Morgunblaðið - 28.07.1996, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 28.07.1996, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 28. JÚLÍ1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. JÚLÍ1996 27 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR FYRIR hundrað áram, að kvöidi 24. júlí árið 1896, stigu hér á land fjórar nunnur af reglu St. Jósefssystra. Landsmenn höfðu þá ekki barið nunnur augnm frá því fyrir siðaskipti. Þeir gerðu sér enga grein fyrir því á þeirri stundu, sem vonlegt var, að þarna voru mættar afrekskonur, sem, ásamt systrum slnum fleirum, áttu eftir að lyfta Grettistaki í héilbrigðis- og velferð- armáliim þjóðarinnar. Þær voru hingað komnar þeirra érinda, sem St. Jósefssystur sinntu víðá um veröld, að hjúkra og fræða. Regla St. Jósefssystra er upp- ninnin í sunnanverðu Frakklandi. Árið 1650 felur biskupinn af Puy litlum hópi ungrá kvenna, sem ann- ast hafði sjúka og fátæka, rekstur hælis fyrir munaðarlaus börn. Árið eftir fær hópurinn staðfestingu sem systraregla, kennd við heilagan Jó- sef. Megintilgangur hennar var hjálp við náungann, hjúkrun og kennsla. Reglan breiddist smám saman út um Frakkland og Evrópu - og út hingað árið 1896, sem fyrr segir. St. Jósefssystur voru á margan hátt bráutryðjendur í heilbrigðis- og velferðarmáium hér á landi. Þær Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. hófust þegar handa við hjúkrun og fræðslu. Árið 1902 opnuðu þær sjúkrahús í höfuðborginni, Landa- kotsspítala. Starfssaga hans er merkur kapítuli í sögu íslenzkrar heilbrigðisþjónustu. Dr. Bjarni Jónsson, sem lengi veitti lækning- um forstöðu á Landakoti, komst svo að orði í formála bókar sinnar „Á Landakoti", sem út kom 1990: „Þær komu hingað um aldamót, byggðu spítala, sem brýn þörf var fyrir, og léttu þeirri byrði af fátæk- um landssjóði. Þessi spítali var eini kennsluspítali landsins í nær þijá tugi ára. Hans vegna var unnt að sinna sjúkum líkt og í nágranna- löndunum og halda uppi kennslu læknisefna.“ St. Jósefssystur ráku Landakots- spítala allar götur til ársloka árið 1976, langleiðina í þrjá aldaríjórð- unga, en í ársbyijun 1977 varð spítalinn sjálfseignarstofnun. Spít- alinn varð og starfsvettvangur þeirra, þar sem þær þjónuðu öðrum megintilgangi reglu sinnar, hjúkr- un, hjálp við náungann, a£ dæma- fárri fórnfýsi. Landakot var ekki eini starfsvett- vangur þeirra hér á landi. Þær söfn- uðu fé, byggðu og starfræktu St. Jósepsspítala í Hafnarfirði (vígður 1909), sem gegndi stóru hiutverki í heilbrigðisþjónustu þar í bæ. Þær ráku og sjúkraskýli á Fáskrúðsfirði um nokkurra ára bil (til 1904) fyr- ir franska sjómenn, en þúsundir franskra sjómanna voru hér á sumarvertíðum í þá tíð. Þær komu og á fót barnaskólum, bæði í Reykjavík og Hafnarfirði, sem gátu sér gott orð - og fjölmargir eiga góðar minningar bundnar við. Ólafur H. Torfason, blaðamaður og rithöfundur, segir í nýrri bók um St. Jósefssystur á íslandi: „Systurnar fluttu með sér mikla þekkingu til landsins og voru marg- ar þeirra vel menntaðar í hjúkrun, kennslu og í viðskiptafræðum og gátu því rekið stór fyrirtæki eins og spítalana og skólana með mikl- um myndarbrag. Það má segja að þær hafi verið okkar þróunarhjálp, þegar við þurftum mest á að halda.