Morgunblaðið - 11.09.1996, Side 36

Morgunblaðið - 11.09.1996, Side 36
36 MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FBIMERKI Islenska pöststjórnin NOKKUR NÝÚTKOMIN FRÍMERKI LANGT er um liðið, síðan þessi þáttur hefur verið á ferðinni hér í blaðinu. Því hefur ekki verið minnzt á frímerki þau, sem ís- lenzka póststjómin hefur gefið út á undanfömum mánuðum. í þætti í janúar var sagt frá fugla- og málverkafrímerkjum, sem út komu 7. febrúar. Að þessu sinni skal reynt að bæta hér nokkuð úr, en þó verður einungis stiklað á helztu atriðum í sambandi við útgáfu síð- ustu mánaða. Fyrst er þá að nefna tvö frí- merki, sem út komu 18. apríl í flokki, sem nefnist Frægar konur. Þar er minnzt tveggja kvenna, sem settu mjög mark sitt á samtíð sína, en þó hvor með sínum hætti. Verð- gildi merkjanna eru 35 krónur og 55 krónur. Á lægra verðgildinu er mynd af Halldóru Bjarnadóttur, sem náði þeim háa aldri að verða 108 ára gömul. Hún var fædd árið 1873 í Ási í Vatnsdal og lézt á Héraðshælinu á Blönduósi 1981. Var hún alþekkt meðal samtíðar- manna sinna, enda brautryðjandi í kvennafræðslu á íslandi og lét sér alla ævi mjög annt um mennt- un kvenna. Til þess að koma fram áhugamálum sínum stofnaði hún tímaritið Hlín árið 1917 og var eigandi þess og ritstýrði til ársins 1961. í sambandi við þá útgáfu hafði hún bréfasamband við fjölda Frí merkj aútgáfur íslenzku póststjórnarinnar fólks um land allt um áratuga skeið. Hélt hún til haga bréfasafni sínu. Fyrir bragðið varðveittust umslög og bréfspjöld til hennar, en þau hefur mátt sjá í ýmsum söfnum, sem verið hafa á frí- merkjasýningum á liðnum árum.. Á hærra verðgildinu er mynd af annarri ágætri konu, Ólafíu Jóhannsdóttur, sem fædd var 1863, en lézt árið 1924. Hún var öflugur málsvari kvenfrelsis á ís- landi um síðustu aldamót og einn- ig helzti leiðtogi og hugmynda- fræðingur Hvítabandsins á ís- landi, en það voru mannúðarsam- tök kristinna kvenna. Hún bjó 17 ár í Noregi og veitti þar forstöðu heimili, sem Hvítabandið rak í Ósló fyrir vændiskonur og drykkjukonur. Hinn 13. maí gaf póststjómin enn á ný út smáörk með myndum af póstbílum. Voru þessi frímerki beint framhald af þeim frímerkj- um, sem út hafa komið frá árinu 1991, þar sem minnt er á ýmsa þætti í samgöngumálum íslend- inga á láði, í lofti og á legi. Hér má sjá þær fjorar tegundir bif- reiða, sem fluttu póst um landið allt frá 1930 og fram yfir miðja öldina. Verðgildi merkjanna er hið sama á þeim öllum, 35 kr., en í hverri örk eru átta frímerki. FRÍMERKI þau, sem út hafa komið á liðnum mánuðum. Vafalaust verða þessi frímerki bæði eftirsótt af þeim, sem safna íslenzkum frímerkjum sérstak- lega, en svo einnig af þeim, sem safna frímerkjum með myndum af alls konar bifreiðategundum. Frímerki þessi eru falleg, enda teiknuð af Þresti Magnússyni sem og öll fyrri frímerkin í þessum flokki. Ekki hafa ólympíuleikamir í Atlanta í Bandaríkjunum getað farið fram hjá nokkrum manni, svo mjög sem þeir voru auglýstir og kynntir í fjölmiðlum. íslendingar áttu keppendur í fímm greinum, og stóðu sumir þeirra sig mjög vel. Einkum vakti verðskuldaða athygli frábær frammistaða okkar fólks í leikum fjölfatlaðra manna. Segja má, að íslenzka póststjórnin hafí stundum gefið út frímerki af minna tilefni en þátttöku okkar í ólympíuleikunum á liðnu sumri. Hinn 25. júní komu út fjögur frímerki, þar sem sjá má tákn- myndir fjögurra keppnisgreina: hlaupa, spjótkasts, þrístökks og kúluvarps. Þessi frímerki eru hönn- uð af Hlyni Ólafssyni, en þau síðan prentuð í Norges Bank Seddeltryk- keri,- Að mínum dómi eru þessi frí- merki vel heppnuð að öllu öðru leyti en því, að þau eru í stærra lagi til notkunar á bréf, að ekki sé talað um á venjulegt póstkort. Hins veg- ar skal það játað, að táknmyndir þeirra njóta sín miklu betur á þess- um fleti en hefði hann verið hafður minni. Þessi frímerki hljóta örugg- lega að vekja verðskuldaða athygli meðal safnara. Jón Aðalsteinn Jónsson RADAUGÍ YSINGAR Lausar íbúðir Búseti hsf. í Mosfellsbæ auglýsir lausar íbúðir fyrir nýja og eldri félaga: 2 herb. alm. kaupleiga, Miðholti 1, íbúð 202. 