Morgunblaðið - 15.08.1996, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 15.08.1996, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. ÁGÚST 1996 33 AÐSENDAR GREINAR Þjónustumiðstöð fyrir náms- og starfsráðgjöf MANUDAGINN 19. ágúst verð- ur formlega opnuð Þjónustumiðstöð fyrir náms- og starfsráðgjafa á vegum Rannsóknaþjónustu Háskól- ans í Tæknigarði. Þjónustumiðstöð- in er þátttakandi í neti sambæri- legra miðstöðva sem Evrópusam- bandið hefur átt frumkvæði að. Menntamálaráðuneytið hefur falið Landsskrifstofu Leonardó á íslandi, sem er rekin af Rannsóknaþjónustu Háskólans að starfrækja þjón- ustumiðstöðina. Hlutverk Meginarkmið þjónustumiðstöðv- arinnar er að styrkja náms- og starfsráðgjöf áíslandi, eins og kost- ur er innan ramma verkefnaáætl- ana Evrópusambandsins. Starfs- mönnum þjónustumiðstöðvarinnar er ætlað að veita starfandi náms- og starfsráðgjöfum upplýsingar um það sem efst er á baugi í faginu í Evrópu og senda upplýsingar um íslenskt starfsmenntakerfi til sam- starfsaðila sinna erlendis. Einnig geta námsráðgjafar leitað eftir upp- lýsingum um námsframboð, horfur á vinnumarkaði, möguleika á styrkjum, lífskjör.eða starfsþjálfun í ríkjum Evrópusambandsins í gegnum það samskiptanet sem evr- ópskar þjónustumiðstöðvar hafa myndað með sér síðastliðin ár. Náms- og starfsráðgjöf er ung starfsgrein á íslandi og hefur stað- ið nemendum í mörgum skólum landsins, á öllum skólastigum til boða síðastliðin 15 ár. Þar sem Þjónustumiðstöðinni er m.a. ætlað að stuðla að þátttöku íslenskra náms- og starfsráðgjafa í evrópsk- um samstarfsverkefnum, er hér um að ræða tækifæri til að fylgjast með því besta sem gert er í öðrum Evrópuríkjum. Starf- semin hlýtur því að efla starfsgreinina, ýta undir þróun nýrra starfsaðferða og kynna það sem vel er gert. Upplýsingamiðlun Gert er ráð fyrir þremur megin mark- hópum sem stendur til boða þjónustan. Stærsti hópurinn eru náms- og starfsráð- gjafar á öllum skóla- stigum, en sérstök áhersla er lögð á framhaldsskólana til að byija með. í annan stað er áætlað að veita þjónustu til náms- og starfsráðgjafa og annarra þeirra er sinna ráðgjöf við fullorðna t.a.m. á vinnumiðlunum, ráðningarskrif- stofum og aðilum sem bjóða upp á fullorðinsfræðslu. Þriðji markhóp- urinn er starfsfólk og viðskiptavinir Landskrifstofu Leonardó að því marki er varðar upplýsingar um starfsmenntun og starfsþjálfun hér- lendis sem og innan Evrópusam- bandsríkjanna. Aukið vægi Sérstakar áætlanir hafa verið settar fram af hálfu Evrópusam- bandsins til að auka aðgengi að náms- og starfsráðgjöfum, víkka út starfssvið þeirra og veita fé í margskonar þróunarvinnu. Evrópu- sambandið hefur ályktað sem svo, að með auknum hreyfanleika fólks á milli landa, breytingum á vinnu- markaði og þróun upplýsinga- og tækni- samfélags Verði hlut- vérk náms- og starfs- ráðgjafa viðameira en hingað til hefur þekkst. Þjónusta námsráðgjafa hefur nær eingöngu ein- skorðast við skólaum- hverfið en með breyttum þjóðfélags- háttum og auknum áherslum á símennt- un, þjálfun og alþjóð- leg samskipti, má bú- ast við að starfsgrein- in þróist með sama hætti og erlendis. Samspil Hin mörgu birtingarform mennt- unar og möguleikar á starfsþjálfun eru í dag snar þáttur í lífi þeirra sem vilja fylgjast með nýjungum í sínu fagi og auka hæfni sína og réttindi á vinnumarkaði. Sveigjan- leiki og sjálfstæði við samsetningu náms getur skipt sköpum fyrir ein- stakling að nýta hæfileika sína til fulls og taka ákvarðanir sem verða honum til