“ Þjóðfélag okkar hefur breytzt hratt og mikið á 20. öldinni. Þær breytingar hafa að sjálfsögðu sett mark sitt á starfsemi St. Jósefsregl- unnar hér. Sú saga verður ekki rakin hér og nú. En upp úr stendur að systurnar, sem komu frá ýmsum Evrópulöndum og kenndar eru við heilagan Jósef, hafa skráð nafn reglu sinnar - og eigin nöfn - . gullnu letri í íslands sögu. Flestar þeirra gerðust og hérlendir rík- isborgarar og góðir íslendingar. St. Jósefssystur unnu gagnmerkt brautryðjendastarf í heilbrigðis-, fræðslu- og velferðarmálum hér á landi. Við fáa „utanaðkomandi" ein- staklinga stendur íslenzka þjóðin í jafn mikilli þakkarskuld og þær reglusystur, sem skilað hafa heillar aldar árangursríku og óeigingjömu hjúkrunar- og fræðslustarfi í þágu íslendinga. Morgunblaðið sendir á þessum tímamótum St. Jósefssystrum hug- heilar þakklætiskveðjur og fram- tíðaróskir. SYSTUR SEM LYFTU GRETTISTAKI 1 4Afornald- X Jl X arsögurnar vóru merkilegt tæki til skemmtana á heldur afþreyingarlau'sum miðöldum. Þær komu hugmýndaflugmu á hreyfmgu jafnframt því sem þær fylla upp í tómarúmið sem sígildum bók- menntum var ekki ætlað að sinna, ekki frekar en klassísk tónlist getur nú fullnægt poppþörf skemmtiiðnað- arins. Þær stóðu einhvers staðar á milli alvörubókmennta og riddara- sagna. Margar þessara fomu æyintýra- sagna eru vel skrífaðar og spennandi, það vantar ekki. Þær fjalla allar um garpa og ofurmenni en einnig stundum um þjóðhöfðingja, svo veikir sem Is- leridingar hafa ævinlega verið fyrir þeim kykvendum; bemskir og bama- legir. Og svo voru krókódílamir, vopn- in, tígrisdýrin, furðuverkin á sínum stað, drekamir og ófreskjumar að sjálfsögðu, og minna á umhverfí Bonds en kappamir á kraftaverka- mennina sjálfa. Tröll og galdramenn em ekki heldur af skomum skammti í þessum gömlu sögum en það hyski er allt einnig með einhveijum hætti í Bond-myndunum, þótt galdrar og furðuverk séu í öðram búningi nú en áður og ófresku atburð- irnir eigi fremur rætur að rekja til ótrúlegustu tækni en trölla og seið- skratta. En áhrifin sem vakin era með áhorfendum eru hin sömu og áður sóttu á lesendur eða þá sem hlýddu á furðusögumar. Líklega hafa þeir þó hlustað á þær af meiri alvöru en við upplifum nú þessar ótrúlegu kynja- myndir kvikmyndaiðnaðarins. í framhaldi af þeim dæmum sem ég hef nefnt úr furðuheimi Bond- myndanna er ekki úr vegi að líta nán- ar á fomaldarsögurnar og draga fram hliðstæður sem varpa ljósi á það sem hér hefur verið sagt, svoað það sé ekki órökstutt með öllu. í Hervarar sögu og Heiðreks er í upphafi talað um konung Garðaríkis sem hafði eignazt sverð af dvergum, „er Tyrfíngur hét og allra var bitrast, og hvert sinn, er því var brugðið, þá lýsti af svo sem af sólargeisla. Aldrei mátti hann svo hafa beran, að eigi yrði hann mannsbani, og með vörmu blóði skyldi hann jafnan slíðra. En ekki var það kvikt, hvorki menn né kvikvendi er lifa mætti til annars dags, ef sár fékk af honum, hvort sem var meira eða minna. Aidrei hafði hann brugðizt í höggi eða staðar numið, fyrr en hann kom við jörð, og sá maður, er