3 herb. alm. kaupleiga, Miðholti 9, íbúðl 01, laus frá 1. nóvember nk. 3 herb. fél. kaupleiga, Miðholti 9, íbúð 301. 3 herb. fél. kaupleiga, Miðholti 13, íbúð 301. Vinsamlegast hafið samband við skrifstofu félagsins í Miðholti 9. Opið mánudaga og miðvikudaga frá kl. 17-19. Sími 566 6870 - fax 566 6908. KENNSLA Frönskunámskeið Alliance Francaise Haustnámskeið verða haldin 16. sept- ember-13. desember. Innritun fer fram alla virka daga kl. 15-19 í Austurstræti 3, sími 552-3870. ALLIANCE FRANCAISE Þýskunámskeið Germaniu Námskeiðin hefjast á ný 16. september. Boðið er upp á byrjendahóp, 5 framhalds- hópa og talhóp. Kennarar eru Magnús Sig- urðsson M.A. og Rebekka Magnúsdóttir- Olbrich M.A. Innritað verður á kynningarfundum í Lög- bergi, Háskóla íslands, stofu 102, miðviku- daginn 11. september og fimmtudaginn 12. september kl. 20.30. Upplýsingar eru einnig veittar í síma 551 0705 kl. 17-19. Geymið auglýsinguna. Stjórn Germaniu. Tónlistarnám? Getum bætt við nemendum á eftirtalin hljóðfæri: Píanó, gítar, bassa, trommur, flauta og saxófón. Ennfremursöngnemendum. Upplýsingar í síma 562 1661 frá 13 - 19 virka daga. Nýi músíkskólinn. BRIDSSKÓUNN Námskeið á haustönn BYRJENDUR: Hefst 17. september og stend- ur yfir í 10 þriðjudagskvöld, frá kl. 20-23. FRAMHALD: Hefst 19. september og stend- ur yfir í 10 fimmtudagskvöld, frá kl. 20-23. Staður: Þönglabakki 1 í Mjódd, 3. hæð. Frekari upplýsingar og innritun í síma 564 4247 milli kl. 13 og 18 virka daga. krúsin Námskeið íleirmótun fyrir fullorðna og börn Á námskeiðunum verða kenndar grunnaðferðir við leirmótun, meðferð lita, glerunga og brennsla. Auk þess eru tímar fyrir „lærða og leika" sem vantar vinnuaðstöðu og brennslu fyrir sína muni. Kennarar: Steinunn Helgadóttir leikskóla- kennari og Kristbjörg Guðmundsdóttir leir- kerasmiður. Skráning er hafin kl. 12-18 daglega. Leirkrúsin, Brautarholti 16, 105, Reykjavík, sími 561 4494. FELAGSSTARF Garðbæingar Aðalfundur fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Garðabæ verður hald- inn fimmtudaginn 12. september nk. að Lyngási 12 kl. 20.30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Kjör fulltrúa á landsfund Sjálfstæðisflokksins. Stjórnin. Félagsfundur í sjálfstæð- isfélagi Garðabæjar Félagsfundur verður haldinn í Sjálfstæðisfélagi Garðabæjar fimmtu- daginn 12. september nk. að Lyngási 12 kl. 21.15. Dagskrá: Kjör fulltrúa á landsfund Sjálfstæðisflokksins. Stjórnin. Söngsveitin Fílharmónía Vetrarstarfið hefst með æfingu í Melaskóla mánudaginn 16. september kl. 20.00. Æfing- ar verða á mánudags- og miðvikudagskvöld- um. Getum bætt við nýjum félögum í allar raddir. Upplýsingar gefa Magnús, sími 554 1425, Margrét, sími 557 6466 og Jóhanna, sími 553 9119. FILBOÐ - ÚTBOÐ ísfjarðarbær Niðurrif húss og húshluta á Flateyri Bæjarstjórinn í ísafjarðarbæ óskar hér með eftir tilboðum í verkið „Niðurrif húss og hús- hluta“ á Flateyri. Verkið felur í sér niðurrif húss og húshluta ásamt förgun þeirra svo og frágangi förgun- arsvæðisins ásamt frágangi lóða, fyllingu, jöfnun og sáningu. Verkinu er skipt í tvo áfanga, skal þeim fyrri vera lokið fyrir 24. okt. nk. og þeim síðari 17. júní 1997. Útboðsgögn verða seld á kr. 2.000 frá og með miðvikudeginum 11. sept. nk. á bæjar- skrifstofum ísafjarðarbæjar, Hafnarstræti 1, ísafirði. Tilboð verða opnuð á sama stað að viðstöddum þeim þjóðendum sem þess óska fimmtudaginn 19. sept. nk. kl. 11.00. Bæjarstjórinn Isafjarðarbæ.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.