Morgunblaðið - 11.09.1996, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 11.09.1996, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 1996 17 Átti Ju- an Peron dóttur? Buenos Aires. Reuter. KONA, sem kveðst vera dóttir Juans heitins Perons, forseta Argentínu, segist búast við því, að kista hans verði opnuð svo unnt sé að sanna eða af- sanna fullyrðingu hennar með DNA-rannsókn. Marta Holgado, sem er rúm- lega sextug og kveður sitt rétta nafn vera Lucia Virginia Peron, segir, að Peron, sem var for- seti á árunum 1946-’55 og 1973-’74, og móðir sín hafi átt í leynilegu ástarsambandi snemma á fjórða áratugnum. Hefur hún fengið dómsúrskurð fyrir því, að líkamsleifar Perons verði teknar upp og rannsakað- ar en þær eru í grafhýsi í kirkjugarði í Buenos Aires. Fæðingarvottorðið eyðilagt Marta og sonur hennar, Horacio, þykja mjög lík Peron en hún segist ekki hafa komist að því fyrr en 1953, þegar hún var 19 ára gömul, að hann væri faðir sinn. Segir hún einn- ig, að útsendari Evitu Peron, hinnar frægu eiginkonu Per- ons, hafi rænt sér og misþyrmt 1971 og einnig reynt að ræna Horacio. Hafi útsendarinn einnig eyðilagt fæðingarvott- orðið, sem sannaði hvers dóttir hún væri. Ekki arfsvon Holgado neitar því, að það sé arfsvonin, sem fyrir henni vaki, en orðrómur er um, að Peron hafi átt mikið fé á leyni- legum reikningum í Sviss. Ýmsir peronistar hafa lýst yfír vanþóknun á því, sem þeir kalla enn eina tilraunina til að vanvirða grafhýsi Perons, en Carlos Menem forseti þegir. Holgado hefur útlitið með sér í þessu máli og í útvarpsvið: tali á mánudag sagði hún: „í hvert skipti, sem ég horfí í spegil, sé ég pabba.“ Reuter Papaya slær á kyn- hvötina Manila. Reuter. STARFSMÖNNUM fílippeyska vinnumálaráðuneytisins erlendis hefur verið ráðlegt að borða sem mest af papaya-ávextum, eigi þeir í erfiðleikum með að hafa stjórn á kynhvötinni. Yfirmaður vinnumálaskrifstof- unnar brá á þetta ráð þegar honum bárust til eyma fréttir um að starfsmenn hans hefðu átt í ástar- sambandi við skjólstæðinga stofn- unarinnar. Sagði hann papaya innihalda efnið papase, sem virtist slá mjög á kynlífslöngun fólks. Sukarnop- utri yfir- heyrð MEGAWATI Sukarnoputri, ein af leiðtoguni stjórnarandstæðinga í Indónesíu, var í gær yfirheyrð í ellefu klukkustundir á skrifstofu ríkissaksóknara í Jakarta. Hún var yfirheyrð sem vitni vegna máls verkalýðsforingja og leið- toga vinstriflokks, sem hafa verið sakaðir um tilraun til að steypa stjórninni með því að æsa til óeirða í júlí. Myndin var tekin þegar Suk- arnoputri mætti til yfirheyrslunn- ar, en hún hefur höfðað mál gegn stjórnvöldum vegna aðildar þeirra að því að steypa henni sem leið- toga stærsta stjórnarandstöðu- flokksins. Barist gegn skaðabótum Bretar vilja breyta Rómarsáttmálan- um tll að koma í veg fyrir kvótahopp London. Reuter. YFIRVÖLD í Bretlandi ætla að berjast gegn miklum skaðabóta- kröfum spænskra útgerða en þær hafa höfðað mál vegna þess, að þeim var um tíma bannað að veiða innan bresku fiskveiðilögsögunnar. Dómstóll í Bretlandi ákvað hins vegar í gær, að málið yrði ekki tek- ið fyrir fyrr en um mitt næsta ár. Lögfræðingar spænsku útgerð- arfélaganna krefjast þess á grund- velli úrskurðar Evrópudómstólsins, sem dæmdi breska bannið ólöglegt, að þeim verði greiddir meira en átta milljarðar ísl. kr. í bætur en Tony Baldry, sjávarútvegsráðherra Bretlands, sagði í viðtali við BBC, breska ríkisútvarpið, að hann teldi enga ástæðu vera til bótagreiðslna. Baldry sagði, að breska stjórnin ynni að því að fá í gegn verulegar breytingar á Rómarsáttmálunum með það fyrir augum að koma í veg fyrir „kvótahopp" en með því er átt við, að erlendar útgerðir skrái skip- in í Bretlandi og veiði síðan úr breska kvótanum. Breskur fiskur fyrir Breta „Við munum aldrei sætta okkur við, að veiðarnar