Morgunblaðið - 15.08.1996, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 15.08.1996, Blaðsíða 29
28 FIMMTUDAGUR 15. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ 3M**0unMaM< STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. FRIÐUR FRAM AÐ LOKALAUSN NIÐURSTAÐA fundar embættismanna frá íslandi og Danmörku, um ágreining ríkjanna varðandi mörk lögsögu íslands og Grænlands og íslands og Færeyja, er jákvæð. Það er raunsæ greining á gangi mála, að auknar veiðar á hafinu milli íslands og Grænlands geti valdið árekstrum, fyrst mörk lögsögu landanna eru á annað borð umdeild. Það ber því að fagna því að yfirvöld í báðum ríkjum stefna að því að finna varanlega lausn á deilunni um lög- sögumörkin. Slík lausn hlýtur að fela í sér endanlegt sam- komulag um það, hvar lögsögumörkin liggi og að engin „grá svæði“ verði þar af leiðandi lengur til. Mikið er til vinnandi að finna lausn á þessu máli. Það er auðvitað ófært að standa í deilum við jafnnánar vina- og grannþjóðir og Dani, Grænlendinga og Færeyinga. ís- lendingar mega líka tæplega við því að fjölga fiskveiðideil- um sínum við nágrannaríki. Undir það skal tekið með Halldóri Ásgrímssyni utanríkis- ráðherra að æskilegast er að fara samningaleið í þessu máli. Á það ber hins vegar að líta að ríkin hefur greint á um afmörkun fiskveiðilögsögunnar i rúma tvo áratugi og lausn hefur ekki fundizt. Það kann því að reynast nauðsyn- legt að vísa málinu til úrskurðar gerðardóms eða alþjóða- dómstóls. Slíkt þarf ekki að vera óæskilegt; tilvist slíkra dómstóla er til þess fallin að skapa skýrar línur í samskipt- um ríkja og afstýra árekstrum. Sú leið kann jafnframt að hraða lausn málsins, sem er oi’ðin afar brýn, einmitt í ljósi aukinna veiða á hafinu milli íslands og Grænlands. Fram að því að varanleg lausn finnst, með einum eða öðrum hætti, hljóta bæði Island og Danmörk og heima- stjórnirnar í Færeyjum og á Grænlandi að kappkosta að tryggja að ekki komi til átaka á lögsögumörkum. ÞEN SLUMERKI AUGLJÓST er að nokkurrar þenslu gætir í efnahagslif- inu, þótt hún sé ekki á hættulegu stigi. Full ástæða er þó til þess að vera á varðbergi, því hörmulegt væri að mesti efnahagslegi ávinningur landsmanna undanfarin ár, sigurinn yfir verðbólgunni, glataðist næstu misserin. Flest- ir íslendingar mega ekki til þess hugsa, að verðbólgan komist á skrið aftur, því afleiðingar hennar fyrir atvinnu- líf og heimili eru mönnum enn í fersku minni. Útreikningur á vísitölu neyzluverðs í ágústbyrjun sýndi, að hún hefur hækkað um 0,6% miðað við júlímánuð. Það er alltof stórt stökk á einum mánuði, eða sem svarar til rúmlega 8% verðbólgu á ári. Hins vegar er ekkert sem bendir til þess að svo mikil hækkun vísitölunnar haldi áfram næstu mánuði, þvert á móti spáir Seðlabankinn því, að úr verðbólguhraðanum dragi það sem eftir lifir ársins. Hækkun vísitölunnar í ágústbyrjun stafar fyrst og fremst af 52% hækkun á kartöflum, sem svarar til 0,18% hækkun- ar vísitölunnar, sem er ótrúlega. mikið stökk vegna einnar vörutegundar. Hækkun á öðru grænmeti og ávöxtum nem- ur 3,8%, sem veldur 0,09% hækkun. Þessar hækkanir á verði kartaflna og