Morgunblaðið - 11.09.1996, Page 18

Morgunblaðið - 11.09.1996, Page 18
18 MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 1996 MORGU NBLAÐIÐ ERLENT Reuter Fellibylur í Puerto Rico FELLIBYLURINN Hortense gekk í gær yfir Puerto Rico og honum fylgdi úrhellisrigning sem olli flóðum í byggðum við ströndina og hætta var á mikl- um aurskriðum í fjöllunum. Vindhraðinn var allt að 130 km á klukkustund. Rafmagns- laust varð í mörgum byggðum Puerto Rico og skýrt var frá flóðum á eyjunni St. Croix. Fólk var flutt úr strandhverfi í Ponce, næststærstu borg lands- ins, þar sem myndin var tekin. Fregnir hermdu að fimm manns hefðu beðið bana, þeirra á meðal tveggja ára drengur sem fórst í aurskriðu. Átján mannsvar saknað. Ólíklegt þótti í gær að felli- bylurinn færi yfir Dóminíska lýðveldið en veðurfræðingar spáðu því að hann kæmi að strönd Florída í lok vikunnar. Fellibylurinn Sally í suðurhluta Kína 114 manns farast og 110 er saknað Peking. Reuter. FELLIBYLURINN Sally varð að minnsta kosti 114 manns að bana og 110 er saknað eftir að hann gekk yfir suðurhluta Kína á mánu- dag. Fellibylurinn fór yfir héraðið Guangdong og varð að minnsta kosti 79 manns að bana í borginni Zhanjiang. Rúmlega 60 er enn saknað í borginni, auk þess sem 2.300 manns meiddust. I borginni Maoming biðu að minnsta kosti 33 manns bana og rúmlega 50 var saknað. Hartnær 216.000 hús hrundu í Zhanjiang og 700 bátar skemmd- ust í grennd við borgina. 60 bátar sukku nálægt Maoming. „Við vit- um ekki enn með vissu hversu margra er saknað því margir bátar eru enn ókomnir," sagði embættis- maður í Zhanjiang. 100 milljarða tjón „Efnahagslega tjónið í Zhanj- iang er hið mesta frá árinu 1954,“ sagði annar embættismaður í borg- inni. Tjónið í borgunum tveimur er áætlað um 100 milljarðar króna. Hermenn og lögregiumenn tóku þátt í björgunarstarfinu í Zhanj- iang og bylurinn var svo mikill að hann reif upp nær öll tré borgar- innar með rótum. Fellibylurinn varð að djúpri lægð, sem gekk yfir Víetnam í gær. Áður höfðu gífurleg flóð valdið miklu tjóni í suður- og miðhluta Kína. 2.700 manns fórust og hundruð þúsunda manna misstu heimili sín. Afsögii vegna njósnamáls Stokkhólmi. Reuter. FORMAÐUR leyniþjónustunefndar sænska þingsins sagði af sér í gær í kjölfar þess að hann tjáði sig opin- berlega um mál annars Svíans sem vísað hefur verið frá Rússlandi fyr- ir njósnir. Rolf Dahlberg, þingmaður hægrimanna og formaður þing- nefndar sem fjallar um varnar- og leyniþjónustumál, var staddur í Hong Kong þegar fréttir bárust um að Svía hefði verið vísað úr landi fyrir njósnir. Utanríkisráðuneytið neitaði að tjá sig um málið þrátt fyrir að manninum hefði verið vísað úr landi í febrúar. Það komst hins vegar ekki í hámæli fyrr en rúss- neskir fjölmiðlar birtu um það frétt- ir í síðustu viku. Þegar fréttamenn hringdu í Dahlberg á hótelherbergi hans um miðja nótt vegna málsins, viður- kenndi hann að hafa haft vitneskju um mál manns sem hefði unnið sem „sendiboði" fyrir leyniþjónustuna. Dahlberg sagði í gær að dómgreind- in hefði brugðist sér í málinu og því segði hann af sér. Sá sem rekinn var úr landi heitir Peter Nordström og er verkfræð- ingur. Til er myndband sem sýnir hann greiða 2.000 dali fyrir svokall- aða babúsku-dúkku en í henni voru filmur af leyniskjölum. Nordström neitar ásökunum um njósnir og seg- ist hafa gefið vini sínum fé sem færa átti veikum ættingja. Auk Nordströms var háttsettur starfs- maður sendiráðs Svía í Moskvu rek- inn úr iandi. Reuter RYUTARO Hashimotos, forsætisráðherra Japans (t.h.), vísar Masahide Ota, héraðsstjóra á Okinawa, til sætis áður en viðræð- ur þeirra hófust í gær. Deilt um bandarískt herlið á Okinawa Vonast eftir