Morgunblaðið - 11.09.1996, Side 40

Morgunblaðið - 11.09.1996, Side 40
•40 MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Tommi og Jenni Ljóska Ferdinand Smáfólk QL/ICK, MARCIE, I NEEDTHE AN5WER5 T0 FlVE,5EVEM, NINE, TEN ANPTUIELVE.. Fljót, Magga, mig vantar svörin Ég hef þau ekki ennþá, herra ... Hversiags nemandi ert þú, við númer fimm, sjö, niu, tíu og Magga? tólf... BREF TTL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 5691329 • Netfang: lauga@mbl.is FRÁ námskeiðinu. Námskeið leiðbein- enda um íþrótta- iðkanir aldraðra Frá Þorsteini Einarssyni: FÉLAG áhugafólks um íþróttir aldr- aðra (FÁÍA) hélt í Árbæjarskóla í Reykjavík námskeið fyrir þá sem annast leiðbeiningar í líkamsæfing- um aldraðra. íþróttakennara og leið- beinenda er þörf á þessu sérsviði engu síður en á vaxtarskeiði barna og unglinga. Hluti aldraðra dvelur í félagsmiðstöðvum en fleiri í heima- húsum. Meðal þeirra síðartöldu þarf að koma á ennþá frekari starfsemi að íþróttaiðkunum. Til að svo megi verða þarf hentugt húsnæði og svo kunnáttufólk til leiðbeininga marg- víslegra líkamsæfinga. Hið síðar- nefnda hefur stjórn FÁÍA leitast við að efla með því að halda námskeið fyrir þá sem annast slíkar forsagnir eða vilja taka þær að sér. Fyrr á árinu hefur stjórn FÁÍÁ með aðstoð kunnáttufólks haldið námskeið í boccia og pútti en nú var í Árbæjarskóla í Reykjavík á vegum félagsins þriggja daga námskeið í almennum íþróttafræðum aldraðra. Námskeiðið sóttu 43. Aðalkennari var frá Danmörku Kristine Hjörr- inggaard. Hún hefur um árabil ann- ast fyrir Álaborg víðtæka íþrótta- starfsemi aldraðra. Starfið að þess- um málum þar í borg er svo öflugt að þar er efnt í komandi október til nokkurs konar Olympíuleika aldr- aðra á Norðurlöndum. Aðrir kennarar voru: Guðrún Ni- elsen, íþróttakennari og formaður FÁÍA, Halldóra Björnsdóttir, íþróttakennari (annast morgunleik- fimi RÚV), Kristín Einarsdóttir, íþróttakennari, Mínerva Jónsdóttir, íþróttakennari við Iþróttakennara- skóla íslands, Soffía Stefánsdóttir, íþróttakennari og í stjórn FÁÍA. Fyrirlestra fluttu: Gunnar Sig- urðsson, læknir (um beinþynningu), Kristine Hjörringgaard (æfingar fyr- ir beinþynningarsjúklinga), Þórarinn Sveinsson, lífeðlisfræðingur (vöðva- breytingar við hækkandi aldur). Hinn danski kennari fræddi um aðferðir til að fá aldraða til að iðka íþróttir og um hina félagslegu þætti umgengni og samneytis. Á slíkum námskeiðum er mikið gert að rifja upp leiki með eða án áhalda. Krist- ine Hjörringgaard bætti í það safn mörgum leikjum með tiltækum áhöldum, svo sem handklæðum, mjúkum knöttum o.s.frv. Kennsla Kristine var vel þökkuð. Aðstoðar við námskeiðið naut fé- lagið frá skólayfirvþldum Reykjavík- ur, skólastjóra Árbæjarskóla og starfsfólks hans, menntamálaráðu- neytis, borgarstjórnar Reykjavíkur og framkvæmdastjórnar Iþrótta- sambands íslands. Framkvæmd námskeiðsins var innt af höndum af þeim: Guðrúnu Nielsen, Soffíu Stefánsdóttur, Ólöfu Þórarinsdóttur og Ernst Fr. Backman. ÞORSTEINN EINARSSON, Laugarnesvegi 47, Reykjavík. Hvað skal segja? 9 Væri rétt að segja: Smíði beggja bryggjanna dróst lengi? Svar: Kvenkynsorð, sem enda á a, enda á -na í eignarfalli fleir- tölu. Þess vegna er sagt: gatna-mót, flugna-ger, þotna-flug, kúlna-hríð, þúfna-kollar, ijúpna-veiðar. Þó fá þau, sem enda á -ja, ekkert n í beygingu. Þess vegna er sagt: Haldið er uppi ferðum tveggja ferja til allra eyjanna. En ef g eða k er í stofni orðsins , fær það samt n í eignar- falli fleirtölu, þó að það endi á -ja. Þess vegna er sagt: Turnar kirknanna eru háir; hlutur ekknanna var rýr; fjöldi sprengna féll á borgina; og smíði beggja bryggnanna dróst lengi. Þrátt fyrir allt mun flestum þykja lítil prýði að n-i í fleirtölu- eignarfalli orðanna vera, kerra og nokkurra annarra, þar sem smekkur hlýtur að ráða. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til Dirtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.