grænmetis nema alls 0,27% eða nær helmingi af vísitöluhækkuninni. Útreikningur hennar á sér stað einmitt þegar ný uppskera er að koma á markaðinn og að venju er verðið þá í algjöru hámarki. Þetta leiðir hugann að því, hvort ekki sé réttlætanlegt að jafna út slíkar árstíðasveiflur við vísitöluútreikninginn til að koma í veg fyrir rykki og skrykki vísitölunnar. Það kæmi í veg fyrir óþarfa ókyrrð á fjármálamarkaði. Verðbólgan undanfarna tólf mánuði er 2,6% og hefur farið heldur vaxandi og er meiri en í helztu viðskiptalönd- um okkar. Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnun- ar, sagði í viðtali við Morgunblaðið í gær, að við eigum að spyrna við fótum, þegar verðbólgan er farin merkjan- lega yfir 2%. Hann sagði ennfremur: „Það eru ákveðin einkenni, sem benda til þess að þjóð- arbúskapurinn sé nokkuð nálægt mörkum þess, sem sam- rýmist stöðugleika." Þórður benti á, að þjóðarútgjöldin aukist hraðar en þjóðartekjurnar. Út frá skynsemissjón- armiðum mæli allt með því að afkoma ríkissjóðs verði bætt verulega, enda sé ríkisfjármálastefnan hagkvæmasta tækið til þess og styðji markmiðin sem sett hafa verið um stöðugleika í verðlagsmálum og jafnvægi í viðskiptum við útlönd. ísland o g Danmörk leita varanlegrar lausnar í deilu um lögsögumörk Ein leið að vísa deilunni til þriðja aðila ísland o g Danmörk hyggjast nú leita varan- legrar lausnar á ágreiningi sínum um lögsögu- _ mörk. Olafur Þ. Stephensen segir að þrauta- lendingin geti orðið að vísa málinu til úrskurð- ar alþjóðlegs dómstóls eða gerðardóms. ÍSLAND og Danmörk hyggjast nú leita varanlegrar lausnar á ágrein- ingi um mörk fiskveiðilögsögu ís- lands og Grænlands og íslands og Færeyja. í viðræðum fulltrúa ríkj- anna í Reykjavík i gær komust menn að þeirri niðurstöðu að líkur hefðu aukizt á árekstrum á svæðinu milli Islands og Grænlands vegna aukinna loðnuveiða þar og óvíst sé að það fyrirkomulag, sem hingað til hefur verið við lýði í samskiptum ríkjanna, þ.e. að gera hvort öðru viðvart hyggist þau taka skip á hin- um umdeildu svæðum, dugi til að bregðast við breyttum aðstæðum. Hætta á árekstrum vegna aukinna veiða í yfirlýsingu þeirri, sem gefin var út að loknum viðræðum landanna í gær, segir að þær hafi snúizt um „afmörkun fiskveiðilögsögu og landgrunns landanna“. Viðræðurn- ar hafa því í raun gengið lengra en rætt var um fyrir fundinn, en þá var við það miðað að viðræðurn- ar snerust um þann ágreining, sem upp hefði komið varðandi veiðirétt og framkvæmd landhelgisgæzlu á umdeildum svæðum á lögsögu- mörkunum, en ekki um lögsögu- mörkin sjálf. Eins og fram hefur komið er rót deilunnar sú, að Danir viðurkenna ekki Kolbeinsey og Hvalbak sem grunnlínupunkta ís- lenzku efnahagslögsögunnar. í viðræðunum var hins vegar rætt um sjálf lögsögumörkin, og skýring gefín á því í yfirlýsingunni: „í ljósi aukinna veiða á svæðinu milli Grænlands og íslands að und- anförnu, sem gera má ráð fyrir að haldi áfram, telja aðilar líkur hafa aukizt á árekstrum sem dönsk/grænlenzk og íslenzk stjórn- völd gætu þurft að hafa afskipti af. Aðilar telja óvíst hvort það fyrir- komulag á samstarfi, sem hingað til hefur verið við lýði í samskiptum þeirra á þessu sviði, dugi til að bregð- ast við hinum breyttu aðstæðum. í ljósi framangreinds telja aðilar nauðsynlegt að leita frekari leiða til að fínna varanlega lausn á ágreiningsmálum þeirra.