Sara Wedlund (Svíþjóð) ....15.20,61 6. Anne Hare (N-Sjálandi)......15.22,31 7. Petra Wessiluk (Þýskalandi) ....15.37,73 8. Yang Siju (Kína)............15.40,41 9. Roseli Machado (Brasilíu)...15.41,63 10. Lydia Cheromei (Kenýa)......15.49,85 11. Harumi Hiroyama (Japan).....15.50,43 12. Isabel Martinez (Spáni).....15.59,42 13. Lucia Yishak (Eþiopíu) .....16.04,29 14. Kate Anderson (Ástralíu)....16.17,83 15. Alison Wyeth (Bretlandi)....16.24,74 16. RachidaMahamane (Níg.)......19.17,87 2. RIÐILL: 1. Roberta Brunet (Italíu).........15.22,58 2. Michiko Shimizu (Japan) ....15.23,56 3. Paula Radlciffe (Bretlandi).15.23,90 4. Wang Junxie (Kína)..........15.24,28 5. Rose Cheruiyot (Kenýa)......15.26,86 6. Claudia Lokar (Þýskalandi) .15.28,35 7. Mary Slaney (Bandar.) ......15.41,30 8. Kathy Butler (Kanada) ......15.47,50 9. Merima Denboba (Eþóopíu) .......15.48,85 10. Nina Christiansen (Danm.)...15.56,38 11. AnaDias (Portúgai)..........15.57,35 12. SteiaOlteanu (Rúmenía) .....15.58,28 13. Jelena Celnova (Lettlandi) .15.59,00 14. MarieMcMahon (írlandi)......15.59,12 15. Natalie Harvey (Astralíu)...16.06,45 3. RIÐILL: 1. Pauliné Konga (Kenýa).......15.07,01 2. Ayelech Worku (Eþíopía).....15.21,59 3. Amy Rudolph (Bandar.)......,15.21,90 4. Yelena Romanova (Rússl.)....15.23,37 5. We Li (Kína) ............. 15.33,49 6. Silvia Sommaggio (Italíu)...15.33,63 7. Gabriela Szabo (Rúmeníu)....15.42,35 8. Cristine Petite (Spáni) ....15.48,63 9. Zohra Quaziz (Marokkó)......15.55,03 10. Katy McCandless (írlandi)...15.55,66 11. Irina Mikitenko (Kazakhstan) ..15.57,67 12. Yoshiko Ichikawa (Japan)....15.58,90 13. Sonia McGeorge (Bretlandi) ....16.01,92 14. Robyn Meagher (Kanada)......16.24,49 15. M. Portoblando (Nicara.)...18.47,78 Körfuknattleikur: Bandaríkin - Kína.................133:70 Króatía - Argentína................90:75 Júgóslavía - Brasilía.............101:82 allt sem í hennar valdi stóð til að sigla framúr en allt kom þó fyrir ekki og varð írska „gullkon- an“ svo að lokum að gefa eftir á endasprettinum með þeim afleiðingum að Thomas náði_ silfrinu. „Ég er sátt við sundið því ég fer engu að síður heim með fern verðlaun. Þetta hefur verið mjög erfið vika en árangurinn hefur farið langt fram- úr mínum björt- ustu vonum,“ sagði Smith og var hin ánægðasta að sundinu loknu. Gullverðlaun O’Neill eru afar langþráð því hún varð í þriðja sæti í sömu grein á Ólympíuleikunum I Barcelona 1992 og einnig á heims- meistaramótinu tveimur árum síðar en nokkra athygli vakti hins vegar í fyrrinótt að þær tvær stúlkur, sem í markið komu á undan O’Neill á heimsmeistaramótinu 1994, heims- meistarinn Liu Limin frá Kína og landa hennar Qu Yun, urðu að gera sér að góðu fjórða og fimmta sætið í sundinu. 200 M FLUGSUND Loks kom að því að Smith mætti ofjörlum sínum Reuter ÍRSKA sunddrottningln Micheile Smith varö að játa sig slgraða í 200 metra flugsundi kvenna á Ólympíuleikunum í Atlanta í fyrrinótt og mistókst henni þar með að krækja sér í fjórðu gullverðlaun sín á leikunum. Smith smellir hér kossi á kinn sigurvegarans, Susan O’Neill. Texasbúinn klár í slaginn MICHAEL Johnson sprett- hlaupari frá Bandaríkjunum segist aldrei hafa verið í betra formi en nú á ævi sinni, en hún spannar 28 ár. Enda ekki van- þörf á því hann ætlar sér að fá nafn sitt skráð á spjöld ólympíusögunnar sem fyrsti karlmaðurinn sem ber sigur úr býtum í 200 og 400 metra hlaupi á sömu Ólympíuleikum. Sviðsljósin beinast að honum á morgun þegar hlaupið verður til úrslita í 400 metra hlaupi, þá kemur í Ijós hvort hann fær fyrsta kubbinn í ólympíupúslið sitt - gullpening um hálsinn. En þessi einstaki Texasbúi sem hefur mjög sérstæðan hlaupa- stíl á eftir að hafa mikið fyrir sigrunum, einkum í 200 m hlaupi, greininni sem honum tókst ekki að komast í úrslit í á síðustu