Morgunblaðið - 24.09.1996, Síða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
l
ÚR VERIINIU
„Besta
sýningin
til þessa“
FJÖLDI _ DANSKRA fyrirtækja
tók átt í íslensku sjávarútvegssýn-
ingunni að þessu sinni og var Jan
Fiirst Andersen, framkvæmda-
stjóri útflutningsráðs Danmerkur,
ánægður með sýninguna fyrir
hönd landa sinna.
Danir hafa tekið þátt í íslensku
sjávarútvegssýningunni frá upp-
hafi og alls sýndu 30 dönsk fyrir-
tæki á sýningunni nú, allt sem
viðkemur sjávarútvegi, bæði til
veiða og vinnslu. „Þessi sýning er
tvímælalaust sú stærsta og besta
hér á landi til þessa. Fjöldi er-
lendra gesta hefur einnig aukist
til muna og það segir okkur að
sýningin hefur skipað sér í hóp
mikilvægustu sjávarútvegssýn-
inga í heiminum," segir Jan Fúrst.
Forsetinn talar góða dönsku
Jan Fúrst segir skipulag sýning-
arinnar hafa verið til fyrirmyndar
og sérstaklega ánægjulegt að sjá
hve margir gestir komi og skoði
sem í boði sé. Hann segir dönsk
fyrirtæki hafa vakið talsverða at-
hygli sýningargesta.
„Það hafa alltaf verið ákveðin
tengsl á milli íslands og Danmerk-
ur, bæði í sögulegu og viðskipta-
legu samhengi. Það var sérstak-
lega gaman fyrir okkur að hitta
nýkjörinn forseta ykkar, Ólaf
Ragnar Grímsson, sem talar sér-
lega góða dönsku, líkt og forver-
inn, frú Vigdís Finnbogadóttir,
sem hefur verið við opnun síðustu
sýninga.“ segir Jan Fúrst.
AÐSÓKN að íslenzku sjávarút-
vegssýningunni varð meiri en
nokkru sinni áður. Alls komu nú
14.656 gestir á sýninguna, þar af
rúmlega 5.000 á síðasta sýningar-
deginum á laugardag. Erlendir
gestir voru 630, en voru 428 á síð-
ustu sýniningu og innlendum gest-
um fjölgaði um 20%, þrátt fyrir
að sýningardagar væru aðeins fjór-
ir nú en fimm fyrir þremur árum.
MIKIL örtröð var við sýningarsvæðið síðasta dag sýningarinnar.
Aðsóknin aldrei meiri
John Legate, stjórnandi sýn-
ingarinnar, segir að sýningin
hafi tekizt enn betur en stjórn-
endur hennar og sýnendur hefðu
þorað að vona. „Við erum mjög
ánægð með ganga mála og sýn-
endur eru það einnig, því þeir
eru þegar farnir að tala um að
taka frá pláss á næstu sýningu
eftir þrjú ár.
Það var ennfremur athyglis-
vert frá hve mörgum löndum og
hve fjarlægum hinir erlendu gest-
ir voru. Alls komu þeir frá 32
Morgunblaðið/RAX
löndum, meðal annars Litháen,
Eistlandi, Tékklandi, Suður-Afr-
íku og Sádí-Arabíu.
Vöxtur þessarar sýningar hef-
ur verið nær stöðugur frá upp-
hafi hennar. Haldi svo fram sem
horfir, verðum við að auka pláss-
ið enn meira fyrir næstu sýningu,
líklega með enn einum sýningar-
skála eða sérstöku veitingatjaldi,"
segir John Legate.