“ Hér er vísað til þess, að dönsk skip hafa að undanförnu sýnt mjög aukinn áhuga á loðnuveiðum í grænlenzkri lögsögu - og á „gráa svæðinu“ svokallaða norður af Kol- beinsey - meðal annars vegna nið- urskurðar síldarkvóta Dana í Norð- ursjó. Það „fyrirkomulag á sam- starfi“, sem vísað er til, er væntan- lega sú regla, sem sammælzt var um á embættismannafundi árið 1988 að gera viðvart áður en skip hins ríkisins yrðu tekin, til þess að reyna að afstýra árekstrum. Hingað til hafa dönsk og færeysk skip, sem reynt hafa að veiða á gráu svæðun- um, ævinlega hlýtt skipunum Land- helgisgæzlunnar um að hafa sig á brott og þannig í raun virt túlkun Íslands á því, hvar lögsögumörkin liggja. Nú virðast dönsk stjórnvöld ekki treysta sér til að tryggja slíkt í framtíðinni. í yfirlýsingunni, sem utanríkis- ráðuneytið sendi frá sér, kemur fram að á næstu dögum muni stjórnvöld landanna athuga þá kosti, sem séu fyrir hendi í málinu, og verða í nánu sambandi til að undirbúa næsta fund ríkjanna, sem haldinn verður í Kaupmannahöfn í byijun september. Þar kemur hins vegar líka fram að á fundinum í Reykjavík í gær hafi báðir aðilar haldið fast við grundvallarréttar- stöðu sína. Úrskurður þriðja aðila ekki útilokaður Haldi menn áfram „fast við grundvallarréttarstöðu sína“ er ekki víst að áframhaldandi samningavið- ræður skili þeirri varanlegu lausn, sem sótzt er eftir, þ.e. samkomulagi um lögsögumörkin. Þrautalendingin getur því orðið að skjóta málinu til alþjóðlegs dómstóls, til dæmis hins nýja Hafréttardóms, eða til sérstaks gerðardóms, eins og heimild er til í hafréttarsamningi Sameinuðu þjóðanna. Rifja má upp í þessu sam- bandi að eftir áralangt þref var deilu Noregs og Danmerkur um lög- sögumörk milli Grænlands og Jan Mayen vísað til Alþjóðadómstólsins í Haag, þar sem hvorugur fékk ýtrustu kröfum sínum framgengt. Halldór Ásgrímsson utanríkis- ráðherra segist fremur kjósa samn- ingaleiðina. „Það liggur ljóst fyrir að ef menn vilja komast hjá árekstr- um til frambúðar, er tvennt að gera, annað hvort að semja um málið eða vísa því til þriðja aðila ef þeir koma sér ekki saman. Að mínu mati er skynsamlegra að reyna samninga- leiðina en ég útiloka ekki hina leið- ina,“ segir ráðherra í samtali við Morgunblaðið. „Skilningur“ um samkomulagið frá 1988 Utanríkisráðherra segir að við- ræðurnar við Dani í gær hafi verið gagnlegar. „Það er alltaf gagnlegt að ræða saman um ágreiningsmál. Staðan hefur skýrzt mikið og það er skilningur á milli aðila um það hvað menn voru að gera 1988. Sá ágreiningur, sem þar hefur komið upp, hefur fyrst og fremst verið framkallaður af fjölmiðlum í Dan- mörku,“ segir Halldór. Aðspurður hvort hann líti svo á að Danir hafi fallizt á túlkun íslend- inga á hinu óformlega samkomulagi frá 1988, segir Halldór: „Ég tel að við höfum verið með rétta túlkun á því allan tímann og að skjalið sem slíkt skýri það.