Morgunblaðið - 11.09.1996, Síða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 1996
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
KRISTJAN SIGURÐUR
RAFNSSON
+ Kris<3án Sig-
urður Rafnsson
fæddist á Faxastíg
5 í Vestinannaeyj-
um 9. júlí 1948.
Hann lést á Land-
spítalanum 3. sept-
ember síðastliðinn
eftir stutta sjúk-
dómslegu að und-
angengnum lang-
varandi veikindum.
Foreldrar Krisljáns
eru Rafn Kristjáns-
son skipstjóri í
Vestmannaeyjum,
f. 19.5. 1924, d.
4.12. 1972, og eftirlifandi eigin-
kona hans Pálína Sigurðardótt-
ir, f. 22.10.1929. Systkini Krist-
jáns eru Hugrún, f. 29.6. 1954,
Vigdís, f. 7.7. 1958, Rafn, f.
18.6. 1962, Páll, f. 16.8. 1965,
og Sigmar, f. 6.1.1967. Krisfján
ólst upp í Eyjum og átti þar
heima til ársins 1966.
Eftirlifandi eiginkona Krist-
jáns er Árný K. Árnadóttir, f.
19.7. 1948 á Þórshöfn á Langa-
nesi. Foreldrar hennar eru Árni
Þ. Amason fv. verk-
stjóri, f. 30.12. 1918,
og eiginkona hans
Helga Gunnólfsdótt-
ir, f. 1.8.1925. Krist-
ján og Ámý eignuð-
ust þijá syni: 1)
Rafn, f. 1.10. 1966,
maki hans er Jó-
hanna Birgisdóttir
og börn þeirra Mar-
grét Rut og Jóhann
Rafn. 2) Ámi, f.
25.11. 1967. Dóttir
hans frá fyrri sam-
búð er Ámý Björg
og maki hans Ás-
laug Líf Stanleysdóttir. 3)
Guðmar, f. 25.11. 1968, maki
hans er Guðrún I. Blandon.
Árið 1966 fluttist Kristján til
Reykjavíkur ásamt eiginkonu
sinni. Þar stofnuðu þau heimili
og byggðu sína fyrstu íbúð. Síð-
ar byggðu þau hjón hús í
Garðabæ og áttu þar heima um
nokkurra ára skeið. Hin síðari
ár hafa þau átt heimili á Klapp-
arstíg 17 í Reykjavík.
Krislján lauk gagnfræðaprófi
frá Gagnfræðaskóla Vest-
mannaeyja og síðar atvinnuflug-
mannsprófi frá Flugskóla Helga
Jónssonar árið 1968. Að námi
loknu vann Krislján við flug-
kennslu og stundaði einnig sjó-
mennsku með föður sínum á
Gjafari VE 300. Árin 1972 til
1983 vann Krislján við leirkera-
smiði hjá Glit hf. og sinnti jafn-
framt sölu- og verslunai-störfum
fyrir O.M. Ásgeirsson og Sund
hf. Með þessum störfum gerði
hann út sendibíl frá Nýju Sendi-
bílastöðinni í Reykjavík. Arið
1983 hóf Kristján rekstur inn-
flutnings- og heildverslunar sem
hann starfrækti um árabil þar
til veikindi hans ágerðust og
aðstæður breyttust. Síðustu ár
vann Ki-istján á eigin vegum að
útgáfu upplýsinga- og heimilda-
rits um menningu og félags-
starfsemi í Vestmannaeyjabæ
fyrr og nú.
Útför Krisljáns verður gerð
frá Háteigskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 15. Jarðsett
verður í kirkjugarði Hafnar-
fjarðar.
Mér er einkar ljúft að minnast
Kristjáns Rafnssonar vinar míns,
sem nú hefur lokið jarðvistarlífí,
fullnað sitt skeið og dvelur nú á
þeim stað sem almáttugur Guð,
frumhreyfir, höfundur og skapari
alls lífs hefír búið honum.
