Morgunblaðið - 11.09.1996, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 1996 15
VIÐSKIPTI
Franskur banki býður út
skuldabréf hérlendis
VERÐBRÉFAFYRIRTÆKINU
Handsali hf. hefur verið falið að
annast útboð hérlendis á skulda-
bréfum að fjárhæð 250 milljónir
fyrir franska bankann Société Gén-
érale.
Bréfin eru í íslenskum krónum
og bera 20% ávöxtun á fjórum
árum. Þau eru vísitölutryggð miðað
við sérstaka vísitölu sem saman-
stendur af bandarísku S&P500
hlutabréfavísitölunni, japönsku
Nikkei 225 vísitölunni, Eurotrack
200 og Templeton Emerging Mar-
kets-hlutabréfasjóðnum. I Temple-
ton-sjóðnum eru hlutabréf frá SA-
Asíu, Afríku, Suður Ameríku og
Austur-Evrópu. Höfuðstóll skulda-
bréfanna breytist einungis ef vísi-
talan hækkar, en stendur í stað ef
vísitalan lækkar. Þetta er í fyrsta
sinn sem slík bréf eru boðin hérlend-
is eftir því sem næst verður komist.
Pálmi Sigmarsson, fram-
kvæmdastjóri hjá Handsali hf.,
sagði í samtali við Morgunblaðið
borist hefði kynningarbréf frá
bankanum fyrir skömmu og fulltrú-
ar hans komið hingað til lands í
kjölfarið. „Þessi bréf hafa verið vin-
sæl meðal lífeyrissjóða og trygg-
ingafélaga á Norðurlöndum á und-
anförnum árum. Við vildum gefa
íslenskum fjárfestum kost á að fjár-
festa í þeim í íslenskum krónum.
Þannig geta þeir dregið úr gengis-
áhættu en jafnframt tekið þátt í
hlutabréfaviðskiptum heimsins á
mjög öruggan hátt. Viðtökur §ár-
festa hafa verið mjög góðar og þeg-
ar er komin af stað sala á ríflega
helmingi bréfanna."
Að sögn Pálma gerði franski
bankinn gjaldeyrisskiptasamning
við íslandsbanka vegna útboðsins.
Société Généale er 19. stærsti
banki heims með 45 þúsund starfs-
menn og skrifstofur í 70 löndum.
Bankinn hefur sömu áhættuflokkun
og íslenska ríkið á alþjóðlegum
markaði.
Vélsmiðja Húnvetninga
Greiðslustöðvun
framlengd
VELSMIÐJA Húnvetninga á Biöndu-
ósi hefur fengið framlengda greiðslu-
stöðvun fyrirtækisins til þriggja
mánaða, en fyrirtækið fékk greiðslu-
stöðvun til þriggja vikna þann 1.
ágúst sl. Að sögn Tryggva Gíslason-
ar, framkvæmdastjóra Vélsmiðjunn-
ar, verður þessi tími notaður til að
endurskipuleggja rekstur fyrirtækis-
ins.
Að sögn Tryggva var skuldastaða
fyrirtækisins orðin það slæm að það
gat ekki lengur staðið við skuldbind-
ingar sínar. Hann segir að margir
samverkandi þættir hafí valdið þess-
ari erfiðu greiðslustöðu fyrirtækisins.
Þar vegi þó þyngst það slæma ár-
ferði sem verið hafi í járniðnaði hér
á landi undanfarin ár.
Tryggvi segir þó að útlitið fram-
undan sé talsvert bjartara. „Við telj-
um að forsendur séu fyrir áframhald-
andi rekstri fyrirtækisins, enda stæð-
um við ekki í þessum aðgerðum ef
svo væri ekki.“
Um 75 hluthafar standa að baki
Vélsmiðju Húnvetninga. Þeirra
stærstir eru Kaupfélag Húnvetninga
og Olíufélagið, en aðrir eigendur eru
starfsmenn fyrirtækisins, einstakl-
ingar og bændur í héraðinu. Starfs-
mannaijöldi VH er um 20 í dag en
fyrirtækið rekur bifreiða-, rafmagns-
og vélaverkstæði ásamt verslun.
