Morgunblaðið - 11.09.1996, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 11.09.1996, Qupperneq 6
6 MIÐVIKUDAGUR 11. .'SEPTÉMBÉRÍ Í996 MORGUNBLAÐIÐ __________________FRÉTTIR Oska rannsóknar á hamförum í Súðavík EMBÆTTI ríkissaksóknara hefur borist erindi frá sjö eftirlifendum fólks sem fórst í Súðavík í janúar 1995, þar sem þess er farið á leit að efnt verði til opinberrar rannsóknar á að- draganda og afleiðingum snjóflóðsins í Súðavík, þar sem 14 manns fórust. Óskað er eftir athugun á því hvort brotin hafí verið lög um almannavam- ir og lög um vamir gegn snjóflóðum og skriðuföllum. Þess er krafíst að „hinum brotlegu verði refsað sam- kvæmt lögum ef sakir verða sannað- ar.“ Hallvarður Einarsson ríkissaksókn- ari segir að erindi þar að lútandi hafí borist embættinu 26. ágúst síðastlið- inn, og sé til athugunar. Beiðnin til skoðunar Um sé að ræða almenna ósk um opinbera rannsókn á aðdraganda og afleiðingum snjóflóðsins í Súðavík 16. janúar 1995. Væntanleg ástæða rannsóknarbeiðninnar sé gmnur um refsiverða vangá, að sögn Hallvarðar. Um slíkt verði hins vegar ekki fullyrt. Hallvarður segir embættið hafa erindið til meðhöndlunar og verði skoðað hvort ástæða þyki til að verða við þessari beiðni sjömenninganna frá Súðavík. Ekki sé ljóst hvenær ákvörð- un um rannsókn liggi fyrir. Með erindi Súðvíkinganna, þeirra Berglindar Kristinsdóttur, Bjarkar Þórðardóttur, Hafsteins Númasonar, Maríu Sveinsdóttur, Rögnu Að- alsteinsdóttur, Sigríðar Jónsdóttur og Þorsteins Arnar Gestssonar, fylgja tvær skýrslur frá Almannavömum ríkisins um náttúmhamfarir á Vest- fjörðum. Fullyrt er að þar komi fram rangfærslur, sem hafí leitt til þess að bréf vom send til Almannavama í mars sl. og til dómsmálaráðherra í apríl síðastliðnum. Telja lög hafa verið brotin „í báðum þessum bréfum er að fínna mjög alvarlegar athugasemdir okkar og aðfinnslur við aðdraganda, viðbúnað, og allar aðgerðir sem grip- ið var til vegna þessa slyss. Viijum við í því sambandi láta nægja að vísa til þessara bréfa, en á þeim má sjá að ef sakir sannast, hafa lög verið brotin mjög alvarlega með þeim skelfílegu afleiðingum að manntjón varð af. Viðbúnaður var lélegur og í engu samræmi við lög, forsvarsmenn Al- mannavarna á staðnum brugðust rangt við og hundsuðu mjög aivarleg- ar athugasemdir sem komu fram af hálfu yfírverkefnastjóra Veðurstofu íslands þessa sömu nótt. Almanna- vamanefnd ríkisins var aldrei látin vita um yfírvofandi hættu og afstöðu Veðurstofu íslands í málinu og ekki heldur sýslumaður,“ segir í erindi sjö- menninganna til ríkissaksóknara. Þess er jafnframt getið að í svari dómsmálaráðherra við erindi þeirra, hafí komið fram að rannsókn þar sem á reyni hvort einhver hafí bakað sér refsiábyrgð, eigi að fara fram í sam- ræmi við lög um meðferð opinberra mála. Vísaði ráðherra á ríkissaksókn- ara í því sambandi og í samræmi við það sé málið lagt fyrir embætti hans til rannsóknar. Andlát EINAR VALUR KRISTJÁNSSON EINAR Valur Krist- jánsson yfirkennari lést á Sjúkrahúsi ísafjarðar sjöunda september síð- astliðinn, á sextugasta og þriðja aldursári. Einar Valur fæddist 16. ágúst 1934 á Kirkjubóli í Skutuls- firði, kjörsonur Kristj- áns Jónssonar frá Garðsstöðum og Sig- ríðar Guðmundsdóttur en kynforeldrar hans eru Kristján Söebeck og Kristjana Kristjáns- dóttir. Hann lauk íþróttakennaraprófi frá íþróttakennaraskólanum á Laugarvatni árið 1956, handa- vinnukennaraprófi árið 1957 og sótti margvísleg námskeið í íþrótt- um og handmennt. Hann var kennari við Gagnfræðaskólann við Hringbraut 1955 til 1957, Barna- og unglingaskóla Ólafsfjarðar 1957-58, Barnaskóla ísafjarðar frá 1958 og þar af sem yfir- kennari frá 1984. Einar kenndi á íþróttanámskeiðum um áratuga skeið og gegndi margvísleg- um trúnaðarstörfum fyrir íþróttahreyfing- una. Hann keppti um árabil á skíðum og í knattspyrnu, auk golfs