hann bar í orrustu, mundi sigur fá, ef að honum var vegið. Þetta sverð er frægt í öllum fornsögum“. í Örvar-Odds sögu segir svo: „Það er þér að segja, Oddur,“ sagði hún, „sem þér má gott þykja að vita, að þér er ætlaður aldur miklu meiri en öðrum mönnum. Þú skalt lifa þijú hundrað vetra og fara land af landi og þykja þar ávallt mestur, er þá kem- ur þú, því að vegur þinn mun fara um heim allan, en aldrei ferð þú svo víða, að hér skaltu deyja á bera rjóðri. Hestur stendur hér við stall, höttóttur og grár að lit. Haus hans Faxar skal þér að bana verða." Þessi orð lýsa vel James Bond-sög- um miðaldanna þarsem enginn munur er á ímyndun og veraleika: Þá tók höfðinginn til orða uppi á Nesinu: „Þetta era mikil undur," sagði hann, „að vér getum ekki banað börn- um þessum. Eg sendi þangað hina göfugustu konu, en þeir hafa það dýr, að það blæs örum og eldar brenna úr nösum þess og munni, og það fylgir nú með, að mig syfjar svo, að ég verð heim að fara ... Svo var mikill hinn þriðji steinninn, að þeir Oddur fengu mikil áföll. Síðan róa þeir undan landi, en jötunninn tók til orða: „Heilir eru þeir enn og svo bátur þeirra, en nú syfjar mig svo, að eg má eigi vaka.“ Og fara jötnar nú heim.“ En milli þess þeir kappar brenna allt og bæla og ylja sér við minningar úr Bjarmalandsför beija þeir á tröllum og taia við sérkennilegar konur einsog Ólvöru sem gefur honum skyrtu sem er þeirrar náttúru að hann „skal aldr- ei kala í henni, hvorki á sjó né á landi. Þig skal eigi sund mæða, og eigi skal þér eldur granda, og eigi skal þig hungur sækja, og eigi skulu þig jám bíta, og við öllum hlutum mun eg hana gera nema við einum.“ „Hver er sá hinn eini?“ sagði Oddur. „Þig munu jám bíta,“ sagði hún, „ef þú ert á flótta, þótt þú sért í skyrt- unni.“ „Annað vildi eg oftar vinna í orrost- um en flýja," sagði Oddur, „eða hvé nær skal hún ger?“ En í þessum ævintýrum lýtur hetjan mikla einnig örlögum sínum. Oddur siglir úr Hrafnistu og þar til þeir komu að Beruijóðri „en menn ætla að það liggi á Jaðri“. Þá lætur hann lægja seglin og gengur þangað sem era tóft- ir vallgrónar. Þar var allt aleytt, „Nú ganga þeir Oddur ofan og var þar nú hvarvetna blásin jörð, er þá var blómguð vel, er Oddur var þar fyrr. Og er þeir ganga ofan, þá mælti Oddur: „Það ætla eg nú, að liðin von sé, að spá sú komi fram, er völvan arma spáði mér fyrir löngu. En hvað er þama?“ sagði Oddur, „hvað liggur þar, er það eigi hrosshaus?" „Já,“ segja þeir, „og ákaflega skin- inn og fomlegur, harla mikill og allur grár utan.“ „Hvað hyggið þér nú um, hvort það mun hausinn Faxa?“ Það varð Oddi fyrir að hann stakk til haussins spjótsskapti sínu. Hann hallaðist við nokkuð svo, en undan honum hrökktist ein naðra og að Oddi. Ormurinn höggur hold hans fyrir ofan ökkla, svo að þegar lýstur í eitri og blæs upp allan fótinn og þar með lær- ið. Svo tekur Odd fast mein þetta, að þeir urðu að leiða hann ofar til sjávar." Og nú átti James Bond Örvar Odds sögu ekki annað eftir en yrkja ævi- drápu sína og tekur þegar til kvæðis- ins sem er 71 erindi. Með ævintýralega veröld þessara fomu kynjasagna í huga ættum við að skilja betur en ella hvílíkur brannur