Morgunblaðið - 21.09.1996, Síða 4

Morgunblaðið - 21.09.1996, Síða 4
4 LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Jón Baldvin Hannibalsson um endurkjör Meris Stórpólitísku slysi afstýrt JÓN Baldvin Hannibalsson, fyrr- verandi utanríkisráðherra, segir að endurkjör Lennarts Meris í embætti forseta Eistlands hafi afstýrt stórpólitísku slysi. „Eg fer ekki leynt með þær til- fmningar að mér létti mikið; ég segi guði sé lof vegna þess að ég tel að það hefði orðið stórpólitískt slys fyrir Eista og Eystrasaltsþjóð- irnar allar á þeim örlagatímum, sem framundan eru, ef þær hefðu ekki notið forustu og leiðsagnar Meris, ekki hvað síst varðandi stórmál eins og inngöngu í Evr- ópusambandið og Atlantshafs- bandalagið,“ sagði Jón Baldvin. Þeim Meri og Jón Baldvin er vel til vina og þeir áttu mikil sam- skipti meðan á sjálfstæðisbaráttu Eystrasaltsþjóðanna stóð en þá var Meri utanríkisráðherra Eist- lands. Leikreglum breytt Jón Baldvin sagði að á þeim fjórum árum, sem liðið hefðu síðan eistneska þjóðin kaus Meri forseta, hefði honum vaxið ásmegin og væri ekki einasta áhrifamesti tals- maður Eystrasaltsþjóðanna á al- þjóðavettvangi heldur hefðu vin- sældir hans og virðing farið vax- andi heima fyrir eins og skoðana- kannanir hefðu sýnt. „Það er enginn vafi á því í mín- um huga, að Meri hefði nú verið endurkjörinn afdráttarlaust ef leik- reglurnar hefðu verið óbreyttar og hann orðið að leggja verk sín und- ir dóm þjóðarinnar milliliðalaust. Hann hefur hins vegar á þessum tíma lent í pólitískum átökum og stundum orðið að taka af skarið og grípa í taumana þannig að hann hefur bakað sér óvild áhrifamikilla pólitískra foringja á þinginu. Því var borin von að hann hefði náð V.i þingmanna á sitt band. Kjörhópurinn nú var síðan út- víkkaður og náði til forkólfa sveit- arstjórna og ýmissa annarra og satt að segja hélt ég að það gerði kosningu hans nánast útilokaða því í þessum hópi voru fulltrúar gamla kerfisins svo áhrifamiklir. En það fór á annan veg þótt naumt hafí verið,“ sagði Jón Baldvin. Morgunblaðið/Þorkell Forsetahiónin á Reykhólum OPINBER heimsókn Ólafs Ragn- ars Grímssonar, forseta Islands, og Guðrúnar Katrínar Þorbergs- dóttur forsetafrúar til sunnan- verðra Vestfjarða hófst á Reyk- hólum í gær. Á Reykhólaflugvelli tóku Þór- óifur Halldórsson sýslumaður, Guðmundur H. Ingólfsson sveitar- stjóri og hreppsnefnd Reykhóla- hrepps á móti forsetahjónunum. Að því loknu var ekið að Þör- ungaverksmiðjunni í Karlsey og hún skoðuð. Þá var haldið í hjúkr- unar- og dvalarheimilið Barma- hlíð á Reykhólum. Forsetahjónin komu síðan í Króksfjarðarnes síð- degis og kynntu sér m.a. fram- kvæmdir við Gilsfjarðarbrú. Þjóðskáldi sómi sýndur Minnisvarði um sr. Matthías Jochumsson á fæðingarstað hans á Skógum í Þorskafirði var jafn- framt sóttur heim. Lagði forset- inn blómsveig að minnisvarðanum og hlýddi á hugleiðingu sr. Braga Benediktssonar á Reykhólum. Forsetahjónin sátu þá móttöku fyrir íbúa Reykhólahrepps um kvöldmatarleytið en seint í gær- kvöldi tóku forsvarsmenn Vestur- byggðar á móti forsetahjónunum í Flókalundi í Vatnsfirði. í dag, laugardag, verða forsetahjónin m.a. á Bíldudal og Tálknafirði. Halldór og Godal ræða Smuguna HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis- ráðherra og Bjorn Tore Godal, utan- ríkisráðherra Norejgs, munu ræða deiluna um veiðar Islendinga í Bar- entshafi er þeir hittast á allsheijar- þingi Sameinuðu þjóðanna í New York í n'æstu viku. Halldór Ásgrímsson hélt af stað til New York frá Ottawa í Kanada í gær. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið að þeir Godal hefðu rætt saman fyrir nokkrum dögum og ákveðið að funda um Smugudeil- una í New York. „Það er að verða fastur liður á dagskránni," sagði Halldór. Innbrot hjá frímerkja- söfnurum LÖGREGLAN í Reykjavík fékk tilkynningu um innbrot í hús- næði Félags íslenskra frí- merkjasafnara við Síðumúla um hádegi í gær. Að sögn lögreglu voru brotn- ar upp fimm hurðir og höfðu þjófarnir á brott með sér tölvu, verðlaunapeninga og tvö hund- ruð krónur í skiptimynt. Barn á vakt við búðahnupl KONA var staðin að hnupli í verslun Hagkaups við Kjörgarð síðdegis á fimmtudag. Áð sögn lögreglu var hún með næga fjármuni á sér til að greiða fyrir varninginn. Konan hafði stungið á sig matvörum fyrir nokkur þúsund krónur þegar til hennar sást og vakti það athygli lögreglu að með henni var barn sem hafði það hlutverk að fylgjast með mannaferðum meðan hún var við iðju sína. Mælt fyrir um aðskilnað Útfararstofu Kirkjugarða og Kirkjugarða Reykjavíkur Samþættíng hefur skað- leg áhrif á samkeppnina SAMKEPPNISRÁÐ telur nauð- synlegt að alger aðskilnaður eigi sér stað milli fjárhags Útfararstofu Kirkjugarðanna og Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma og að hin nána samþætting þessara tveggja stofnana hafí skaðleg áhrif á samkeppnina á þessum markaði. Útfararstofa Kirkjugarðanna ákvað í gær að áfrýja úrskurðinum til áfrýjunarnefndar samkeppnis- mála. Aðskilnaður um næstu áramót Nauðsynlegt sé að mati ráðsins að Útfararstofan breyti nafni sínu til að tengsl við Kirkjugarða séu ekki sjáanleg og að tengsl milli þessara aðila í kynningar- og markaðsstarfi verði rofin. Samkeppnisráð mælir fyrir að þessi aðskilnaður fari fram eigi síður en 1. janúar 1997. Meðal annars skuli Útfararstofa Kirkju- garðanna færa árlega til gjalda og greiða markaðsvexti af stofnfram- lagi til Kirkjugarða Reykjavíkur- prófastsdæma. Kirkjugarðsstjórn skuli skipa sérstaka framkvæmda- stjóm fyrir Útfararstofuna sem ráði framkvæmdastjóra. Framkvæmdastjóm skuli ekki skipuð sömu mönnum og fram- kvæmdastjórn Kirkjugarðanna og sami maður skili ekki gegna stöðu framkvæmdastjóra í þessum tveimur stofnunum. Kirkjugörðum sé ekki heimilt að greiða hugsan- legt rekstrartap Útfararstofunnar eða leggja fram frekara stofnfram- lag til fyrirtækisins meðan það er í samkeppnisrekstri. Öll viðskipti milli Útfararstofu Kirkjugarðanna og Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæmis skuli vera eins og um viðskipti milli óskyldra aðila væri að ræða og á markaðsverði. Umfjöllun ráðsins má rekja til erindis Líkkistuvinnustofu Eyvind- ar Árnasonar sf. og Útfararþjón- ustunnar hf. frá því í mars í fyrra, þar sem því var haldið fram að áðurnefndar stofnanir uppfylltu ekki skilyrði um fjárhagslegan að- skilnað samkvæmt ákvæði laga um kirkjugarða, greftrun og lík- brennslu. Hafa starfað lögum samkvæmt í yfirlýsingu frá framkvæmda- stjóm Útfararstofu Kirkjugarð- anna, sem send var fjölmiðlum í gær, kemur fram sú skoðun henn- ar að fyrirtækið hafi í einu og öllu starfað í samræmi við samkeppnis- lög og lög um kirkjugarða frá ár- inu 1993. Óyfirvegaður úrskurður „Það kemur því mjög á óvart að samkeppnisráð skuli í gær fella útskurð sem að mati framkvæmda- stjórnar er óyfirvegaður. í sumum greinum felst úrskurðurinn ein- göngu í ábendingum um að haldist rekstunnn ekki í núverandi horfi, muni Útfararstofan fara út fyrir ramma laganna, Yissu fleiri en þögðu þó, mætti segja um þessi varnaðarorð samkeppnisráðs, segir í yfirlýsingu framkvæmda- stjórnar. Router Stofnfundur Norður- skautsráðs FULLTRÚAR allra aðildarríkja hins nýstofnaða Norðurskauts- ráðs Iýstu yfir sterkum viija til að efla samstarf heimskautsríkj- anna á stofnfundi ráðsins í Ottawa í Kanada í fyrradag. Að sögn Halldórs Ásgrímssonar ut- anríkisráðherra lýstu öll ríkin yfir eindregnum stuðningi við markmið samstarfsins, þar á meðal Bandaríkin. Á myndinni sjást fulltrúar aðildarríkja Norð- urskautsráðsins og samtaka frumbyggja á blaðamannafundi eftir undirritun stofnyfirlýsingar ráðsins.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.