Morgunblaðið - 11.09.1996, Page 1
72 SÍÐUR B/C/D/E
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
206. TBL. 84. ARG.
MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 1996
Netanyahu hnýt-
ir í Sýrlendinga
Reuter
Irakar ögra Bandankj-
unum þrátt fyrir hótanir
New York, París. Reuter.
BENJAMIN Netanyahu, forsætis-
ráðherra ísraels, sagði í gær að
hann væri bjartsýnni á það að
samningar tækjust við Palestínu-
menn en að friður kæmist á við
Sýrlendinga.
„Sýrlendingar vilja . . . hefja
samninga á ný með því að segja
við okkur „Við þurfum að semja
um framtíð Gólan-hæða og því
verðið þið að verða við kröfu okk-
ar um að þið látið Gólan-hæðir af
hendi“,“ sagði Netanyahu á fundi
í New York með athafnamönnum
úr bandaríska viðskiptalífinu.
ísraelar og Sýrlendingar hafa
ekki ræðst við frá því að gengið
var að kjörborðinu í ísrael í maí
og stjórn Netanyahus, sem er and-
víg því að láta „land fyrir frið“,
komst til valda.
Sýrlenska blaðið al-Baath sagði
að Netanyahu stæði í vegi fyrir
viðræðum með því að virða að
vettugi fimm ára tvíhliða samn-
inga og bætti við að forsætisráð-
herra Israels hefði „rekið nagla í
líkkistu friðarferlisins þegar hann
Hálf öld frá
kölluninni
MÓÐIR Teresa flutti í gær ræðu
í tilefni af því að hálf öld er lið-
in frá því að hún fékk þá köllun
að starfa í þágu fátækra. Þetta
er fyrsta ræða hennar frá því
að hún var útskrifuð af sjúkra-
húsi í vikunni sem leið eftir 18
daga baráttu við hjartasjúkdóm
og lungnabólgu.
Móðir Teresa ávarpaði nunnur
í trúboðsreglu, sem hún stofnaði
árið 1949, í Kalkútta. „Þið hafið
heitið að fórna ykkur í þágu fá-
tækra og verðið að halda því
áfram. Þetta er besta leiðin til
að þjóna Guði,“ sagði hún í höf-
uðstöðvum reglunnar.
Móðir Teresa hefur lýst 10.
september 1946 sem „innblást-
ursdeginum". Þá hafi hún fengið
þá köllun frá Guði að helga líf
sitt líknarstörfum. Regla hennar
rekur nú 544 heimili fyrir börn
og fátæka í rúmlega 80 borguin
víða um heim.
setti fleiri hindranir og ómöguleg
skilyrði“.
Netanyahu ræddi á mánudag
við Bill Clinton Bandaríkjaforseta
í Washington og skoraði að því
loknu á Sýrlendinga að hefja frið-
arviðræður skilyrðislaust.
Bandarískir embættismenn
sögðu að verið væri að leita leiða
til að fá ísraela og Sýrlendinga að
samningaborðinu.
Útspil Frakka
Frakkar vilja leika stærra hlut-
verk í Miðausturlöndum og buðust
í gær til að aðstoða ísraela við að
hefja friðarviðræður við Sýrlend-
inga á ný. David Levy, utanríkis-
ráðherra ísraels, ræddi í gær við
Jacques Chirac, forseta Frakk-
lands, og Hervé de Charette utan-
ríkisráðherra og kvaðst hafa beðið
þá að koma boðum til Sýrlendinga
og Líbana.
Farouq al-Shara, utanríkisráð-
herra Sýrlands, var í Frakklandi
í síðustu viku og Chirac heldur í
næstu viku til Miðausturlanda.
Ba^dad, Washington. Reuter.
ÞUSUNDIR Kúrda í írak flúðu í gær
í átt til írans í kjölfar þess að borg-
in Sulaimaniya féll i hendur Kúrdum
hliðhollum Saddam Hussein, forseta
íraks, á mánudag. Margir ákváðu
þó að snúa aftur til síns heima í
norðurhluta íraks. Stjórn Saddams
lýsti yfir því í gær að allir Kúrdar,
sem hefðu búið undir verndarvæng
Vesturlanda í norðurhéruðum íraks,
hlytu náðun og sagði sigur Kúrda
niðurlægingu Bandaríkjamanna.
Bandaríkjamenn vöruðu íraka við því
að reyna að gera við loftvarnir, sem
skemmst hefðu í árásum bandaríska
flughersins í síðustu viku, og hótuðu
frekari árásum.
Yfirlýsingin um náðun er talin
hafa verið gerð til að undirstrika að
írakar hafi endurheimt ítök sín í
norðurhéruðunum eftir landvinninga
Lýðræðisflokks Kúrdistans (KDP),
sem þeim er hliðhollur. Saddam Hus-
sein missti völdin í norðri eftir Persa-
flóastríðið 1991.
írakar gera við loftvarnir
Bandaríkjamenn sögðu í gær að
írakar hefðu gert við að minnsta
kosti fjórar af loftvarnastöðvunum,
sem Bandaríkjamenn skutu á
sprengiflaugum fyrir viku til að refsa
írökum fyrir að láta íraska herinn
liðsinna þeirri fylkingu Kúrda, sem
þeir styðja, í sókninni innan verndar-
svæðisins í norðri. Hótuðu þeir nýrri
árás héldu Irakar uppteknum hætti.
íraska fréttastofan ÍNA greindi
frá því í gær að þremur loftvarna-
flaugum hefði verið skotið að banda-
rískum flugvélum í eftirlitsflugi og
hefðu þær forðað sér.
