Morgunblaðið - 11.09.1996, Side 19

Morgunblaðið - 11.09.1996, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 1996 19 LISTIR Scan-foto/Knut Falch „ÞETTA eru heiðurshjónin sem Ólafur Kárasön talaði við þeg- ar hann var á leiðinni upp á jökulinn þar sem hann ætlaði að hitta látna unnustu sína,“ segir Erlingur Jónsson um höggmynd sína á Karls Johans götunni. Erlingur Jónsson myndhöggvari Sýnir á Karls Johans götunni í Osló ERLINGUR Jónsson er einn af tíu myndhöggvurum sem eiga verk á afmælissýningu norska mynd- höggvarafélagsins sem er nú fímm- tíu ára. Sýningin er haldin á Karls Johans götunni í Ósló sem liggur á milli þinghússins og konungshallar- innar. Erlingur, sem kennir mynd- list við Óslóarháskóla, sagði í sam- tali við Morgunblaðið að það væri sér mikill heiður að taka þátt í þess- ari sýningu. „Mér þykir líka sér- staklega vænt um að íslensk list skuli komast á blað með þessum hætti. Sýningin hefur vakið tölu- verða athygli enda er henni komið fyrir á sérstökum stað.“ Skúiptúr Erlings heitir Heiðurs- hjón og vísar titillinn í Heimsljós Halldórs Laxness. „Þetta eru heið- urshjónin sem Ólafur Kárason tal- aði við þegar hann var á leiðinni upp á jökulinn þar sem hann ætlaði að hitta látna unnustu sína. Og það er skemmtilegt að margir hér kann- ast við þessi hjón úr sögunni. Verk- ið er úr sýruheldu stáli og má segja að það vísi í tvær áttir; ef maður gengur í átt að þinghúsinu, snýr hann á móti manni en ef maður gengur í átt að höllinni snýr hún að manni.“ Erlingur hefur tekið þátt í mörg- um samsýningum í Noregi síðastlið- in ár en að hans sögn er langt síðan hann hélt einkasýningu síðast. „Það líður örugglega ekki á löngu þar til ég held einkasýningu því að menn hafa verið að ýta á mig að halda sýningu. Annars langar mig mest til að koma heim með sýningu en ég veit ekki hvenær verður af því.“ Sýningin á Karls Johans götunni stendur til 22. september. Fjöldi bóka frá Fjölva Leið til frelsis og huldar lendur ÆVISÖGUR, fræðibækur, barna- bækur og klassískar bókmenntir setja svip á útgáfu Fjöiva á þessu ári. Lætur nærri að útgáfubækur séu á fjórða tug og hefur þá ekki verið gengið frá öllu varðandi fyrirhugaða útgáfu. Saga byggð á æviferli Júrís Res- itovs sendiherra Rússa á íslandi er væntanleg og bókina hafa skrifað Eyvindur Erlendsson og Júrí Resitov. Resitov lærði ungur íslensku og hef- ur starfað lengi í utanríkisþjón- ustunni. í bókinni greinir frá tilbreyt- ingaríkum ferli diplómats og leið þjóðar hans til aukins fijálsræðis. í byrjun október kemur út sjálfs- ævisaga Nelsons Mandela, Leiðin til frelsis, viðamikil bók yfir 500 bls. Þessi bók á að vera upphaf fiokks ævisagna hjá Fjölva. Ævintýrasigling með Odysseifi nefnist bók eftir landkönnuðinn og ævintýramanninn Tim Severin sem lýsir siglingu á galeiðu meðfram ströndum Grikklands og fylgir Odys- seifskviðu. í þýðingu sinni byggir Finnbogi Guðmundsson á Hómers- þýðingum Sveinbjarnar Egilssonar. Rennt í hylinn er eins konar eintal Björns á Laxamýri við Laxá í Aðal- dal, smásögur, vangaveltur um lax- veiði og dularfulla atburði. Frönsk kona sem ung heillaðist af íslandi og giftist íslendingi er höfundur bókarinnar Bláu trén í Frið- heimum. Lýst er raunverulegum at- burðum, en bókin er fyrst og fremst tilfinningaþrungin upplifun hennar, ástar- og harmsaga að sögn útgef- anda. Sigurlaug Bjarnadóttir aðstoð- aði konuna, Liliane í Friðheimum, við að færa bókina í letur. Fjölvi mun eiga samstarf við Ofna- smiðjuna um að koma út starfs- og ævisögu Sveinbjarnar Jónssonar for- stjóra, en höfundar eru þrír sagn- fræðingar. Breytt heimsmynd Einar Þorsteinn Asgeirsson er höfundur verksins Innsýn, en í því eru saman komnar heimildir og til- gátur um breytingar á heimsmynd- Júrí Nelson Resitov Mandela inni með tilliti til lífs í öðrum sólkerf- um. Feneyjar engu líkar er áttunda bók Jónasar Kristjánssonar ritstjóra í flokknum Leiðsögurit Fjölva. Vasadeild Fjölva hefur útgáfu á nýjum flokki um geðræna sjúkdóma. Fýrsta bókin er um þunglyndi, önnur kvíða og fælni, þriðja um lystarstol og sú fjórða snýst um sorgarvið- brögð. Svokallaðar sjálfshjálparbækur eru ofarlega á blaði hjá Fjölva. Með- al slíkra bóka sem eru í undirbúningi eða væntanlegar á markað eru bæk- ur um mígreni og