heilla. Námsráðgjafinn leiðbeinir og veitir upplýsingar um möguleika á námi og starfí og vinn- ur að því að auka vitund einstakl- ingsins um viðhorf sín, áhuga og hæfileika. Ráðgjöfín snýst því fyrst og fremst um að hjálpa fólki að þekkja hug sinn, leita eftir viðeig- andi upplýsingum og taka ákvörðun um framhaldið. I heimi sem gerist æ flóknari og þar sem streymi upplýsinga er mik- ið og breytilegt þarf að vera greið- Hulda Anna Arnljótsdóttir ur aðgangur að réttum og sam- ræmdum upplýsingum og hægt að vega þær og meta með aðstoð fag- fólks. Náms- og starfsráðgjöf fær stórt hlutverk í umhverfi sem þessu og verður sjálfsögð og fjárhagslega hagkvæm þjónusta fyrir hvern þann sem vill viðra hugsanir sínar um framtíðaráform sín, óháð aldri, starfi eða búsetu. Krefjandi verkefni Náms- og starfsráðgjafar standa frammi fyrir mörgum áskorunum í þessu nýja og ört vaxandi umhverfi tækni- og upplýsingasamfélags. Þar sem starfskraftar þeirra nýtast á fleiri stöðum en eingöngu í skóla- kerfinu hafa þeir verk að vinna við að skilgreina starf sitt i ljósi breyttra aðstæðna og festa það í Unga kynslóðin, segir Hulda Anna Arn- Ijótsdóttir, er mjög tæknilega sinnuð. sessi. Þjónusta þeirra þarf að vera aðgengileg fyrir alla þá hópa er standa á tímamótum í námi og í starfi hvort sem það er fólk án at- vinnu, nemendur sem hafa hætt námi eða hyggja á framhaldsnám éða starfsmenn á vinnumarkaði sem vilja söðla um. Námsráðgjafar hafa flestir sér- menntun í sínu fagi en geta sótt mikla viðbótarþekkingu og starfs- þjálfun til þeirra ríkja Evrópusam- bandsins sem hafa unnið markvisst að því að auka gæði og árangur í starfí náms- og starfsráðgjafa með alþjóðlegum samstarfsverkefnum, styrkveitingum og greiðu flæði upp- lýsinga og samskipta. Eitt af stærri verkefnum sem bíður úrlausnar og myndi fleyta upplýsingaþætti námsráðgjafastarfsins inn f fram- tíðina er að setja upp íslenskan upplýsingabanka á tölvutæku formi um nám, störf og vinnumarkað. Til að sú vinna komi notendum að sem bestu gagni hefur reynslan erlendis sýnt að margir aðilar þurfa að koma að verkinu og að þverfagleg sam- vinna t.d. skóla, stjórnvalda, fyrir- tækja eða félagasamtaka er líkleg- ust til að skila bestum árangri. Gerð hugbúnaðar Mikið vantar upp á hugbúnað af þessu tagi hérlendis en nágranna- lönd okkar standa mun traustari fótum j útgáfu og miðlun af þessu tagi. Áhrifa upplýsingatækninnar mun gæta jafnt og þétt og hinir nýju miðlar . bjóða upp á marga kosti til að nálgast upplýsingar á auðveldan og aðgengilegan hátt.; Námsráðgjafar aðstoða skjólstæð- inga sína við að vinna úr öllu því fjölbreytta magni upplýsinga sem er til staðar og þrengja valmögu- leikana við áhugasvið hvers og eins. Grpiður aðgangur að tölvum t.a.m. í skólum og á öðrum þjónustustofn- unum gefur fólki kost á að nálgast réttar upplýsingar á þeim tíma sem því hentar og eftir þeim leiðum sem það þekkir best til. Unga kynslóðin í dag er mjög tæknilega sinnuð og alls ófeimin við tölvur og aðrar tækninýjungar. Því má reikna með að vel framsett- ur upplýsingabanki eða námsefni um náms- og starfsval þrói fyrr en ella hugmyndir þeirra um eigin náms- eða starfsferil. Á þessa teg- und upplýsingamiðlunar vill starfs- fólk Þjónustumiðstöðvar fyrir náms- og starfsráðgjöf leggja áherslu fyrsta starfsárið. í þeim til- gangi er höfð til hliðsjónar sú þró- unarvinna sem farið hefur fram erlendis og sótt hefur verið um styrki og einstaka verkefni á þessu sviði bæði til Evrópusambandsins og innlendra aðila. Höfundur