ósvalandi þorsta Bond-myndirnar era og aðrar þær kvikmyndir sem gegna sama eða svipuðu hlutverki í lífi okkar nútímafólks einsog Fomaldarsögur Norðurlanda á sínum tíma. Þessi áhugi á afþreyingarefni úr tilbúnum furðuheimum ímyndunar- aflsins hefur fylgt manninum frá örófi alda. Hann birtist í æ nýjum myndum en nú er svo komið vegna tækni og þekkingar að við getum átt von á því að ævintýri verði jafnmikill veraleiki í umhverfi okkar og furðuverk fomra sagna í hjátrú og hugarheimi heldur óupplýstrar alþýðu miðalda. Þessi tæknilegi veraleiki verður þó vísast hvorki jafn áhrifamikill né ógnvekj- andi í lífi okkar og tröll og töfrar í myrkri kviku miðaldamannsins. I guð- vefjarkyrtli sagnameistaranna taldi hann þó að sér og hugmyndum sínum væri eins vel borgið og unnt væri að ætlast til. HELGI spjall ISAMTALI VIÐ MORGUN- blaðið í gær, föstudag, um sparnaðartillögur stjórnar Sjúkrahúss Reykjavíkur, sagði Ingibjörg Pálmadóttir, heil- brigðisráðherra m.a.: „Við telj- um okkur geta náð fram raun- verulegum sparnaði með því að auka enn á samvinnu Ríkisspítala og Sjúkrahúss Reykjavíkur. Áður en farið er í svo róttækar aðgerðir, sem tillögurnar bera með sér, hljóta menn að spyija sig, hvort ekki sé rétt að færa saman t.d. yfir- stjórnir stóru sjúkrahúsanna, skrifstofu- hald, rannsóknaþáttinn og hátæknina, svo eitthvað sé nefnt. Slíkar aðgerðir kæmu ekki niður á sjúklingunum og þær mundu spara peninga." Þessi ummæli heilbrigðisráðherra eru allrar athygli verð. Ráðherrann lætur hafa þau eftir sér í kjölfar þess, að stjórn Sjúkrahúss Reykjavíkur leggur fram til- lögur um breytingar á rekstri spítalans, sem augljóslega eru miðaðar við, að fjár- veitingavaldið horfist í augu við kaldan veruleika. í upphafi þessa árs, hinn 6. janúar sl., birti Morgunblaðið viðtal við Sturlu Böðv- arsson,. varaformann fjárlaganefndar Al- þingis, þar sem hann fjallaði m.a. um ijár- hagsvanda stóru sjúkrahúsanna í Reykja- vík og sagði: „ ... það er einnig mikið umhugsunarefni fyrir okkur, sem erum að vinna við gerð fjárlaga og koma á úrbót- um í ríkisrekstrinum, að þrátt fyrir vax- andi útgjöld til heilbrigðismála, stöðugt meiri tækniframfarir á sviði læknavísinda samfara færri legudögum sjúklinga inni á sjúkrastofnunum, sjáum við fram á það, að biðlistar lengjast. Eftir sem áður koma forsvarsmenn stóru sjúkrahúsanna eins og Ríkisspítalanna og biðja um, að meira sé byggt, þótt fjármunir séu ekki til rekstrar- ins og deildir lokaðar. Ég held, að við þessar aðstæður og ekki sízt þegar bent hefur verið á mikil- vægi þess að skoða forgangsröðun í út- gjöldum ríkisins, einkum innan heilbrigðis- kerfisins, að þá hafi verið alveg óhjá- kvæmilegt að stoppa við núna, láta stóru sjúkrahúsin gera betur grein fyrir fyrirætl- unum sínum, láta fjárlagafrumvarpstöluna standa að mestu en sjá hver árangur verð- ur af sameiningu Borgarspítala og Landa- kots í Sjúkrahús Reykjavíkur, hver árang- ur verður af auknu samstarfi stóru sjúkra- húsanna innbyrðis og hver árangur verður af auknu samstarfi Ríkisspítalanna við litlu sjúkrahúsin. Þegar við sjáum árangur af þessu öliu verðum við auðvitað að stokka spilin að nýju. Við gætum þurft að velja á milli aukinna greiðslna til lækna og ann- arra heilbrigðisstétta og einhverra mennta- eða menningarstofnana. Við verð- um að muna að tekjurnar eru takmarkað- ar.