Morgunblaðið - 28.07.1996, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 28.07.1996, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 28. JÚLÍ1996 33 ÞÓRA HELGADÓTTIR + Þóra Helga- dóttir fæddist í Reykjavík 30. nóv- ember 1922. Hún i lést á heimili sínu í Kópavogi 19. júlí síðastliðinn. For- | eldrar hennar voru Helgi Guðmunds- son, f. 29.9. 1890, d. 21.3. 1972, og Karítas Olafsdótt- ir, f. 21.11. 1894, d. 27.12.1951. Þóra var elst fjögurra systkina, hin eru Olafur Helgason, fv. bankastjóri, Kristín H. Kvaran, fv. bankaritari, og Guðmundur Helgason, raf- fræðingur. Þóra giftist Þórhalli Hall- dórssyni, mjólkurfræðingi, f. 8.12. 1922. Þau skildu. Sonur þeirra er Helgi Þórhallsson, efnaverkfræðingur, f. 4.7. 1949. Kona Helga er Ingibjörg Pálsdóttir, lyfjafræðingur, og eiga þau synina Pál og Þór- hall. Sambýliskona Páls er Karítas Gunnarsdóttir. Þóra giftist Birni Jónssyni, deildarsljóra, f. 8.5. 1925, d. 21.2. 1993, og eignuðust þau fjögur börn. 1) Þórunn, tón- menntakennari og kórstjóri í Kópavogi, f. 5.3. 1954, gift Marteini Hunger Friðrikssyni, tón- listarmanni, og eru börn þeirra: Kol- beinn, Þóra, María og Marteinn. 2) Jón, vélstjóri, leiðsögu- maður og forstöðu- maður Félagsmið- stöðvarinnar á ísafirði, f. 30.6. 1958. 3) Grímur, jarðeðlisfræðingur, 7.6. 1960, kona hans er Valgerður Benediktsdóttir, ís- lenskufræðingur, og eru börn þeirra Gunnar og Sóley. 4) Þórhildur, píanóleik- ari, f. 10.10. 1962, og er dóttir hennar Sigrún Olafsdóttir. Þóra og Björn slitu samvistum. Sambýlismaður Þóru í rúm tuttugu ár var Valdimar Jóns- son, efnaverkfræðingur, f. 9.11. 1924, d. 10.4.1994. Dóttir Valdimars er Heiðdís, sálfræð- ingur, f. 24.5. 1955. Hennar maður er Erik Lahnen. Þóra vann lengstan hluta starfsævi sinnar í bréfritunar- deild Útvegsbanka íslands við Lækjartorg. Útför Þóru fer fram frá Dómkirkjunni mánudaginn 29. júlí og hefst athöfnin klukkan 15. Glæsileg og glöð var hún Þóra. I Áköf að njóta þess sem lífið bauð uppá. Þeir sem þekktu hana smituð- ust af lífsgleði hennar, atorku og ákafa. Hún var í eðli sínu heims- kona, mikill fagurkeri og náttúru- unnandi. Heimili hennar bar vott um listræna elsku hennar, innréttað af smekkvísi og „elegance". Alltaf var gott að koma til Þóru. Hún tók á móti gestum sínum með geislandi brosi, bauð dýrindis krásir glæsi- lega framreiddar. Hún hafði ákveðnar skoðanir á öllu og viðraði þær óspart af miklu andríki og rök- I vísi svo menn máttu hafa sig alla I við að fylgja henni, en aldrei var rifist, aðeins rökrætt. Leiftrandi frásagnargáfa hennar naut sín vel er hún talaði um æsku sína og ungdómsár í Barcelona og á Laufásveginum. Myndimar sem hún dró upp eru ljóslifandi. Um föður sinn og móður talaði hún af I ást og virðingu, frá þeim hlaut hún I . gott veganesti og hún heiðraði minningu þeirra allt sitt líf. Þóra heldur áfram að lifa í huga okkar allra, geislandi af gleði og glæsileik. Nú veit ég, að sumarið sefur í sál hvers einasta manns. Eitt einasta augnablik getur brætt ísinn frá bijósti hans, svo ijötrar af huganum hrökkva sem hismi sé feykt á bál, uns sérhver sorg öðlast vængi og sérhver gleði fær mál. (Tómas Guðmundsson.) Ég vil votta börnum hennar, kærri vinu minni Þórhildi og Sig- rúnu, og öðrum aðstandendum, dýpstu samúð. Ingunn Osk. Þóra Helgadóttir var aldrei langt undan í lífi mínu og minna nán- ustu. Hún var ekki einungis móðursystir mín, heldur náinn fé- lagi og vinur foreldra minna og okkar systkinanna, sem deilt hefur með okkur