er námsráðgjafi og verkefnnsljóri hjá Rannsóknaþjónustu Háskólans. Um gæðahugtakið í heilbrigðisþjónustunni SÉRFRÆÐINGA- FÉLAG íslenskra lækna telur að með samkomulagi heilbrig- isráðuneytis og heimil- islækna sé boðuð til- efnislítil og órökstudd meiriháttar breyting á ríkjandi ástandi í heil- brigðiskerfinu. Haldið er fram að heilbrigðis- kerfið hafi einkennst af óvenjulega ódýrum en jafnframt greiðum aðgangi að öllum læknum. Félagið hafn- ar öllum kerfisbreyt- ingum sem ganga í þá átt að mismuna sjúkl- ingum eða læknum eða skerða val- frelsi og aðgengi sjúklinga að lækn- um. Af viðbrögðum lækna virðist manni stundum að þeir teljí að gæði í heilbrigðisþjónustu sé sama og hagsmunir lækna. Þannig er því ekki varið. „Að uppfylla fyllstu þarfir við lægstum kostnaði" er skilgreining breska heilbrigðisþjónustufræð- ingsins og prófessorsins Johns Öv.r- etveit á gæðum. „Að uppfylla fyllstu. þarfir þeirra sem þurfa þjón- ustunnar mest við, við lægstum kostnaði fyrir þjónustuaðila, innan þeirra marka sem þjónustunni eru sett með lögum eða ákvörðunum yfirvalda eða kaupanda." Þessi skil- greining er ný og frábrugðin gild- andi viðhorfum. Oft lúta skilgrein- ingar að einkennum þjónustunnar, t.d. um valfrelsi og aðgengi sjúkl- inga að læknum. Slíkar skilgrein- ingar taka ekki mið af viðbrögðum viðskiptavinanna og/eða sjúkling- anna og því sem þeir vilja fá. Ekki er hægt að vita hvaða einkenni viðskiptavin- irnir setja á oddinn. Skilgreining gæða getur verið að koma til móts við þarfir og að uppfylla óskir viðskita- vinarins. Við þessa ásýnd gæðanna verður að gæta þess að allir þeir sem þurfi á tiltek- inni þjónustu að halda geti nálgast hana og fengið hana. Þetta á við um opinbera heijbrigð- isþjónustu. Ábyrgð gagnvart öðrum en þeim sem þegar eru í tengslum við þjón- ustuna tekur mið af þörfum heildar- innar. í skilgreiningu Övretveits er það að „uppfylla fyllstu þarfir þeirra sem þurfa þjónustunnar mest við“. Ekki er hægt að skilgreina gæði einungis með tilliti til þess að full- nægja þörfum viðskiptavina og að mæta eftirspum. Viðskiptavinir heil- brigðisþjónustunnar vita ekki alltaf hvað þeir þurfa og óska stundum eftir aðgerð eða lyfi sem eru þeim óþarfí, óheppileg og jafnvel skaðleg. Það ætti að tengja mat sjúklingsins sjálfs við faglegt mat á þörfum hans og því hversu yfirgripsmikil þjónust- an þarf að vera til að uppfylla þarf- ir hans. Þessi atriði búa að baki meðvitaðri notkun Övretveit á marg- ræða orðinu „þarfir“. Tekið er tillit til þess að þarfír eru skilgreindar út frá sjónarmiðum sjúklingsins og fagmannsins sem og einstaklingsins og út frá hagsmunum heildarinnar. Með fagmönnum er að sjálfsögðu átt við þá sem inna heilbrigðisþjón- ustu af hendi. Það er hlutverk heil- brígðisyfirvalda að marka stefnu, segir Skúli Thoroddsen, ekki að reka þjónustu. Ef heilbrigðisþjónustan kemur til móts við þarfir sjúklingsins, eins og sjúklingurinn skilur þær og fag- maður metur þær, og hún skilar árangri þarf gæðaþjónusta ekki endilega að vera fyrir hendi. Þjón- ustan getur verið óhagkvæm, verð- mætum er sóað á glæ. Fjármunir væru betur nýttir til að sinna fleir- um eða öðru. Gæðaþjónusta er ekki sú þjónusta sem fullnægir þörfum viðskiptavinarins, hvað sem það kostar. Gæðaþjónusta nýtir fjár- munina best og kemur til móts við þarfir „við sem lægstum kostnaði". Hægt er að átta sig á þessu með aðstoð bílaviðskiptanna: Volga þótti „gæðabíll" í fyrrverandi Ráðstjórn- arríkjunum þar sem öðrum bílum var ekki til að dreifa. Sennilega