Kristján var trúmaður og hafði
sterka skaphöfn, eldhugi að eðlis-
fari og sókndjarfur. Einstökum
dugnaði hans, hrífandi lífskrafti og
lífsgleði virtust lítil takmörk sett
" 'íivort heldur hann var við störf sín,
réttandi öðrum hjálparhönd sem
hann oft gerði sér til ánægju eða í
góðra vina hópi. Mótlæti sem hann
gekk í gegnum eins og aðrir, stund-
um óverðskuldað, mætti hann upp-
réttur og einarður, gjarnan með
bros á vör. Þegar aðrir hopuðu skref
afturábak tók hann eðlilega tvö
áfram. Hann lifði í núinu og stefndi
á vit framtíðar.
Hann hlaut kristilegt uppeldi,
sótti sunnudagaskóla og unglinga-
samkomur í Betel hjá Einari og
drengjafundi hjá KFUM þar sem
Steingrímur stjórnaði. Auk þess
voru í þá daga kennd kristin fræði
í gagnfræðaskólanum fermingarár-
;4ð og í Landakirkju fór fram sérstök
fræðsla og undirbúningur fyrir
ferminguna, sem sr. Jóhann Hlíðar
sá um hvað Kristján varðaði. Ljóst
er að hið kristilega uppeldi setti
svip sinn á líf Kristjáns til hins síð-
asta og hann hugsaði með hlýhug
til fræðara sinna og kennimanna.
Kristján var mjög félagslyndur
maður, söngelskur og hrókur alls
fagnaðar þar sem hann kom. Á
dansleikjum gat hann hreinlega
dansað allt ballið út. Það var virki-
lega gaman að sjá þau hjón
skemmta sér saman, þau voru ein-
staklega samtaka. Eg hafði þá
ánægju að vinna með Kristjáni
nokkra mánuði fyrr á lífsleiðinni.
Starfíð var þess eðlis að við þurftum
að vera viðbúnir því að leysa ólík,
óvænt og stundum erfíð vandamál
um leið og þau birtust. Mér er í
fersku minni er eitt slíkt kom upp
og tveir af virtari verkfræðingum
fyrirtækisins voru að velta fyrir sér
hagkvæmri lausn. Kristján stóð
snarlega á fætur án þess að segja
orð og sveif á braut í bifreið sinni.
Tæplega klukkustund síðar kom
hann aftur og hafði þá leyst á snilld-
arlegan hátt hið „stóra“ vandamál
sem verkfræðingarnir voru enn að
ræða sín á milli. Fijór hugur hans
vann á stundum ótrúlega hratt og
hann var lítið gefinn fyrir að út-
skýra hvernig hann ætlaði að leysa
málin, átti stundum erfitt með það
og taldi það tímaeyðslu að auki.
Þessir mánuðir voru fljótir að líða
og gleymast mér seint.
Eg kannaðist vel við Kristján á
þeim tíma er báðir áttu heima í
Vestmannaeyjum en það var á þess-
um tíma sem ég kynntist honum
og fjölskyldu hans á þann hátt að
sérstakur vinskapur hefur haldist
með okkur alla tíð síðan.
Þann vinskap er ég mjög þakklát-
ur fyrir og met mikils enda oft not-
ið góðs af honum. Sú innri auðlegð
sem þessi fjölskylda öll er svo rík
af birtist í elskusemi, góðvild, hjálp-
semi og kærleika til samferðafólks
án tillits til eigin aðstæðna og þarfa.
Þannig hefur það alltaf verið síðan
ég kynntist þeim og ljóslega alla tíð.
í veikindum sínum barðist Krist-
ján hetjulega eins og eðlið bauð.
Ekkert lát á aðstoð öðrum til handa
fremur en fyrr ef vitað var um ein-
hvern sem þurfti aðstoðar við og
ekki var þar farið í manngreinarálit
frekar en á öðrum sviðum. Hann
var örþreyttur á stundum en gat
ekki gefíst ugp fyrir veikindum frek-
ar en öðru. Ég held helst að Krist-
ján hafi gert sér grein fyrir því að
fyrir skömmu og var þá nokkuð
brattur, reiknaði með að skoðun
þessi tæki um tvær klukkustundir
og bað hana að ná í sig að þeim
tíma liðnum. Það fór öðruvísi í þetta
sinn og fáum dögum síðar var hann
allur. Mikill er missir afabarnanna
sem áttu í Kristjáni tryggan vin og
einlægan félaga.