seinustu ár og hefur hann starfað að uppbyggingu Golfvallar ísafjarðar undanfarin ár. Einar hlaut marg- víslegar viðurkenningar og verð- laun fyrir íþróttaiðkun sína. Einar gekk að eiga Guðrúnu Eyþórsdóttur árið 1960, en þau slitu samvistir. Þau eignuðust fjögur börn, en Einar átti eitt barn áður. Eftirlifandi sambýliskona hans er Gréta Sturludóttir. Tilraun gerð á Eyrarbakka um sjóðsatkvæðagreiðslu sem er ný gerð skoðanakönnunar Geta látið kappsemi ráða Morgunblaðið/RAX MAGNÚS Karel Hannesson, oddviti á Eyrarbakka, og Björn S. Stefánsson fara yfir niðurstöður sjóðsatkvæðagreiðslunnar. BJÖRN S. Stefánsson hag- fræðingur (dr. scient.) hefur í nærri þrjá áratugi unnið að þróun aðferðar til að kanna vilja almennings með skipulegum hætti. Hann hefur kynnt atkvæðagreiðslur með svokölluðum sjóðsatkvæðum á vettvangi vísindanna. Aðferðin er nú notuð í tilraunaskyni hjá stjórnum búnaðarsambandanna í landinu og hreppsnefnd Eyrarbakkahrepps. „Það var upphaflegt markmið aðferðarinnar að með atkvæðum gætu menn látið mismunandi kapp í máli hafa áhrif á niðurstöður. Einn- ig að minnihluti sem gengur upp í stærri heild yrði ekki undir í öllum málum,“ segir Björn um aðferð sína. Atkvæði í samræmi við fylgi listans Sjóðsatkvæðagreiðsla á sér nokk- urn aðdraganda á Eyrarbakka. Magnús Karel Hannesson oddyiti fékk fyrst áhuga á henni fyrir tveim- ur árum. Björn kom á fund hrepps- nefndar og fékk hugmyndin góðar undirtektir. Eftir leit að heppilegum málefnum voru greidd atkvæði um fyrsta málið í janúar. Atkvæðagreiðslan fer þannig fram að sjö fulltrúar af hvetjum lista, sem fékk menn kosna í síðustu hreppsnefndarkosningum, fá úthlut- að atkvæðum í samræmi við fylgi listans. Hver fulltrúi af I-lista sem fékk 193 atkvæði og hefur meiri- hluta í hreppsnefnd fær 19,3 at- kvæði fyrir hvert mál, D-listafólkið fær 11,3 atkvæði út á 113 atkvæði í síðustu kosningum og fulltrúar af E-listanum 6,2 atkvæði samkvæmt sömu reglu. í upphafi fengu menn reyndar fjórfalt þetta atkvæðamagn til að eiga einhvem sjóð til að bytja með. Það bætist því í sjóðinn hjá þátttakanda áður en mál er tekið til atkvæðagreiðslu og hann ákveður svo hvað hann eyðir miklu í málið, eftir því hvað hann leggur mikið kapp á það. Ef málið er lítilvægt í huga þátttak- andans getur hann sleppt því að eyða atkvæðum í það eða lagt öll atkvæði sín undir ef það er honum kappsmál. Björn segir að til þess að menn geti tekið ákvarðanir um at- kvæðaeyðslu í hveiju máli þurfi þeir að hafa hugmynd um það hvaða mál önnur verði tekin fyrir á næst- unni. Stuðningur við óbreyttar útivistarreglur Fyrsta málið sem Eyrbekkingar tóku fyrir var um útivistartíma barna og ungmenna. Magnús Kare! Á Eyrarbakka er gerð tilraun með nýja gerð skoðanakönnunar, svo- kallaða sjóðsatkvæða- greiðslu. Könnuð hefur verið afstaða hóps manna til reglna um útivist barna og styrki til íþróttafólks og fyrir dyr- um stendur að spyija um leikvöll og skuldir sveitar- félagsins. Helgi Bjarna- son kynnti sér tilraunina með samtölum við höf- undinn og oddvitann. Hannesson telur að þetta sé gott mál til skoðunar með þessum hætti. Það snerti alla íbúana og sé rætt í hreppsnefnd á hveiju hausti. Ákveð- inn rammi sé settur í reglugerð en sveitarfélögin geti breytt aðeins útaf með sérstökum samþykktum. Fjórir valkostir voru lagðir fyrir þátttakendur: Almenna reglan og svokölluð Akur- eyrarregla, Selfossregla og Vopnafjarðardæmi. Fyrirkomulag atkvæða- greiðslunnar og málið sjálft var kynnt fyrir þeim 21 manns hópi aðal- og varamanna í hreppsnefnd sem ætlað var að vera með. Magnús Karel segir að menn hafí verið mjög jákvæðir. Einn hafi reyndar ekki kært sig um að vera með og annar forfallast en næstu menn á listanum hafi verið kallaðir inn í þeirra stað. „Þetta var mjög skemmtilegur fund- ur. Enginn var þversum en líflegar umræður um málið," segir