Morgunblaðið - 11.09.1996, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 1996 9
FRÉTTIR
Annatími fer í hönd hjá sauðfjárbændum í Húnaþingi
Morgunblaðið/Karl Á. Sigurgeirsson
ÓSKAR Magnússon, forstjóri Hagkaups, ásamt fylgdarliði.
Hvammstanga. Morgunblaðið.
MIÐFIRÐINGAR og Hrútfirðing-
ar smðluðu heiðalönd sín um
helgina í ágætu veðri, sunnanátt
og hlýju. Eru þetta tveggja daga
göngur. Sífellt færra fé er rekið
á afrétt, bæði hefur fækkað veru-
lega í bústofni bænda og einnig
hafa nokkrir bændur Iagt af hefð-
bundinn búskap. Enn fremur
nýta sumir heimalönd jarða sem
komnar eru úr ábúð. Umsvif í
göngum og réttum eru því leikur
einn í svo góðri tíð sem nú er.
í tilefni viðskiptasamnings
milli Hagkaups og vestur-hún-
Fj allskil
tókust vel
vetnskra sauðfjárbænda mætti
forstjóri Hagkaups, Óskar Magn-
ússon, með fylgdarliði við heiðar-
girðingu á Aðalbólsheiði og tók
þátt í að reka safnið til safngirð-
ingar í Austurárdal. Mæltist þessi
heimsókn vel fyrir og fannst gest-
unum afar gaman að kynnast
störfum bændanna á svo lifandi
hátt. Gestirnir tóku svo þátt í
réttarstörfum í Hrútafirði og
Miðfirði.
Aðspurður kvaðst Óskar Magn-
ússon vera ánægður með við-
skiptasamninginn og framkvæmd
hans væri hnökralaus. Þessi ný-
breytni í sölu dilakjöts virtist
falla neytendum í geð því allt
kjöt seldist ferskt. Nú verður
slátrunin aukin úr 250 i 400 dilka
á viku og standa vonir til að
ferskt lambakjöt verði á boðstól-
um allt fram í desember.
Lögreglan varar
við sveppaáti
SVEPPIR voru teknir af manni, sem
afskipti þurfti að hafa af í veitinga-
húsi við Laugaveg á laugardag. Að
sögn lögreglu hefur talsvert verið
um það að undanförnu að foreldrar
hafi hringt í lögreglu til að lýsa
áhyggjum sínum vegna sveppatínslu
unglinga á umferðareyjum og öðr-
um stöðum þar sem sveppir vaxa
utan dyra.
Foreldrar hafa haft áhyggjur af
því að börnin noti sveppina til þess
að reyna að komast í vímu. Ómar
Smári Ármannsson, aðstoðaryfir-
lögregluþjónn, segir að þrátt fyrir
að sveppir hafi oft verið sendir í
rannsókn hér á landi hafi einungis
einu sinni fundist virkt eiturefni í
þeim. Hins vegar séu sumar tegund-
ir sveppa hættulegar til neyslu og
enginn ætti að tína eða neyta villtra
sveppa nema hafa til þess næga
þekkingu.
„Fíkniefni það sem hægt er að
rækta í ákveðinni tegund sveppa
fyrirfinnst yfirleitt ekki í villtum
sveppum hér á landi,“ segir Ómar
Smári.
CLARINS
---P A R I S-
CLARINS dagar verða
miðvikudag, fimmtudag, og fdstudag í Sigurboganum.
Kynnt verður meðal annars nýja dagkremið
LIFT JOUR ANTI-RIDES.
Morgunblaðið/Arinbjörn Sigurgeirsson
FRÁ réttunum í Austurárdal.
•SS í 37 ár
Hressingarleikfimi kvenna
hefst mánudaginn 16. september nk.
Kennslustaðir:
Leikfimisalur Laugarnesskóla og
íþróttahús Seltjarnarness.
Fjölbreyttar æf ingar -
músík - dansspuni -
þrekæf ingar - slökun.
Verið með frá byrjun.
Innritun og upplýsingar í síma 553-3290.
Ástbjörg S. Gunnarsdóttir, íþróttakennari.
Orugg ávöxtun sparifjár
Spariskírteini ríkissjóðs með mismunandi gjalddaga
• Við bjóðum eldri flokka spariskírteina ríkissjóðs með gjalddaga
eftir 'h ár, Vh ár, 2'h ár, 3'h ár og 4'h ár.
• Þú getur raðað saman mismunandi flokkum spariskírteina þannig að
þú sért alltaf með laust fé þegar þú þarft á því að halda.
• Spariskírteini eru tæki til að skapa þann hreyfanleika sem þú þarfnast.
Helstu flokkar
spariskírteina:
1992 1D5 Gjalddagi 1/2 1997
1993 1D5 Gjalddagi 10/4 1998
1994 1D5 Gjalddagi 10/2 1999
1995 1D5 Gjalddagi 1/2 2000
1990 2D10 Gjalddagi 1/2 2001
Fjölmargir aörir flokkar spariskírteina eru einnig til sölu. Hafa skal í huga aö spariskírteini ríkissjóös eru markaðsverðbréf sem eru skráö á Verðbréfaþingi íslands,
og eru því auðseljanleg á lánstímanum. Kynntu þér möguleika spariskírteina ríkissjóðs.
Hafðu samband við ráðgjafa
Þjónustumiðstöðvar ríkisverðbréfa
og fáðu nánari upplýsingar.
Sími 562 6040.
ÞJONUSTUMIÐSTÖÐ
RÍKISVERÐBRÉFA
Hverfisgötu 6,2. hæð (neðsta húsið við Hverfisgötu)
sími 562 6040, fax 562 6068.
Hvaö sem þú gerir - sparaðu með áskrift að spariskírteinum