sorg jafnt sem gleði svo lengi sem ég man. Þóra var sterkur persónuleiki, sem hafði mikil áhrif á þá sem í návist hennar voru. Hún hafði ákveðnar skoðanir á flestum mál- um og lét þær óspart í ljós, hvort sem þær áttu upp á pallborðið hjá viðmælanda hennar eða ekki. Hvellur og smitandi hlátur hennar hljómar í eyrum þegar hugsað er til hennar. Hún kunni þá list að njóta þess að vera til. Þessi eigin- leiki hennar kom vel í Ijós í veikind- um hennar, sem fyrst gerðu vart við sig fyrir tæpu ári. Hver stund, sem gafst meðan kraftar og heilsa leyfðu, var notuð til þess að auðga andann og vera samvistum við þá sem henni þótti vænt um. Þóra var ákaflega glæsileg kona, smekkleg í klæðaburði og alltaf vel til höfð. Hún var höfðingi heim að sækja og annálaður kokkur. Hún hafði mikla ánægju af því að taka á móti gestum og skipti þá ekki máli hvort einn maður kæmi óvænt í heimsókn, haldið var upp á af- mæli barnabarns eða stórveisla með miklum fjölda fólks; alltaf voru fram bornar frábærar veitingar og mikil hátíð og gleði var ríkjandi. Þóra átti það til að setjast við píanó- ið og spiia fýrir gesti sína. Hún hafði mikið yndi af allri tónlist, var óþreytandi að sækja tónleika og var sjálf ágætur píanóleikari. Börnin hennar hafa öll erft þennan tónlist- aráhuga. Flest þeirra spila á hljóð- færi, syngja í kórum og dætur hennar tvær eru tónlistarmenn að atvinnu. Hún hafði mikinn áhuga á öllum listum, ekki síst bókmennt- um. Á síðustu árum las hún Islend- ingasögurnar af miklum áhuga og hélt þeim lestri áfram í veikindum sínum. Ef mikið stóð til hjá vinum og ættingjum og stórveislur í undir- búningi var sjálfsagt að hringja í Þóru og spyrja ráða. Mætti hún þá gjarnan á staðinn, leiðbeindi við matargerð og stjómaði undirbún- ingi af mikilli röggsemi. Eins var oft leitað til hennar þegar breyta átti húsnæði eða verið að byggja nýtt. Hún hafði mjög glöggt auga fyrir því hvernig hægt væri að koma hlutum haganlega fyrir og var ákaf- lega smekkleg og útsjónarsöm. Þóra var mikill vinur vina sinna, hjálpsöm og trygglynd. Á æsku- árum var leitað til hennar ef próf voru í aðsigi og undirbúningurinn kannski ekki upp á það besta. Ef erfiðleikar eða veikindi komu upp í fjölskyldunni var hún alltaf nálæg og tilbúin að hjálpa og hughreysta. Það hefur verið ómetanlegt fyrir mig og fjölskyldu mína að eiga hana að og ég veit að svo er einn- ig með ýmsa aðra. Þóru frænku minnar verður sárt saknað. Blessuð sé minning hennar. Karítas Kvaran. Mig langar að minnast með nokkrum orðum Þóru Helgadóttur, sem andaðist á heimili sínu 19. júlí sl. Þóra varð mín besta vin- kona, er hún kom níu ára gömul heim frá Spáni, þar sem hún hafði dvalist þrjú ár með foreldrum sín- um. Upp frá því fylgdumst við að alla okkar skólagöngu, og hafa vináttubönd okkar aldrei rofnað. Þóra var sérlega létt í skapi og jafnan hrókur alls fagnaðar. Hún var einnig röggsöm og því ekki að ástæðulausu að alltaf var fyrst leitað til hennar, þegar eitthvað mikið stóð til. Hún var félagslynd og gestrisin svo af bar, naut þess að vera í góðra vina hópi, hlátur- mild og hafði skemmtilega frá- sagnargáfu. Það var alltaf gaman að hlusta á Þóru segja frá spaugi- legum atvikum, sem hana höfðu hent. Þær voru ófáar ánægjustund- irnar okkar, sem liðu við hlátur og spjall um heima og geima. Þóra virtist ætíð geta litið tilveruna björtum augum, þótt líf hennar hafi ekki verið eintómur dans á rósum. Þóra var sterkur persónuleiki. Það var einhvern veginn sjálfsagt að hún léki