Morgunblaðið - 15.08.1996, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 15.08.1996, Blaðsíða 37
f- MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. ÁGÚST 1996 37 + Sæmundur Ingi Sveinsson fæddist 29. apríl 1931 í Reykjavík. Hann lést 1. ágúst síðastliðinn á Akra- nesi. Foreldrar hans voru Sveinn Tómasson, f. 12.8. 1898, d. 23.6. 1960, og Sigríður Alex- andersdóttir, f. 13.6. 1910, d. 10.2. 1992. Systur Vil- helmina Soffía og Guðlaug Helga. Maki: Sigrún Helgadóttir, f. 11.7. 1937, d. 18.1. 1987. Börn: Sigurður, maki Súsanna Jónsdóttir, börn, Jón Helgi og Sigrún; Unnar, Kæri bróðir, okkur langar að kveðja þig með nokkrum línum, þó oft sé betra að segja hug sinn án orða. Við systurnar og þú ólumst upp í vesturbænum í faðmi yndislegra foreldra og föðurafa, sem þú varst svo lánsamur að deila herbergi með. Þú fórst í sveit á sumrin en komst jafnharðan aftur, nema þegar þú fórst að Giljalandi í Dalasýslu, þar undir þú þér vel. Síðan tók hið maki Guðbjörg Snorradóttir, börn: Unnur Arna, Hjör- dís Björg og Stef- anía Osk; Guðríður, maki Jón Eyjólfur Elíeserson, barn Grétar Ingi. Sæmundur átti fyrir Eiísabetu, f. 25.6. 1956, börn Guðrún Arna og Sigurður Ingi. For- eldrar Sigrúnar voru Helgi Hjálm- arsson og Sigríður Sigurðardóttir. Sambýliskona Anna Jóhannes- dóttir. Utför Sæmundar fór fram í kyrrþey að hans eigin ósk. venjulega brauðstrit við, ýmist á sjó eða í landi, síðast sem vaktmaður á Landspítala. Gæfan í lífi þínu var er þú kynntist Sigrúnu, sem var þinn lífsförunautur og vinur allt þar til hún lést langt um aldur fram. Það var aðdáunarvert að fylgjast með þér í veikindum Sigrúnar, þú vildir allt fyrir hana gera og helst meira ef hægt var. En það var annar þér sterkari og þú kvaddir hana með bömum þínum á Land- spítalanum hinn 18. janúar 1987. MIIMNINGAR Þú hafðir ekki verið hraustur síð- ustu árin, en árið 1981 fórst þú til London í hjartaaðgerð sem gekk nú ekki vel fýrst, því það þurfti að opna þig aftur, vegna innvortis blæðinga og það voru erfiðustu þrír tímar sem ég hef lifað því þeir þrír tímar vom taldir ráða úrslitum um hvorum megin við hólinn þú mund- ir lenda og var litla systir nú ansi lítil þegar hún fór á gjörgæsluna til þín og sá þig blóðugan og tengd- an öllum þessum tækjum og kaldan sem ís, en allt blessaðist þetta og þú komst heim og áttir 15 ár með okkur eftir það. Elsku Ingi, mikið hefðir þú þurft að vera ríkur, ekki fyrir þig heldur aðra því þá leið þér best, ef þú gast gefið öðrum eða glatt á einhvern hátt. Og aldrei leið sá afmælisdagur okkar að þú hringdir ekki, enda mjög minnugur á allt slíkt. Síðustu árin þín með Önnu uppi á Akranesi vom ljúf og þægileg í rólegu um- hverfi og teljum við að þér hafi lynt vel við fólkið þar sem alls staðar annars staðar er þú varst. Við systurnar, makar okkar og böm biðjum góðan Guð að blessa þér heimkomuna á fjarlægum stað og vaka yfir ættingjum og vinum sem eftir eru. Þínar systur, Helga og Mína. Nú er hann horfinn á vit feðra sinna, megi almáttugur guð sál þína geyma um ókomna tíð. Já, mikill var harmurinn er við fengum þessa sorgarfrétt alls óvið- SÆMUNDURINGI SVEINSSON búin því að þetta myndi gerast. En enginn veit sína ævi fyrr en öll er. Enginn vafi leikur á að margt gott og ekki síður skemmtilegt er hægt að skrifa um hann elsku Sæma okkar, það yrði efni í met- sölubók, en ég læt mér nægja að nefna allan þann fróðleik, ekki síst um liðna tíð og hvað hann var vel að sér um öll almenn þjóðmál er máli skiptu, heill hafsjór af fróðleik líkt og langskólagenginn maður væri. Eins og sagt er víðlesinn. Engin spurning er að við eigum eftir að sakna þeirra sælustunda sem við áttum saman. Það var eins og það vantaði einn úr fjölskyldunni ef Sæmi kom ekki á hverjum degi í kaffisopa, alltaf fullur af nýjum fróð- leik um eitthvað er máli skipti. Það sem einkenndi Sæmund mest var glaðværðin, kátínan og skemmtileg- heitin, ekki má gleyma hjálpseminni því hann vildi öllum hjálpa. Það má segja að nóg hafi verið að hugsa aðeins um hann, þá komst maður í gott skap. Það er erfitt að sætta sig við að hann sé nú horf- inn, en í minningunni er hann eilíf- ur og alltaf hjá okkur. Börnum okkar var hann sem besti afi og okkur sem góður faðir og þannig var umgengnin okkar á milli í hveiju sem var. Ráð undir rifí hveiju. Elsku Sæmi okkar, við kveðjum þig nú með sorg og söknuði í hjarta og eftirlifandi börnum þínum og ástvinum öllum, ekki síst elsku Önnu okkar, sendum við okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Þínir vinir, Andrés, Súsanna og börn. