Morgunblaðið - 11.09.1996, Page 2

Morgunblaðið - 11.09.1996, Page 2
2 MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 1996 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Nýjar reglur um innkaup á tóbaki væntanlegar BREYTT fyrirkomulag á innflutningi og sölu tóbaks tekur væntanlega gildi á næstunni, en fjármálaráðuneytið fól stjóm Áfengis- og tóbaks- verslunar ríkisins fyrr í sumar að setja reglur um innkaupin. Munu reglurnar taka mið af þeim reglum sem gilda um sölu áfengis og opna mögu- leika fyrir nýjar tegundir á markaðnum. Að sögn Höskulds Jónssonar, forstjóra ÁTVR, voru drög að reglunum send heilbrigðisráðuneyt- inu og Tóbaksvamanefnd til umsagnar og liggja þær umsagnir nú fyrir, en Höskuldur sagði í samtali við Morgunblaðið að engin tímasetning væri komin á það hvenær reglurnar tækju gildi. Sambærilegar reglum um innkaup á áfengi „Héðan færu svona reglur samþykktar af stjóm til staðfestingar fjármálaráðuneytis, en þessari vinnu er ekki að fullu lokið hér. Þetta em reglur sambærilegar að formi til við reglur um innkaup á áfengi," sagði Höskuldur. Samkvæmt þessu mun innflutningur á tóbaki skiptast í þijá flokka eins og innflutningur á áfengi, þ.e. kjarna, reynsluflokk og sérpantanir. í kjarna verða þær tegundir sem nú eru seldar hér á landi, og í reynsluflokk fara nýjar tegundir í ákveðnu hlutfalli við fjölda þeirra tegunda sem eru í kjarna. Þær tegundir sem ná tiltekinni sölu á ákveðnu tímabili færast síðan í kjarna, og þær tegundir sem ekki ná ákveðinni lágmarkssölu á ári detta út. Meðal þeirra sem sóst hafa eftir því að koma tóbakstegundum sínum á markað hér á landi er bandaríski tóbaksframleiðandinn Philip Morr- is, sem Íslensk-ameríska verslunarfélagið hf. hefur umboð fyrir. Þekktar vindlingategundir sem Philip Morris framleiðir eru Marlboro, Me- rit, Virginia Slims, Benson & Hedges, L&M og Chesterfield. Nýnemar vígðir í FB Morgunblaðið/Ásdís BUSAVÍGSLUR hafa staðið sem hæst undanfarna haust- daga í samræmi við upphaf skólastarfs í framhaldsskól- um víða um Iand. Fjölmenn- asti framhaldsskólinn er Fjöl- brautaskólinn í Breiðholti og þar voru nýnemar leiddir inn í heim innvígðra í gær með tilþrifum. Til allrar lukku eru öfgar þær sem voru við lýði í busavígslum í mörg ár liðin tíð, og þurftu busar í FB ekki að ganga í gegnum stórfelld- ar hremmingar. Létu eldri nemendur sér nægja að lita þá í framan með tússlitum, gera fáeinar kúnstir og syngja barnagælur áður en vígslu lauk. Vilja banna kvöld- umferð um Gijótaþorp Framkvæmdastjóri SÍF Troms Fisk vissi um kaup SIF Hertar kröfur í ökunámi Mun meira fallí verklegum prófum FALL í verklegum ökuprófum hefur aukist úr um 4 prósentum í 8-15 prósent síðan í vor. Þá voru teknar upp nýjar viðmiðunarreglur um öku- próf. Fall í skriflegum prófum hefur verið á bilinu 28-39 prósent frá árinu 1995, en reglur voru hertar árið áður. Það er umtalsverð hækkun frá því sem áður var. Holger Torp, deildarstjóri öku- námsdeildar hjá Umferðarráði, segir að ökutímum á nemanda hafí fjölgað að meðaltali um 3-5 tíma síðan í vor. Hann segir að fallprósentan sé ekki há miðað við það sem gengur og gerist í öðrum Evrópulöndum, til dæmis sé fallprósenta hjá Norðmönn- um um 17 prósent, og þykir hún þó lág. „Með því að efla og auka öku- kennsluna og auka prófkröfumar stefnum við auðvitað að því marki að útskrifa betri ökumenn og draga úr slysum. Það er þó erfitt að segja til um árangurinn af þessu eftir svo skamman tíma og auk þess hefur rannsóknum á þessu sviði ekki verið nægilega sinnt." Holger segist ekki hafa orðið var við mikla óánægju vegna aukinna krafna. „Það eru alltaf á kreiki ein- hveijar sögur um gríðarlegt fall í skriflegu prófunum. Til dæmis spurði nemandi mig fyrir skömmu hvort það væri rétt að 70 prósent fall væri í þeim. Þetta er fjarri lagi, og sem dæmi get ég nefnt að fallið það sem af er þessum mánuði hefur verið um 23 prósent." BORGARRÁÐI hefur borist erindi frá íbúum í Gijótaþorpi þar sem farið er fram á að Gijótagötu verði breytt í einstefnugötu, jafnframt því sem fram kom tillaga um að umferð óviðkomandi aðila yrði bönnuð inn í Gijótaþorp á kvöldin. Baldvin Baldvinsson forstöðu- maður umferðardeildar Reykjavík- urborgar segir þetta