Morgunblaðið - 21.09.1996, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 1996 29
AÐSEIMDAR GREINAR
• •
Onug'heit
Arthurs Morthens
ARTHUR Morthens, sem er nýhætt-
ur sem stjórnarformaður SVR, skrif-
ar grein í Morgunblaðið á miðviku-
daginn. Þar svarar hann ekki gagn-
rýni minni á vinnubrögð meirihluta
stjórnar en leggur þeim mun meiri
áherslu á fúkyrði í minn garð og
virðist sem hann vilji ekki að íjallað
sé á málefnalegan hátt um stjórn
hans á SVR. Það er á vissan hátt
skiljanlegt eða a.m.k. mannlegt að
Arthur skuii vilja halda umræðu um
stjórn fyrirtækisins, eins og hún hefur
verið undanfarnar vikur, í lágmarki.
Hins vegar verður hann að beygja sig
fyrir þeirri staðreynd að fyrirtækið er
í eigu borgarbúa og þeir eiga rétt á
því að vita ef það verður fyrir skakka-
föllurn eða ef óvissa ríkir um stjóm
þess. í grein minni sl. laugardag var
því lýst, án gífuryrða, hvaða áhrif
óvissan um stjórn fyrirtækisins hefði
og R-listinn hvattur til að höggva á
hnútinn hið fyrsta.
Stjórnarformaðurinn heldur því
fram að undirritaður skrifi gegn betri
vitund um þær tímasetningar, sem
nefndar voru um afsögn hans. Oþarfi
er að þreyta lesendur á því að rifja
upp ummæli, sem féllu um þetta mál
í sumar en væri það rétt, sem Art-
hur heldur fram í greininni hefur
hann heldur betur talað betri vitund
sína í kaf á síðustu tveimur síðustu
stjórnarfundum, 26. ágúst og 9. sept-
ember. Á fyrri fundinum sagði hann
að fundurinn 9. sept. yrði sinn síð-
asti. Á fundinum 9. sept
skipti hann um skoðun
og sagði að hann myndi
kveðja stjórnina á
næsta fundi en þá þegar
var ljóst að sá fundur
yrði ekki fyrr en að aflo-
knu sumarleyft borgar-
stjórnar, en því lauk sl.
fimmtudag. Af þessu
sést að í síðustu viku
ríkti óvissa um fram-
vindu málsins þótt Art-
hur segi annað.
Nýr
slj órnarf ormaður
Atburðarásin var
hins vegar sú að fund-
urinn 9. september var hinn síðasti,
sem Arthur sat því að á borgarstjórn-
arfundi á fimmtudag gerðust þau
tíðindi að SVR fékk nýjan stjórnar-
formann, Árna Þór Sigurðsson, borg-
arfulltrúa R-listans og Alþýðubanda-
lagsins.
í grein Arthurs lýsir hann yfír
miklum skilningi á því að undirrit-
aður sé spenntur yfir því hver taki
við stjórnarformennsku í fyrirtækinu
og heídur því fram að sú óvissa hafi
ekki haft nein áhrif á starfsemi fyrir-
tækisins.
Ef slíkir hlutir sköpuðu óbærilega
spennu í mínu lífi væri ég örugglega
orðinn spennufíkill en til fróðleiks
má geta þess að R-listinn stjórnar
ekki af meiri festu en
svo að hann hefur nú
þegar skipt um formenn
í þremur af þeim fjórum
nefndum, sem undirrit-
aður situr í á vegum
Rey kj avíkurborgar
þrátt fyrir að kjörtíma-
bilið sé aðeins hálfnað.
Ég hafði ekkert að at-
huga við formanns-
skipti í hinum tveimur
nefndunum enda höfðu
þau ekki mikla áhrif á
starfsemi þeirra og voru
því alfarið mál R-list-
ans. Öðru máli gegnir
hins vegar um for-
mannsskiptin í SVR þar
sem engum vafa er undirorpið að þau
hafa skapað óvissu í fyrirtækinu.
Þess hef ég orðið var í fjölmörgum
samtölum við starfsmenn þess,
þ.á.m. yfirmenn.
Það er athyglisvert að í grein Art-
hurs er mestu púðri eytt í ýmis auka-
atriði, sem í raun koma gagnrýni
minni á stjórn hans ekki við. T.d.
gerir hann mikið úr því að undirritað-
ur hafi ekki kvartað yfir slælegum
undirbúningi mála fyrir stjórnarfund.
