Morgunblaðið - 11.09.1996, Side 33

Morgunblaðið - 11.09.1996, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 1996 33 ■ I I I I I I j I I I ! I í I I ! OTTAR HELGASON + Óttar Helgason, bifreiðastjóri, fæddist í Reykjavík 5. maí 1953. Hann lést á krabbameins- deild Landspítalans að morgni mánu- dagsins 2. septem- ber sl. Foreldrar hans eru Valný Bárðardóttir, fædd á Hellissandi 24. október 1917, og Helgi Sæmundsson, fæddur á Stokks- eyri 17. júlí 1920. Ottar var sjöundi í röð níu bræðra. Þeir eru auk Óttars: Helgi Elías, f. 31. mai 1944, óskírður drengur, f. 31. maí 1944, d. sama dag, Gunnar, f. 20. júní 1946, d. 6. janúar 1947, Gísli Már, f. 14. nóvember 1947, Sæmundur, f. 5. júlí 1949, d. 21. nóvember 1973, Gunnar Að morgni mánudagsins 2. sept- ember síðastliðinn lést Óttar Helga- son, aðeins 43 ára að aldri. Mikill harmur er kveðinn að okkur ástvin- um hans. Aðeins minningarnar um góðan dreng og mannkosti hans fá linað þann harm. En, kæri bróðir, það sefar sáran söknuð okkar að vita að veikindin þjá þig ekki lengur og að á bak við alheims stríð og strönd hafa þér verið fengin ný og æðri verkefni. Þú glímdir við veikindin af hetju- skap og þrautseigju. Við vissum, að síðasta lotan yrði tvísýn og von- in var veik, enda kominn til sögunn- ar andstæðingur, sem er flestum öðrum erfiðari. Engu að síður kom kallið óvænt. Við geymum í huganum myndir frá lífsferli þínum, sem ljúft er að eiga, allt frá því þú varst barn til þessa dags. Við minnumst glampans í stórum brúnum augum, við minn- umst orðheppni þinnar og gáskafullrar glettni, sem einkenndi dagfar þitt alla tíð. Ottar var vinsæll meðal samstarfs- manna sinna og átti sér fjölmennan vinahóp. Hann var stéttvís og tók virkan þátt í félagsmálum stéttar sinnar. Meðan hann starfaði hjá Strætisvögnum Reykjavíkur var hann um skeið trúnaðarmaður starfsmanna og eftir að hann hóf leigubílaakstur var hann í útgáfu- nefnd Bifreiðastjórafélagsins Frama. Hvort tveggja ber vitni um vinsældir hans. Hann laðaði að sér fólk með vinsamlegu viðmóti sínu og glettni. Við þökkum Óttari samfylgdina og biðjum góðan Guð að blessa minningu hans. __ Ásdís og Helgi. Ó, Jesú, séu orðin þín andláts síðasta huggun mín. Sái minni verði þá sælan vís með sjálfum þér i Paradís. (H. Pét.) Óttar minn, ég þakka þér fyrir allt, sem þú hefur gert fyrir mig í gegnum árin. Minningarnar hrann- ast upp í huganum. Þær verða ekki raktar hér nema ein, sem er bundin ferð okkar fyrir allmörgum árum vestur á Snæfellsnes. Þú bauðst mér að koma með ykkur að heilsa upp á slóðir forfeðranna. Það gladdi mig sérstaklega, þegar þú stakkst upp á því að við kæmum við á Stapa, þar sem ég dvaldi hjá ömmu í gamla daga í skjóli Jökulsins. Nú verða ekki fleiri slíkar ferðir farnar og komið að kveðjustund. Það er erfitt að færa í letur þakkir til þín fyrir kærleikann í minn garð frá þér, Ásdísi og stelpunum. Ég nota bara einföldustu orðin: Þökk fyrir allt, elsku bróðir. Gísli Már. Ég vil hér með nokkrum orðum minnast vinar míns, Óttars Helga- sonar. Hans, f. 4. maí 1951, Sigurður, f. 1. októ- ber 1954, og Bárð- ur, f. 30. júlí 1961. Ottar kvæntist 30. apríl 1971 Ásdísi Stefánsdóttur, f. 23. febrúar 1952. For- eldrar hennar eru: Unnur T. Hjaltalín, f. 23. apríl 1930, og Stefán Þórhallur Stefánsson, f. 26. desember 1915, d. 14. janúar 1986. Dætur Ásdísar og Óttars eru: Unnur Helga, f. 27. desember 1970, sambýlismaður hennar er Ólaf- ar Ingvar Arnarsson, f. 26. júli 1969, og Valný, f. 10. mars 1975. Útför Óttars verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Ég kynntist Óttari fyrst fyrir aðeins tæpum sex árum. Þá lágu leiðir okkar