Morgunblaðið - 21.09.1996, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 1996 11
FRÉTTIR
Ríkisreikningur A-hluta ríkissjóðs 1995
Ferðakostnaður
erlendisjókst
um 132 millj. kr.
FERÐAKOSTNAÐUR ríkissjóðs,
ráðuneyta og undirstofnana þeirra,
erlendis jókst um 132 milljónir
króna á seinasta ári frá árinu á
undan eða úr rúmum 794 millj. í
rúmar 926 millj. kr., samkvæmt
ríkisreikningi A-hluta rikissjóðs
fyrir árið 1995, sem er nýkominn
út.
Ferðakostnaður ríkissjóðs og
ráðuneyta innanlands jókst um 35
millj. kr. á seinasta ári frá árinu
1994 eða úr rúmum 385 millj. kr.
í rúmar 420 millj. kr.
Ferðakostnaður menntamála-
ráðuneytisins erlendis jókst úr tæp-
lega 150 millj. kr. árið 1994 í 228
millj. kr. í fyrra eða um rúm 52%
og ferðakostnaður heilbrigðisráðu-
neytis erlendis jókst úr 168,6 millj.
kr. í tæplega 197 millj. kr. eða um
tæp 17%. Ferðakostnaður forsæt-
is-, félagsmála-, fjármála- og sam-
gönguráðuneytanna erlendis lækk-
aði lítilsháttar á seinasta ári.
Ferðakostnaður æðstu stjórnar
ríkisins innanlands lækkaði um um
það bil 7,5 millj. kr. á seinasta ári,
í fjármálaráðuneyti hækkaði inn-
lendur ferðakostnaður úr um 7,9
millj. kr. í 16 millj. kr. og í sam-
gönguráðuneyti um rúmar 10 millj.
kr. eða úr um 62 millj. kr í 72,5
millj. kr.
Helgarpósturinn
Sæmundur hættur
SÆMUNDUR Guðvinsson gegnir
ekki lengur störfum ritstjóra Hel-
garpóstsins. Enginn ritstjóri var
skráður fyrir Helgarpóstinum sl.
fimmtudag.
Sæmundur sagðist í samtali við
Morgunblaðið hafa gengið á fund
Þorbjörns Tjörva Stefánssonar
framkvæmdastjóra þriðjudaginn 10.
september. Erindið hefði verið að
tilkynna Þorbirni Tjörva að hann
myndi ekki vinna við blaðið vikuna
á eftir nema hann sjálfur og fleiri
sem skrifuðu í blaðið fengju greitt
upp í launaskuldir eða loforð fyrir
greiðslu. „Mér voru svo gefnir tveir
kostir fyrir hádegi á miðvikudag.
Annaðhvort að koma út blaði og
halda áfram að vinna eða verða
rekinn á stundinni. Þetta er svona
svipað og að fá tilboð um að velja
á milli þess að verða hengdur eða
hálshöggvinn," sagði Sæmundur og
sagðist hafa valið uppsagnarbréfið.
Hann vildi ekki gefa upp hvað hann
ætti mikil laun inni hjá Miðli hf.,
útgefanda blaðsins, en sagði að um
verulega íjárhæð væri að ræða.
