Morgunblaðið - 21.09.1996, Page 22
22 LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 1996
NEYTENDUR
MORGUNBLA.ÐIÐ
Haustlaukar
Afbrigði túlípana-
lauka skipta tugum
Morgunblaðið/Þorkell
Bónus og Hagkaup með sérmerkta vöruliði
Gos, safar og unnar
kjötvörur vinsælust
UM ÞESSAR mundir eru margir
að planta út haustlaukum og nóg
er úrvalið. Bara þegar túlípanar
eru annars vegar skipta afbrigðin
af fáanlegum laukum mörgum
tugum. Að sögn Láru Jónsdóttur
garðyrkjufræðings hjá Blómavali
eru túlípanarnir af mismunandi
stærð, lit og hafa mismunandi
blómgunartíma. Hún segir að þar
sem vindasamt er velji fólk iág-
vaxna túlípana, hávaxna þar sem
skjól er mikið og síðan eru valdir
saman litir eftir öðrum nálægum
gróðri. Þar sem snjóþungt er borg-
ar sig að hafa
túlípana sem
blómstra ekki
snemma og
svo framveg-
is.
„Ef fólk er
með autt beð
sem það ætlar
að setja í
haustlauka er
tilvalið að
velja saman
lauka sem
bytja að
blómstra í apríl, aðra sem taka við
í maí og kannski þriðju tegundina
sem tekur þá við að blómstra og
er kannski að því fram í júlí.“
Lára segir að margir punti síðan
með smálaukum svo sem maí-
stjörnu, vorboða, perlulilju, postul-
ínslilju eða garðhýasintu.
Ekki vandfýsnir
ájarðveg
„Það ætti ekki að vaxa fólki í
augum að setja niður haustlauka.
Þeir eru ekki vandfysnir á jarðveg
og ef hann er þéttur er hægt að
létta hann með sandi. Hvað snertir
áburðargjöf borgar sig að strá
honum yfir laukbeðið eftir að búið
er að planta laukunum. Fram að
frosti eru laukarnir að ræta sig
og setja sig í stellingar fyrir þann
tíma þegar dag tekur að lengja á
ný.“ Lára tekur samt fram að ekki
sé gott að setja niður lauka þar
sem leki af þakskeggi í allan vet-
ur. Auk sígildra beða henta haust-
laukar vel í steinbeð og runnabeð.
- En hversu langt á að setja
laukana niður í moldina?
„Þumalfíngursreglan er sú að
setja þijár laukhæðir af mold ofan
á þá. Því stærri sem þeir eru því
dýpra þurfa þeir að fara. Smálauk-
ar fara í 8-10
sentimetra
dýpt, meðal-
stórir þurfa
að fara 12-15
sentimetra
niður í mold-
ina og það
þarf að grafa
stóra lauka
15-20 senti-
metra djúpt í
jörðu. Besta
raun hefur
gefið að setja
nokkra lauka saman ofan í holuna
sem grafin er.“
Jóla-
laukarnir
Ef fólk er með góða kæli-
geymslu er tilvalið að setja niður
jólalaukana núna. Lára segir að
hentugur staður geti t.d. verið
óupphitaður bílskúr, háaloft, gam-
all ísskápur eða búr sem er við
útvegg og er óupphitað. Laukamir
eru hafðir í 8-10 vikur þar sem
er svalt og dimmt og vökvaðir viku-
eða hálfsmánaðarlega. Að því búnu
eru þeir settir í góða birtu. Og um
jólin ættu þeir að skarta sínu feg-
ursta.
FYRIR um það bil tveimur og hálfu
ári hóf Bónus að selja matvörur
merktar versluninni sérstaklega og
eru vöruliðirnir nú orðnir 160 tals-
ins. Hagkaup reið svo nýlega á
vaðið og hóf að bjóða viðskiptavin-
um sínum upp á matvöru í gulum
pakkningum sérmerkta Hagkaupi.
Fyrirmyndin kemur að utan en víða
í stórmörkuðum erlendis hefur það
tíðkast lengi að bjóða viðskiptavin-
um upp á vörur sem þessar. Svokall-
aðar Tesco vörur sem 10-11 búðirn-
ar hófu að flytja inn í fyrra eru
dæmi um það en það eru breskar
vömr sem seldar eru í stórmörkuð-
um Tesco.
Fyrirmyndin
kanadísk
„Hugmyndin er fengin að utan
og við hjá Hagkaupi förum að kana-
dískri fyrirmynd. Meginmálið er að
þetta er vara sem á að vera ódýrust
í þeim flokki sem um er að ræða
en hún á að sama skapi að vera
frambærileg að gæðum,“ segir Ósk-
ar Magnússon forstjóri Hagkaups.
„Pakkningarnar eru ekki endilega
stærri en venjulega en það er oft
tilfellið og þær eru einfaldar og lít-
ið í þær lagt. Við eyðum semsagt
engu í auglýsingar og hönnunar-
kostnaður er nánast enginn."
- Lesandi hafði samband og var
með áhyggjur af því að börn kynnu
að rugla saman þvottaefni og morg-
unkorni þar sem pakkningarnar eru
allar eins og með merki Hagkaups
á?
- „Við ætlum ekki að ganga svo
langt í uppeldishlutverkinu að hafa
áhyggjur af því hvort börn fari að
ruglast á pakkningunum,“ segir
Óskar. „Þar að auki eru pakkning-
arnar með þvottaefni mjög ólíkar
þeim sem innihalda morgunkorn
svo ekki sé talað um bragðmun-
inn.“
Á að merkja vörurnar
framleiðanda?