saman í félagsmálum hjá félagi okkar leigubifreiðastjóra, Bifreiðastjórafélaginu Frama. Hann var lengi ritstjóri blaðs okkar og sinnti öðrum trúnaðarstörfum fyrir félagið. Það var sama hvað Óttar tók að sér, hann skilaði öllum sínum verkum af miklum myndarskap og vinnubrögð hans voru ætíð til fyrir- myndar. Þetta þætti nú varla í frá- sögur færandi, nema vegna þess að allan þennan tíma átti Óttar við mikil veikindi að stríða. Mér varð oft hugsað, hversu mikið væri hægt að leggja á einn mann eða eina fjöl- skyldu, þegar maður áttaði sig á veikindum hans. En þetta var ekki áberandi í fari Óttars, hann var alltaf léttur og kátur. Alltaf var stutt í húmorinn eins og hann á reyndar kyn til. Allt- af þegar heilsa hans leyfði var hann kominn á kaf í vinnu og andrúms- loftið var alltaf gott þegar hann var annars vegar. Aldrei barlómur, aldr- ei neikvæðni, aldrei verið að velta sér upp úr hlutunum, alltaf já- kvæðni og uppbygging. Ég er ekki í nokkrum vafa um að það hjálpaði Óttari mikið í gegn um erfiðleika hans hversu yndislega fjölskyldu hann átt.i, sem stóð ætíð með honum í gegn um sætt og súrt. Ég mun sakna þess að Óttar á aldrei eftir að koma til mín á skrif- stofuna og segja: Hvað getum við gert núna, eigum við ekki að fara að gefa út blað? Ég mun sakna þess manns sem kennt hefur mér hvemig á að taka áföllum með æðruleysi og reyna ætíð að finna það jákvæða og uppbyggilega í öllu. Það er jú gott veganesti fyrir það stutta líf sem við eigum öll á þess- ari jörð. Að lokum vil ég og fjölskylda mín senda fjölskyldu Óttars, eigin- konu, dætrum, foreldrum og bræðr- um, innilegustu samúðarkveðjur. Sigfús Bjarnason. Óttar Helgason frændi okkar er látinn langt um aldur fram. Framan af ævi var lífið hjá honum líkt og hjá svo mörgum ungum mönnum, alls staðar var næga atvinnu að fá og fór hann ungur að sjá fyrir sjálf- um sér. Hann festi ráð sitt, giftist Ásdísi Stefánsdóttur og eignuðust þau tvær dætur, þær Unni Helgu og Valnýju. Samskipti okkar Óttars voru meiri en oft er með frændsystk- inum. Hann var í sveit á heimili foreldra okkar og taldi hann okkur sem sín systkini og foreldra okkar lagði hann nánast að jöfnu við sína eigin. Við vorum vinir og deildum gjaman með okkur gleði- og áhyggjuefnum. Óttar hafði þá lífsskoðun sem flestir mættu vera stoltir af og var jafnaðarmennskan honum í blóð borin og alltaf var hann tilbúinn að veija hlut þeirra sem minna máttu sína í þjóðfélaginu. Alltaf var hann tilbúinn að aðstoða fjölskylduna og vini ef þess var farið á leit við hann og var gjarnan fyrstur á vettvang. Skapgerð hafði Óttar sem við og aðrir öfunduðum hann af. Hann gat verið mjög fastur fyrir og ekki endi- lega sammála síðasta ræðumanni. En þegar betur var að gáð var hann kannski sammála, en vildi láta okk- ur hin játa að fleiri hliðar geta ver- ið á málum en í fyrstu sýnist og þannig fékk hann okkur til að hugsa lengra. Ottar lét sig mjög varða flest þjóðfélagsmál, hafði á þeim ákveðn- ar skoðanir og vildi hefja lítilmagn- ann í öndvegi. Þar fór saman virðing fyrir samferðafólki og lífínu. Alla jafna var hann glaðlyndur og snyrtimenni svo af bar, og það birti alltaf til þegar hann var með í för. Vann hann sér virðingu og vináttu allra þeirra sem hann um- gekkst. Óttar var heilsulítill síðustu ár og önnuðust eiginkona hans og dætur hann af mikilli alúð. Við biðj- um góðan guð a_ð geyma hann. Við vottum Ásdísi og dætrum þeirra hjóna okkar dýpstu samúð. Guðlaug Bára Þráinsdóttir og Óskar Þór Þráinsson. Ég vil með þessum fátæklegu orðum kveðja gamlan vinnufélaga, sem hefur fallið í valinn fyrir illvíg- um sjúkdómi. Ég starfaði með hon- um