Morgunblaðið - 28.07.1996, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 28.07.1996, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. JÚLÍ 1996 13 Konaí spænsku akademíuna Konur eru sjaldséðar í spænsku akadem- íunni, en á næstunni tekur skáldsagna- höfundurinn Ana María Matute þar sæti. Nýlega var svo fertugur rithöfundur valinn í hóp öldunga akademíunnar. Jóhann Hjálmarsson segir lítillega frá þessum höfundum og viðfangsefnum þeirra. Ana María Antonio Munoz Matute Molina SPÆNSKA akadem- ían er karlveldi, en þar hafa setið og sitja fá- einar konur. Skáld- konan Carmen Conde fékk inngöngu 1978, en lést 8. janúar sl. Nýlega hlaut önnur kona sæti í akadem- íunni, skáldsagnahöf- undurinn Ana María Matute. Þetta hefur vakið mikla athygli á Spáni þar sem vel er fylgst með gerðum akademíunnar. Kost- irnir eru að verk Önu Maríu Matute eru rædd og þá ekki eingöngu skáld- sögurnar frá sjötta og sjöunda áratugnum sem öfluðu henni frægðar langt út fyrir landamæri Spánar. Ana María Matute er fædd í Barcelona 1926. Hún var því tíu ára í upphafi borgarastyijaldar og eru kunnustu skáldsögur hennar, þríbálkurinn Los mercaderes (Stórkaupmennirnir) og Los hijos muertos (Dánu börnin, 1958), með efni frá þeim tíma. Skáldsögur hennar eru í raunsæisstíl. Olvidado Rey Gudú (Gleymdi konungurinn Gudú) nefnist vænt- anleg skáldsaga eftir Matute. Sag- an gerist á miðöldum og er „skrýt- in og sérstök“ að sögn höfundar- ins. Sagan er 1.200 bls. og fellur ekki að spænskri hefð að mati höfundarins, en er evrópsk og í anda H.C. Andersens, Grimms- bræðra og Perrault sem skrifaði líka fyrir börn, í raun „hylling" til þeirra. Ana María Matute leggur áherslu á lesandann og ímyndun- arafl hans. Hver lesandi er sjálf- stæður heimur og þáttur barnsins er veigamikill. Fertugur Evrópumaður Meðalaldur félaga í akadem- íunni er 72 ár. Dæmi eru þó um að menn hljóti sæti þar ungir: Camilo José Cela 41 árs, ljóðskáld- ið Pere Gimferrer 39 ára og fyrir skömmu fertugur rithöfundur, Antonio Munos Molina. Hann er nú yngstur akademíufélaga. Molina sem er af gyðingaættum og sonur evrópskra innflytjenda á Spáni talaði í inntökuræðu sinni um rithöfundinn Max Aub og und- irstrikaði með því evrópskan arf. Aub var af þýsk-frönskum upp- runa. Hann samdi fræga skáld- sögu um borgarastyijöldina, Töfravölundarhúsið (1942), og er í hópi fjölmargra spænskra útlegð- arhöfunda. Skáldsaga Munoz Molina, Vet- urinn í Lissabon (1987) hlaut bæði Spænsku bókmenntaverð- launin og Spænsku gagnrýnenda- verðlaunin 1988. Skáldsögur hans eru þekktar og hafa sumar verið kvikmýndaðar. Efni þeirra hefur höfðað til kvikmyndagerðar- manna, m.a. Pilar Miró sem gerði mynd eftir Beltenebros (1989). Hann tilheyrir kynslóð sem kennd hefur verið við „nýju spænsku skáldsöguna", en kann ekki við þann límmiða. Annað orð sem hann þolir ekki er „menntamað- ur“, hann vill frekar kallast bók- menntamaður. Meðal áhugamála hans er djass. Hann er greinahöf- undur og skeleggur sem slíkur og verður tiðrætt um þá þjóðfélags- þróun sem hann kallar „byltingu hinna ríku gegn fátæklingum“. Orðin eru sótt til