óframkvæm- anlegt, en þó komi einhverjar tak- markanir til greina. Það sé hins vegar mál sem komi til kasta nefnd- ar sem vinnur að skipulagi miðbæj- arins, en báðum erindum íbúa var vísað þangað til umfjöllunar. Bifreiðastæði og lagfæringar Borgarráð hefur samþykkt til- lögur um endurbætur við Vestur- hlíð vegna gangandi vegfarenda, og felast þær í uppsetningu hraða- hindrana, uppsteypu gangstéttar og öðrum lagfæringum . Jafnframt hefur verið samþykkt að lagfæra horn Ránargötu og Ægisgötu vegna verslunar sem þar er, að sögn Baldvins Baldvins- sonar. Verslunareigendur telja að við- skiptavinir komist ekki nógu auð- veldlega að búðinni, og óskuðu eft- ir að fá stæði til umráða. Ekki var hægt að verða við því, en afmörkuð verða tvö stæði undir langtíma- notkun fyrir miðbæ, að sögn Bald- vins. Borgarráð hefur jafnframt sam- þykkt bann við bifreiðastöðum við Frostaskjól, en á sínum tíma bár- ust mótmæli frá íbúum vegna auk- innar umferðar í tengslum við byggingu íþróttahúss KR. Umferð- ardeild lagði til að banna bílastæði við Frostaskjól, þar sem gatan sé fullmjó fyrir bílastæði beggja vegna. „Þetta hús kemur þarna þannig að málið er varla leyst,“ segir Bald- vin. Ennfremur var samþykkt upp- setning hraðahindrunar við Unufell að ósk íbúa þar og samþykkt gerð miðeyjar á Hofsvallagötu í sam- ræmi við ósk íbúasamtaka Vestur- bæjar. Baldvin segir þessar fram- kvæmdir koma til nánari útfærslu á næsta ári, í samræmi við fjárveit- ingar. GUNNAR Örn Kristjánsson, fram- kvæmdastjóri SÍF, segir að stjórn- endur norska fyrirtækisins Troms Fisk hafi sent SIF símbréf 19. ágúst sl. þar sem þeir óska eftir upplýsing- um um kaup SÍF á saltfiskverk- smiðju La Bacladera á Spáni, sem þá voru nýlega um garð gengin. Hann segir að norska fyrirtækinu hafi þess vegna verið fullkunnugt um kaupsamninginn. Gunnar sagði að í símbréfl Troms Fisk til SÍF væri óskað eftir upplýs- ingum um yfirtöku SÍF á La Baclad- era og þau rök færð fyrir fyrirspurn- inni að Troms Fisk ætti fisk í geymslum hjá fyrirtækinu. „Þeim var því fullkunnugt um þessa hluti alla. Fulltrúar SÍF voru á Spáni 26.- 28. ágúst að ganga frá lausum endum í sambandi við yfir- tökuna á fyrirtækinu. Norðmennirn- ir voru þarna á sama tíma og báðu okkur að hitta sig. Þeir vissu því allt um kaupsamninginn," sagði Gunnar Örn. Svo virðist sem Norðmennirnir hafi verið að semja við eigendur La Bacladera um kaup á fyrirtækinu þessa sömu daga sem SÍF var í við- ræðum við Spánveijana. Gunnar Örn sagði engan vafa leika á að lög hefðu verið brotin á SÍF í þessu máli. Það væri ekki hægt að selja sömu eign- Sláturfélagfið Barði á Þingeyri 1600 lömb fluttá Hvamms- tanga SLÁTURFÉLAGIÐ Barði á Þingeyri mun flytja 1.600 lömb til slátrunar á Hvamms- tanga vegna útflutnings til Noregs. Eykur það mjög tekj- ur bænda á félagssvæðinu. Slátrun hefst á Þingeyri næstkomandi föstudag. Að sögn Birgis Jóhannssonar framkvæmdastjóra hefur fé- lagið beðið eftir niðurstöðu um það frá yfirdýralækni hvort svæðið teldist riðulaust og ætti þar með möguleika á útflutningi til Noregs. Þegar það lá fyrir hafi náðst samn- ingar við Kaupfélag Vestur- Húnvetninga á Hvamms- tanga um slátrun lambanna því hún þarf að fara fram í húsi sem leyfi hefur til slátr- unar á Evrópumarkað. Ekki liggur enn fyrir hvenær vest- firsku lömbunum verður slátrað en Birgir leggur áherslu á að það gerist sem fyrst. Að sögn Birgis hefur kom- ið til tals að taka upp sam- starf við Kaupfélag Stein- grímsfjarðar, sem einnig er á riðulausu svæði, til að minnka flutningana. Skilar hærra verði Birgir Jóhannsson segir að útflutningur lambakjöts til Noregs skili bændum -mun meiri tekjum en útflutningur á aðra markaði. Bændum sé almennt skylt að flytja út 19% framleiðslunnar og því hafi þessi leið verið valin til að tryggja sem best hagsmuni þeirra. ina tvisvar. Norðmennirnir gætu heldur ekki borið fyrir sig að þeim hefði verið ókunnugt um samning La Bacladera við SIF. Gunnar sagði að SÍF myndi fara með þetta mál fyrir dómstóla. Hann útilokaði þó ekki að viðræður yrðu teknar upp við aðra málsaðila á síð- ari stigum. Morgunblaðinu í dag fylgir fjögurra síðna auglýsingablað frá BYKO. i I i I I 1 í I I

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.