Fæstar matvörutegundimar sem
til sölu eru hjá Hagkaup og Bónus
eru merktar framleiðanda en hjá
Hagkaup stendur til að bæta úr því
og láta nafn framleiðanda líka koma
fram. Hjá Bónus á hinsvegar ekki
að gera breytingu á því og Jón
Ásgeir Jóhannesson hjá Bónus seg-
ir að ástæðan sé sú að með þessu
móti fái verslunin færi á að skipta
um framleiðendur ef aðrir bjóða
betri gæði eða hagstæðara verð án
þess að skipta um umbúðir. Hann
segir að í strikamerkingunum komi
fram nafn framleiðanda og ef varan
uppfyllir ekki kröfur viðskiptavina
tekur skamman tíma að fínna út
nafn framleiðanda.
5-6% af heildarveltu
Jón Ásgeir segir að veltan á sér-
merktum vörum nemi kannski 5-6%
af heildarveltu fyrirtækisins og
Óskar tekur í sama streng en bæt-
ir við að þó sé ekki komin mikil
reynsla á það. Jón Ásgeir á ekki
von á að þessar tölur taki breyting-
um þó bætist við vöruliðir en hann
segir ekki ólíklegt að sérmerktir
vöruliðir Bónus verði um 200 þegar
upp er staðið. Hjá Hagkaup eru
vöruliðirnir 120 og að sögn Oskars
Magnússonar forstjóra Hagkaups
fer þeim fjölgandi. Flestir vörulið-
irnir hjá Hagkaupi og Bónus eru
framleiddir á íslandi. Jón Ásgeir
segir að yfirleitt sé það dýrari kost-
ur að biðja framleiðendur erlendis
um að sérmerkja vöru en að kaupa
hana merkta framleiðanda sökum
þess hve lítið er pantað í einu. „Við
erum svo lítið land og getum ekki
pantað á við aðra stórmarkaði er-
lendis þannig að í 95% tilfella er
þetta íslensk vara sem við hjá Bón-
us erum að bjóða með þessum hætti.
Óskar tekur í sama streng og segir
að varan sé í yfir 90% tilvika ís-
lensk framleiðsla.
Þegar þeir eru spurðir hvaða sér-
merktu vöruflokkar seljist best eru
þeir sammála um það það sé gos,
ávaxtasafar og unnin kjötvara.
Nýtt
Morgunblaðið/Ásdís
Avaxta-
hristingur
EMMESSÍS hefur sett á markað
tvær nýjar bragðtegundir af hrist-
ingi, karamellu-, og ávaxtahristing.
Hægt er að borða hann með skeið
beint úr frysti eða þíða hann og
drekka á hefðbundinn hátt með röri.
Ungliðahreyfing Rauða krossins
1.200 leðurflíkur
í Kolaportinu
Sjálfsafgreiðslu-
afsláttur
Nýttu þér 2 kr. sjálfsafgreiðsluafslátt af hverjum
bensínlítra á eftirtöldum þjónustustöðvum Olís.
m Sæbraut við Kleppsveg
• Mjódd í Breiðholti + 2 kr*
• Gullinbrú í Grafarvogi
• Klöpp við Skúlagötu
• Háaleitisbraut
• Ánanaustum
• Hamraborg, Kópavogi
• Langitangi, Mosfellsbæ
• Reykjanesbraut, Garðabæ
• Vesturgötu, Hafnarfirði
• Suðurgötu, Akranesi
*Viðbótarafsláttur vegna framkvæmda.
0lÍ5
léttir þér lífið
UNGLIÐAHREYFING
Rauða krossins ætlar að selja
um 1.200 notaðar leðurflíkur
í Kolaportinu um helgina. Um
er að ræða allskonar flíkur
eins og buxur, vesti, kápur,
jakka, húfur, pils og kjóla.
Fatnaðurinn kemur frá
móttökustöð Rauða krossins
á Akranesi en leður-, og
skinnfatnaður er ekki sendur
til útlanda þegar verið er að
útbúa sendingar til bág-
staddra. Ástæðan fyrir því
er trúarlegs eðlis, þ.e.a.s. dýr
eins og kýrin er heilög í mörg-
um löndum sem Rauði kross-
inn sendir fatnað til. Leður-
fatnaður hefur því verið tek-
inn frá og Ungmennahreyf-
ingin tekið að sér að selja
hann í Kolaportinu. Ágóðinn
af sölu fatnaðarins rennur
síðan til starfsemi Ung-
mennahreyfingarinnar en
hver flík verður seld á 500
krónur. Kolaportið er sem-
sagt opið þrátt fyrir risaeðlu-
sýninguna sem stendur yfir
og er opið bæði á laugardag
og sunnudag frá 11-17.
Morgunblaðið/Kristinn
Nýtt
Hörkulurkur,
7-9-13 og jarð-
arberjatoppur
KOMINN er á markað ísklakinn
Hörkulurkur en hann er með lime-
bragði og súkkulaðihjúp á endanum
og það er Emmessís sem framleiðir
hann. Þá er einnig kominn í verslan-
ir nýr ístoppur frá Emmessís en
hann nefnist Jarðarbeijatoppur. Að
síðustu er það íspinninn 7-9-13 sem
nú er farið að framleiða. Það er
vanilluís með ananashjúp.
------» ♦ ♦-----
Heilsufóður
fyrir ketti
FYRIRTÆKIÐ Goggar og trýni er
farið að flytja inn heilsufóður fyrir
kettlinga og fullorðnar kisur. í
umræddu heilsufóðri sem heitir
Elite for cats er að finna mörg efni
■ sem talin eru nauðsynleg fyrir vöxt
og þroska katta. Fóðrið er framleitt
úr kjúklingum, fiski, eggjum og
hrísgijónahveiti og sett í það nauð-
synleg bætiefni.