Það er verulega gott til þess að
vita að íjölskyldan öll var hjá honum
þar til yfír lauk. Friður einkenndi
þá stund og friður hefur ríkt þessa
sorgar- og saknaðardaga. Guð al-
máttugur, frumhreyfir og höfundur
alls lífs, sá sem stillir vind og sjó,
sem breytir stormviðri í logn, ræður
lífi og dauða, stillir andardrátt, —
vakir yfír sínu fólki. Kristján og
Árný hafa stutt hvort annað dyggi-
lega í gegnum lífíð — haldið vel
saman og alið upp þrjá mannvæn-
lega drengi sem nú eru komnir á
fullorðins ár.
Nú eru þeir móður sinni stoð og
stytta, deila með henni sorg og
söknuði sem vissulega er hluti af
lífínu sjálfu. Og lífið heldur áfram,
eftir standa minningar um eigin-
mann og föður sem elskaði fjöl-
skyldu sína, mann sem lagði sig
allan fram í lífsbaráttunni, lagði
allt undir, mann sem átti eiginkonu
sem stóð með honum sem klettur,
í jafnvægi, styrkjandi og gefandi —
sem lagði eigin veikindi einfaldlega
til hliðar.
Ég og synir mínir, Gunnlaugur
Ingi og Páll Lúther, kveðjum Krist-
ján með virðingu og þakklæti fyrir
góða og eftirminnilega samfyigd.
Árnýju, Rafni, Áma og Guðmari,
tengdadætrum og barnabörnum,
Pálínu móður hans, systkinum og
öðrum aðstandendum vottum við
samúð. Megi friður Guðs umvefja
ykkur öll.
Vertu yfir og allt um kring,
með eilífri blessun þinni.
Sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum)
Ingimar Pálsson.
Elsku afi minn.
Þegar mamma sagði mér að þú
værir dáinn og farinn til Guðs, fór
ég að gráta. Eg vissi að þú varst
búinn að vera veikur. Ég var nýbú-
in að vera í heimsókn hjá ykkur,
pabba, Líf, þér og ömmu. Alltaf
þegar ég var í heimsókn hjá ykkur
fórstu með mig í sund á hveijum
degi, og oft fórum við saman út að
hjóla. Eftir að ég flutti til Svíþjóðar
kom ég sjaldnar í heimsókn til ykk-
ar, en ég er glöð yfir að hafa verið
hjá ykkur í tvo mánuði í sumar. Þá
heimsótti ég þig oft eftir að þú fórst
á spítalann, afí minn. Við vorum svo
góðir vinir. Ég á eftir að sakna þín
sárt. Ég sendi Árnýju ömmu minni
bestu kveðju og vona að Guð gefí
henni styrk.
Elsku Palla, langamma mín. Þú
hefur líka misst svo mikið. Árni
pabbi minn, Líf, Guðmar, Guðrún,
Rafn og Jóhanna, ég bið Guð að
geyma ykkur öll í bænum mínum á
kvöldin. Ég vona að ég geti verið
með ykkur á erfiðum stundum.
Mamma biður fyrir bestu kveðju til
ykkar allra og vonar að Guð gefi
ykkur styrk til að takast á við sorg-
ina. Guð geymi þig, eisku afi minn.
Þín
Árný Björg.
Við ótímabært fráfall míns kæra
vinar og æskufélaga Kristjáns Sig-
urðar Rafnssonar leitar hugurinn
aftur til ársins 1956, þegar undirrit-
aður fluttist með fjölskyldu sinni til
Vestmannaeyja frá Flatey á Skjálf-
anda. Flateyingar leituðu gjarnan
til Vestmannaeyja til þess að vinna
þar á vetrarvertíðum bæði á sjó og
landi og margir þeirra settust svo
að í Eyjum um lengri eða skemmri
tíma. Það var svo um systkinin frá
Nýjabæ í Flatey, en um þetta leyti
höfðu fímm þeirra, Sigurður, Ingi-
björg, Jóhanna, Rafn og Elísabet
sest að í Eyjum ásamt móður sinni
Sigríði Sigtryggsdóttur sem var
ekkja, en mann sinn, Kristján
Rafnsson, missti hún af slysförum
árið 1938, en eftir það hélt hún
heimili með börnum sínum í Nýjabæ
uns hún flutti til Vestmannaeyja.