Stóraukin velta hjá Borgey á fyrri árshelmingi en saltfiskvinnsla veldur vonbrígðum
Hagnaður nam
33 millj. króna
HAGNAÐUR Borgeyjar hf. á fyrri
árshelmingi nam tæpum 33 milljón-
um króna og er þetta rúmlega tvö-
falt meiri hagnaður en varð af
rekstri fyrirtækisins á sama tíma í
fyrra. Rekstartekjur fyrirtækisins
hafa nærri tvöfaldast á sama tíma-
bili og námu þær 1.130 milljónum
króna á fyrstu sex mánuðum þessa
árs. Nánari útlistun á milliuppgjöri
félagsins má sjá í meðfylgjandi töflu.
Þrátt fyrir stóraukinn hagnað frá
sama tímabili í fyrra veldur afkoma
fyrirtækisins á fyrri árshelmingi
nokkrum vonbrigðum, að sögn Hall-
dórs Árnasonar, framkvæmdastjóra
Borgeyjar. Segir hann að slæm af-
koma í saltfiski hafi rýrt afkomu
fyrirtækisins nokkuð. Þar hafi fyrst
og fremst valdið lakari nýting en
gert hafi verið ráð fyrir. Þá hafi
humarvertíðin einnig verið slök.
Borgey er í dag með umsvifa-
mikla vinnslu saltfisks, síldar og
loðnuafurða. Boifisksfrystingu var
hins vegar að mestu hætt hjá félag-
inu á síðasta ári en þess í stað hefur
verið lögð aukin áhersla á vinnslu
afurða úr kola.
Kaup á 50% hlut í Húnaröst
tryggð
Borgey hefur nú tryggt sér 50%
eignaraðild að Húnaröst ehf., sem
gerir út nótaskipið Húnaröst SF
550. Saman eiga þessi tvö fyrirtæki
80% hlut í Oslandi ehf., sem rekur
fiskimjölsverksmiðju í Hornafirði.
Rekstur þessara fyrirtækja kemur
ekki fram í rekstrarreikningi Borg-
eyjar að þessu sinni en stefnt er að
gerð samstæðureiknings fyrirtækj-
anna um næstu áramót.
Borgey hefur einnig fjárfest mikið
á þessu ári, að sögn Halldórs. Þann-
ig hafi fyrirtækið lokið við uppbygg-
ingu nýrrar kolavinnslu sem sé að
komast í fulla notkun. Þá segir hann
að unnið sé að uppbyggingu nýrrar
vinnslulínu í loðnu og síld sem muni
gjörbreyta aðstæðum og afköstum
við löndun, flokkun og frystingu.
Borgey hf,, mJ
Úr milliuppgjöri 1996 Jan.iúní Jan..iúní
Rekstrarreikningur Miiijónir króna 1996 1995 Breyting
Rekstrartekjur 1.130,8 630,5 +79,3%
Rekstrargjöld 1.065.2 574.6 +85.4%
Rekstrarhagn. f. fjármagnsl. og skatta 65,6 25,9 +153,3%
Fjármagnsliðir -31,1 -37,2 -16,4%
Skattar -1,6 -2.8 -42.9%
Hagnaður tímabilsins 32,9 15,9 +106,9%
Efnahagsreikningur Miiijónir króna 30/6 ‘96 31/12'95 Breyting
l Eignir: \
Veltuf jármunir 606,6 372,8 +62,7%
Fastaf jármunir 768,3 688,3 +11,6%
Eignir samtals 1.374,9 1.061,1 +29,6%
I Skuldir og eipið fé; I Skammtímaskuldir 480,7 222,1 +116,4%
Langtímaskuldir 313,0 340,2 -8,0%
Eigið fá 581,2 498,8 +16.5%
Skuldir og eigiö fé samtals 1.374,9 1.061,1 +29,6%
Kennitölur 1996 1995
Eiginfjárhlutfall 42,3% 47,0%
Veltufjárhlutfall 1,26 1,68
Veltufé frá rekstri Miiijónir króna 76,7 54,3 +41,2%
Metárá
Verðbréfa-
þingi
HEILDARVELTA viðskipta á Verð-
bréfaþingi íslands nam 74 milljörð-
um króna fyrstu átta mánuði þessa
árs og er það um 3 milljörðum króna
meira en velta alls síðastliðins árs.