málamiðlun Tókýó. Reuter. Skoðanakönnun í N-Noregi Meiri hörku gegn íslendingum EKKI tókst að leysa deiluna um veru bandarískra hermanna á jap- önsku eyjunni Okinawa á fundi þeirra Ryutaro Hashimotos, forsæt- isráðherra Japans, og Masahide Ota, héraðsstjóra á eyjunni. í alls- heijaratkvæðagreiðslu meðal eyjar- skeggja sl. sunnudag var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta að fækka verulega í bandaríska herlið- inu. í kosningunum á sunnudag var samþykkt með 91% atkvæða að fækka í bandaríska herliðinu, sem er hvergi fjölmennara í Japan en á Okinawa, en niðurstaðan er þó ekki bindandi fyrir ríkisstjórnina. Byggðastyrkir auknir Á fundi þeirra Ota, sem vill alger- an brottflutning Bandaríkjamann- anna, og Hashimotos náðist ekkert ákveðið samkomulag en þó er talið líklegt, að sæst verði að lokum á tillögu forsætisráðherrans. Hún er sú, að byggðastyrkir við Okinawa verði auknir og reynt að flytja hluta bandaríska herliðsins til annarra staða í Japan. Kosningum spáð Ota kvaðst bjartsýnn á, að fund- in yrði lausn í þessum anda en Hashimoto lagði áherslu á, að mál- ið væri enn ekki til lykta leitt. Vildi hann ekkert um það segja hvort boðað yrði til kosninga í Japan á næstunni en margir höfðu spáð því, að það yrði gert strax og Ok- inawa-deilan leystist. Svíþjóð 12 Vítis- englar handteknir SÆNSKA lögreglan handtók 12 liðsmenn mótorhjólasamtakanna Vítisengla í áhlaupi á félagsheim- ili þeirra í þremur bæjum í Suður- Svíþjóð í fyrrinótt. Þeir eru grun- aðir um að hafa lagt á ráðin um morð á liðsmönnum annarra mót- orhjólasamtaka, Bandidos. Rúmlega 100 lögreglumenn á bílum og mótorhjólum og tveimur þyrlum tóku þátt í áhlaupi á fé- lagsheimilin, sem eru í bæjunum Hasslarp, Djurslöv og Malmö. Lögreglan varðist frekari upp- lýsinga um aðförina, en hún er liður í löngu stríði sænskra, nor- skra, finnskra og danskra lög- regluyfirvalda gegn mótorhjóla- samtökum. HELMINGUR íbúa í Norður-Nor- egi vill, að stjórnvöld sýni íslend- ingum og öðrum, sem stunda veið- ar í Smugunni, miklu meiri hörku, meðal annars með því að færa út landhelgina og færa til hafnar öll skip, sem staðin séu að „ólögleg- um“ veiðum. Er þetta niðurstaða skoðanakönnunar, sem dagblaðið Nordlys í Tromso birti í gær. 51% þeirra, sem spurðir voru í Norðlandi, Troms og Finnmörk, kvaðst hlynnt því, að Norðmenn og Rússar færðu út lögsöguna til að loka þannig Smugunni en 25% voru því andvíg og 24% höfðu enga skoðun. Nákvæmlega 50% töldu, að norska strandgæslan ætti að taka íslensk skip og önnur erlend, sem væru að veiðum í Smugunni, en 32% kváðust telja það óráðlegt. í skoðanakönnuninni kemur einnig fram, að karlar vilja miklu róttækari aðgerðir en konur. 69% þeirra vilja færa út lögsöguna í samráði við Rússa en aðeins 33% kvennanna. Var stuðningur við útfærsluna mestur í Finnmörk og einkum meðal kjósenda róttækra vinstrimanna og borgaraflokk- anna en minnstur hjá kjósendum V erkamannaflokksins. Stuðningur við valdbeitingu var einnig minnstur hjá kjósendum Verkamannaflokksins og hjá rót- tækum vinstrimönnum líka en langmestur meðal stuðnings- manna borgaraflokkanna. Lfllltloil Manchester H Tælcifæri sem sjaidan býðst: á einstölcu verði! 17.685 kr. 222001?, Athugið að það er takmarkaður —— sætafjöldi í ferðirnar! • :'•* Reykjavík: Austurslræti 12 • S. 569 1010 Hótel Sögu viö Hagatorg • S. 562 2277 Hafnarijörður: Bæjarhrauni 14 • S. 565 1155 Keflavík: Hafnargötu 35 • S. 421 3400 Akranes: Breiðargötu 1 • S. 431 3386 Akureyri: Ráðhústorgi 1 • S. 462 7200 Vestmannaeyjar: Vestmannabraut 38 • S. 481 1271 ísaljörður: Hafnarstræti 7 • S.456 5390 Einnig umboðsmenn um land alli

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.