Það er rétt enda var ekki kvartað
yfir því í grein minni. Gagnrýni mín
beindist að því að óvissan um stjórn-
ina gerði það að verkum að meiri-
hluti hennar legði ekki fram neinar
tillögur til úrlausnar þegar full
Kjai-tan
Magnússon
ÍSLENSKT MÁL
Umsjónarmaður Gísli Jónsson
867. þáttur
ASA-ÞOR og lagsmaður hans
fóru að leita ketils (lögvellis) sem
væri svo stór, að heitt yrði í
honum öl handa öllum ásum.
Þeir Þór komu á heimili Hymis
jötuns, en hann átti stóra katla.
Frilla Hymis var komumönnum
ráðhollari en jötunninn, fríi henn-
ar. Þegar Hymir kom heim af
veiðum, sátu þeir í skjóli við súlu.
„Sjáðu hvar sitja
und salar gafli,
svo forða sér,
stendur súl fyrir,"
segir frilla við Hymi, en:
Sundur stökk súla
fyr sjón jötuns,
en áður í tvö
ás brotnaði.
Máttugt var augnaráð Hymis,
er hann braut bæði ásinn og
súluna.
í þessari gömlu vísu úr Hym-
iskviðu notar höfundur til skipt-
is orðmyndirnar súl og súla um
sama fyrirbæri. Uppruni orðanna
er ekki alveg ljós, en samsvar-
andi orð eru í öðrum germönsk-
um málum, t.d. sauls í gotnesku
(súl-saul 2. hljóðskiptaröð, sbr.
lúta-laut). Líklega hefur sýling
verið í enda súlunnar í öndverðu.
Til er ofurlítið torrætt orðtak:
að setja sök við (fyrir) súlu.
Merking er breytileg: ákveða,
vera ákveðinn; banna, hindra.
Sögnin að setja (orsakarsögn
af sitja = láta eitthvað sitja)
getur haft merkinguna að lægja
eða stilla. Johan Fritzner þýðir
á dönsku: „dæmpe, stille noget,
standse noget“. Hann tekur
dæmi úr Fornmannasögum, en
þar segir að „ófriður settist í
Svíþjóð", þegar friður komst á.
í Gulaþingslögum segir einnig:
„nú megu þeir setja þá sök þar,
ef þeir kunnu lög...“ Þeir gátu
sem sagt sett niður deiluna.
Gaman er að sjá hina fornu beyg-
ingu núþálegu sagnanna. Þátíða-
rending í nútíðinni: þeir megu,
þeir kunnu.
I doktorsritgerð sinni um ís-
lensk orðtök skýrir Halldór Hall-
dórsson orðtakið að setja sök
við súlu. Með vitnun í nokkra
staði í varðveittum heimildum
sýnir hann áðurnefnd merking-
arafbrigði: banna, hindra,
ákveða. En hann telur óljóst við
hvers konar súlu eða súl það var
gert og hvílík sú athöfn hefur
verið, er menn settu sakir við
súlur.
En nú hefur umsjónarmaður
sett sök við súlu að hætta að
fjalla um þetta efni.
★
Bernharð Haraldsson skóla-
meistari sendir mér nokkrar at-
hugasemdir sem ég reyni að
fjalla um í stuttu máli innan
hornklofa:
1. Spilakassar lokka til sín
börn og reyndar fullorðna líka.
Á einum slíkum er þessi leiðbein-
ing: „Móttekur aðeins 50 og 100
ki'ónu peninga". Verður ekki að
telja þetta vafasamt málfar? [Jú,
þetta er danska. Á máli okkar:
tekur (eða tekur við).]
2. í riti einu, skrifuðu af yfir-
lækni nokkrum er fjallað um
ýmsar tegundir fælni. Einn
kaflinn ber þessa yfirskrift:
„Aðrar fælnir“. Er fælni til í
fleirtölu og hvað þá um t.d. elli
og æsku? [Þessi orð eru svo
óhlutstæð, að þau fara afar illa
í fleirtölu.]
3. í Morgunblaðinu í dag, 29.
ágúst, er grein um keppni í akst-
ursíþróttum. Fyrirsögnin er:
„Sögufrægir bílar keppa hér-
lendis". Keppa bílar eða er keppt
á bílum? í viðtali í greininni seg-
ir síðan orðrétt: „Rallakstur er
stór iðngrein erlendis...“ Er
hægt að nota orðið iðngrein í
þessu sambandi? [Já, bílar geta
keppt, alveg eins og skipin sigla
og bátarnir afla vel. En rallakst-
ur er væntanlega fremur íþrótta-
grein en iðngrein.]