“ Skjalið, sem um ræðir, hefur nú verið gert opinbert og er lausleg þýðing þess birt hér að neðan. Hall- dór bendir á að 2. lið plaggsins beri að skoða í ljósi þess að á þess- um tíma hafi verið rætt um að Grænlendingar kæmu inn í loðnu- samning íslands og Noregs og öðl- uðust þannig veiðirétt í íslenzkri lögsögu. „Þá var ekki reiknað með veiðum danskra skipa á þessu svæði, heldur fyrst og fremst danskra og grænlenzkra,“ segir ráðherra. Aðspurður hvort íslendingar séu á annað borð til viðræðu um að mörk fiskveiðilögsögunnar geti tek- ið breytingum, segir Þorsteinn Páls- son sjávarútvegsráðherra að ekki hafi verið litið svo á að samtölin við Dani eigi að snúast um það. „Við verðum að sjá hvert þessar umræður leiða. Það er ljóst að hvor þjóð hefur sinn skilning á málinu og afstaða okkar hefur ekkert breytzt að því leyti. Auðvitað er æskilegt að þjóðir, sem hafa verið svona nánar, geti rætt út um mál eins og þessi,“ segir Þorsteinn. Samkomulagið frá 1988 gert opinbert HIÐ óformlega samkomulag, sem gert var á fundi íslenzkra og danskra embættismanna í Reykjavík, 24. og 25. nóvember 1988, hefur nú verið gert opin- bert. Texti þess fer hér á eftir í lauslegri þýðingu úr ensku. „Fundargerð (minutes) frá samræðum í Reykjavík 24. og 25. nóvember 1988. 1. Aðilar áttu gagnlegar við- ræður um mál, sem tengjast af- mörkun fiskveiðilögsögu og land- grunnssvæða, sem heyra undir landsvæði hvors um sig (ísland- Grænland og Ísland-Færeyjar). 2. Samræðurnar voru einkar gagnlegar að því leyti að þær skýrðu grundvallaratriði málsins og þrátt fyrir að aðilar hafi hald- ið fast við afstöðu sína, komust þeir einnig að þeirri niðurstöðu að hægt væri að hafa stjórn á aðgerðum á umdeildu svæðunum með samstarfi milli yfirvalda, sem málið varðar með beinum hætti. 3. í þessu skyni samþykktu aðilar að gera hvor öðrum við- vart um allar ráðagerðir um að beita fullnustuaðgerðum hvor gagnvart öðrum á umdeildu svæðunum. 4. Loks samþykktu aðilar að taka efni málsins til athugunar með hæfilegu millibili, þar til forsendur væru fyrir endanlegri lausn þess.“ MIHUTES £rom Consultations be.ld xn Reykjavik on 24 and 25 November 1988 i. The parties held constructivc deliberations on qimstions rolating Lo tho delimitation o£ fr.he fishing zones and con- tinental shclf areas appertaining to their respective terri- torias (iceiand-Greenland and Iceland-Faroe Is.lands). 2. The diöcuasions providcd a most useful cl.arification of thc bar.ic iasues involveá and althcugh the parties main- tained their respcctive positions they also found that acti vities in the areas in dispute could be managed through cooperation hetwecn the authorities directly concerned. 3. To this effect Lhe parties agreed to inform e.ach other of any plans to exorcise enforccment roeasures vis á vis each other in the disputed areas. 