Morgunblaðið - 21.09.1996, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 21.09.1996, Qupperneq 42
42 LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ MESSUR Á MORGUIM Guðspjall dagsins: Sonur ekkjunnar __________í Nain,__________ (Lúk. 7.) ÁSKIRKJA: Barna- og fjölskyldu- guðsþjónusta kl. 11. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnamessa kl. 11. Foreldrar hvattir til þátttöku með börnunum. Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Guðni Þ. Guðmunds- son. Pálmi Matthíasson. DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11. Prestur sr. Hjalti Guðmundsson. Dómkórinn syngur. Organleikari Marteinn H. Friðriksson. Barna- samkoma kl. 13 í kirkjunni og í Vesturbæjarskóla. Jakob Á. Hjálm- arsson. ELLIHEIMILIÐ GRUND: Guðsþjón- usta kl. 10. Prestur sr. Gylfi Jóns- son. Organisti jartan Ólafsson. GRENSÁSKIRKJA: Sunnudaga- skólinn hefst í dag kl. 11 með fjöl- skyldumessu. Barnakór Grensás- kirkju syngur. Messa kl. 14. Altar- isganga. Prestur sr. Halldór S. Gröndal. Organisti Árni Arinbjarn- arson. HALLGRÍMSKIRKJA: Barnastarf og messa kl. 11. Guðmunda Inga Gunnarsdóttir cand.theol. prédikar. Ragnar Fjalar Lárusson. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. ' * Jón Bjarman. HÁTEIGSKIRKJA: Barnaguðsþjón- usta kl. 11. Börnin fá afhenta möppu og poka í upphafi vetrar- starfsins. Sr. Helga Soffía Konráðs- dóttir. Messa kl. 14. Organisti Vio- leta Smid. Helga Soffía Konráðs- dóttir. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guð- brands biskups. Messa kl. 11. Prestur sr. Flóki Kristinsson. Org- anisti Jón Stefánsson. Kór Lang- holtskirkju (hópur IV) syngur. Kaffi- sopi eftir messu. LAUGARNESKIRKJA: Barnastarf kirkjunnar hefst með guðsþjónustu kl. 11. Félagar úr Kór Laugarnes- kirkju syngja. Organisti Gunnar Gunnarsson. Guðsþjónusta kl. 14. Drengjakór Laugarneskirkju syngur undir stjórn Friðriks S. Kristinsson- ar. Kirkjukaffi að lokinni guðsþjón- ustu. Bpðið upp á akstur til og frá kirkju. Ólafur Jóhannsson. NESKIRKJA: Barnastarf vetrarins hefst í kirkjunni kl. 11. Opið hús frá kl. 10. Munið kirkjubílinn. Sr. Frank M. Halldórsson. Nýjung: Barnastarf hefst í félagsmiðstöðinni Frosta- skjóli (við KR-heimilið) kl. 11. Húsið opnar kl. 10.30. Sr. Halldór Reynis- 4+. son. Guðsþjónusta kl. 14. Ath. breyttan tíma. Organisti Reynir Jón- asson. Prestur sr. Halldór Reynis- son. SELTJARNARNESKIRKJA: Messa kl. 11. Prestur sr. Solvelg Lára Guðmundsdóttir. Organisti Violeta Smid. Upphaf barnastarfsins, sem í vetur verður í umsjá Hildar Sigurð- ardóttur, Erlu Karlsdóttur og Bene- dikts Hermannssonar. ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN: Guðs- þjónusta kl. 14. Barnastarf á sama tíma. Kaffi eftir messu. ÁRBÆJARKIRKJA: Barnaguðsþjón- usta kl. 11. Fyrsta samkoma barn- anna eftir sumarhlé. Nýtt og áhuga- Fríkirkjusöfnuðurinn í Reykjavík Barnaguðsþjónusta kl. 11.15 Guðsþjónusta kl. 14.00. Samverustundir í Safnaðarheimiiinu að guðþjónustunum ioknum. í vert fræðsluefni. Foreldrar, afar og ömmur boðin velkomin með börn- unum. Guðsþjónusta kl. 14. Ath. breyttan messutíma. Guðrún Edda Gunnarsdóttir syngur stólvers. Organleikari Sigrún Steingríms- dóttir. Vænst er þátttöku væntan- legra fermingarbarna og foreldra þeirra í guðsþjónustunni. Stuttur fundur með foreldrunum eftir guðs- þjónustuna. Prestarnir. BREIÐHOLTSKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Guðsþjónusta á sama tíma. Prédikunarefni: „Þú skalt ekki aðra guði hafa“. Sam- koma Ungs fólks með hlutverk kl. 20. Gísli Jónasson. • DIGRANESKIRKJA: Messa kl. 11. Altarisganga. Barnaguðsþjónusta á sama tíma. Organisti Sigríður Sól- veig Einarsdóttir. Sóknarprestur. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guðs- þjónusta kl. 11. Prestur sr. Guð- mundur Karl Ágústsson. Organisti Lenka Mátéová. Barnaguðsþjón- usta á sama tíma. Barnastarfið hefst. Umsjón Ragnar Schram. Prestarnir. GRAFARVOGSKIRKJA: Barna- guðsþjónusta kl. 11 í kirkjunni og kl. 12.30 í Rimaskóla í umsjón Hjart- ar, Rúnu, Jóhanns og Ólafs. Guðs- þjónusta kl. 14. Organisti Hrönn Helgadóttir. Prestarnir. HJALLAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson héraðsprestur þjónar. Barnaguðs- þjónusta kl. 13 í umsjá írisar Kristj- ánsdóttur. Organisti Oddný J. Þor- steinsdóttir. Kristján Einar Þorvarð- arson. KÓPAVOGSKIRKJA: Barnastarf í safnaðarheimilinu Borgum kl. 11. Guðsþjónusta fellur niður vegna framkvæmda í kirkjunni. Ægir Fr. Sigurgeirsson. SELJAKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Valgeir Ástráðsson prédikar. Org- anisti Ólafur Finnsson. Sókn- arprestur. FRÍKIRKJAN, Rvík: Barnaguðsþjón- usta kl. 11.15. Guðsþjónusta kl. 14. Samverustundir í safnaðarheimilinu að guðsþjónustunum loknum. Org- anisti Pavel Smid. Cecil Haralds- son. KRISTSKIRKJA, Landakoti: Laug- ardagur: Messa kl. 8. Sunnudagur: Hámessa kl. 10.30, messa kl. 14, messa á ensku kl. 20. Mánudaga til föstudaga: messur kl. 8 og kl. 18. KFUM og KFUK, v/Holtaveg: Sam- koma á morgun kl. 17. Barna- og unglingasamverur á sama tíma. Ræðumaður Ragnar Gunnarsson. Fyrirbæn í lok samverunnar. MARÍUKIRKJA, Breiðholti: Messa kl. 11 á sunnudögum. HVÍTASUNNUKIRKJAN Filadelfía: Brauðsbrotning kl. 11. Ræðumaður Hinrik Þorsteinsson. Almenn sam- koma kl. 16.30. Ræðumaður Hafliði Kristinsson. Allir hjartanlega vel- komnir. Ath. breyttan samkomu- tíma. MESSÍAS-FRÍKIRKJA: Rauðarár- stíg 26, Reykjavík. Guðsþjónusta sunnudag kl. 20 og fimmtudag kl. 20. Altarisganga öll sunnudags- kvöld. Prestur sr. Guðmundur Órn Ragnarsson. ORÐ LÍFSINS: Grensásvegi 8. Al- menn samkoma kl. 11. Ræðumaður Ásmundur Magnússon. Fyrirbæna- þjónusta/bænaklútar. Allir hjartan- lega velkomnir. FÆREYSKA SJOMANNAHEIM- ILIÐ: Samkoma á morgun kl. 17. LÁGAFELLSKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 14. Sigurður Ragnarsson, guðfræðinemi prédikar. Kirkjukór Lágafellssóknar. Organisti Guð- mundur Ómar Óskarsson. Jón Þor- steinsson. VÍDALÍNSKIRJA: Guðsþjónusta kl. 11. Séra Bjarni Þór Bjarnason messar. Bragi