4. Verslanir, einkum þær er
selja ungu fólki vörur, eru oft
nefndar erlendum nöfnum. Það
finnst mér óviðeigandi. Þó kast-
aði tólfunum er verslun með er-
lenda nafninu „Redgreen“ var
komin á Laugaveginn þar sem
áður var fornbókaverslun, sem
hét einfaldlega Bókin og Snær
og Gunnar seldu margan kjör-
gripinn. [Að sjálfsögðu eiga ís-
lensk fyrirtæki að bera íslensk
nöfn, engan undanslátt þar.]
5. Nýtt leiðakerfi SVR gekk
í gildi fyrir skömmu. Alloft hef
ég heyrt orðið „tímatafla“ yfir
nýjar áætlanir strætisvagnanna.
Er þetta ekki komið úr ensku?
[Jú, jú, en áætlun dugir.]
6. Sveitarfélög tóku við
rekstri grunnskólanna fyrir
skemmstu. Sí og æ er klifað á,
að sveitarfélögin hafi tekið yfir
reksturinn. Er ekki enskan enn
á ferðinni? [Jú, umsjónarmaður
hefur margsinnis andæft þessu,
og er þess ærin þörf enn.]
Hafi svo B.H. enn kærar þakk-
ir fyrir sendingarnar.
★
Þjóstólfur þaðan kvað:
Ásmundur allsherjarbófi
aldrei neinn glæp drýgði í hófi;
engin tvöfeldni þar,
því að týpan var:
al-gegnheill allsherjarbófí.
Og enn var kveðið:
Tóm vitleysa að freistast í framakró,
það fer öllum best þessi sama ró;
þegar Rögnvaldur fer,
kemur röðin að mér
á eftir Amfinni og Birki í Amaró.
(Sigfinnur í Sundi.)
ATH. í síðasta þætti örlaði á
rangri skiptingu milli lína. Beðist
er velvirðingar á því, og einnig
því að fyrirsögn féll framan af
þættinum.
Til fróðleiks má geta
þess, segir Rjartan
Magnússon, að R-list-
inn stjórnar ekki af
meiri festu en svo að
hann hefur nú þegar
skipt um formenn í
þremur af þeim fjórum
nefndum, sem undirrit-
aður situr í á vegum
Reykj avíkurborgar
þrátt fyrir að kjörtíma-
bilið sé aðeins hálfnað.
ástæða væri til þess að til úrræða
yrði gripið.
Það segir meira en mörg orð að á
stjórnarfundinum 9. september höfðu
fulltrúar R-listans af fyrra bragði
engar tillögur fram að færa, hvorki
um úttekt á leiðakerfinu né fund
með vagnstjórum. Það var ekki fyrr
en fulltrúar sjálfstæðismanna höfðu
bent á að það væri hlutverk stjórnar
að reyna að höggva á þann hnút, sem
hafði myndast í fyrirtækinu, og lagt
fram tillögur þar að lútandi, að full-
trúar R-listans tóku við sér.
Fundir með starfsmönnum
Við lestur greinar Arthurs kemur
manni ósjálfrátt í hug goðsagnaper-
sónan íkarus, sem hóf sig til flugs
skreyttur mörgum flöðrum en eftir
því sem hann flaug hærra fækkaði
fjöðrunum og hann missti flugið.
Árthuri fatast flugið í greininni er
hann grípur til vafasamra fullyrð-
inga, sem koma_ óvissunni innan
stjórnar ekki við. í einhverri örvænt-
ingu hallar hann réttu máli er hann
segir að stjórn SVR hafi haldið fjóra
fundi með starfsmönnum á kjörtíma-
bilinu. Hið rétta er að slíkir fundir
hafa verið haldnir tvisvar en vegna
vaktakerfis þurfti að halda hvorn
fund tvisvar sinnum sama daginn svo
allir starfsmenn kæmust. Að sjálf-
sögðu ákvað stjórnarformaðurinn
fundartímann og einhverra hluta
vegna sá hann ekki ástæðu til að
boða fulltrúa sjálfstæðismanna á þá
nema með örskömmum fyrirvara, í
annað skiptið í hádeginu sama dag.
Svo vill til að báðir fulltrúar minni-
hluta í stjórn SVR gegna þannig *—
störfum að óhægt er að losna með
skömmum fyrirvara. Að sjálfsögðu
hlýtur að vera hægt að gera þá kröfu
til stjórnaformanna fyrirtækja að
þeir boði fundi með nægjanlegum
fyrirvara.
Miklar sviptingar hafa orðið um
SVR á síðustu vikum. Vonandi tekst
þó betra samstarf innan stjórnarinn-
ar en verið hefur og munu fulltrúar
sjálfstæðismanna ekki láta sitt eftir
liggja í þeim efnum. Brýnt er að
stjórnarmenn SVR sitji ekki með
hendur í skauti og hreyti ónotum
hver í annan heldur bretti upp erm-
arnar og einbeiti sér að því að bæta
hag fyrirtækisins og finna lausn á
vandamálum þess. Eg vil að lokum .
