Morgunblaðið - 11.09.1996, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Ráðning fréttamanna hjá Sjónvarpi á síðasta ári
Útvarpsráð átti að
rökstyðja tillögur
UMBOÐSMAÐUR Alþingis hefur
komist að þeirri niðurstöðu að
annmarkar hafi verið á skipun í
stöðu þriggja fréttamanna hjá
Sjónvarpinu 1. september 1995.
Þeir annmarkar geti hins vegar
ekki valdið ógildingu umræddra
stöðuveitinga. Sigrún Stefánsdótt-
ir, lektor í Háskóla íslands, var
einn umsækjenda en útvarpsráð
gerði það að skilyrði að hún segði
stöðu sinni hjá Háskólanum lausri
til þess að umsókn hennar um
stöðu fréttamanns yrði tekin til
greina. Sigrún leitaði til umboðs-
manns Alþingis út af þessu máli.
Tekið var fram þegar stöðurnar
voru auglýstar 19. júlí 1995 að
háskólapróf eða reynsla í frétta-
eða blaðamennsku væri nauðsyn-
leg. Samkvæmt því sótti Sigrún
um starfið. 26 manns sóttu um
stöðurnar þijár og mælti frétta-
stjóri Sjónvarpsins með ráðningu
þriggja þeirra, þar á meðal Sigrún-
ar. Heimir Steinsson útvarpsstjóri
hafði síðar samband við hana og
tjáði henni vilja útvarpsráðs að
hún yrði að gefa skriflega stað-
festingu þess efnis að hún segði
upp stöðu sinni sem lektor í hag-
nýtri fjölmiðlun við Háskóla Is-
lands til þess að koma til greina í
stöðuna.
Afstaða lögmanns
Ríkisútvarpsins
Sveinbjörn Björnsson háskóla-
rektor taldi lagalega ekkert því til
fyrirstöðu að Sigrún gegndi fullu
starfi fréttamanns og væri jafn-
framt í hálfu starfi hjá Háskóla
íslands. Studdi hann ósk hennar
um að gegna þessum tveimur stöð-
um. Lögmaður Ríkisútvarpsins
mælti gegn ráðningu hennar þar
sem lagaákvæði sem hún vísaði
til, þ.e. 26. grein laga um réttindi
og skyldur starfsmanna ríkisins,
ijalli eingöngu berum orðum um
þá aðstöðu að einn starfsmaður
gegni tveimur heilum stöðum.
A fundi útvarpsráðs 13. septem-
ber 1995 var bókuð sú afstaða
formanns ráðsins að hann sé sömu
skoðunar og lögmaður Ríkisút-
varpsins að ekki væri lögmætt að
mæla með Sigrúnu til fastra
starfa.
Sigrún óskaði ásamt þremur
öðrum umsækjendum eftir að út-
varpsráð rökstyddi umsagnir sínar
um umsækjendur frá 23. ágúst
og 13. september 1995 með vísun
til stjórnsýslulaga. í svarbréfi for-
manns útvarpsráðs til Sigrúnar er
ósk hennar um rökstuðning hafn-
að. Hún leitaði þá rökstuðnings
hjá útvarpstjóra. I svarbréfi hans
frá 15. nóvember 1995 sagði m.a.:
„í stuttu máli eru aðalatriðin þessi:
Umsóknin var ekki talin samræm-
ast þeirri meginreglu laga um rétt-
indi og skyldur starfsmanna ríkis-
ins að starf skuli vera aðalstarf
og ríkisstarfsmanni beri að helga
krafta sína því aðalstarfi. Þær
sérstöku heimildir til að gegna
aukastörfum sem getur að líta í
26. gr. starfsmannalaga og í öðr-
um lögum um Háskóla Islands
voru ekki taldar eiga við.“
Málsmeðferð áfátt
Niðurstaða umboðsmanns Al-
þingis var sú að útvarpsráð hefði
í samræmi við almennar reglur
stjórnsýsluréttar átt að rökstyðja
tillögur sínar til útvarpsstjóra um
skipun í stöður fréttamanna sem
um ræðir í þesu máli.