Friðriksson. BESSASTAÐAKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 14. Séra Bjarni Þór Bjarna- son, prédikar. Vænst er þátttöku fermingarbarna og foreldra þeirra. Bragi Friðriksson. VÍÐISTAÐAKIRKJA: Barnamessa kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14 Sigurður Skagfjörð Steingrímsson syngur. Sigurður Helgi Guðmundsson. ÍDAG Með morgunkaffinu MATURINN er alveg óætur. Við hefðum alveg eins getað borðað heima. Farsi VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: lauga@mbl.is Gott krem MIG LANGAR að taka undir með Evu Davíðs- dóttur sem skrifaði um gott krem í Velvakanda fyrir nokkru. Eg er búin að vera með psoriasis í 13 ár og aldrei náð nein- um bata. Síðan fór ég að prófa þetta krem, SD sjávar- og jurtasmyrsl og ég er alveg að verða blettalaus. Ég vil benda öðrum psoriasissjúkling- um á þetta krem og vona að það reynist þeim jafn- vel og mér. Brynhildur Bjarnadóttir Útvarpsmaður hættir ATLI Steinarsson hefur verið með sérstaklega skemmtilega fréttapistla í útvarpi frá Ameríku. Hann segir mjög skemmtilega frá, en virðist vera hættur og Sigríður Amardóttir komin í staðinn. Mér finnst þetta slæm skipti. Er hann alveg hættur eða hvað? ^ Valgeir Gæludýr Köttur í óskilum Gulbröndóttur) fress- kettlingur, mjög gæfur og greiniiega heimilis- köttur, u.þ.b. fjögurra til sex mánaða er í óskilum í Funafuld 56. Eigandi má hafa samband í síma 567-6569 eða hafa sam- band við Kattholt í síma 567-2909. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson UNDANÚRSLIT og úrslit bikarkeppninnar verða spil- uð nú um helgina í Þöngla^ bakka 1, húsnæði BSI. í dag eigast við sveitir Landsbréfa og Búlka ann- ars vegar, og hins vegar sveitir Samvinnuferða og Sparisjóðs Þingeyinga. Sig- ursveitirnar spila síðan úr- slitaleik á morgun. Sýnt verður frá leikjunum, bæði í dag og á morgun. Lítum á athyglisvert varnarspil frá úrslitaleik bikarsins i fyrra, sem var á milli sveita -t-Film og VÍB. Austur gefur; AV á hættu. Norður ♦ DG ▼ D4 ♦ ÁKDG ♦ ÁDG74 Vestur Austur ♦ 98 ♦ Á64 Y Á32 IIIIH V K9765 ♦ 98764 111111 ♦ 105 ♦ 1083 ♦ K96 Suður ♦ K107532 V G108 ♦ 32 ♦ 52 Sagnir gengu eins á báð- um borðum: Vestur Norður Austur Pass Suður 2 spaðar Pass Pass 2grönd 4 spaðar Pass Allir pass 3 spaðar Útspil: Tígulnía. Báðir sagnhafar spilaðu spaðadrottningu í öðrum slag, sem austur dúkkaði. Nú felst vinningsleiðin í því að spila tígli og þvinga aust- ur til að trompa með smát- rompi. Síðan er hægt að henda laufhundi niður í tíg- ulhámann. En hvorugum sagnhafa leist á þessa leið, enda bjuggust þeir allt eins við að útspil vesturs væri frá tvílit. Þeir spiluðu því meiri spaða. Á öðru borðinu drap austur á spaðaás og skipti yfír í lítið hjarta. Vestur drap og spilaði tígli í þeirri von að austur gæti tromp- að. Svo var ekki og spilið vannst, því sagnhafi hafði nú tíma til að henda laufi niður í háan tígul. Hinum megin skipti aust- ur yfir í hjartakóng eftir að hafa tekið á spaðaásinn. Hann fékk kall og spilaði þá hjartafimmu næst. Vest- ur drap