4. Finally the parties agrsed co keep the subject roatter under rcview at appropriate intnrvals until fr.he issue was ready for final settlement. FIMMTUDAGUR 15. ÁGÚST 1996 29 LÆKNADEILAN Læknar verði til taks í neyðar- tilfellum STARFSHÓPUR heilbrigðisyfír- valda óskaði eftir því við Lækna- félag íslands og Félag íslenskra heimilislækna að læknar verði til taks í neyðartilfellum á stöðum þar sem læknislaust er og ástand- ið er talið verst, vegna uppsagna heilsugæslulækna, þ.e.a.s. á Kirkjubæjarklaustri og Höfn og á norðausturhorni landsins, Þórs- höfn, Raufarhöfn og Kópaskeri. Stöður lækna auglýstar á föstudag Læknar féllust á þetta og var í gær unnið að því að fá lækna til að vera til taks á þessum stöð- um, að sögn Kristjáns Erlends- sonar, skrifstofustjóra í heil- brigðisráðuneytinu. Ákveðið hefur verið að aug- lýsa stöður þeirra heilsugæslu- lækna sem hafa látið af störfum á föstudag. Birt verður ein aug- lýsing yfír lausar stöður lækna á heilsugæslustöðvum utan Reykjavíkur á vegum heilbrigðis- ráðuneytisins en heilsugæslu- stöðvar í Reykjavík standa sjálf- ar að auglýsingu vegna lækna á því svæði. Aðspurður sagðist Kristján telja víst að allar stöð- urnar yrðu auglýstar og að ekki væri ágreiningur við einstakar heilsugæslustöðvar um birtingu þessara auglýsinga. Heilbrigðisráðherra hefur framlengt uppsagnir átta hér- aðslækna til mánaðamóta, en þær áttu að taka gildi í dag. Árangurslaus sáttafundur DEILUAÐILAR héldu árangurslausan sáttafund í gær. Katrín Fjeldsted, formaður Félags íslenskra heilsugæslulækna, Gunnar Ingi Gunnarsson, formaður samninganefndar Læknafélagsins og fulltrúar í samninganefnd læknanna bera saman bækur sínar í húsnæði ríkissáttasemjara. Alyktað um uppsagnir heilsugæslulækna Engin læknavakt frá Neskaupstað til Selfoss AHUS Flateyri (+ og Þingeyri Djúpivogur Heilsugæslustö&yar: Mi&bæjarstöb MA B læknar Hraunberg gi 1 læknir 19 heimilislæknar utan heilsug.stö&va Vestmannaeyjar § Lceknar að störfum - sögðu ekki upp (+] Sjúkrahús ú statinum ATH. Lceknar sinna neybartilfellum ó öllum stöbum þar sem heilsugœslustöbvar eru starfandi Hvar eru læknar að störfum? EKKI er læknislaust á öllum heilsugæslustöðvum því víða eru heilsugæslulæknar að störfum, sem ekki sögðu upp 1. ágúst. Auk þess er læknisþjónusta veitt á sjúkrahúsum. Þá er reynt að tryggja að læknar séu sem víðast til staðar í neyðartilfellum. Á yfirlitinu má sjá hvar læknar eru að störfum, en það er byggt á upplýsingum sem fengust í heil- brigðisráðuneytinu. BORIST hafa fjölmargar ályktanir frá heilsugæslustöðvum á landinu á undanförnum dögum þar sem skor-* að er á samninganefnd ríkisins og samninganefnd Læknafélags ís- lands að leysa yfirstandandi lækna- deilu hið fyrsta með öllum tiltækum ráðum. Stjórn heilsugæsluumdæmanna Reykjavík lýsir áhyggjum sínuir vegna þess alvarlega ástands seir skapast hefur vegna uppsagna heilsugæslulækna. Neyðarástand skapast smám saman Heilbrigðis- og öldrunarráð Aust- ur-Skaftafellssýslu, lýsir þungum áhyggjum vegna þess neyðar- ástands sem það segir að sé smám saman að skapast í landinu. „Næstu daga skapast það ástand að læknisvakt verður ekki á svæð- inu frá Neskaupstað til Selfoss. íbúar á Suð-Austurlandi þurfa því að leita um mörg hundruð kíló- metra veg eftir læknishjálp í neyð- artilvikum,“ segir í ályktun heil- brigðis- og öldrunarráðsins. Álag á starfsfólk ekki viðunandi Stjórn og starfsfólk Heilsugæslu- stöðvarinnar á Hellu hefur sent