Björn. Niðurstaðan varð sú að almenna reglan fékk mest fylgi. Þeir sem greiddu þeirri tillögu atkvæði urðu fyrir útgjöldum úr atkvæðasjóðnum en þeir sem urðu undir héldu öllum sínum atkvæðum. Fram komu skipt- ar skoðanir og lítill munur reyndist á þeirri tillögu sem flest atkvæði fékk og þeirri sem varð í öðru sæti. Vegna þess hvað ágreiningurinn var mikill urðu atkvæðaútgjöldin tiltölu- lega mikil fyrir sigurvegarana. Þegar niðurstaðan var kynnt stóðu útreikningar á atkvæðaeyðslu hvers og eins nokkuð í fólki og radd- ir heyrðust um að þeir væru óþarf- lega flóknir. Björn segir að málin hafi skýrst enda væri aðferðin alls ekki flókin. Magnús oddviti bendir á að auðvelt sé að reikna niðurstöð- una út í tölvu. Áfram styrkir Næst var könnuð afstaða hópsins til styrkveitinga til einstaklinga í íþrótta- og æskulýðsmálum. Magnús Karel segir að hreppsnefnd hafí á undanförnum árum styrkt einstakl- inga sem skarað hafa fram úr í ein- stökum greinum, til dæmis unglinga sem komist hafa í landslið, til að sækja æfingabúðir eða íþróttamót erlendis. Hefur kostnaður við þetta verið um 100 þúsund kr. alls á ári. Magnús segir að um þetta hafí verið skiptar skoðan- ir og því gagnlegt að kanna afstöðu hópsins. Það var afgerandi niðurstaða könnunarinnar að halda beri styrkj- unum í sama horfí og nú er. Björn segir að með þessari atkvæða- greiðslu hafi hreppsnefnd fengið það á hreint hversu sterkur sá kurr væri sem hún hafði orðið vör við í bænum vegna þessa máls. Sigurinn var tiltölulega ódýr, lítið lækkaði í atkvæðasjóðnum, vegna þess hvað menn voru sammála um málið. „Það gengur á ýmsu hjá mönnum í þessu, menn tapa og vinna til skipt- is. Til lengdar hlýtur að komast á jafnvægi eins og í reynd myndi ger- ast í góðum félagsskap," segir Björn. Síðar í þessum mánuði verður lagt fyrir mál varðandi leikvelli og síð- asta tilraunamálið mun væntanlega snúast um lækkun skulda sveitarfé- lagsins og skattaálögur. Varpa frá sér ábyrgð? Þegar leggja á stórpólitísk mál fyrir, eins og það síðastnefnda sem snýst um skuldir sveitarfélagsins og skattaálögur, vaknar sú spurning hvort hreppsnefnd eða meirihluti hennar sé ekki að varpa frá sér ábyrgð á stjórn sveitarfélagsins. Magnús Karei vísar því á bug. Bend- ir á að atkvæðagreiðslan sé aðeins skoðanakönnun og ákvörðunarvaldið eftir sem áður hjá hreppsnefnd sem verði að standa og falla með ákvörð- unum sínum. Með slíkri skoðana- könnun fái menn hins vegar betri tilfínningu fyrir afstöðu fólks til þeirra mála sem til skoðunar eru. Björn bendir á að sveitarstjórnar- menn kanni hug fólks til mála með ýmsum hætti. Þeir kalli saman klíku- fundi eða hringi í vini og kunningja. Sjóðsatkvæðagreiðslan sé formleg aðferð til að ná sömu markmiðum. „Reynslan sýnir okkur að þessi að- ferð er gott stjórntæki fyrir forstöð- una til að kanna viðbrögð við ýmsum útfærslum á málum sem þarf að ljúka. Fjöldi mála er þannig vaxinn að í þeim er fjöldi minnihlutaálita en enginn meirihluti. Með sjóðsat- kvæðagreiðslu fær forstaðan upplýs- ingar um það hvaða minnihluti hafi mestan stuðning. Hreppsnefndin þarf síðan að taka ákvörðun og sleppur ekki frá ábyrgð sinni,“ segir Björn. Gagnleg tilraun Magnús Karel telur að tilraunin með sjóðsatkvæði hafi verið gagnleg. í ljósi reynslunnar telur hann aðferðina henta til að leita eftir afstöðu fólks til mis- munandi afbrigða mála fremur en að gera upp á milli mála. Einnig megi færa fyrir því rök að minnihlutinn geti látið í ljós álit sitt með meiri vigt en áður. Segir Magn- ús að eftir síðustu atkvæðagreiðsl- una í haust verði tilraunin gerð upp og framhaldið ákveðið. Björn segist vinna að því að fá fleiri sveitarfélög og þá helst af annarri stærð til að gera svipaða tilraun. Betri tilfinn- ing fyrir af> stöðu tii mála Stjórntæki til að kanna viðbrögð

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.