punktaþiýsting, Stóra heilsubókin eða Matarbiblían og ný toppformsbók. Yoga og andlega lífið verður nýj- asta bókin í ritröð Sri Chinmoys. Bókin um Shanti Devi fjallar um framhaldslíf og sálnaflakk. Grínbókin Forsetaslagurinn eftir Kjartan Arnórsson kom út í sumar og er í ritröðinni Kaftein Island. Bókinni er lýst sem skopstælingu á undirbúningi frambjóðenda til for- setakosninga. Lærið að teikna heitir nýr flokkur sem Fjölvi gefur út og er ætlað að stuðla að bættri teiknikennslu að franskri fyrirmynd. Dýrin í sveitinni og Gæludýrin okkar eru komnar út í þessum flokki og næst eru Lærum að teikna dýrin í Afríku og Lærum að teikna heimskautadýrin. Lúlli litli lundi er kynningarbók um ísland og eyjuna Vigur í Isafjarð- ardjúpi eftir svissneska konu, Krist- ínu Marti. Sama bók hefur komið út á þýsku og ensku og verður einnig gefin út á sænsku og unnið er að franskri gerð hennar. Fjölvi gefur út eina íslenska skáld- sögu, íslendingur á vígaslóð í Waffen SS, og er hún eftir nýjan höfund, Einar Björgvinsson. Sagt er að höf- undurinn hafi kannað starfshætti SS og Gestapó með það í huga að af- hjúpa þátttöku íslendinga í þeim. I sumar kom út hjá Fj'ölva „að lík- indum vandaðasta bók sem út hefur komið hjá forlaginu" eins og segir í kynningu. Þetta er forn helgisögn austan úr Georgíu í Kákasus um drottninguna Sjúsaník og píslarvætti hennar. Islandsvinurinn Grigol þýddi bókina og er hún gefin út til minning- ar um hann, en hann fórst í bílslysi fyrr á árinu. í sumar kom út Meðan þú gefur, hók eftir Gunnar Dal. Bókin er hin fyrsta í nýrri ritröð sem kallast Litlu gimsteinarnir. I sömu röð kom einnig út úrval ljóða Tolkiens, Vegaijóð, úr Hringadróttinssögu í þýðingu Geirs Kristjánssonar. Gunnar Dal hefur unnið að þremur bókum til viðbótar í Litlu gimsteinaröðinni. Þær eru þýðing á elsta þekkta ljóði heimsins, Gilgameskviðu, önnur er ný þýðing á Tao eða Bókinni um veginn og þriðja bók um Zen-vísdóminn. Ekki er enn afráðið hvenær bækurnar koma út. í sumar gaf Fjölvi út stórt litprent- að kort af Miðgarði Hringadróttins- sögu. Jafnframt var gengið frá skrautöskju með þremur bindum sög- unnar sjálfrar. Sérstök listaverkabók um Hringadróttinssögu er að koma út og heitir Hugarlendur Tolkiens. Meðal fyrirhugaðra bóka á útgáfu- lista Fjölva eru Ljósar hendur, úrvals- Ijóð þriggja skáldkvenna, Vilborgar Dagbjartsdóttur, Þóru Jónsdóttur og Ágústínu Jónsdóttur. Þóra og Ágúst- ína skreyta sín ljóð en Snorri Sveinn Friðriksson ljóð Vilborgar. Handrit Skrímslabókarinnar Kynjadýr í sjó og vötnum hleður utan á sig og stækkar og er ekki vist hve- nær bókin kemur út. Einnig eru ótald- ar nokkrar bækur fyrir yngstu kyn- slóðina. Fyrirlestur um silfur- smíði ÞÓR Magnússon þjóðminjavörður flytur fyrirlestur í forsal Þjóð- minjasafnsins fimmtudaginn 12. september og hefst hann kl. 17. Nefnist fyrirlesturinn íslenskir silfursmiðir og verk þeirra, en Þór hefur rannsakað íslenska silfur- smíði um árabil. í Bogasal Þjóðminjasafnsins stendur yfir sýningin Silfur í Þjóð- minjasafni. Á henni getur að líta úrval silfurgripa m.a. forna jarð- fundna silfurgripi, íslenska silfur- kaleika frá miðöldum, búninga- og borðsilfur auk verkstæðis Kristófers Péturssonar á Kúlu- dalsá, en hann var einn hinna síð- ustu silfursmiða gamla tímans. PCI lím og fuguefni 3t Its Stórhöfða 17, við Gullinbrú, sími 567 4844 Hóptímar Einkatímar 'MiðvUuidagimi 11. sept. verður • Hópnámskeið fyrir byrjendur og lengra komna • Barna- og unglinganámskeið aldursskipt söngnámskeið • Einsöngsnám fyrir byrjendur og lengra komna • Sveifludeild söngleikjatónlist, gospel, jass og blues • Sönghópur Móður jarðar gospel og heimstónlist Sönghópur Móður Jarðar syngur Kennarar og nemendur Söngsmiðjunnar taka lagið Prufusöngtími Kennarar Söngsmiðjunnar verða til viðtals og ráðlegginga Heitt kaffx á könnunni Verið hjartanlega velkomin Jass • blues • * e SOIUCSMIÐJAIU ehf. í vetur mun kanadíska jass/blues söngkonan Tena Palmer kenna við skólann - frábær söngkona sem unnið hefur til fjölda verðlauna fyrir söng sinn! Söngskóli og söngsmiðja HVERFISGÖTU 76 REYKJAVÍK Upplýsingar og innritun í síma: 561 2455 • faxi: 561 2456 eða á skrifstofu skólans, virka daga frá kl. 11 - 18.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.