Því er talið líklegt að árið 1996 verði
metár í viðskiptum á Verðbréfaþingi
íslands, en mestu viðskipti til þessa
urðu árið 1994, er heildarveltan nam
86,5 milljörðum króna, að því er
fram kemur í fréttabréfi Verðbréfa-
þings.
Nýtt viðskiptakerfi í gagnið
Þá kemur fram í fréttabréfi Veró-
bréfaþings að ákveðið hafi verið að
nýtt viðskiptakerfi verði formlega
tekið í gagnið þann 27. september
nk. Þingaðilar eru hins vegar þegar
farnir að nota kerfið til skráningar
á utanþingsviðskiptum.
Samkvæmt núgildandi reglum ber
að skrá þessi viðskipti fyrir hádegi
næsta viðskiptadag á eftir en boðað
hefur verið að þessi frestur verði
styttur í skrefum þannig að í fram-
tíðinni liggi fyrir upplýsingar um
utanþingsviðskipti skömmu eftir að
þau hafa átt sér stað.
Þjóðverjar reyna
að uppfylla skilyrði
myntbandalags
Aðhaldsaðgerðir framundan
Bonn. Reuter.
ÞÝSKA ríkisstjórnin lagði fjár-
lagafrumvarp sitt fyrir árið 1997
fram á þýska þinginu í gær.
Frumvarp þetta mun skipta sköp-
um um hvort Þýskaland nái að
uppfylla þau skilyrði sem sett eru
fyrir þátttöku í evrópska mynt-
bandalaginu (EMU).
í ræðu sinni í þinginu sagði
Theo Waigel, fjármálaráðherra
Þýskalands, að Þýskaland gæti
aðeins uppfyllt þessi skilyrði með
aðhaldsaðgerðum í ríkisfjármál-
um. Sagði hann ríkisstjórnina
vera staðráðna í því að nalda rík-
isútgjöldum innan 440 milljarða
marka, eða sem samsvarar um
19.000 milljörðum íslenskra
króna, en það er rúmum 460 millj-
örðum minna en útgjöld þýska
ríkisins á yfirstandandi fjárlaga-
ári.
Sagði Waigel að fjárlagahallinn
yrði 56,5 milljarðar marka, eða
um 2.500 milljarðar íslenskra
króna. Sagði hann að engar aðrar
leiðir væru færar en að skera nið-
ur opinber útgjöld og létta skatt-
byrðar.
Aukið atvinnuleysi eykur á
fjárlagahalla
Hins vegar hefur hægur vöxtur
í þýsku efnahagslífi og mikil aukn-
ing atvinnuleysis sett strik í reikn-
inginn hjá Waigel hvað varðar
fjárlög þessa árs. Gætu þessir
þættir valdið því að fjárlagahallinn
fari í 4% af landsframleiðslu í ár.
Skilyrði Maastricht sáttmálans
fyrir þátttöku í myntbandalagi
Evrópusambandsins (ESB) segja
hins vegar til um að fjárlagahalli
megi ekki fara yfir 3% af lands-
framleiðslu.
Þrátt fyrir að sáttmálinn leyfi
nokkuð svigrúm hvað þetta varð-
ar, segir Waigel að líta verði á 3%
sem efri mörk. Fjárlagafrumvarp
hans gerir ráð fyrir því að hallinn
fari niður í 2,5% af landsfram-
leiðslu, en fáir virðast hafa trú á
því að þær áætlanir nái fram að
ganga.