Ólympíuleikum. á var hann heimsmeistari í 200 metra hlaupi og almennt reiknað með honum í fremstu röð. En veikindi komu í veg fyrir sæti í úrslitum og sjötta sæti í öðrum riðli í milliriðli var staðreynd, tíminn þá 20,78 sekúndur. En allt mun haldast í hendur að kvöldi þess 1. ágúst er keppendur í 200 metra hlaupi taka til fótanna, hitinn, rakinn, spennan, vangaveltur um hvort heimsmet verði sétt og síðast en ekki síst hvort hlaupið og sigurvegarinn verði skráð á hin frægu spjðld sem geyma sögu nú- tíma Ólympíuleika síðastliðin eitt hundrað ár. Tæpum tuttugu sek- úndum eftir að ræsir hefur skotið úr byssu sinni og gefið þannig til kynna að hlaupurunum átta sé heimilt að taka til fótanna verður þetta ljóst. Og um leið verður þeirri spurningu svarað hvort maðurinn sem hefur kveikt þessa spennu, Michael Johnson, fær ósk sína upp- fyllta. Allt síðan Johnson sigraði í 400 metra hlaupinu á heimsmeistara- mótinu í Gautaborg í fyrra á 43,39 sekúndum 10/100 úr sekúndu frá heimsmetinu hefur hugur hans stað- ið til þess að slá heimsmetið á Ólympíuleikunum í Atlanta. Frammistaða hans á þessu ári í greininni bendir til þess að svo gæti farið að hann bætti heimsmet landa síns og keppinautar í hlaup- inu, Harry „Butch“ Reyn- olds. En þessi grein er sú fyrsta sem hann keppir og henni lokinni tekur við 200 metra hlaup og loks 4x400 metra boðhlaup. í 200 metra hlaupinu verða hans helstu and- stæðingar Frankie Fred- ericks frá Namib- íu, ólympiumeistarinn í greininni í Barcelona, Bandaríkjamaðurinn Mike Marsh og Ato Boldon frá Tri- nidad svo einhverjir séu nefndir til sögu. Fredericks hljóp á dögunum 200 metrana á 19,82 sekúndum og Boldon á 19,85. Marsh hefur ekki náð eins góðum tíma á þessu ári en á best 19,73 sekúndur frá því í undanrásum 200 metra hlaupsins í Barcelona. í sigurhlaupinu nægði honum 20,01 sekúnda til sigurs. Fjórir aðrir hlauparar verða í úrslit- unum og vera kann að einhverjir af þeim sem nefndir hafa verið nái ekki í úrslit þó líkurnar séu veruleg- ar meiðist þeir ekki í undanrásum. Fredericks er fyrirfram talinn lík- legastur til að geta veitt Johnson skráveifu, enda sá eini sem hefur unnið hann í greininni á síðastliðn- um tveimur árum - í einvígi á Bisl- ettleikvanginum í Osló í byrjun mánaðarins. Johnsons sló sautján ára gam- alt heimsmet ít- alans Pietro Mennea á banda- ríska úrtökumót- inu í júní, hljóp á 19,66 sekúndur og lýsti því yfir um leið að hann teldi sig geta hlaupið enn hrað- ar, á 19,5 sek- úndum. í einvíginu við Fredericks var það viðbragðið sem felldi John- son og reyndar hefur oft viljað brenna við hjá honum að fyrri hluti hlaupa hans hafi verið slakur og meðal annars orsakað að hann hefur ekki enn slegið heimsmetið í 400 metra hlaupi. Nú þegar Johnson segist aldrei hafa verið í betri æf- ingu þá verður fróðlegt að fylgjast með því hvort honum hafi tekist að Iagfæra þennan veikleika sinn og sýna fram á það þegar inn í bland- ast spenna við ráslínuna. Heimsmet á lokasprettinum BANDARÍKJAMENN settu heimsmet í 4X100 metra fjórsundi karla á lokaspretti sundkeppninnar. Þá synti sveit þeirra á 3.34,84 mínútum og bætti fyrra metið um rúmlega tvær sekúndur. Það var 3.36,93 mínútur, sett af bandarískri sveit á Ólympíuleikunum í Seoul fyrir átta árum, en var jafnað í Barcelona fyrir fjórum árum. Sveitina skipuðu þeir Jeff Rouse, Jeremy Linn, Mark Henderson og Garry Hall. Banda- ríkjamenn hafa aldrei tapað í úrslitum á stórmóti í þessari grein og þarna undirstrikuðu þeir styrk sinn eina ferðina enn. Þar með sigruðu þeir í öllum boðsundum Óiympíuleikanna eins og oftast nær úður. Með þessu sundi lauk sundkeppni á Ólympíuleikunum. FRJALSIÞROTTIR Tekst Michael Johnson að skrá nafn sitt á spjöld Ólympíusögunnar með sigri i 200 og 400 m hlaupi?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.