innan breskrar lögsögu verði stundaðar af öðrum en breskum fiskimönnum. Því fyrr sem komið verður í veg fyrir kvóta- hoppið, því betra,“ sagði Baldry. Breskir sjómenn eru ævareiðir vegna framferðis spænsku útgerð- anna en auk þess hafa þeir orðið að skera niður kvótana vegna fisk- verndarstefnu Evrópusambandsins. Jim Portus, talsmaður fiskframleið- enda í Suðvestur-Bretlandi, segir, að aðeins vegna ákvörðunar Evr- ópudómstólsins hafi sjómenn á þessu svæði tapað fiski fyrir 2,6 milljarða ísl. kr. Matareitran rannsökuð Brussel. Reuter. FRAMKVÆMDASTJÓRN Evr- ópusambandsins (ESB) hyggst láta rannsaka lát ítalsks ungl- ingspilts, en bótúlineitrun varð honum að aldurtila eftir að hann snæddi mascarpone-ost, sem notaður er í vinsælan rétt, tiramisu. Dauði piltsins hefur vakið skelfingu á Ítalíu og hafa heil- brigðisyfirvöld þar látið kalla inn um 100.000 dósir af masc- arpone-osti í kjölfarið. Bótúlí- neitrun er matareitrun af völd- um sperðilsýkils og veldur hún taugalömun. Hún stafar yfir- leitt af neyslu illa niðursoðins matar. Að minnsta kosti sjö til- felli, sem tengjast neyslu á téð- um osti, hafa komið upp í Na- pólí, Calabriu-héraði og í Siena. Framkvæmdastjórnin hefur sent fulltrúa sinn til Ítalíu til að rannsaka málið, og þá ekki síst hvort yfirvöld hafi gripið til nægilega strangra varúðar- ráðstafana. Mjög strangar regl- ur gilda innan ESB um það hvernig bregðast skuli við til- fellum sem þessum, og hefur öllum ríkjum, sem flytja inn mascarpone-ost frá Italíu, bor- ist viðvörun. iviý söiuskrifstofa Samvinnuferða Landsýnar verður opnuð á ísafirði föstudaginn 13. sept. er að Hafnarstræti 7, sími 456 5390 Ny ^sknfsV0 Hinir geysivinsælu The Merry pioughboys leika og syngja írsk þjóðlög « á hinn eina og sanna hátt, en þeir eru þekktir fyrir leik sinn á pöbbnum Fox's, sem er íslendingum á ferð í Dublin að góðu kunnur. Fulltrúar frá Ferðamálaráði Dublinar og Samvinnuferðum Landsýn og umboðsmenn SL verða á skemmtikvöldunum. Komið og smakkið írskan drykk og takið lagið með írskum krafti! Einn þoklitastí golfkennari ira, Ciaran Monagan heldur golflcynningu i boði St. Margareta's golfklúbbsins á eftirtöldum stöðum: Akranesi: Golfklúbbnum Leynir, fimmtudag12.09. kl. 17:00 isafirði: Golfklúbbi ísafjarðar, föstudag13.09. kl. 17.00 Akureyri: Jaöarsvelli, Iaugardag14.09. kl. 14:00 Hafnarfirði: Golfklúbbnum Keili. sunnudag15.09. kl 14:00 Ciaran er fæddur árið 1958 og varð atvinnukeppnismaður 18 ára. Hann keppti víöa meö góðum árangri, en á síðari árum hefur hann alfariö snúiö sér að kynningu og kennslu á Golfi. Hann er "Club Professional" á St. Margareta golfvellinum í Dublin, sem íslenskir kylfingar þekkja mjög vel. Þá er Ciaran golfskýrandi og þulur í útsendingum EURO-SPORT frá golfmótum viða um heim. Sainviiwiiferlir-Laiiilsýii Reykjavik: Austurstræti 12 • S. 5691010 • Slmbrét 552 7796 oq 569 1095 Telex 2241 • Innanlandslerðir S. 5691070 Hótel Sögu við Hagatorg • S. 562 2277 • Símbrél 562 2460 Halnarl|örður Bæjarhrauni 14 • S. 565 1155 • Símbrél 565 5355 Ketlavík: Hafnargótu 35 • S. 421 3400 • Slmbrét 421 3490 Akranes: Breiöargötu 1 • S. 431 3386 • Slmbrét 4311195 Akureyri: Ráðhústorgi 1 • S. 462 7200 • Símbrél 461 1035 Vestmannaeyjar Vestmannabraut 38 • S. 481 1271 • Slmbréf 481 2792 'TRT O ATIASi* ísaljörður: Halnarstræti 7 • S 456 5390 Einnlg umboðsmenn um land allt m£Sm EunocARO Samvinnuferðir Landsýn bjóða gestum á írskt lcvöld á Hótel Barbró, Akranesi, fimmtudagskvöldið 12. sept. kl. 21:00 á Eyrinni, ísafirði, föstudagskvöldið 13. sept. kl. 21:00 á Pollinum, Akureyri, laugardagskvöldið 14. sept. kl. 21:00 á Cafe Reykjawík, sunnudagskvöldið 15. sept. kl.21:00 Hann gaf nýlega út kennslumyndband í golfi sem hefur vakið mikið umtal og athygli í Evrópu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.