hjá Strætisvögnum Reykjavíkur um áratuga skeið. Lengst af vorum við saman á vagni, vagni númer fjögur, sem var tveggja vakta vagn þannig að við vorum bara tveir á þessum vagni. Annað eins snyrti- menni og Óttar var, var ekki hægt að hugsa sér, bæði með sjálfan sig og ekki síður með vagninn. Á vakta- skiptum tók maður við vagni eins og hann væri nýr, svo vel var geng- ið um hann. Það var sama hvenær það var, sem maður þurfti að losna eða skipta um vakt við hann, aðeins var eitt svar hjá honum: Láttu mig vita hvemig þú vilt hafa þetta. Um nokkurra ára skeið þjáðist hann af bakveiki og var akstur strætisvagna ekki besta starf sem maður getur hugsað sér í þeim veik- indum, og árið 1986 hætti hann af þeim sökum. Hann fór að aka leigu- bíl þar sem hann gat betur ráðið sínum vinnutíma, en í veikindum sínum fór svo að hann gat minna setið við. Það var sama með leigubíl- inn og strætisvagninn að það mátti varla sjást ryk þá var hann að þrífa. Oft kom hann í skúrinn hjá mér að þrífa og við spjölluðum mikið þar. Hann starfaði mikið að félagsmálum fyrir vagnstjóra, var fulltrúi þeirra um tíma. Einnig starfaði hann fyrir Bifreiðastjórafélagið Frama og sá um fréttablaðið. Elsku Ásdís, Unnur og Valný. Ég og fjölskylda mín biðjum Guð að styrkja ykkur í sorginni. Guðmundur Sigurjónsson. t Nú er hetjulegri baráttu elsku drengsins okkar, elsku bróður okk- ar og elsku besta vinar míns og unnusta, SÆMUNDAR BJARNASOIMAR, lokið. Ástkæri drengurinn okkar andaðist að morgni 7. september á sjúkrahúsi í Lundúnum. Jarðarförin hans verður ákveðin sfðar. Hrafnhildur Ingimarsdóttir, Bjarni Óskarsson, Sigurgísli Bjarnason, Óskar Björn Bjarnason, Birta Fróðadóttir. t Ástkær faðir okkar, ÓLAFUR UNNSTEINSSON, Safamýr: 52, Reykjavík, er látinn. Jarðarförin verður auglýst síðar. Unnsteinn Ólafsson, Gunnlaugur Ólafsson. t Minningarathöfn um EYJÓLF EIRfKSSON prentara, sem lést 30. maí 1996, verður í Fossvogskapellu föstudaginn 13. september kl. 13.30. Blóm vinsamlegast afþökkuð, en bent er á Styrktarfélag krabba- meinssjúkra barna, sími 588 7555. Marianne Sigrid Eiríksson, Elisabet Dagný Eiriksson, Karl Börge Eiríksson, Alta Anne Eiríksson, Kristian Thor Eiríksson, Ruth Eiríksson, Heidi Eiríksson. t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi GUÐMUNDUR H. HELGASON, áður Hjallalandi 1, Reykjavík, sem lést í Hrafnistu, Reykjavík, 6. sept- ember, verður jarðsunginn í Bústaða- kirkju föstudaginn 13. september kl. 13.30. Örn Guðmundsson, Hulda Guðmundsdóttir, Valur Guðmundsson, Sólveig Guðmundsdóttir, Hilmar Helgason, Sævar Guðmundsson, Elín Ólafsdóttir, afabörn og langafabörn. t Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐMUNDA MARGRÉT GUÐMUNDSDÓTTIR, Dalbraut 20, Reykjavik, verður jarðsungin frá Áskirkju fimmtu- daginn 12. september kl. 15.00 Þórarinn Stefánsson, Erna Helga Þórarinsdóttir, Daniel Emilsson, Stefán G. Þórarinsson, Lára Kristi'n Samúelsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og systir, BERGRÓS JÓHANNESDÓTTIR, sem andaðist á heimili sínu 29. ágúst sl., verður jarðsungin frá Langholts- kirkju fimmtudaginn 12. september kl. 13.30. Ásgeir Ásgeirsson, Elsa K. Ásgeirsdóttir, Jóhannes Asgeirsson, Bergrós Ásgeirsdóttir, Jakob F. Ásgeirsson og barnabörn. Elsa Jóhannesdóttir. Guörún íris Þórsdóttir, Jón Ólafsson, Kolbrún K. Karlsdóttir, t Hugheilar þakkir til allra sem auðsýndu mér samúð og hlýhug við andlát og útför hjartkærs eiginmanns míns, JÓNS SÍMONAR MAGNÚSSONAR, Fellsmúla 2, Reykjavfk. Sérstakar þakkir til þeirra sem veittu mér ómetanlega aðstoð. Jóhanna Sigurbjörg Aðalsteinsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.