aðalhlutverkið í leik- riti, sem samið var og sett upp í tilefni af 25 ára stúdentsafmæli okkar. Hún stóð sig þar með af- brigðum vel, enda náðu hæfileikar hennar og áhugamál yfír vítt svið. Hún fylgdist vel með öllu leikhúss- og tónlistarlífi, og öll umræða um slík málefni var henni afar hug- fólgin. Hún var svo lánsöm að eignast 5 glæsileg börn, sem öll komust vel til mennta. Þau hafa haft tón- listina í hávegum. Börnin og barna- börnin voru hennar yndi, og er missir þeirra mikill. Hugur hennar snerist stöðugt um hag fjölskyld- unnar, og sjá börnin ekki einungis á bak góðri móður heldur einnig góðum vini, sem allt vildi fyrir þau gera. Hún var sameiningarafl fjöl- skyldunnar og gaf afkomendum sínum styrk. I veikindum hennar önnuðust börnin móður sína af ein- stakri alúð og umhyggju. Þóra hafði góðan smekk, eins og heimili hennar í Kópavogi bar vott um. Öllu var þar fyrir komið af mikilli natni og smekkvísi. Þá var hún listakokkur og virtist hafa lítið fyrir því að búa til góðan mat. Ég vissi að Þóra gekk ekki heil til skógar, en það var ekki hennar háttur að tala um sín veikindi. Hún bar sig þannig að erfitt var að gera sér grein fyrir, hversu veik hún var í raun og veru. Dugnaður hennar og kjarkur var einstakur. Hún lét ekki veikindi sín aftra sér frá því að fara á mannamót og tók þátt í 55 ára stúdentsfagnaði okk- ar nú fyrir skemmstu, eins og ekk- ert væri eðlilegra. Elsku Þóra mín, ég þakka þér fyrir samfylgdina og alla okkar vináttu. Megi góður Guð gefa börnum þínum og fjölskyldum þeirra styrk í þeirra miklu sorg. Guð blessi minningu þína. Guðrún Kristjánsdóttir. Þóra Helgadóttir var fríð og glæsileg kona sem hélt reisn sinni til dauðadags. Sá sem þetta ritar hefur þekkt Þóru í rúmlega hálfa öld, allt frá því að hún dvaldist á stríðsárunum um nokkurra ára skeið í háskólabænum Madison í Wisconsin, Bandaríkjunum, þá ný- gift skólabróður mínum, sem stundaði nám við Wisconsinhá- skóla ásamt mér og fleiri íslend- ingum. Þóru var mikil hæfileika- kona, og má segja að hún hafi gert flesta hluti með glæsibrag. Hún var ávallt vel klædd, hvort heldur var í hversdagsfötum eða samkvæmiskjól. Heimili hennar, hvar sem það var, bar ávallt vott um fegurðarskyn og góðan smekk. Hún var skemmtileg kona og jafn- an hrókur alls fagnaðar á mann- fundum. Hún var mikill fagurkeri, og allt til æviloka sótti hún tón- leika, myndlistarsýningar og leik- hús eftir því sem hún hafði tæki- færi til. Aðeins viku áður en hún lést, fór hún á sýningu á málverk- um Nínu Tryggvadóttur. Hún hafði allt frá barnæsku næma tilfinningu fyrir tónlist, og hefði án efa lagt fyrir sig píanóleik, ef hún hefði ekki hlotið meiðsli á unga aldri, sem komu í veg fyrir að hún gæti rétt úr annarri hendinni. En henn- ar eigin tónlistardraumar rættust í dætrum hennar, Þórunni tón- menntakennara og Þórhildi píanó- leikara. Þóra var víðförul og víðlesin. Þegar hún var á unga aldri bjuggu foreldrar hennar á Spáni, sem ung- ur stúdent var hún, ásamt manni sínum, nokkur ár í Bandaríkjunum eins og áður segir, og síðar bjó hún um skeið í Svíþjóð og Dan- mörku. Hún var alla tíð lestrar- hestur og á efri árum fékk hún mikinn áhuga á íslenskum fornsög- um. Sótti hún um skeið sérstök námskeið á vegum Námsflokka Reykjavíkur hjá Jóni Böðvarssyni íslenskufræðingi. Hélt hún þeim áhuga allt til hinstu stundar, og hefur dóttir hennar tjáð mér að þegar móðir hennar lá nú síðast á gjörgæsludeild hafi hún verið að glugga í íslendingasögurnar til að „búa