dettur engum í hug á Vesturlöndum að Volga yrði talin gæðaframleiðsla sem héldi velli í samkeppni á bíla- markaði þar. Gæði íslensku heil- brigðisþjónustunnar eru rýr sé not- uð sú skilreining sem hér hefur verið reifuð. Ekki er hægt að vita hvort heilbrigðisþjónustan er hag- kvæm ef ekki er hægt að bera hana saman. Á fimm ára tímabili hefur útgjaldaaukning Tryggingastofn- unar ríkisins vegna einokunarað- stöðu um sérfræðiþjónustu lækna aukist um tæpar 900 milj. kr. Kom- Skúli Thoroddsen um sjúklinga til læknanna hefur ekki ftolgað á sama tíma. Fjárhags- vandi Sjúkrahúss Reykjavíkur er sagður um 300 millj. Þar sem eng- inn verðsamanburður er fyrir hendi meðal sérfræðilækna eða annarra þjónustuaðila er ekki möguleiki á að bera þá saman eða að tala um gæði í því sambandi. Hvort Volga sé gæðabíll borið saman við Merced- es eða Toyota er augljóslega einfalt. Hvers konar læknisrannsóknir fara nú hraðbyri og lyfjakostnaður eykst sem aldrei fyrr. Apótekin á íslandi bæta gæði sín og bjóða nú viðskiptavinum afslátt. Stærsti við- skiptavinurinn, Tryggingastofnun, nýtur hins vegar ekki þessa hag- ræðis. Lyfjakaup hafa heldur ekki verið boðin út og ávinningar sam- keppninnar hafa enn ekki verið nýttir til að ná fram gæðum hjá lyfsölum að þessu leyti. Sama gild- ir um læknisrannsóknir. Enn er í fersku minni að Tryggingastofnun var gert skilt með dómi að kaupa sérfræðilæknisþjónustu sem hún telur sig ekki þurfa, segulómrann- sóknir. Þær eru taldar auka útgjöld TR um 100 millj. á þessu ári. Sú spurning vaknar hvort ekki sé eðli- legt að efna til útboðs um þessa þjónustu og aðra. Gefa mætti sjúkrahúsi Reykjavíkur og Ríkisspí- tölum kost á að taka þátt í þessu útboði, taka þátt í gæðanálguninni. Sennilega mundi það efla spítalana til gæðaátaks, að taka fjárhagslega ábyrgð á gerðum sínum, að geta staðist samkeppni. En það verður að marka þeim stefnu og skapa þeim rekstrargrundvöll fyrst. Ekki er hægt að tala um gæða- þjónustu ef hún lýtur ekkf skilyrð- um laga, siðferðis og öðrum stjórn- unarlegum forsendum. Hún þarf að uppfylla skilyrði sem eru stund- um andstæð og höfða til ólíkra hagsmunahópa. Það er hlutverk heilbrigðisyfir- valda að marka stefnu, ekki að reka þjónustu. Það verður þjónustan að gera sjálf innan þeirra marka sem henni eru sett. Hún yerður að geta staðist samkeppni þar sem sam- keppni verður við komið. Krafa um gæði kallar á uppstokkun í kerfinu, auðvitað með samráði við heilbrigð- isstéttirnar. Það verður ekki gert öðruvísi. Gæði heilbrigðisþjónustunnar eru þríþætt. Gæði eins og þau horfa við þörfum viðskiptavinarins. Gæði eins og þau horfa við fagfólki um þjónustu við viðskiptavininn. Og gæði eins og þau horfa við stjóm- endum sem taka mið af hagkvæmni og nýtingu fjármuna innan þess ramma sem settur er. Þegar þessi atriði hafa náð sam- an í eina heild nálgumst við gæði í íslensku heilbrigðisþjónustunni og fyrr ekki. Þetta verk virðist hafið í heibrigðisráðuneytinu og því verð- ur að sinna stöðugt eigi árangur að nást. Það er eðlilegt að marka frumþjónustunni starfsstefnu fyrst eins og nú er verið að gera. Það er jafneðlilegt og að reyna að átta sig á því hvað ami að sjúklingi áður en hann er „skorinn". Það hefur að vísu komið fyrir að sjúklingur hefur verið skorinn vegna of mikill- ar sérhæfingar, en slíkt ætti ekki að koma fyrir. Höfundur er lögfræðingur. (yN SILFURBUÐIN Kringlunni 8-12 • Sími 568 9066 - Þar færöu gjöfina ■ Glœsileg hnífapör
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.