“ Nú hefur stjórn Sjúkrahúss Reykjavíkur gert grein fyrir fyrirætlunum sínum, þ.e. að laga rekstur spítalans að þeim fjárveit- ingum, sem samþykktar hafa verið af Al- þingi. Hins vegar er staðreyndin sú, að fólki lízt ekki á blikuna og alveg sérstak- lega tekur eldra fólk nærri sér þessi áform og telur þau til marks um, að ekkert sé skeytt um hagsmuni þess. Stjórn Sjúkrahúss Reykjavíkur hefur með tillögum sínum sett allt þetta mál í uppnám. Spyija má, hvort ríkisstjóm og Alþingi standi nú frammi fyrir þeim val- kostum, að tillögur stjómar Sjúkrahúss Reykjavíkur verði framkvæmdar, og skapi þá gífurlega óánægju meðal fólks eða skoða á nýjan leik þær hugmyndir, sem Ingibjörg Pálmadóttir drap á hér í blaðinu og eiga sér nokkurn aðdraganda. HAUSTIÐ 1991 sendu Ríkisspítalar frá sér fréttatil- kynningu, þar sem skýrt var frá því, að erlent ráðgjafa- fyrirtækið hefði verið fengið til þess að fjalla um rekstur stofnunarinnar. Hið er- lenda fyrirtæki hefði komizt að þeirri nið- urstöðu, að ekki væri hægt að líta á rekst- ur Ríkisspítala, sem einangrað fyrirbæri heldur yrði það að gerast í samhengi við rekstur annarra sjúkrahúsa á höfuðborgar- svæðinu. Erlendu ráðgjafarnir nefndu þijá möguleika. í fyrsta lagi að sjúkrahúsin þijú, sem þá voru, skiptust á greinum, þannig að sérhæfð þjónusta yrði í hverri grein en aðeins á einu sjúkrahúsi. í öðru lagi sameiningu Ríkisspítala og Borgarspít- ala en þó þannig, að hið sameinaða sjúkra- hús yrði rekið áfram á tveimur stöðum. Hinn sameinaði spítali mundi skipta við Landakot á bráðaþjónustu og annarri starf- semi, sem kæmi frá hinum sameinaða spít- ala til Landakots. Að mati erlendu ráðgjaf- anna yrði þetta hagkvæmasti kosturinn, tvöföldun yrði í lágmarki og samvirkni í hámarki. Síðan segir: „Ráðgjafar Moret Ernst & Young leggja því til, að Ríkisspítalar taki upp viðræður við Borgarspítala um að sjúkrahúsin láti fara fram nákvæma athug- un á hagkvæmni þess að sameina þau á einum eða tveimur stöðum. Verði niður- staða þessarar athugunar sú að samruni sé hagkvæmur, þ.e.a.s. mundi leiða til þess að við fengjum meiri/betri þjónustu (bætta heilsu) fyrir það fjármagn, sem til ráðstöf- unar er, mundu sjúkrahúsin sameiginlega hefja undirbúning sameiningar.“ Um þriðja kostinn, sameiningu Borgar- spítala og Landakots, sem að lokum varð fyrir valinu, þar sem þessi tvö sjúkrahús starfa nú sem eitt undir nafninu Sjúkrahús Reykjavíkur, segja erlendu ráðgjafarnir í skýrslunni frá því í september 1991: „Þannig yrðu til tvö sjúkrahús af svip- aðri stærð, annars vegar Ríkisspítalar og hins vegar Borgarspítali/Landakot. Hörð samkeppni yrði milli þeirra um fjármagn og starfsfólk. Bæði sjúkrahúsin mundu keppast við að verða leiðandi í sem flestum greinum sérhæfðrar læknisþjónustu. Þetta mundi leiða til meiri kostnaðar vegna verri nýtingar sérhæfðs starfsfólks og dýrra tækja og minni gæða vegna þess, að sér- fræðingar í undirsérgreinum fengju ekki tækifæri til að viðhalda hagnýtri