sig undir næsta tíma hjá Jóni“! Lífsorkan var mikill og hún vildi njóta þess að lifa fram á sein- asta dag. Það hefur ávallt verið mikill töggur í Þóru Helgadóttur, ekki síst þegar á hefur reynt. Eftir skilnað á 7. áratugnum annaðist hún einsömul 5 börn sín á unga aldri af mikilli prýði, en stundaði jafnframt vinnu utan heimilis. Hún hafði alla tíð lítið umburðarlyndi gagnvart leti og ómennsku. Garð- urinn hennar Þóru er víðfrægur, enda sá hún sjálf um að hirða hann af smekkvísi, dugnaði og elju. Þóra var skapmikil kona en hafði stórt hjarta. Hún var trygg- lynd, mikill vinur vina sinna, greið- vikin, hjálpfús og rausnarleg. Ég á henni skuld að gjalda fyrir dreng- skaparbragð gagnvart syni mínum og tengdadóttur. Þau voru þá námsfólk og húsnæðislaus. Hún bauð þeim umsvifalaust að flytja í íbúð í kjallara í húsi sínu og þar bjuggu þau í nokkra mánuði. Ekki fengu þau að borga henni fimmeyr- ing í húsaleigu. Þetta atvik er áreiðanlega ekki einsdæmi, en sýn- ir vel þá manneskju sem Þóra hafði að geyma. Fyrir u. þ. b. 20 árum eignaðist hún ástvin, Valdimar Jónsson, efnaverkfræðing. Hann var mikill sómamaður og Þóru reyndist hann einstaklega ljúfur og tillitssamur förunautur. Áttu þau saman mörg indæl og ham- ingjusöm ár. Þau Valdimar ferðuð- ust heilmikið um Ísland og fóru einnig til Miðjarðarhafslanda og víðar um Evrópu, en draumaferð- j ina sína fóru þau til Kína. Valdi- mar lést fyrir rúmum tveimur árum og mun Þóra hafa saknað hans mikið. Að leiðarlokum þakka ég Þóru Helgadóttur góð kynni frá fyrstu tíð. Hennar verður ávallt_ minnst með virðingu og þakklæti. Ég sendi börnum hennar, tengdafólki og barnabörnum innilegar samúðar- kveðjur. Unnsteinn Stefánsson. „Blóm eru ódauðleg, sagði hann og hló. Þú klippir þau í haust og þau vaxa aftur í vor, — einhvers- staðar.“ (Atómstöðin.) Gegnum steint glerið í kapell- unni sá ég sóleyjar bærast á tún- inu. Þær teygðu sig mót ljósinu, smáar en sterkar. Brothættur ljór- inn — og lífið fyrir utan, litbrigði jarðar eftir því hvort horft var gegnum bláa rúðu eða hvíta. Blóm eru ódauðleg. Ætíð _ný á hveiju vori en þó hin sömu. Á lík- an hátt höldum við áfram að fæð- ast — nýir stofnar af sterkum rót- um. Snúum okkur mót sólu og verðum blóm, eitt mislangt andar- tak í túnfæti eilífðarinnar. Við kveðjum aldrei alveg. Þess vegna deyjum við ekki. Og minningin er ljós sem nærir. Kæra Þóra. Vertu sólstafur að næra blómin þín og þau sem eftir koma. Af blómstri þínu munum við berast áfram. Valgerður. Sími: 533-4040 Fax; SS8-83ÍÍ0 Dan V.S. Wiium hdl. lögg. fasieignasali - Ólafur Guðmundsson. sölusijóri Birgir Georgsson sölum., HörÖur Harðarson, sölum. Erlendur Davíösson - sólum. FASTEiGNASALA - Ármúla 21 - Reykjavík - Trausl og örugg Qjónusta Opið hús Reynimelur 82 3ja herb. 70 fm íbúð á 4. hæð. Suðursvalir. Gott útsýni. Sérhiti og -rafmagn. Laus nú þegar. Nýtt þak - yfirstandandi utan- hússviðgerð á kostnað seljanda. (búðin verður opin til sýnis í dag milli kl. 14.00 og 16.00. Verið velkomin, Magnús og Elin. Grettisgata 54 — opið hús I þessu virðulega eldra húsi er 1. hæðin til sölu. Hæðin skiptist í stofu, 2 rúmgóð svefnherbergi, eldhús og bað. íbúðin er öll mikið endurnýjuð og húsið nýlega járnklætt að utan. Frágengin, afgirt lóð og rúmgóður geymsluskúr á lóðinni. Ibúðin er til sýnis í dag (sunnudag) milli kl. 14-18. íbúðin er laus til afhendingar nú þegar. EIGNASALAN, Ingólfsstræti 12, símar 551 9540 og 551 9191.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.