Morgunblaðið - 24.09.1996, Side 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
Nýtt skólahús, Hólar, tekið í notkun við setningu Menntaskólans á Akureyri
Kennslurými
tvöfaldast við
stækkunina
SR. BOLLI Gústavsson vígslubiskup á Hólum
blessaði hið nýja skólahús MA, Hóla.
NÝTT skólahús, Hólar, var tekið
i notkun við setningu Menntaskól-
ans á Akureyri á sunnudag, en
með tilkomu þess tvöfaldast
kennslurými skólans.
„Nafnið Hólar er gefið til þess
að minna á upphaf skólans, en
Menntaskólinn á Akureyri rekur
sögu sína til hins forna dómskóla
á hinu forna biskupssetri á Hólum
í Hjaltadal sem stofnaður var í
upphafi biskupstíðar Jóns biskups
helga Ögmundssonar árið 1106,“
sagði Tryggvi Gíslason skóla-
meistari við setningu skólans.
Kennslurými
tvöfaldast
Nýbyggingin er um 3.000 fer-
metrar að stærð með geymslum.
Í húsinu eru 9 vel búnar kennslu-
stofur, bókasafn með lestrarað-
stöðu fyrir um 80 nemendur, sal-
ur sem rúmar alla nemendur skól-
ans en hann verður einnig notað-
ur til kennslu, skemmtana- og
fyrirlestrahalds. Þá eru í húsinu
skrifstofur og vinnuherbergi
kennara. Fyrsta skóflustungan
að nýbyggingunni Hólum var tek-
in 17. júní 1994 þannig að húsið
hefur aðeins verið tvö ár í bygg-
ingu. Upphaflega átti að ljúka
framkvæmdum á þremur árum
en Héraðsnefnd Eyjafjarðar
heimilaði að verkinu yrði lokið á
skemmri tíma. Arkitektar hússins
eru þeir Gísli Kristinsson og Páll
Tómasson en SS-Byggir sá um
byggingu þess. Byggingarkostn-
aður er um 300 milljónir króna
að meðtöldum búnaði og frágeng-
inni lóð. Hérðaðsnefnd Eyjafjarð-
ar greiðir 40% kostnaðar og ríkis-
sjóður 60%.
í vetur eru skráðir um 600 nem-
endur í skólann, þar af tæplega
200 nýnemar á fyrsta ári. „Er í
þeim hópi mikið af áhugasömum
og hæfum nemendum og er mér
til efs að nokkru sinni áður hafí
jafn stór hópur af góðum nemend-
um innritast í skólann. Bind ég
miklar vonir við þennan nýja hóp
nemenda," sagði Tryggvi.
Fram kom í máli skólameistara
að Menntaskólinn á Akureyri hefði
viljað muna sögu sína og skólinn
lagt rækt við sögu og menningu
þjóðarinnar. Jafnframt því að
leggja rækt við gamalt hafí skólinn
Morgunblaðið/Golli
KENNSLURÝMI Menntaskólans á Akureyri tvöfaldaðist þegar nýtt skólahús, Hólar, var tekið í
notkun. Á myndinni eru skólabyggingar MA, Gamli skóli, þá „fjósið“ eins og leikfimihúsið er nefnt
og Möðruvellir, raunvísindahús skólans. Efst er heimavistin, en nýja skólahúsið, sem stendur að
hluta í Stefánslundi, er þar fyrir neðan.
## Morgunblaðið/Orri Gautur
AÐALBJÖRG Halldórsdóttir og Sigurður Guðmundsson gáfu
bókasafni MA Ijóðabókasafn sitt, á þriðja þúsund bindi og tók
dóttir þeirra, Ragnheiður bókavörður á safninu, við gjöfinni.
horft fram á veginn og rutt nýjar
brautir og barist fyrir framförum
í skóla- og menntamálum sem fjöl-
mennasti heimavistarskóli lands-
ins. „En skólinn hefur fylgst með
í straumi lífsins. Þótt hann virði
fornar dyggðir er hann ekki
gamaldags og afturhaldssamur
fornaldarskóli heldur framsækin
menntastofnun sem hefur það
meginmarkmið að búa nemendur
sína undir framtíðarnám í há-
skóla.“
Tímabært að bæta
húsakostinn
Við setningu Menntaskólans á
Akureyri flutti Knútur Otterstedt,
formaður bygginganefndar, ávarp
og rakti m.a. byggingarsögu Hóla.
Bjöm Bjarnason menntamálaráð-
herra flutti einnig ávarp og sagði
m.a. að sannarlega hefði verið
tímabært að bæta húsakost skól-
ans, „sem útskrifar framúrskar-
andi stúdenta eins og meðal ann-
ars má sjá í skýrslum Háskóla
íslands um árangur í einstökum
deildum hans.“
Nefndi ráðherra að á Norður-
landi væru fímm framhaldsskólar,
bændaskóli á Hólum og háskóli á
Akureyri. „Hefur ríkisstjórnin
þann ásetning að treysta undir-
stöður þessa skólastarfs eftir því
sem efni leyfa,“ sagði hann.
„Menntaskólinn á Akureyri er í
hópi þeirra sem hafa áunnið sér
traustan sess. Innan hans hefur
tekist að sameina hæfílega íhalds-
semi og skynsamleg viðbröð við
samtímakröfum."