i
í
I
I
t
Sjómenn á Flæmska hattinum
Oheyrileg verðlagn-
ing Pósts og síma
ISLENZKIR sjómenn á skipum á
Flæmska hattinum eru mjög
óánægðir með verðlagningu Pósts
og síma á símtölum milli rækjumið-
anna og íslands. Þeir hafa sent for-
ystumönnum hagsmunasamtaka
sinna skeyti og fara þeir fram á
aðstoð þeirra við að fá verðlækkum
á símtölum um stuttbylgju. Fer
skeyti þeirra hér á eftir:
„Á þessu ári hafa íslenzkir sjó-
menn stundað úthafsveiðar í miklum
mæli. Fjöldi þeirra er fjölskyldumenn
og er eina leiðin fyrir þá að hafa
samband heim í gegn um stuttbylgju-
samband við strandstöðvar Pósts og
síma. Verðlagning Póst og síma á
þessari þjónustu er óheyrilega há og
má spyija hvers vegna það er álíka
dýrt að tala um talstöð við strand-
stöðvar Pósts og síma - oft er sam-
bandið mjög slæmt - sem aðeins af-
greiðir innanlandssímtal eins og
kostar að tala frá íslandi til Banda-
ríkjanna. Einnig má benda á mis-
ræmi milli taxta eftir því hvernig
radíósamband er notað. Það er ein-
dregin ósk okkar sjómanna að þú
beitir þínum áhrifum svo þetta verði
lagað mjög fljótlega."
Skeytið er sent formönnum Sjó-
mannasambands íslands, Vélstjóra-
félags íslands og Farmanna og fiski-
mannasambands íslands.
fJP&' ^ H |' i 1 A | !»[!■ ® | f* : «íJp!
Kanadísku einingahúsin
frá Fermco
Upplýsingar í síma 562 6580
SÝNINGARBÁS Netagerðarinnar Ingólfs og samstarfsfyrirtækja á íslenzku sjávarútvegssýning-
unni. Poul Törring frá Utzon í Danmörku, Birkir Agnarsson, framkvæmdastjóri Ingólfs, Per Niels-
en frá Randes í Danmörku og Alexander Matthíasson frá Netagerðinni Ingólfi.
Selt fyrir 7 0 milljónir króna
NETAGERÐIN Ingólfur gekk frá
samningi við Samheija á Akureyri
og þýzka fyrirtæki DFFU, sem
Samheiji á meirihluta í, um sölu
á sjö trollum og tveimur tog-
hlerapörum. Andvirði samningsins
er um 70 milljónir króna. Trollin
eru frá írsku netagerðinni Swan
Net, en hönnuð í samráði við Þor-
stein Vilhelmsson, einn eigenda
Samheija og Birki Agnarsson,
framkvæmdastjóra Ingólfs. Trollin
eru að hluta til sett upp hjá Ing-
ólfi í Vestmannaeyjum. Toghler-
arnir eru frá danska fyrirtækinu
Perfect.
Birkir Agnarsson, fram-
kvæmdastjóri Netagerðarinnar
Ingólfs er að vonum ánægður með
árangurinn. „Við erum mjög
ánægðir með að hafa náð að selja
sjö troll í einu til öflugasta útgerð-
arfélags landsins. Við fundum
einnig fyrir miklum meðbyr á sýn-
ingunni og fengum fjölda fyrir-
spuma frá öðrum útgerðum. Þá
má reyndar ekki gleyma því að
þessi troll hafa að miklu leyti ver-
ið þróuð í samvinnu við Samheija
og skipstjórana á Akureyrinni,
Sturlu Einarsson og Árna Bjarna-
son, sem báðir hafa náð glæsileg-
um árangri með trollin frá Swan
Net. Við sjáum því fram á enn
meiri sölu trolla frá Swan Net til
íslands á næstu misserum. Þarna
er um að ræða flottroll fyrir karfa,
en við höfum einnig verið að selja
flottroll til veið á síld og loðnu og
þau hafa reynzt mjög vel,“ segir
Birkir Agnarsson.
Þorsteinn Vilhelmsson segist
einnig mjög ánægður með trollin
frá Swan Net og viðskiptin við
Netagerðina Ingólf. „Skipin hafa
verið að fiska mjög vel í þessi troll,
sérstaklega Akureyrin og þess
vegna erum við að kaupa þau. Við
höfum trú á þessum veiðarfærum,
sem eru vönduð og hafa reynzt
vel,“ segir Þorsteinn Vilhelmsson.
i
L
i
I
I
i
í
I
I
I
I-