þakka Arthuri Morthens fyrir lær-
dómsríkt samstarf og óska honum
alira heilla í nýju starfi um leið og
ég býð Árna Þór Sigurðsson velkom-
inn og vonast eftir því að eiga gott
samstarf við hann.
Höfundur situr ístjórn SVR.
Batnandi hagur hjá
Hafnarfjarðarbæ
ÁRSREIKNINGUR
HafnarQarðarkaupstað-
ar fyrir árið 1995 sýndi
að tekist hafði að ná
tökum á ijármálum
bæjarins og mikil festa
var komin á stjórn bæj-
armála. Var það einkum
síðari hluti ársins sem
sýndi góðan árangur.
Nú liggur fyrir uppgjör
fyrrihluta árs 1996, þ.e.
frá 1. janúar tii 30. júní.
Uppgjör þetta sýnir
að haldið hefur verið
áfram á sömu braut og
gætt ýtrasta aðhalds í
meðferð fjármuna til að
ná settum markmiðum,
að lækka skuldir og jafnframt að við-
halda brýnustu þjónustu. Skal bent
hér á nokkrar lykiltölur sem staðfesta
þetta.
Páll V.
Daníelsson
ur af ÍSAL hafi farið
um 110 millj. kr. fram
úr áætlun þá er hér um
mjög góðan árangur að
ræða.
Samhent og
sterk stj’órn
Nú verður að hafa
það í huga að uppgjör
innan árs eru ekki eins
nákvæm og ársreikn-
ingar en framangreind-
ar tölur sýna að um
verulegan bata er aét ■
ræða frá fyrri tíma og
má gera sér vonir um
að markmið fjárhags-
áætlunar muni nást og
sýnir það að meirihluti bæjarstjómar
er bæði styrkur og mjög samstilltur
að takast á við þá erfíðleika sem við
Athyglisverðar tölur
Skatttekjur bæjarsjóðs 30. júní
voru orðnar 1.163.606 þús. kr. og er
það um 56% af áætluðum tekjum.
Skatttekjur fyrri hluta árs 1995 voru
862.147 þús. kr. eða 46% af áætlun.
Rekstur málaflokka nettó var 30. júní
1996 653.551 þús. kr. eða 48% af
áætlun. Samsvarandi tölur fyrri hluta
árs 1995 voru 750.638 eða 56% af
áætlun þess árs. Heildarskuldir 30.
júní 1996 voru 4.101.279 þús. kr. en
voru í ársbyijun kr. 4.281.579 þús.
og höfðu því lækkað um 180 millj. kr.
Fé til ráðstöfunar eftir greiðslu
almennra rekstrargjalda, vaxta og
afborgana var 30. júni 1996 kr.
202.733 þús. en 30. júní 1995 var
enginn afgangur heldur vantaði
162.522 þús. kr. upp á að endar
næðu saman. Þannig hefur staðan
batnað um 365.255 þús. kr. Eign-
færð fjárfesting nettó var 30. júní
1996 51.909 þús. kr. en 30. júní
1995 var eignfærð fjárfesting nettó
57.922 þús. kr.
Óráðstafað fé 30. júní 1996 var
því 175.920 þús. kr. en á fyrri hluta
árs 1995 var búið að eyða umfram
tekjur 365.684 þús. kr. Niðurstaðan
er því sú að greiðslustaða 30. júní
þessa árs er 541.604 þús. kr. betri
en á sama tíma árið 1995. Þótt tekj-
Um verulegan bata er
að ræða, segir Páll V.
Daníelsson, og má
gera sér vonir um, að
markmið fjárhagsáætl-
unar muni nást.
er að stríða. En það eru ekki ein-
göngu bæjarfulltrúarnir heldur hljóta
starfsmenn að vera vel meðvitaðir
um málin og taka á hver á sínu sviði
til að ná sem bestum árangri.
Þess má geta að allt þetta tímabil
hefur bæjarsjóður verið rekinn án
þess að fá yfirdrátt á hlaupareikn-
ingi eða að taka önnur lán. Reikning-
ar stofnana bæjarins liggja ekki fyr-
ir en þar er ekki reiknað með að
vandi sé á höndum nema húsnæðis-
kerfið sem rekið er með tapi og verð-
ur að taka á þeim málum af fullri
festu hið bráðasta.
Það hefur tekist að ná góðum
árangri undanfarna mánuði og er
vonandi að hægt verði að halda
áfram á sömu braut.
Höfundur er viðskiptafræðingun