Ferðakostnaður og aðkeyptur akstur ríkissjóðs og ráðuneyta
A-hluti ríkisreiknings FERÐAKOSTNAÐUR
u .u. , Innanlands Erlendis Aðkeyptur akstur
uppnæuir i puö, w. 1994 1995 Breyting 1994 1995 Breyting 1994 1995 Breyting
Æðsta stjórn r. 46.254 38.762 -16,2% 53.700 56.684 5,6% 27,191 24.159 -11,2%
Forsætisr. 1.597 1.260 -21,1% 22635 20.130 -11,1% 13.622 7.784 -42,9%
Menntamálar. 51.294 58.713 14,5% ' 149.902 228.016 52,1% 81.991 87.148 6,3%
Utannkisr. 3,039 4.654 53,1% 98.294 105.061 6,9% 7.888 9.377 18,9%
Landbúnaðarr. 33.228 34.677 4,4% 24.274 24.912 2,6% 35.982 35.712 -0,8%
Sjávarútvegsr. 29.171 29.263 0,3% 40.021 40.704 1,7% 14.994 13.015 -13,2%
Dómsmálar. 47.794 45.675 -4,4% 30.202 37.750 25,0% 80.023 75.220 -6,0%
Félagsmálar. 23.968 24.458 2,0% 24.336 23.490 -3,5% 48.173 46.584 -3,3%
Heilbrigðisr. 41.367 49.929 20,7% 168.592 196.969 16,8% 367.424 507.897 38,2%
Fjármálar. 7.890 16.017 103,0% 22.099 20.042 -9,3% 11.790 11.640 -1,3%
Samgöngur. 62.167 72.586 16,8% 65.464 63.358 -3,2% 133.487 135.743 1,7%
Iðnaðarr. 17.567 18.671 6,3% 46.115 49.690 7,8% 27.518 26.643 -3,2%
Viðskiptar. 5.717 7.392 29,3% 12.939 14.422 11,5% 2.168 2.167 0,0%
Hagstofa íslands 102 81 -20,6% 8030 10.003 24,6% 618 845 36,7%
Umhverfisr. 14.055 18.080 28,6% 27.782 35.028 26,1% 11.833 14.778 24,9%
Samtals 38.5210 420.218 9,1% 794.385 926.259 16,6% 864.702 998.712 15,5%
Ferðakostnaður og aðkeyptur akstur ríkissjóðs og ráðuneyta
B-hluti ríkisreikninas FERÐAKOSTN AÐU R___________________
,, u M. .u. u Innanlands Erlendis Aðkeyptur akstur
UppilCfcKW 1 pUö. W» 1994 1995 Breyting 1994 1995 Breytíng 1994 1995 Breyting
Forsætisr. 2.754 2.658 -3,5% 1.652 1.868 13,1% 9.420 9.782 3,8%
Menntamálar. 17.577 17.813 1,3% 41.451 28.622 -30,9% 31.096 30.355 -2,4%
Utanríkisr. 11.423 10.186 -10,8% 4.105 5.298 29,1% 6.682 15.665 134,4%
Landbúnaðarr. 1.830 1.012 -44,7% 1.038 170 -83,6% 4.404 823 -81,3%
Sjávarútvegsr. 0 0 0 0 - 99 109 10,1%
Dómsmálar. 652 688 5,5% 210 153 -27,1% 435 442 1,6%
Félagsmálar. 2.231 2.016 -9,6% 1.199 1.426 18,9% 2.824 3.216 13,9%
Heilbrígdisr. 470 568 20,9% 1.043 190 -81,8% 2.886 3.026 4,9%
Fjármálar. 4482 4.492 0,2% 3.650 3.206 -12,2% 20.309 15.665 -22,9%
Samgöngur. 214.619 195.725 -8,8% 50.136 63.474 26,6% 159.691 130.278 -18,4%
Iðnaðarr. 55.609 51.701 -7,0% 6.958 7.382 6,1% 28.978 28.054 -3,2%
Samtals 311.647 286.859 -8,0% 111.442 111.789 0,3% 26.6824 237.415 -11,0%
Geturðu gert betri bílakaup?
Gerðu samanburð...
og taktu síðan ákvörðun.
86 hestafla 16 ventla vél • vökvastýri • veltistýri • samlæsingar •
rafdrifnar rúðuvindur • rafstýrðir útispeglar • útvarp/segulband
með 4 hátölurum • upphituð framsæti • öryggisloftpúðar fyrir
ökumann og farþega í framsæti • styrktarbitar í hurðum • samlitir
stuðarar.
Allt þetta og margt fleira í rúmgóðum og
vönduðum 4ra dyra fólksbíl fyrir aðeins:
1.265.000,- kr.
iBALENO
SUZUKI
• Afl og öryggi
(
SUZUKI BÍLAR HF
Skeifunni 17, 108 Reykjavík.
Sími 568 51 00.