frá sér yfirlýsingu. I henni er fullyrt að álag á starfsfólk stöðvarinnar sé ekki viðunandi og aðeins sé tíma- spursmál hvenær upp komi alvarleg atvik sem rekja megi til kjaradeil- unnar. Hjúkrunarfræðmgum og starfs- fólki sagt upp störfum í Lágmúla HEILSUGÆSLULÆKNAR og rekstraraðilar Heilsugæslunnar í Lágmúla 4 sögðu fímm hjúkrunar- fræðingum og öðru starfsfólki upp störfum með þriggja mánaða fyrir- vara 1. júní sl. Sigurður Öm Hekt- orsson, einn heilsugæsluiæknanna, segir að hópurinn hafí ekki talið sig hafa fullvissu fyrir því að full greiðsla vegna rekstrarins bærist frá ríkinu þegar uppsagnir heilsugæslu- læknanna tækju gildi 1. ágúst sl. Rekstrarfyrirkomulag heilsu- gæslustöðvarinnar er að því leyti sérstakt að heilsugæslulæknarnir hafa séð um reksturinn samkvæmt samningi við heilbrigðisráðuneytið um greiðslur fyrir ákveðna þjónustu um nokkurra ára skeið. Eftir að heilbrigðisráðuneytið sagði samn- ingnum upp hófust viðræður um nýjan samning fyrir um tveimur árum. ítarleg samningsdrög lágu svo fyrir í upphafí ársins. Sigurður sagði að heilsugæslu- læknarnir hefðu hins vegar ekki viljað skrifa undir samninginn á meðan á deilu heilsugæslulæknanna og heiibrigðisráðuneytisins hefði staðið enda hefðu viðræður deiluað- ila falið í sér ýmiss konar skipulags- breytingar. Nýi samningurinn hefur því enn ekki tekið gildi og unnið hefur verið eftir eldri samningi til þessa. Heilsugæslulæknarnir ákváðu að hætta störfum 1. ágúst þar sem ekki hafði verið gengið frá nýja samningnum og til að standa með öðrum heilsugæslulæknum. Sögðu upp hjá sálfum sér Ásta Möller, formaður Félags ís- lenskra hjúkmnarfræðinga, sagðist hafa fengið þau svör hjá læknunum vegna hjúkrunarfræðinganna að ákveðið hefði verið að segja upp öðru starfsfólki heilsugæslustöðvar- innar enda hefði ekki verið tryggt að full greiðsla vegna rekstrarins bærist frá ríkinu 1. ágúst. Skertar greiðslur, þ.e. greiðslur vegna ann- arrar starfsemi en læknisþjónustu, bárust heilsugæslustöðinni og fengu því hjúkrunarfræðingarnir laun sín greidd um mánaðamótin. Reyni sjálfir að semja Ásta sagði að hjúkrunarfræðing- arnir væru að leita leiða til að halda uppi þjónustunni. Hún nefndi að sú hugmynd hefði komið upp að hjúkr- unarfræðingarnir reyndu sjálfír að semja um þjónustu sína við heil- brigðisráðuneytið. Önnur leið væri að hjúkrunarfræðingarnir færu á laun hjá ríkinu. Að óbreyttu leggja hjúkrunarfræðingarnir niður störf og heilsugæslustöðinni verður lokað 1. september nk. Deila heilsugæslulækna og heil- brigðisráðuneytisins hefur haft töluverð áhrif á störf hjúkrunar- fræðinga um allt land, að því er Ásta segir. „Við köllum mjög stíft eftir að deilan leysist enda er ástandið orðið mjög erfítt. Vinnu- álagið hefur t.a.m. verið mikið. Sumir hafa verið að vinna sína dag- vinnu á daginn og svo tekið bak- vaktir á nóttunni þennan tæpa hálfa mánuð. Skjólstæðingamir halda áfram að sækja þjónustu á heilsu- gæslustöðvarnar og hjúkrunarfræð- ingarnir geta aðeins veitt hluta hennar. Læknar væm í jafnerfíðri aðstöðu ef við værum ekki að vinna,“ sagði Ásta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.