hagfræðingsins Johns Kenneths Galbraiths. í blaðagreinum beinir Muiios Molina einkum spjótum að sið- blindu, ofbeldishneigð og tor- tryggni gagnvart útlendingum. Það tíðkast á Spáni eins og í fleiri löndum að rithöfundar eru virkir í blaðaskrifum og hafa þeir margir fasta dálka í blöðum og tímaritum. Nóbelsverðlaunahöf- undurinn Camilo José Cela hefur til umráða síðu í dagbiaðinu ABC á sunnudögum. í dagblaðinu E1 País eru höfundar á borð við Mario Vargas Llosa, Antonio Munoz Molina og Rosu Montero áberandi. Akademiufélagar hafa ekki lokað daglegt líf alveg úti því að þeir tjá sig oft um ýmis efni, einkum þó bókmenntir og heimspeki. Akademían stuðlar að eflingu og verndun spænskrar tungu, m.a. með útgáfu orðabóka og veitir æðstu bókmenntaverðlaun spæn- skumælandi þjóða, Cervantes- verðlaunin. Wlfi'* FLÍSAR 11 111 m rn.rm PsnaPFSiruviLLitJ I T:S~ 1 U, I I I II 1.1-1 Stórhöfða 17, við Gullinbrú, sími 567 4844 LISTIR „Það er allt KVIKMYNDIR Rcgnboginn í BÓLAKAFI („Down Periscope") ★ ★ Leikstjóri David S. Ward. Handritshöfundar Andrew Kurtzman, Elliot Wald. Kvikmyndatökustjóri Victor Hammer. Leikendin- Keisey Grammer, Lauren HoUy, Rob Schneider, Harry Dean Stant on, Bruce Dem, WiUiam H. Macy, Rip Tom. Bandarísk, 20th Century Fox 1996. KAFBÁTAR eru gamalgrónir í hettunni sem umhverfi gaman- mynda frá Hollywood, í bólakafi gerist að mestum hluta um borð í einum slíkum. Sá er hálfgerður haugamatur, úreltur og fornfá- legur, knúinn dísilvélum. Slíka farkosti eiga Rússar í hrönnum í Múrmansk og víðar. Sá uggur grípur um sig innan stjórnar sjó- hers Sáms frænda að þessi skip geti reynst hættuleg heimsfriðn- um, því er ryðið barið af þessu þreytulega umhverfi myndarinn- ar og reynt hvað hann getur. Ekki er hægt að segja að valinn maður sé í hveiju rúmi nema í neikvæðri merkingu, áhöfnin skipuð erkiflónum frá kapteinin- um (Kelsey Grammer) niður í messagutta. En reynt er á þolrif skips og manna. Sauðmeinlaus vitleysa sem er tæpast nógu fyndin fyrir full- orðna en börn og óvitar virtust skemmta sér hið besta. Fram- vinda, uppákomur og brandar- arnir minna mikið á ameríska gamanþætii úr sjónvarpi og það- an er aðalleikarinn, Grammer, einmitt kominn og kannast sjálf- sagt margir við hann úr Frasier og Staupasteini. Grammer verð- ur ekki dæmdur fyrir frumraun sína á hvíta tjaldinu, til þess er hún of rýr í roðinu hvað handrit- ið snertir, en ekki við Grammer né forvitnilegt samsafn ágætra skapgerðarleikara í aukahlut- verkum að sakast. Það er engin spurning að karlar á borð við Rip Torn, Bruce Dern, Harry Dean Stanton og William H. Macy eiga betra skilið. Fyrir yngsta áhorfendahópinn. Sæbjörn Valdimarsson VERK á sýningu Ríkeyjar. Ríkeyí Perlunni 36. EINKASÝNING Ríkeyjar Ingimundardóttur stendur nú yfir í Perlunni í Öskjuhlíð. Sýn- ingin er mikil að umfangi, yfir eitt hundrað verk. Má þar nefna málverk, brenndar lágmyndir úr leir og postulíni, steyptir skúlptúrar og fleira. Opið er alla daga til 3. ágúst. Blað allra landsmanna! - kjarni málsins! tískuverslun Rauðarárstíg 1, sími 561 5077

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.