Gat Björn þess að byggingar-
sögu skólans væri ekki lokið þó
tekið hefði verið í notkun nýtt og
glæsilegt hús því áform væru upp
um að bæta við heimavist skólans.
Víða um land vildu skólastjórnend;
ur ráðast í slíkar framkvæmdir. I
nýjum framhaldsskólalögum væri
mælt fyrir um skiptingu bygging-
arkostnaðar heimavista milli ríkis
og sveitarfélaga. „Ég tel að skoða
verði þetta mál í heild í samvinnu
við þá sem sinna ferðaþjónustu
og samtök framhaldsskólanema."
Við blasti að ekki ríkti jafnræði
meðal þessara nemenda að því er
heimavistir varðar og ljármögnun
þeirra úr opinberum byggingar-
sjóðum. „Ég vil beita mér fyrir
því að menn nálgist þetta við-
fangsefni úr nýrri átt til að skapa
því sjálfbæran grundvöll, ef ég
má orða það svo,“ sagði mennta-
málaráðherra og benti m.a. á Fé-
lagsstofnun stúdenta sem æski-
lega fyrirmynd, kanna bæri hvort
unnt væri að koma á fót svipaðri
stofnun á landsvísu fyrir alla fram-
haldsskólanema.
Sr. Bolli Gústavsson, vígslubisk-
up á Hólum, blessaði húsið.
Höfðingleg gjöf
Við lok athafnarinnar tilkynntu
hjónin sr. Sigurður Guðmundsson,
fyrrverandi vígslubiskup, og eigin-
kona hans, frú Aðalbjörg Halldórs-
dóttir, að þau hefðu ákveðið að
gefa bókasafni Menntaskólans á
Akureyri ljóðasafn sitt sem nú er
nokkuð á þriðja þúsund bóka.
Sagði Sigurður að hann hefði allt
frá æsku litið upp til Menntaskól-
ans á Akureyri, hann væri þakk-
látur fyrir að hafa stunda þar nám
og hefði alltaf haldið nokkrum
tengslum við skólann. Hann hefði
í áratugi safnað bókum, ljóðabók-
um sérstaklega, og væru þær
flestar í góðu bandi. í safni þeirra
hjóna er að fínna nær allar frumút-
gáfur góðskáldanna, elstu bæk-
urnar eru frá 18. öld og þær nýj-
ustu eru frá þessu ári. „Safnið er
okkur kært. Þegar við ræddum
hvað yrði um það þegar við værum
öll kom okkur saman um að best
væri það komið á bókasafni MA.
Þar vonum við að það komi að
notum komandi kynslóðum nem-
enda til gagns og gleði.“
Náttúrufræðistofnun, veiðistjóri og skrifstofa CAFF
Undir sama þak í Krónunni
ÞRJÁR stofnanir hafa tekið til starfa
undir sama þaki í nýju húsi í Hafnar-
stræti, svokallaðri Krónu í miðbæ
Akureyrar, en húsnæðið var form-
lega tekið í notkun á sunnudag. Um
er að ræða Akureyrarsetur Náttúru-
fræðistofnunar íslands, embætti
veiðistjóra og skrifstofu CAFF, Con-
versation of Flora and Fauna.
Mikils vænst
af starfseminni
Á efstu hæð hússins, þeirri 6.
er embætti veiðistjóra til húsa og
einnig skrifstofur Akureyrarseturs
Náttúrufræðistofnunar en alls er
hæðin um 440 fermetrar að stærð.
Á næstu hæð fyrir neðan er skrif-
stofa CAFF, bókasafn og fundarsal-
ur auk þess sem þar er innangengt
í Heilsugæslustöðina á Akureyri
sem er í næsta húsi norðan við og
þá gefst bæjarbúum kostur á að
fara með lyftu af neðstu hæðinni,
upp á svonefnt Skessunef við Gils-
bakkaveg og Oddagötu en á 5.
hæðinni er nokkurs konar göngu-
gata gegnum húsið og út. Á 4. hæð
Krónunnar hefur verið komið upp
vinnuaðstöðu náttúrufræðinga en
þar er nú unnið af kappi við að
innrétta nýjan sýningarsal fyrir
Náttúrugripasafnið á Akureyri.
Guðmundur Bjarnason umhverf-
isráðherra tók húsnæðið í notkun,
en auk hans fluttu ávörp þeir Jón
Gunnar Ottósson, forstöðumaður
Náttúrfræðistofnunar íslands,
Hörður Kristinsson, forstöðumaður
Akureyrarsetursins, sem rakti sögu
stofnunarinnar, Helgi Hallgríms-
son, fyrrverandi forstöðumaður
þess, Ásbjörn Dagbjartsson veiði-
stjóri, Snorri Baldursson, forstöðu-
maður skrifstofu CAFF, og Hjör-
leifur Guttormsson alþingismaður.
Luku menn lofsorði á rúmgóð og
glæsileg húsakynni og væntu mik-
ils af starfsemi þeirra stofnana sem
nú hafa flutt sig undir sama þak í
Krónunni.
FORSTÖÐUMENN stofnananna þriggja, Hörður Kristinsson
á harmoníkunni, Ásbjörn Dagbjartsson og Snorri
Baldursson tóku lagið í gleði sinni yfir hinu nýja
húsnæði sem stofnanirnar eru fluttar í.
I
i
I
i
»
;
(
E
1
<
,
,
{