reynslu. Með tilliti til fólksfæðar og takmarkaðs fjármagns til heilbrigðismála er því ekki réttlætanlegt að hafa mjög sérhæfða þjón- ustu á tveimur stöðum." Það er umhugsunarvert, að sá kostur, sem erlenda ráðgjafafyrirtækið taldi fýrir fimm árum versta kostinn, var valinn að lokum. Þótt að vísu sé ekki komin nokkur reynsla að ráði á sameiningu Borgarspítala og Landakots er margt, sem bendir til þess að niðurstaðan verði sú, sem erlendu ráðgjafamir spáðu. mamammm^m litlar umræð- Á krosso-nt- ur urðu um skýrslu A KrObísg-OT- Moret Erngt & Yo- Um? ung. Hugmyndin um að sameina Rík- isspítala og Borgarspítala var mönnum fjarlæg fyrir fimm árum og hún féll í grýtt- an jarðveg. Vandamálin í heilbrigðiskerf- inu og í rekstri sjúkrahúsanna þriggja í Reykjavík voru hins vegar áfram til staðar og smátt og smátt stöðvuðu menn meira við þessar tillögur en gert var í upphafi. í framhaldi af fyrrnefndu samtali Morg- unblaðsins við Sturlu Böðvarsson var fjall- að um viðhorfín í málefnum sjúkrahúsanna þriggja hér í Reykjavíkurbréfi hinn 7. jan- úar sl. og þar sagði m.a.: „Dæmi um upp- skurð í heilbrigðiskerfinu er hins vegar sameining Borgarspítala og Landakots- spítala í Sjúkrahús Reykjavíkur. Menn eru hins vegar ekki á einu máli um, hvort sú sameining hafi verið skynsamleg. Sú spurning verður stöðugt áleitnari, hvort hugmyndir erlendra sérfræðinga fýrir nokkrum árum um, að svo litið þjóðfélag hefði einfaldlega ekki efni á að reka tvö hátæknisjúkrahús, eigi kannski við rök að styðjast. Framfarir í læknavísindum eru mjög örar en sá tækjabúnaður, sem leiðir af þeim framförum er dýr. Er einhver þörf á því í ekki stærra þjóðfélagi að reka tvö 1 Tillögur er- lendra ráð- gjafa REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 27. júlí FRA RAUFARHOFN Morgunblaðið/Sverrir sjúkrahús, sem uppfylla ítrustu kröfur á þessu sviði? Þegar kemur að spumingum sem þessum, koma margvíslegir hagsmun- ir til sögunnar. Það er ekkert neikvætt við það, að starfsfólk sjúkrahúsanna tveggja hafi metnað fyrir hönd sinna stofnana, en sá metnaður getur orðið kostnaðarsamur fyrir skattgreiðendur. Miðað við þær um- ræður, sem fram hafa farið undanfamar vikur, verður að draga stórlega í efa, að það takist með hagræðingu og endurskipu- lagningu í rekstri að spara nægilegar fjár- hæðir í rekstri sjúkrahúsanna til þess að mæta kröfum fjárlaganefndar Alþingis. Erum við ekki komin að þeim krossgötum í þessum efnum að taka afstöðu til þeirrar hugmyndar að hér verði eitt hátækni- sjúkrahús en ekki tvö?“ Úndir þessi sjónarmið tók Sigurður Guð- mundsson, yfírlæknir á Landspítalanum og dósent við læknadeild Háskólans, í tveimur greinum hér í blaðinu. Hann sagði m.a. hinn 12. janúar sl: „Samkeppni sjúkrahúsa á borð við Landspítala og Borg- arspítala í litlu landi, um dýra hátækni- þjónustu, um meðferð vandamála, sem kalla á samstarf margra þátta og sér- greina heilbrigðisþjónustunnar, o.s.frv. er óhagkvæm ... Með sammna spítalanna væri auðveldara að afla nýrra og dýrra tækja og nýting þeirra yrði hagkvæmari, fágætar og nýjar sérgreinar læknisfræð- innar nýttust betur, sjúkradeildir nýttust betur vegna stærðar, auknir möguleikar væru á frekari sérhæfingu starfsfólks, sérstakar bakvaktir fyrir sérhæfða þjón- ustu nýttust betur, aðstaða til rannsókna og kennslu ykist og batnaði og jafnvel væri unnt að spara kostnað við stjórnun. Sjúkrahúsin eiga ekki að vera í samkeppni hvort við annað að þessu leyti heldur við sambæriieg sjúkrahús í nálægum löndum.