Bandaríkjamenn lýstu yfir því í
gær að skærist íraski herinn í leikinn
í norðri gæti það orðið afdrifaríkt.
Þjóðemisbandalag Kúrdistans hafði
hins vegar þá þegar tapað viðureign-
inni og Lýðræðisflokkur Kúrdistans
náð völdum í lykilborginni Sulaimani-
ya.
Flóttamannastraumur til írans
Þegar borgin féll á mánudag hófst
flóttamannastraumurinn til írans
fyrir alvöru. Sameinuðu þjóðirnar
sögðu að búist væri við að 75 þúsund
manns myndu flykkjast til landa-
Kosninga-
barátta í
Bosníu
YFIRMAÐUR liðsaHa Atlants-
hafsbandalagsins í Bosníu,
bandaríski aðmírállinn Joseph
Lopez, sagði í gær að allt yrði
gert til að koma í veg fyrir of-
beldi vegna kosninganna í Bosníu
um helgina.
Haris Silajdzic, fyrrverandi
forsætisráðherra Bosniu, skoraði
í gær á alla aðilja að leggjast á
eitt um sameiningu Bosníu.
„Bosnía er sögulegt samfélag
þriggja þjóða [Serba, múslima og
Króata] og verði einhver þeirra
undanskilin verður engin Bosn-
ía,“ sagði Silajdzic á kosninga-
fundi flokks síns í gær.
Ekki hafa allir verið málsvarar
einingar og skipuleggjendur
kosninganna, Öryggis- og sam-
vinnustofnun Evrópu (ÖSE), sekt-
uðu í gær þjóðernisflokkinn, sem
er við völd á yfirráðasvæði Serba,
um 50 þúsund dollara (3,3 milljón-
ir króna) fyrir að reka áróður
fyrir aðskilnaði og samruna við
Serbíu.
A myndinni sjást stuðnings-
menn Serbans Vojislavs Seseljs,
öfgamanns og þjóðernissinna, á
kosningafundi i Banja Luka.
mæranna. íranskir embættismenn
sögðu að gera mætti ráð fyrir 200
þúsund manns og fóru fram á hjálp
alþjóðastofnana.
Vitni sögðu hins vegar að mörg
hundruð bifreiðar með Kúrda hefðu
snúið aftur til Sulaimaniya og hefði
fólkið greinilega talið að íraskir her-
menn mundu ekki leggja borgina
undir sig.
íraska stjórnin var kokhraust eftir
sigur KDP þrátt fyrir aðgerðir
Bandaríkjamanna.
„í dag flagga írakar í heila stöng
en Bandarikjamenn í hálfa," sagði í
dagblaði stjórnarinnar, al-Jumhouri-
ya, og var Bill Clinton Bandarikjafor-
seta líkt við „hýenu í búri, sem hleyp-
ur um í leit að útleið".
SÞgegn
kjarnorku-
sprengingum
Sameinuðu þjóðunum. Reuter.
ALLSHERJARÞING Sameinuðu
þjóðanna samþykkti í gær, eftir
fjörutíu ára umræðu, sáttmála
um að banna kjamorkuspreng-
ingar. Atkvæðagreiðslan í gær
dugar þó ekki til. Undirskrift 44
þjóða með „kjarnorkugetu“ þarf
til og sögðu Indvetjar, sem eru
þar á meðal, að þeir mundu aldr-
ei undirrita sáttmálann.
158 ríki greiddu atkvæði með
sáttmálanum, þijú á móti.
Borís Jeltsín færir völd
til Tsjemomýrdíns
Moskvu. Reuter.
BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, lét
umsjón nokkurra lykilráðuneyta að
hluta til í hendur Víktors Tsjerno-
mýrdíns forsætisráðherra, en í yfir-
lýsingu stjórnarinnar sagði að for-
setinn mundi áfram bera ábyrgð á
„rauða hnappnum", sem stjórnar
kjarnorkuvopnum landsins. Þessar
ráðstafanir eru hluti af undirbúningi
Jeltsíns undir hjartaaðgerð, sem
hann mun gangast undir á næstunni.
Fréttaskýrendur sögðu að með
þessu virtist Jeltsín vera að hefta
uppgang Alexanders Lebeds örygg-
isráðgjafa, sem hafði leitað eftiryfir-
ráðum yfir „valdamestu" ráðuneyt-
unum.
Sergei Yastrzhembskí sagði að
varnarmálaráðuneytið, innanríkis-
ráðuneytið og önnur ráðuneyti, sem
allajafna gæfu forsetanum skýrslu,
mundu bera sín mái undir Tsjerno-
mýrdín, sem samkvæmt stjórnar-
skránni er staðgengill forsetans.
Jeltsín hefur verið í fríi frá 26.
ágúst og hefur ekki verið sagt hve-
nær því ljúki. Hann tilkynnti í sjón-
varpsviðtali í síðustu viku að hann
gengist undir aðgerð á hjarta í lok
þessa mánaðar.
SÞgegn
kjarnorku-
sprengingum
Sameinuðu þjóðunum. Reuter.
ALLSHERJARÞING Sameinuðu
þjóðanna samþykkti í gær, eftir
fjörutíu ára umræðu, sáttmála
um að banna kjamorkuspreng-
ingar. Atkvæðagreiðslan í gær
dugar þó ekki til. Undirskrift 44
þjóða með „kjarnorkugetu“ þarf
til og sögðu Indveijar, sem eru
þar á meðal, að þeir mundu aldr-
ei undirrita sáttmálann.
158 ríki greiddu atkvæði með
sáttmálanum, þijú á móti.