á ásinn og skipti yfír í lauf, enda túlkaði hann hjartafimmuna sem kall í þeim lit. Með einspil í tígli hefði austri verið í lófa lagið að spiia hærra hjarta. Spilið fór því einn niður. Víkveiji skrifar... VÍKVERJI varð nýlega í fyrsta — og vonandi eina — sinn fyrir þeirri óskemmtilegu reynslu að missa af flugvél í millilanda- flugi. Víkveiji vaknaði í rúmi sínu fimmtán mínútum áður en Kaup- mannahafnarvélin átti að taka sig á loft frá Keflavíkurflugvelli og upplifði nokkrar mínútur í full- kominni ringulreið, þar sem hann hljóp um heimili sitt eins og haus- laus hæna og gat ekki ákveðið á hveiju hann ætti að byrja; klæða sig í sokkana, hringja á leigubíl og reyna að ná vélinni eða hringja til Keflavíkur og biðja 180 farþega og áhöfn um að bíða eftir sér. Allt fór þetta þó betur en á horfð- ist, einkum fyrir einstök liðlegheit starfsfólks Flugleiða, sem bókaði Víkveija í flug morguninn eftir, þótt strangt til tekið ætti hann ekki rétt á að breyta miðanum sínum. xxx ASTÆÐA þess að Víkveiji svaf yfir sig var að hann vaknaði ekki við hringingu þá frá land- símanum, sem hann hafði pantað kvöldið áður. I sjálfsásökun sinni og angist fyrstu klukkustundirnar eftir að Víkverji missti af vélinni, var hann sannfærður um að hann hefði einfaldlega sofíð hringing- una af sér. Þegar á líður fer Vík- veija þó að þykja ósennilegra að enginn heimilismanna skuli hafa rumskað, hafi síminn á annað borð hringt, en símtækið, sem er forn gripur og hávær, stóð á ganginum framan við svefnherbergisdyr Vík- veija. Þegar skrifari fór að segja vinum og kunningjum frá þessari reynslu sinni, kom í ljós að fleiri höfðu sömu sögu að segja. Bæði rútubílstjóri og flugfreyja, sem starfs síns vegna höfðu reglulega pantað vakningarhringingu frá Pósti og síma, höfðu orðið fyrir því að síminn hringdi einfaldlega ekki á tilsettum tíma. Víkverji hafði alltaf haldið að vakningar- þjónusta P&S væri algerlega skot- held. Getur verið að henni sé ekki að treysta? VINKONA Víkveija hefur, eins og gengur, stundum þurft að leita læknis vegna einhverra smá- kvilla eða venjubundinna rann- sókna. Þetta er upptekin athafna- kona og til þess að vera ekki klukkustundum saman frá vinnu í hvert sinn, sem hún þarf að mæta hjá lækni, hefur hún undanfarið haft þann háttinn á að panta fyrsta tíma að morgni, til þess að komast hjá bið vegna þess að viðtöl við aðra sjúklinga dragist hugsanlega á langinn. Að sögn konunnar heyr- ir hins vegar til undantekninga ef hún er komin inn á stofu læknisins á tilsettum tíma. Oft sé hún látin bíða í hálftíma og stundum allt að klukkustund. Vinkonunni finnst að læknar hafi fáum afsökunum á að skipa þegar um fyrsta viðtal dags- ins er að ræða, og með þessu sýni læknar tíma annarra virðingarleysi. Víkverja finnst þetta sama eiga við um fleiri starfsstéttir, sem ástunda það að mæla sér mót við viðskipta- vinina á ákveðnum tíma, en sóa síðan fyrir þeim tíma og stundum peningum með því að mæta seint.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.