“ Og síðar í sömu grein segir Sigurður Guðmundsson: „Stóru sjúkrahúsin í Reykjavík eru í kreppu og þau eru í reynd milli steins og sleggju, þar sem fjárveit- ingavaldið og þingið eru sleggjan og fólkið í landinu, sem þarf á þjónustu þeirra að halda, er steinninn.“ mmmmmmmm á undanförn- Eitt um árum hafa stað- há+íPkni- iðy£ir stöðugar iiduovm deilur um rekstur sjúkrahús sjúkrahúsanna í Reykjavík. Hvað eftir annað hefur verið gripið til þess ráðs að loka einstökum deildum um lengri eða skemmri tíma. Læknar hafa ítrekað varað við því, að of langt væri gengið. Jafnframt hefur smátt og smátt komið í ljós, að þess- ar ráðstafanir hafa ekki leitt til umtals- verðs sparnaðar heldur tilfærslu á útgjöld- um innan opinbera kerfisins, eins og Ingi- björg Pálmadóttir, heilbrigðisráðherra, hefur bent á. Sameining Borgarspítala og Landakots mun vafalaust skila einhveijum sparnaði í byrjun en hætt er við, að þegar frá líður skapist mikil samkeppni á milli hins nýja sameinaða sjúkrahúss og Landspítalans. Þeir sem til þekkja í heilbrigðiskerfinu vita hver veruleikinn er í þessum efnum. Báðir spítalamir leggja ríka áherzlu á að eign- ast bezta tækjabúnað, sem völ er á. Hætt er við að þessi samkeppni verði dýr í fram- tíðinni. Eftir tillögugerð forsvarsmanna Sjúkra- húss Reykjavíkur vita menn hvar þeir standa. Það er hægt að laga rekstur spítal- ans að kröfum fjárveitingavaldsins en það kostar bersýnilega umtalsverðar fórnir fyrir þá, sem sízt skyldi. Nú má auðvitað segja sem svo, að aðstæður í ríkisrekstrin- um séu allt aðrar en þær, sem við blöstu, þegar Alþingi tók sínar ákvarðanir í des- ember sl, Það breytir hins vegar ekki því, að öll efnisleg rök hníga að því að þeir erlendu ráðgjafar, sem hér hefur verið vitnað til, hafí haft rétt fyrir sér, að hvorki þyrftu íslendingar á að halda meira en einum hátæknispítala, né hefði þjóðin efni á því. Þess vegna er nú tímabært að beina þessum umræðum öllum í þann farveg að ræða ítarlega sameiningu stóru sjúkrahús- anna í einn hátæknispítala. Ummæli Ingi- bjargar Pálmadóttur, heilbrigðisráðherra, í samtali við Morgunblaðið í gær, föstu- dag, benda ótvírætt til þess að slík samein- ing eða náið samstarf sé í hennar huga betri kostur en framkvæmd þeirra til- lagna, sem stjórn Sjúkrahúss Reykjavíkur hefur lagt til. Ríkisstjórn og þingflokkar stjórnarflokkanna eiga að hefjast handa um undirbúning slíkrar endurskipulagn- ingar í sjúkrahúsamálum landsmanna. „Það er umhugs- unarvert, að sá kostur, sem er- lenda ráðgjafa- fyrirtækið taldi fyrir fimm árum versta kostinn, var valinn að lok- um. Þótt að vísu sé ekki komin nokkur reynsla að ráði á sameiningu Borgarspítala og Landakots er margt, sem bend- ir til þess að nið- urstaðan verði sú, sem erlendu ráð- gjafarnir spáðu.“ M.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.