Morgunblaðið - 11.09.1996, Page 39

Morgunblaðið - 11.09.1996, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 1996 39 FRETTIR Núhaustarað HAUSTIÐ hefur farið mjúkum höndum um menn og málleysingja það sem af er. Óðum verður þó haustlegra enda færist skammdegið í aukana með hverjum deginum. Sameining hesta- manna kynnt í funda- herferð SKRIÐUR er að komast á samein- ingarumræðu hestamanna en í dag hefst tíu funda herferð um- hverfis landið. Formaður sam- eingarnefndar Landsambands hestamannafélaga og Hesta- íþróttasambands íslands, Sigurð- ur Magnússon fyrrverandi fram- kvæmdastjóri íþróttasambands íslands, mun kynna hugmyndir og niðurstöðu nefndarinnar um hvernig sé best að standa að sam- einingu samtakanna. Fyrsti fundurinn verður hald- inn í félagsheimili Skugga í Borg- arnesi og er sá fundur ætlaður félögum Dreyra á Akranesi, Faxa í Borgarfirði, Glaðs í Dölum, Snæ- fellings og Kinnskærs í Barða- strandasýslu auk Skugga í Borg- arnesi. Sagði Sigurður að hann mundi mæta á alla fundina en aðrir nefndarmenn, sem eru fimm, myndu skipta með sér þess- um tíu fundum sem haldnir verða. í lok október verður haldið árs- þing L.H. og sagði Sigurður að þar yrði tekin efnisleg afstaða til framhalds í sameiningarmálum og svo síðar á ársþingi hjá H.I.S. Fundirnir eru opnir öllum al- mennum félagsmönnum hesta- mannafélaga og taldi Sigurður mikilvægt að sem flestir mættu og kynntu sér málin þannig að stefnan mótaðist á breiðum grunni. Sigurður kvað viðhorf gagnvart sameiningu mjög já- kvæð en hann hefur verið í sam- bandi við ljölda hestamanna und- anfarið vegna undirbúnings fyrir fundina. Fundirnir verða sem hér segir: í Félagsheimili Skugga í Borgar- nesi 12. september og í félags- heimili Léttis, Skeifunni á Akur- eyri, fyrir félaga í Létti, Hring, Funa, Þráni og Gnýfara. 13. sept- ember í Slysavarnahúsinu á ísafirði fyrir félaga í Hendingu og Stormi. 17. september í Varmahlíðarskóla í Skagafirði fyrir félaga í Óðni, Neista, Snar- fara, Þyt, Blakki, Léttfeta, Stíg- anda, Svaða og Glæsi. 18. september í félagsheimili Grana á Húsavík fyrir Grana. Þjálfa, Feyki og Snæfaxa. 19. september í Hótel Valaskjálf á Egilsstöðum fyrir Freyfaxa, Blæ, Goða, Geisla og Glófaxa. 20. september í Hrol- laugsstaðaskóla í Suðursveit fyrir félaga í Hornfirðingi, Sindra og Kópi. 25 september í Félagsheim- ilinu Hliðskjálf á Selfossi fyrir félaga í Geysi, Háfeta, Ljúf, Smára, Trausta, Loga og Sleipni. 26. september Félagsheimili Gusts í Kópavogi fyrir félaga í Gusti, Mána, Sörla, Andvara og Sóta. Síðasti fundurinn verður svo haldinn í félagsheimili Fáks í Reykjavík fyrir Fák og Hörð. All- ir fundirnir eiga að hefjast klukk- an 18 nema fundurinn á ísafirði sem hefst klukkan 20.30. Háskólafyrir- lestur um heimspeki DR. ROGER Pouivet, kennari í heimspeki við háskólann í Rennes í Frakklandi, flytur opinberan fyrirlestur í boði heimspekideildar Háskóla íslands fimmtudaginn 12. september kl. 17.15 í stofu 101 í Odda. Fyrirlesturinn nefnist: Eru hinar fagurfræðilegu geðshrær- ingar blindar? í fyrirlestrinum verður gagn- rýnd sú hugmynd Kants að fagur- fræði og rökfræði séu andstæður á grundvelli greinarmunar á hinu fagurfræðilega, hinu tilfinninga- lega og hinu vitsmunalega. Þessi rangi greinarmunur byggist á öðr- um: Hinum vanhugsaða greinar- mun á „einkahugarástandi" og „opinberu tungumáli“. Fylgt verð- ur hugmynd Ronalds de Sousa um rökvísi geðshræringa og hug- myndum Nelsons Goodmans og Israels Schefflers um vitsmunaleg- ar geðshræringar. Ef til eru fagur- fræðilegar geðshræringar eru þær einnig vitsmunalegar. Hugmyndin um yfirborðsfylgju gerir að verk- um að unnt er að sýna hvernig fagurfræðileg geðshræring og jafnvel fagurfræðileg ánægja geta tengst vitsmunalegri reynslu. Roger Pouivet kennir rökfræði, þekkingarfræði og fagurfræði við háskólann í Rennes. Hann hefur samið tvær bækur, Lire Goodman (1992) og Esthétique et logique (1996) og fjölda ritgerða um þekk- ingarfræði og fagurfræði. Nýjasta bók hans Aprés Wittgenstein, sa- int Thomas er nú vætnanleg. Auk þessa hefur hann þýtt bækur eftir Nelson Goodman og Ian Hacking á frönsku. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku og er öllum opinn. Ingólfur bætir við sig félögum BJÖRGUNARSVEIT Ingólfs er nú að byrja starfið af fullum krafti og leitar nú eftir nýjum félögum í sveitina. Þeir sem hafa áhuga á þessum málum eru velkomnir á kynningafund sem verður haldin miðvikudaginn 11. september kl. 20 í Gróubúð, Grandagarði 1, Reykjavík. Björgunarsveitin skiptist í 3 flokka sem eru landflokkur, sjó- flokkur og bílaflokkur. Ingólfur er eina björgunarsveitin í Reykja- vík sem sinnir öllum leitar- og björgunaraðgerðum jafnt á sjó og landi. Nýliðar eru teknir inn í þá tvo stærstu: landflokk sem sér um leit og björgun á landi og sjóflokk sem sér um leit og björgun á sjó. Starfið er opið öllum stelpum og strákum sem hafa náð 17 ára aldri. Fyrirlestur um sorg og sorgar- viðbrögð SÉRA Kjartan Örn Sigurbjörnsson flytur fyrirlestur um sorg og sorg- arviðbrögð á morgun, fimmtudag- inn 12. september, á vegum Nýrr- ar dögunar, samtaka um sorg og sorgarviðbrögð. Fyrirlesturinn hefst kl. 20 í Gerðubergi. Ný dögun hvetur þá sem misst hafa ástvin(i) að koma og hlýða á séra Kjartan, því mikil- vægt er fyrir syrgjendur og að- standendur þeirra að læra að þekkja hina ýmsu þætti sorgarferl- isins. Næsta fyrirlestur flytur Páll HALDINN verður kynningar- fundur fimmtudaginn 12. sept- ember kl. 20 fyrir þá sem hafa áhuga á að gerast félagar í Hjálparsveit Skáta Kópavogi. Fundurinn verður haldinn í húsnæði sveitarinnar í Hafnar- skemmunni við Kópavogshöfn. Eiríksson, geðlæknir 3. október um endurtekinn missi. Gunnar Rúnar Matthíasson sjúkrahús- prestur flytur fyrirlestur 7. nóvem- ber um makamissi og á jólafundin- um 12. desember flytur Gunnar Sigurjónsson sóknarprestur jóla- hugvekju. Opið hús verður 26. september, 17. og 31. október, 21. nóvember og 5. desember. Allir fyrirlestrar og opið hús eru í Gerðubergi og hefjast kl. 20. Sigling með vík- ingaskipinu í MIÐ VIKUD AGSKV ÖLDFERÐ Hafnargönguhópsins verður hægt að velja um gönguferð með höfn- inni út í Örfirisey og/eða siglingu með víkingaskipinu íslendingi út á Kollafjörð og inn Engeyjarsund til baka að Miðbakka. Mæting er kl. 20 við Hafnarhús- ið. Siglingin með íslendingi verður fyrsta ferð hans eftir lögskráningu með farþega. Allir velkomnir. Starfsemi sveitarinnar verð- ur kynnt í máli og myndum og sagt frá fjölbreyttu starfi nýl- iða á komandi vetri. Þeir sem fæddir eru ’79 og fyrr og vilja kynnast skemmtilegu og krefj- andi starfi í björgunarsveit eru velkomnir. Opið hús 1 Söng- smiðjunni OPIÐ hús verður hjá Söngsmiðj- unni, Hverfisgötu 76, miðviku- daginn 11. september nk. frá kl. 18-21. Kennarar Söngsmiðjunnar verða til viðtals og ráðleggingar. Sönghópur Móður jarðar syngur, einnig munu nemendur og kenn- arar Söngsmiðjunnar taka lagið. Þá geta þeir sem hafa áhuga fengið prufusöngtíma. Söngsmiðjan kennir börnum, unglingum og fullorðnum. I vetur mun kanadíska djass/blús söng- konan Tena Palmer kenna við skólann en sagt hefur verið um Tenu að hún sé „mest spennandi djasssöngkona Kanada í dag“. Allir eru velkomnir. Vantar vitni að slysi við Gullinbrú VITNI óskast að slysi við Gullin- brú við gatnamót Höfðabakka og Stórhöfða. Atvikið átti sér stað þann 20. ágúst síðastliðinn um hádegisbilið en tildrög slysins voru þau að Volkswagen Polo bif- reið ók á hjólreiðamann á gang- braut sem liggur vestur yfir Gull- inbrú. Þeir sem kunna að hafa orðið vitni að þessu atviki eru beðnir um að hafö samband við rann- sóknardeild lögreglunnar í Reykjavík. LEIÐRÉTT Rangur titill í FRÉTT Morgunblaðsins á sunnu- dag um mál manns sem ákveðið hefur verið að framselja til Finn- lands að ósk þarlendra stjómvalda, var Jón H. Snorrason titlaður starf- andi rannsóknarlögreglustjóri. Þetta er mishermi, Jón hefur starf- að sem vararannsóknarlögreglu- stjóri. Beðist er afsökunar á þessum mistökum. w~ Kynningarfundur HSSK

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.