Einn þessara systkina, Rafn
Kristjánsson, skipstjóri, bjó þá í
íbúðarhúsinu Höfða ásamt eigin-
konu sinni Pálínu Sigurðardóttur frá
Hruna í Vestmannaeyjum og tveim-
ur bömum sínum, þeim Kristjáni
Sigurði, sem hér er minnst, og
Hugrúnu, sem þá var tveggja ára.
Þá var Sigurður bróðir Rafns einnig
til heimilis í Höfða.
Við Kristján Sigurður eða Kiddi
eins og hann var ávallt nefndur
vorum á sama aldri og urðum fljótt
nánir vinir. Það spillti heldur ekki
vináttunni að við áttum báðir rætur
í Flatey á Skjálfanda.
Ég gleymi seint brosandi andliti
Kidda þegar við tókum fyrst tal
saman og hann bauð þessum ný-
komna Flateyingi liðsinni sitt og
félagsskap. Mér fannst gott að vera
í nærveru Kidda, hann kom ávallt
til dyranna eins og hann var klædd-
ur, glaður og reifur með sinni dill-
andi og smitandi hlátur. Hann var
hraustur sem unglingur og var snjall
í íþróttum og hljóp hraðar en flestir
okkar. Margar fjallgöngurnar áttum
við saman félagarnir upp á Heima-
klett, Klif eða Dalfjall. Undantekn-
ingariaust var sá svarti á undan á
toppinn, en sá hvíti kom móður á
eftir.
Kiddi var mörg sumur í sveit
bæði hjá frændfólkþ sínu á Tjörnesi
og í Meðallandi. Á haustin kom
Kiddi svo til baka enn stæitari en
fyrr, fullur af nýrri lífsreynslu og
lífsgleði. Þegar hann kom úr sveit-
inni árið 1958 var honum mjög í
mun að ég kæmi inn því að hann
þyrfti að sýna mér svolítið. Hann
var þá búinn að eignast aðra syst-
ur. „Þetta er hún Vigdís,“ sagði
Kiddi brosandi og við horfðum að-
dáunaraugum á þessa litlu systur
hans sem hjalaði þarna í vöggunni.
Rafn og Pálína byggðu sér svo
glæsilegt hús á Brimhólabraut 25
og síðar fæddust svo yngri synirnir
þrír, þeir Rafn, Páll og Sigmar, en
eftir flutning þeirra á Brimhóla-
brautina var ennþá styttra á milli
heimila okkar og við það styrktist
vinskapur okkar Kidda.
Kiddi hafði mikinn áhuga á út-
gerð föður síns og oft var farið að
taka á móti Gjafari VE 300 og
glaðst yfir góðum afla. Þá voru
bryggjurnar gengnar fram og til
baka á kvöldin og fylgst með afla-
brögðum annarra báta. Á þessum
árum var svo oft komið við í Hruna
hjá ömmu hans og afa, Margréti
og Sigurði, þegið mjólkurglas og
meðlæti, sagðar nýjustu fréttir og
rætt við gömlu hjónin um hin ólík-
legustu málefni, en þau tóku þess-
um ungu mönnum ávalit með ein-
stakri hlýju og Ijúfmennsku. Það
var því oft glatt á hjalla í Hruna í
--------------------------------- 4
þessum heimsóknum og hlegið hátt.
Árin liðu og strákarnir þurftu að ^
fara að vinna eitthvað. Eitt af því
fyrsta sem við Kiddi og fleiri félag-
ar okkar unnum við var að mála
fjalirnar úr Gjafari. Við þessa iðju
var oft mikilli galsi í starfsmönnun-
um og stundum var ýmislegt fleira
málað en fjalirnar, því rúllur og
penslar lentu ekki ósjaldan á starfs-
mönnunum sjálfum, svo sumir voru
hvítir bæði að aftan og framan þeg-
ar dagur var kominn að kveldi.