„Þá tel ég málsmeðferð Ríkisút-
varpsins áfátt að því leyti að A
[Sigrúnu] var ekki gerð skrifleg
og skýr grein fyrir þeirri afstöðu
útvarpsins að ekki yrðu teknar til
greina umsóknir umsækjenda sem
því skilyrði væru bundnar að um-
sækjandi fengi að gegna samtímis
annarri stöðu hjá ríkinu enda bar
þá jafnframt að ganga eftir skýr-
um svörum A að þessu leyti. Að
mínum dómi geta þessir annmark-
ar hins vegar ekki valdið ógildingu
umræddra stöðuveitinga.“
Fimm menn sakfelldir
í Héraðsdómi Vestfjarða
Dæmdir fyrir auðg-
MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 1996 11
■ RÝMINGARSALA'
BUTASALA
IFI
‘%1
Bútar og gluggatjaldaefni
í metratali
- allt að
50%
afsláttur
"í
ÍjLUGGATJOED
Skipholti 17a
v
83 a
unar- o g fíkni-
efnalagabrot
ísafirði. Morgunblaðið
FIMM menn voru á mánudag sak-
felldir í Héraðsdómi Vestfjarða
fyrir fjölmörg auðgunar- og fíkni-
efnalagabrot, framin í Reykjavík,
á ísafirði og í Bolyngarvík á síð-
ustu tveimur árum.
Einn hinna ákærðu, 27 ára
gamall ísfirðingur, var dæmdur í
sex mánaða óskilorðsbundið fang-
elsi fyrir þátttöku í tveimur inn-
brotum, annars vegar í verslunina
Vöruval í Hnífsdal í desember á
síðasta ári og hins vegar í Shell-
skálann í Bolungarvík í janúar á
þessu ári. í báðum innbrotunum
höfðu þjófar á brott með sér pen-
ingaskápa með talsverðu reiðufé,
auk annarra verðmæta. Þá voru í
seinna innbrotinu unnin talsverð
spjöll á innanstokksmunum. Um-
ræddur maður á að baki langan
afbrotaferil og er þekktur í fíkni-
efnaheiminum.
Þá var félagi mannsins og jafn-
aldri frá Bolungarvík dæmdur fyr-
ir aðild að sömu innbrotum, auk
nokkurra skjalafals- og fíkniefna-
brota og gert að sæta fangelsi í
fimm mánuði þar af þrjá mánuði
óskilorðsbundið. Þriðji vitorðsmað-
urinn í hinu svokallaða „Shell-
skálamáli“, 26 ára Bolvíkingur,
hlaut þriggja mánaða skilorðs-
bundinn fangelsisdóm fyrir aðild
sína að því máli. Fjórði sakborn-
ingurinn, sem dæmdur var í hér-
aðsdómi á mánudag, 46 ára Bol-
víkingur, fékk fjögurra mánaða
fangelsisdóm, þar af þrjá mánuði
skilorðsbundið, fyrir hlutdeild í
innbrotinu í Vöruval, en maðurinn
kom á innbrotsvettvang að beiðni
þjófanna tveggja og aðstoðaði þá
við að flytja umræddan peninga-
skáp til ísafjarðar þar sem lögregl-
an kom að þeim er þeir voru að
bijóta skápinn upp.
Sakfelldur fyrir ranga
skýrslugjöf
Sami maður var einnig sakfelld-
ur fyrir kaup á tæplega 20 grömm-
um af amfetamíni ogtæplega 100
grömmum af hassi en lögreglan
handtók hann í bifreið í ísafjarðar-
djúpi á marsmánuði sl. Loks var
fimmti sakborningurinn, 28 ára
gamall maður, sem búsettur var í
Hnífsdal, sakfelldur fyrir ranga
skýrslugjöf hjá lögreglu, en mað-
urinn mun að beiðni innbrotsþjóf-
anna í Shellskálann hafa skýrt
lögreglu visvítandi frá því að þjóf-
arnir hefðu haft næturstað hjá sér
umrædda nótt og því ekki getað
verið viðriðnir innbrotið. Mannin-
um var gert að greiða 50.000 kr.
sekt fyrir ósannsöglina.
Dóminn kvað upp Jónas Jó-
hannsson héraðsdómari.
werzalitr, giugga
SÓLBEKKIR Þola
fyrirliggjandi vatn
ÞP
SENDUM I PÓSTKRÖFU
Þ. ÞORGRÍMSSON
&CO
&CO
Ármúla 29 • Reykjavík • Sími 553 8640