Reglur um yfirfæranlegt tap
Gætu hraðað samruna-
þróun fyrirtækja
TÍMATAKMARKANIR, sem eru á
nýtingu eftirstöðva rekstrartaps frá
árinu 1991, gætu örvað fyrirtæki í
samrunahugleiðingum til að samein-
ast fyrir árslok. Með sameiningu
gætu þau hagnýtt sér uppsafnað tap
til frádráttar skattskyldum tekjum
og þannig sparað sér umtalsverðar
fjárhæðir. Sum félög gætu einnig
forðað tapi sínu „frá skemmdum“
með því að mynda söluhagnað með
sölu eigna og nýta tapið í formi af-
skrifta. Þetta kemur fram í grein
eftir Sigurð Sigurgeirsson endur-
skoðanda í Landsbréfi, fréttabréfi
Landsbréfa.
Reglur skattalaga um yfirfæran-
legt tap í atvinnurekstri fela í sér
að verði halli á rekstri fyrirtækis á
tilteknu rekstrarári sé því heimilt
að draga tapið frá hagnaði næstu
árin á eftir eða þar til tapið hefur
verið jafnað að fullu á móti hagn-
aði. Kemur tapið til frádráttar skatt-
skyldum tekjum á því tímabili.
Tap í þann veginn að fyrnast
Hinn 1. janúar 1992 gengu í gildi
ný ákvæði um nýtingu rekstrartaps.
Þá var sett inn fimm ára takmörkun
á nýtingu taps en tap sem til var í
árslok 1990 er þó heimilt að nýta
allt til rekstrarársins 1996. Það
rekstrartap, sem myndaðist árið
1991, fellur því niður ef ekki tekst
að nýta það til frádráttar tekjum á
árinu 1996. Mörg fyrirtæki eiga því
án efa umtalsvert yfirfæranlegt tap
frá gamalli tíð, sem er í þann veginn
að fyrnast.
Verslunarráð Islands hefur skorað
á stjórnvöld að breyta reglunni þann-
ig að skattalegt tap í atvinnurekstri
verði yfirfæranlegt í tíu ár í stað
fimm ára nú.
Tapi forðað með söluhagnaði
Sigurður bendir á að forsenda
þess að félög geti nýtt yfirfæranlegt
rekstrartap sé sú að þau hafi nægan
hagnað. í mörgum tilfellum sé hins
vegar ljóst að hagnaðurinn á þessu
ári verði ekki nægur til að fulinýta
það tap, sem aðeins hafi geymsluþol
til ársloka. „Sum félög eru þó í að-
stöðu til að forða tapi sínu frá
skemmdum, t.d. með því að selja
eignir, sem þegar hafa verið fyrndar
að mestu og mynda þannig sölu-
hagnað. Söluverð eignanna er síðan
notað til að íjárfesta í nýjum fyrnan-
legum eignum, sem mynda nýjan
fyrningastofn. Með þessu nýtist tap-
ið, sem annars hefði fallið niður, í
formi afskrifta, á afskriftatíma
hinna nýju eigna,"
Tap nýtt með samruna
Sigurður segir að í sumum tilvik-
um hátti þannig til að hægt sé að
hagnýta tap með samruna félaga.
Þessi möguleiki hafi þó verið þrengd-
ur mjög í skattalögum á síðustu
árum til að stemma stigu við mis-
notkun. Þannig verði að uppfylla
ýmis skilyrði til að þessi möguleiki
á yfirfærslu rekstartaps við samruna
félaga sé fyrir hendi.
Þær tímatakmarkanir, sem eru á
nýtingu eftirstöðva rekstartaps
gætu stuðlað að því að þau fyrir-
tæki, sem fullnægja ofangreindum
skilyrðum skattalaga fyrir yfirfærslu
skattréttarlegra réttinda, hugleiði
samruna við önnur fyrirtæki. Þessar
takmarkanir gætu einnig örvað þau
fyrirtæki sem eru í samrunahugleið-
ingum til að Ijúka samruna fyrir
árslok 1996.