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) „T" Elsku afí Sæmi, nú ert þú farinn til Guðs. Hún Thelma Björk trúir því að nú sért þú einn af englunum sem passa hana á nóttinni og vaki yfir okkur. Við vissum að hjartað var veikt en það var nú aldrei að sjá því þú varst alltaf svo hress og kátur, með munninn á réttum stað, og tilbúinn að hjálpa þegar á þurfti. En hver hefði getað trúað því þegar við kvöddumst svo vel á miðvikudaginn að við værum að kveðjast í síðasta sinn. Elsku afi Sæmi, við viljum þakka þér að fá að eiga hlutdeild í lífí þínu og að fá að kynnast þér. Við viljum færa öllum aðstand- endum og vinum innilegar sam- úðarkveðjur. Guð veri með þér. Andrea Anna Guðjónsdóttir, Bjarki Sigurðsson og börn. SIG URBJÖRG ÞOR VALDSDÓTTIR + Sigurbjörg Þor- valdsdóttir fæddist á Hálsi í Hamarsfirði 9. apríl 1907. Hún lést á Vífilstaðaspítala 6. ágúst síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Þor- valdur Ólafsson bóndi á Karlsstöð- um og víðar, f. 25. desember 1873, d. 1949, og Mekkín Valgerður Eiríks- dóttir, f. 17. 1875, d. Systkini hennar voru Stefanía, f. 23. apríl 1902, d. 30. mars 1989, Eiríkur, f. 7. maí 1904, d. 27.febrúar 1941, Ólafur, f. 21. nóvember 1911, d. 26. sept- ember 1938, og Snorri, f. 26. desember 1913, d. 14. ágúst 1974. Utför Sigurbjargar fór fram frá Digraneskirkju þriðjudag- inn 13. ágúst. Sigurbjörg var ömmusystir okkar, en við kölluðum hana alltaf frænku. Við kynntust henni ekki fyrr en hún var komin á fullorðinsár. Fyrri hluta ævi hennar þekkjum við því aðeins af frásögnum hennar og annarra. Þegar hún var 10 ára fluttist fjöl- skyldan frá Hálsi að Karlsstöðum á Berufjarðarströnd, þar sem stund- aður var sjór með búskapnum. Næstu árin var heimilið stórt, öll systkinin heima ásamt fleira heimilisfólki. Sig- urbjörg var í foreldrahúsum þangað til foreldrar hennar hættu að búa og bróðir hennar tók við búinu. Hætt er við að hún hafí ekki talið sig geta farið að heiman frá öldruðum foreldr- um sínum. Á þessu tímabili var hún þó tvö ár í vist í Bolungarvík hjá móðurbróður sínum, og einnig á Brimnesi í Fáskrúðsfirði hjá móður- systur sinni. Á þessum árum þurftu unglingar að vinna ýmis störf eins og aðrir, meðal annars var það lengi verk frænku að kveikja á vitanum á kvöldin og slökkva á morgnana, en pabbi hennar var vitavörður við vit- ann á Karlsstöðum. Einhveijar tóm- stundir féllu þó til. Famar voru beija- ferðir og var hún ekki síðri en bræð- ur hennar í að klifra að bestu stöðun- um í klettunum fyrir ofan Karls- staði. Hún hefur sagt okkur frá ýmsum ferð- um á milli fjarða til að hitta vini og ættingja. Stundum var farið á hestum, en oft var gengin stysta leið um fjallaskörð og fengin bátsferð yfir firði. Sigurbjörg var að verða þrítug þegar hún fluttist til Reykjavíkur. Fyrst var hún í vist, meðal annars tvö ár á Reynistað í Skeijafírði, oft minntist hún dvalar- innar þar með ánægju. Árið 1939, í byijun stríðsins, fór hún í vist til eiganda verslunarinnar Fókus í Lækjargötu. Síðar fór hún að vinna þar við fram- köllun og var við það í þijá áratugi. Á þessum árum bjó hún á ýmsum stöðum í miðbænum. Það hljóta að hafa verið mikil umskipti að koma rúmlega þrítug til Reykjavíkur í byij- un striðsins eftir að hafa verið alla tíð í sveit. Sigurbjörg lagaði sig fljótt að háttum bæjarbúa og í okkar huga var hún alltaf borgarkona. Þegar