Kiddi hafði yndi af músík og hafði |
góða söngrödd og var oft tekið lag-
ið í góðra vina hópi og til þess að
hafa eitthvert undirspil ákváðum við
að kaupa saman litla harmonikku
og skyldi hvor hafa hana í viku í
einu og gekk sú samvinna með
ágætum. Síðar var gítar notaður
með og sungið fullum hálsi. Kiddi
var einnig góður dansari og sýndi
meiri hæfíleika í þeim efnum en
flestir jafnaldrar hans.
Á skólaárunum í Eyjum var Kiddi |
bytjaður að stunda sjóinn með föður
sínum og fór fyrst til síldveiða fyrir
Norður- og Austurlandi um ferm-
ingu.
Að loknu námi í gagnfræðaskóla
hóf Kiddi flugnám og lauk atvinnu-
flugmannsprófi. Hann vann nokkuð
við flugið að loknu flugprófi og
kenndi flug um tíma. Hann fékk
atvinnutilboð frá Hollandi þar sem
honum var boðið að fljúga á vegum
FAO, en tók ekki tilboðinu. Ástæðan (
var sú að hann hafði hafið sambúð
mjög ungur með eiginkonu sinni
Árnýju Árnadóttur frá Þórshöfn og
höfðu þau eignast drengina sína
þijá, Rafn, Árna og Guðmar, þegar
þau stóðu á tvítugu. Það var því
alls ekki gerlegt að takast á hendur
slíkt starf við þær aðstæður. Árný
og Kiddi voru jafnaldrar og skóla-
systkin, en Árný var að miklu leyti
alin upp í Eyjum. Þau bjuggu fyrst
í Vestmannaeyjum, en fluttu árið |
1966 til Reykjavíkur, en voru samt
af og til í Eyjum þar sem Kiddi
stundaði sjóinn á Gjafari með föður
sínum.
Rafn skipstjóri lést svo árið 1972
aðeins 48 ára að aldri og var það
mikið áfall fyrir Kidda og alla fjöl-
skylduna.
Eftir að þau flytja alfarið til
Reykjavíkur vinnur Kiddi m.a. hjá
Glit hf., OM Ásgeirssyni hf. og
Sundi hf. við ýmis verslunarstörf
og um tíma ók hann sendiferðabíl
hjá Nýju sendibílastöðinni.
Fjölskyldan flytur svo í Garðabæ
þar sem þau höfðu byggt sér raðhús
og sett er á fót Heildverslunin Gjaf-
ar árið 1983 sem þau reka í nokkur
ár.
Kiddi veiktist af liðagigt á meðan
þau bjuggu í Garðabænum og þrátt
fyrir það að hann bæri sig ávallt
vel fór heilsu hans hrakandi með
hveiju árinu. Þau flytja aftur til
Reykjavíkur um 1987 og eftir það
getur Kiddi lítið sem ekkert unnið.
Ég er ekki í neinum vafa um það
að þessi veikindi hafa mjög reynt á
þennan þróttmikla mann sem hann
var og eiginkonuna sem studdi hann
svo dyggilega alla tíð, en það er
jafnframt aðdáunarvert hvað þau
héldu glaðværð sinni og léttleika.
Kiddi stundaði ýmiss konar söfn-
un sér til hugarhægðar í veikindum
sínum og mikið yndi hafði hann af
nærveru barnabarnanna sinna
þriggja. Hann var alla tíð mjög
greiðvikinn og vildi allra vanda leysa
og er mér kunnugt um það að þrátt
fyrir fötlum sína síðustu árin reyndi
hann að aðstoða frændfólk og vini
af sama krafti og áhuga sem fyrr.
Nú er komið að kveðjustund, en
minningin um góðan og tápmikinn
dreng mun lifa í huga ástvinanna
og allra þeirra sem þótti vænt um
hann.
Við Sigrún vottum Árnýju og fjöl-
skyldu, móður hans og systkinum,
svo og öðrum ástvinum hans okkar
dýpstu samúð.
Ég kveð góðan vin með söknuði
og þakklátum huga fyrir órofa vin-
áttu. Guð blessi minningu hans.
Gísli Jónatansson.
• Fleirí minningargreinar um
Kristján Sigurð Rafnsson bíða
birtingar ogmunu birtast í blað-
inu næstu daga.