Morgunblaðið - 11.09.1996, Síða 7

Morgunblaðið - 11.09.1996, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 1996 7 FRETTIR Með full- fermi til Póllands Eskifirði. Morgunblaðið. LOÐNUSKIPIÐ Guðrún Þorkels- dóttir fer í dag frá Eskifirði áleiðis til Póllands. Þar verður skipið lengt og endurbætt. Um borð var ýmis varningur sem nota á við endurbætur skipsins og einnig í Hólmaborg sem nú er verið að stækka í sama slipp. Meðal þess sem fer út með Guð- rúnu er rör til að leggja nótina hjá Hólmaborginni og var mynd- in tekin þegar það var híft um borð. Einnig 25 bretti af máln- ingu og parket svo nokkuð sé nefnt. Morgunblaðið/Benedikt Jóhannsson Vísitasía biskups í Barða- strandarprófastsdæmi yíSITASÍA biskups íslands, herra Ólafs Skúlasonar, í Barðastrandar- prófastsdæmi hefst í dag. Vísitasían hefst með fundi bisk- ups og prófasts á Bíldudal. A morgun vísiterar biskup Bijáns- lækjarkirkju og Hagakirkju. Á föstudag vísiterar hann Breiðavík- urkirkju, Sauðlauksdalskirkju og Saurbæjarkirkju en á laugardag Selárdalskirkju og Bíldudalskirkju. Á sunnudag 15. september verða Stóra-Laugardalskirkja og Pat- reksfjarðarkirkja heimsóttar og á mánudag Skálmarnesmúlakirkja, Gufudalskirkja, Staðarkirkja og Reykhólakirkja. Þann 17. september lýkur svo vísitasíu biskups í Barðastrandar- prófastsdæmi með heimsókn í Garpsdalskirkju. Gert er ráð fyrir guðsþjónustum í öllum ofantöldum kirkjum þar sem staðarprestur þjónar fyrir altari og skipuleggur helgihaldið. Biskup mun prédika. Ekki er gert ráð fyrir að Flateyj- arsókn verði vísiteruð þar sem biskup endurvígði kirkjuna þann 28. júlí sl. Ekki verður helgihald í Sauðlauksdals- og Selárdalskirkj- um vegna viðgerða á kirkjunum. Með biskupi í för verður eigin- kona hans, frú Ebba Sigurðardótt- ir, og prófastur Barðastrandar- prófastsdæmis, sr. Flosi Magnús- son á Bíldudal. ♦ ♦ ♦ Lykilstaða VES milli NATO o g ESB FRAMKVÆMDASTJ ÓRI Vestur- Evrópusambandsins (VES), var væntanlegur í gærkveldi til íslands í opinbera þriggja daga heimsókn í boði Halldórs Ásgrímssonar utanrík- isráðherra. í tilkynningu frá utanríkisráðuneyt- inu segir að meðan á dvöl Cutileiros standi ræði hann ásamt því að eiga fund með utanríkis- ráðherra við Ólaf Ragnar Grímsson José Cutile.ro forseta> Davíð Oddsson forsætisráðherra, utanrík- ismálanefnd Alþingis og þingmenn, sem sitja þingmannafundi Vestur- Evrópusambandsins. Cutileiro, flytur erindi á sameigin- legum fundi Samtaka um vestræna samvinnu (SVS) og Varðbergs í Skála á II. hæð Hótel Sögu í dag kl. 17. Með í för er Richard Tibbeis, yfirmaður þeirrar deildar VES sem fer með stefnumótun í öryggismálum samtakanna. José Cutileiro ætlar að fjalla um stöðu VES með tilliti til Evrópusam- bandsins (ESB) og Atlantshafsbanda- lagsins. Menn deila nú um það hvort VES eigi einvörðungu að vera vamar- samtök ESB eða Evrópu allrar. Cutileiro fæddist árið 1934 í Evora í Portúgal, lauk háskólaprófi í mann- fræði árið 1968. Hann stundaði fræðimennsku i St. Athony’s College í Oxford 1968-71 og var lektor við London School of Economics 1971-74. Cutileiro hóf störf í port- úgölsku utanríkisþjónustunni 1974 og var m.a. sendiherra í Maputo 1980-83, formaður sendinefndar Portúgals á afvopnunarráðstefnu Evrópu (CDE) í Stokkhólmi 1984-86 og yfirmaður stjórnmáladeildar utan- ríkisráðuneytisins í Lissabon 1986-88. Cutileiro varð aðalfram- kvæmdastjóri VES í nóvember 1994. SÉRBLAÐ UM SJÁVARÚTVEG ÍSI I VSK V SJ VVAIU IM (.SSVMMiI\ 1996 W21 SEPTEMBER1996 Luugnrdalshull, Reykjavík, Iceland. Vikulega birtir sérblaðið Úr verínu yfirlit yfir afla íslenskra fiskiskipa, sölu á innlendum fiskmörkuðum, kvóta og dreifingu skipa á miðunum. Útflutningi og helstu mörkuðum erlendis eru gerð góð skil auk allra helstu frétta af sjávar- útveginum, s.s. af fiskverkun, markaðsmálum og víðtækum þjónustuliðum útvegsins. íslenska sjávarútvegssýnmgin í Laugardalshöll 18.-21. september í tilefni af íslensku sjávarútvegssýningunni verður sérblaðið Úr verinu sérprentað þann 18. september nk. og aukaupplagi dreift á sýningunni sjálfri. í þessari sérútgáfu verður sýningin kynnt í máli og myndum og greint frá helstu nýjungum. Þá verða ýmis fyrirtæki kynnt og viðtöl birt við fjölmarga aðila sem að sýningunni standa. Jafnframt mun Morgunblaðið greina daglega frá helstu viðburðum á meðan á sýningunni stendur. Petta er í 5. sinn sem íslenska sjávarútvegssýningin er haldin og 1 ár verður hún stærri en nokkru sinni. Sýnendur verða um 700 talsins og búist er við allt að 14.000 gestum. Af þessu tilefni býðst auglýsendum sérstakt auglýsingaverð í Úr verinu þennan dag, auk þess sem sýnendum gefst kostur á að tilgreina staðsetningu sína í sérstökum „sýningar- gluggum." Pá má geta þess að 62,4% þjóðarinnar lesa Morgunblaðið daglega og á miðvikudögum lesá 81,2% allra stjómenda, atvinnurekenda og sérfræðinga blaðið. _j Birting 101 JBpVöunXiIaíiiti + 5.000-6.000 eintök á sýningu. í boði eru sérauglýsingar og „sýningargluggar“ Allar nánari upplýsingar veita Anna Elínborg Gunnarsdóttir og Arnar Haukur Ottesen, sölufulltrúar í auglýsingadeild, í síma 569 1171 eða með símbréfi 569 1110. Skilafrestur auglýsingapantana er til kl. 16.00 fimmtudaginn 12. september.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.