móðir okkar kom til Reykjavíkur ung stúlka á hún athvarf hjá frænku sinni. Við heyrðum á Frænku að hún hafði ábyrgðartilfinningu gagnvart stúlkunni. Hún var ein í bænum og fólkið hennar fyrir austan. Þegar við eldri systkinin munum fyrst eftir Frænku vann hún við fram- köllunina en var síðan síðustu starfs- árin við vinnu á Vífilsstaðaspítala. Á þessum árum keypti hún sér litla íbúð eins og flestir gerðu þá. Hún hafði alltaf sparað saman af sínum lágu launum og gat lagt fram stóran hluta kaupverðs. Systkinadætur Frænku, Þorgerður, Valborg og Þóra, voru þá búsettar í Reykjavík, síðar bættist Ragnhildur við. Sigurbjörg kom oft til þeirra og var í miklu uppáhaldi hjá bömunum. Heima hjá okkur var hún ómissandi á öllum hátíðum og tyllidögum og er okkur minnisstætt þegar við skriðum upp í til hennar á jóladagsmorgun. Frænka var félagslynd og hafði gaman af að vera með öðru fólki. Hún var samt hlédræg og vildi ekki trana sé fram né vera upp á aðra komin á nokkum hátt. Frænka var hreinskilin og gat verið hvassyrt og kom fyrir að sumum mislíkaði það við hana. Frænka hafði sérstaklega gaman af að spila og á jólunum var alltaf spilað mikið. Hún spilaði fé- lagsvist og fór oft heim með verð- laun. Sigurbjörg talaði mjög gott mál og leiðrétti okkur krakkana gjarna. Samt hafði hún mjög gaman af ambögunum sem út úr okkur ultu og mundi margar. Eftir einhveijum hafði hún þetta gullkom: „Pabbi smíddi hrífuna og mamma bijótti hana“. Hún kunni ógrynni af vísum og kvæðabálkum sem hún fór með fram undir það síðasta. Fyrir nokkr- um árum fór hún að kvarta yfir því að hún þyrfti að heyra vísur oftar en einu sinni til að læra þær. Frænka hafði alltaf gaman af ferðalögum og ferðaðist stundum með okkur um landið. Áður fór hún oft í styttri ferðir með vinkonu sinni um nágrenni Reykjavíkur, ekki var sett fyrir sig þótt eitthvað þyrfti að ganga, enda var hún vön því. Einu sinni komst hún til útlanda í hring- ferð með Gullfossi og talaði oft um þá ferð og hafði greinilega tekið vel eftir öllu. Ef til vill var henni ferðin enn hugstæðari vegna þess að Anna, kona fýrsta meistara á Gullfossi, var mikil vinkona hennar. Síðustu árin sem frænka lifði var hún á sambýli aldraðra, Skjólbraut 1 í Kópavogi og á Vífílstaðaspítala. Á báðum stöðum gerði starfsfólk allt sem hægt var til að henni liði sem best. Sigurbjörg lifði öll fjögur systkini sín og með henni er nú genginn síð- asti fulltrúi þessarar kynslóðar í fjöl- skyldunni. Systkinin: Gísli, Björg, Þorleifur, ívar, Flosi og Elín. APÓTEK AUSTURBÆJAR Háteigsvegi 1 BREIÐHOLTS APÓTEK Álfabakka 12 eru opin til kl. 22 -íi- Næturafgreiðslu eftir kl. 22 annast Apótek Austurbæjar t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, ELÍN HALLGRÍMSDÓTTIR, Aflagranda 40, (áðurtil heimilis á Kaupvangstorgi 1, Sauðárkróki), lést á heimili sínu 11. ágúst. Jarðarförin fer fram frá Neskirkju föstu- daginn 16. ágúst kl. 13.30. Ath. breyttan útfararstað. Sveinn Guðmundsson, Guðmundur H. Sveinsson, Hallgrímur T. Sveinsson, Helga Jónsdóttir, Gunnar Þór Sveinsson, Kristín Sveinsdóttir, Ólafur Stefán Sveinsson, Helga Heimisdóttir, Ingunn Elín Sveinsdóttir, Stefán Magnússon og barnabörn. t Öllum þeim fjölmörgu, sem sýndu mér og fjölskyldu minni hlýhug sinn með blómum, minningargjöfum og símtölum vegna fráfalls elskulegs eiginmanns míns, SVEINS ÓLAFSSONAR fyrrv. deildarstjóri, Furugrund 70, Kópavogi, færi ég alúðarþakkir og þið Guðsblessunar. Sérstakar þakkir færi ég læknum og hjúkrunarfólki á gjörgæslu- deild, hjartaskurðdeild og hjartadeild Landspítalans fyrir frábæra aðhlynningu og kærleiksþel. Megi Guð blessa störf ykkar um ókomna tíð. Aðalheiður P. Guðmundsdóttir. Lokað Verslunin verður lokuð í dag vegna jarðarfarar GUNNARS GUÐMUNDSSONAR. Misty, Óðinsgötu 2. Marmari ♦ Granít ♦ Blágrýti ♦ Gabbró íslensk framleiðsla Sendum myndalista MOSAIK Hamarshöföi 4 - Revkjavik simi: 587 1960-fax: 587 1986
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.