Morgunblaðið - 11.09.1996, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 11.09.1996, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 1996 13 ________AKUREYRI_____ Ferðamannastraumur til Grímseyjar eykst Grímey. Morgunblaðið. TÖLUVERT fleiri ferðamenn lögðu leið sína til Grímseyjar á nýliðnu sumri en í fyrra. Margir ferðalangar nýttu sér þann möguleika að koma með flugi til eyjarinnar að morgni, notuðu daginn til að skoða sig um, en fóru svo með feijunni Sæfara til lands síðdegis. í sumar eða frá því fyrri part júnímánaðar og fram til 18. ágúst síðastliðinn hét Flugfélag Norður- lands uppi kvöldflugi til Grímseyjar. Ekki liggja enn fyrir nákvæmar tölur um fjölda þeirra ferðamanna sem komu með flugi, en Friðrik Adolfsson hjá Flugfélagi Norður- lands segir að meira hafi verið að gera í Grímseyjarfluginu í sumar en áður. „Það viðraði vel í sumar og var sjaldan ófært. Við höfum verið að flytja svipaðan fjölda ferða- menna til eyjarinnar ár frá ári, en aukningin í sumar liggur í fleiri komum skemmtiferðaskipa. Tilfinn- ingin fyrir sumrinu er því sú að það hafi gengið vel í Grímsey í sumar og framhaldið lofar góðu,“ segir Friðrik. Óskar Óskarsson, útgerðarstjóri Sæfara á Dalvík, segir menn vera ánægða með útkomuna í sumar. „Þetta var heldur betra en við bjuggumst við,“ sagði hann. í sumar flutti Sæfari 553 farþega til Grímseyjar en frá eynni fóru 653 farþegar. Til samanburðar má geta þess að í fyrra komu með Sæfara til Grímseyjar 576 farþegar en 506 fóru. Morgunblaðið/Guðmundur Þór PÁLL og Guðmundur voru að vonum ánægðir með verkið og sögðu að ekki spillti fyrir gott veður og gott fólk. Minningarreit- ur í kirkjugarði Ólafsfjarðar Ólafsfjörður. Morgunblaðið. ÞESSA dagana er verið að gera sérstakan minningarreit í Kirkju- garði Ólafsfjarðar til minningar um ástvini sem hvíla annars staðar en í garðinum. Það eru Samtök um sorg og sorgarviðbrögð og sóknar- nefnd Ólafsfjarðarkirkju sem í samvinnu standa að gerð þessa minningarreits. 6 tonna steinn í minningarreitnum er sérvalinn 6 tonna steinn sem klofinn er í sundur. Myndar hann tvær hálfopnar hendur sem halda á fugli og fiski. I kringum steininn er göngustígur og hlaðinn garður. Verkið er unnið af Páli Guðmunds- syni myndhöggvara frá Húsafelli og Guðmundi Rafni Sigurðssyni landslagsarkitekt hjá Skipulags- nefnd kirkjugarða. Að sögn þeirra félaga kom hug- myndin að verkinu fram þegar Páll dvaldi í tjaldi í Ólafsfirði fyrir um ári. Sögðu þeir að samvinnan hefði gengið mjög vel, en þetta er í fyrsta skipti sem þeir vinna saman og var það lærdómsríkt fyrir báða aðila. Þá kom einnig fram að báðir lærðu þeir hleðslu hjá sama hleðslumann- inum, Sveini Einarssyni. Dalvík Slökkviliðs- menn fá hærri laun BÆJARRÁÐ Dalvíkurbæjar hef- ur samþykkt að greiða slökkviliðs- mönnum í bænum eftir taxta Landssambands slökkviliðsmanna en breyting á launataxta þeirra tók gildi 1. september síðastliðinn. Fyrir fund bæjarráðs á dög- unum lágu upplýsingar um laun slökkviliðsmanna í sjö sveitarfé- lögum fyrir 5 stunda útkall og kom í ljós að þau voru verulega hærri en á Dalvík. Þau voru hæst á Húsavík, 987,30 á klukkustund, en á Dalvík voru greiddar 549,55 á klukkustund. Nú hefur bæjarráð Dalvíkur samþykkt að hækka laun þeirra sem sinna slökkivliðsstörf- um og verður greidd 871 króna á klukkustund. Tvö skip Samheija í Smugunni en veiðin dræm Hjalteyrin á leið til Póllands HJALTEYRIN EA, frystitogari Sam- herja hf., hélt áleiðis til Póllands í gærkvöld en þar fer togarinn í sand- blástur, málningu og minni háttar stálviðgerðir. Verkið verður unnið í skipasmíðastöðinni í Szczecin og tek- ur um 30 daga, að sögn Kristjáns Vilhelmssonar hjá Samheija. Hjalteyrin hefur verið á rækjuveið- um og fryst um borð. Togarinn er kominn á B-skráningu og hefur því ekki veiðileyfi í íslenskri landhelgi en hefur farið til veiða á móti Þor- steini EA. Aðspurður sagði Kristján það ekki á döfinni á þessari stundu að selja Hjalteyrina. Tvö skip Samheija, Margrét EA og Þorsteinn EA eru í Smugunni og fiska lítið, að sögn Krisjáns. Hann segir að skipin komi fljótlega heim fari veiðin ekki að glæðast. Baldvin Þorsteinsson EA og Akureyrin EA eru á karfaveiðum og Víðir EA er við þorskveiðar á Vestfjarðamiðum. Nótaskipið Oddeyrin EA er við bryggju á Akureyri. Skipið er hætt loðnuveiðum en heldur að öllum lík- indum til síldveiða um næstu mán- aðamót. Risatogarinn Esther sem Fram- heiji, dótturfyrirtæki Samheija í Færeyjum, keypti fyrir nokkru hefur að undanförnu legið við bryggju á Akureyri. Kristján segir togarann til sölu og að nokkrar fyrirspurnir hafi borist en ekkert sé þó frágengið í þeim efnum. Esther er um 2.500 tonna frystitogari, smíðaður árið 1965. Uppselt 26. sept. 30. sept. - 18 sæti 3. okt. - 21 sæti frá kr. 19.930 Flug og hótel kr. 24.930 London - vinsælasta borg Evrópu London hefur aldrei notið jafn mikilla vinsælda og í vetur, og nú hafa á annað þúsund farþega bókað ferðina sína til þessarar skemmtilegustu heimsborgar Evrópu og fyrstu ferðimar uppseldar. Hér finnur þú glæsilega gististaði, spennandi kynnis- ferðir, frábærar verslanir og íslenskir fararstjórar Heimsferða tryggja þér ánægjulega dvöl í heims- borginni sem á þriðja þúsund íslendinga heimsóttu á vegum Heimsferða síðasta vetur. Bókaðu meðan enn er laust. Bailey's hólelið - stórglæsilegt. Verð kr. 19.930 Flugsæti til London með flugvallar- sköttum í miðri viku. Verð kr. Helgarfargjald til London, fimmtudagur til mánudags. 22.530 Verð kr. 24.930 M.v. 2 í herbergi, Butlins Grand, 3 nætur, 30. sept., 14. og 21. okt. íslenskir fararstjórar Heimsferða í London. VISA Austurstræti 17, 2. hæð • Sími 562 4600

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.