Morgunblaðið - 24.09.1996, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER 1996 21
ERLENT
Sósíalistinn Simitis sigraði örugglega í Grikklandi
Boðar aðhaldsstefnu
og einkavæðingn
Aþenu. Reuter.
Reuter
COSTAS Simitis, forsætisráðherra Grikklands og leiðtogi flokks
sósíalista (PASOK), fagnar sigri og veifar til stuðningsmanna.
COSTAS Simitis, forstisráðherra
Grikklands og leiðtogi sósíalista,
sigraði í þingkosningunum á sunnu-
adg og fékk flokkurinn hreinan
meirihluta þingsæta. Ráðherrann
sagði sigurinn vera allra þeirra sem
tryðu því að efnahagslíf landsmanna
gæti orðið samkeppnishæft á næstu
öld og myndi hann skýra frá ráð-
herralista sínum á næstu dögum.
I kosningabaráttunni boðaði Sim-
itis m.a. einkavæðingu lítilla banka
og aukið fijálsræði á fjármálamörk-
uðum en aðaláhersla hans hefur ver-
ið á aðhald, bætta efnahagsstjórn
og skattheimtu, vinnusemi og að-
gerðir gegn bruðli með opinbert fé
sem stjórnmálamenn hafa notað til
að múta kjósendum. Hafa Grikkir
lengi verið taldir vandræðabarnið í
Evrópusambandinu vegna óreiðu í
efnahagsmálum og ekki síður vegna
utanrikisstefnu sem þykir taka lítið
mið af heildarhagsmunum ESB.
Lokatölur verða birtar í dag en
er búið var að telja 99,6% atkvæða
var sósíalistaflokkur Simitis, PA-
SOK, með 41,5% og 162 þingsæti,
næstur var Nýtt lýðræði sem er
hægriflokkur undir forystu Miltiades
Everts, með 38,1% og 108 sæti, þrír
aðrir flokkar hlutu einnig þingsæti.
Evert sagði þegar af sér leiðtoga-
embættinu eftir ósigurinn.
Kannanir síðustu daga gáfu til
kynna að stóru flokkarnir tveir stæðu
jafnt að vígi og smáflokkar væru að
sækja í sig veðrið. Getur því Simitis,
sem er sextugur, vel við unað en
hann tók við völdum er Andreas
Papandreou heitinn varð að hætta
sökum veikinda í janúar.
Stjórnmálaskýrendur segja að
með sigrinum hafi Simitis styrkt
mjög stöðu sína og séu vart líkur á
öflugri andspyrnu við hann í flokkn-
um á næstunni. Hann sé líklegur til
að fylgja enn fastar eftir aðhalds-
stefnu sinni í efnahagsmálum og
breytingum í anda markaðshyggju.
Óðaverðbólga hefur minnkað hratt
og mældist hraði hennar 8,5% í liðn-
um mánuði en ljóst að Grikkir verða
að grípa til harkalegra ráðstafana
til að draga úr halla á fjárlögum og
minnka ríkisskuldir.
Búist er við að ráðherrar efna-
hags- og fjármála haldi báðir stöðum
sínum en líklegt að George Pap-
andreou, sonur leiðtogans látna,
verði utanríkisráðherra í stað The-
odoros Pangalos. Pangalos hefur
móðgað ýmsa af helstu bandamönn-
um Grikkja með hvatskeytislegum
ummæium en Simitis hefur sýnt
mikia þolinmæði við að bæta sam-
skiptin við önnur ríki Evrópusam-
bandsins og Bandaríkin. Þessi
samkipti voru oft siæm í valdatíð
fyrirennara Simitis er var herskár
og róttækur vinstrimaður.
Gerassimos Arsenis varnarmála-
ráðherra, önnur leif frá valdaskeiði
Papandreous eldri, er einnig líklegur
til að missa embætti sitt en hann
vill fá um 660 milljarða króna til að
efla herinn.
Duglegur og laginn
Papandreou þótti afar litríkur
stjórnmálaleiðtogi og höfðaði hann
óspart til tilfinninga kjósenda. Var
hann að mörgu leyti fyrirmynd
hægrimannsins Everts sem er einnig
ákafur þjóðernissinni í utanríkismál-
um en Simitis, sem er dagfarsprúður
og mörgum finnst of hlédrægur og
jafnvel þurrlegur, er hins vegar ein-
dreginn Evrópusambandsmaður.
Simitis stundaði á sínum tíma nám
í lögfræði og hagfræði í Englandi
og Þýskalandi. Samstarfsmenn hans
segja hann einstaklega duglegan og
laginn stjórnmálamann sem sé stað-
ráðinn í að gera Grikkland að nú-
tímaríki. Ljóst þykir að erfiðasti and-
stæðingur hans geti orðið stéttarfé-
lögin sem ekki séu líkleg til að sætta
sig við róttækar aðhaldsaðgerðir í
efnahagsmálum tii lengdar.
Hafna
skýringu
N-Kóreu
Stokkhólmi, Seoul. Reuter.
WILLIAM Perry, varnarmála-
ráðherra Bandaríkjanna, vís-
aði í gær á bug veikburða til-
raun stjórnvaida í Norður-
Kóreu til þess að láta líta út
fyrir að kafbáturinn er strand-
aði við Kangnung í Suður-
Kóreu í byijun síðustu viku,
hafi verið við æfingar á alþjóða
siglingaleið er hann bilaði og
rak upp í fjöru.
„Allar okkar upplýsingar
benda tii þess að norður-kór-
eski kafbáturinn hafi ekki ver-
ið á venjulegri siglingu. Þess
vegna vísa ég útskýringum
Norður-Kóreumanna á bug,“
sagði Perry.
Kafbáturinn strandaði sl.
miðvikudag en það var ekki
fyrr en í gær, að fyrst var fjall-
að um atvikið í Norður-Kóreu
og fyrstu viðbrögð heyrðust.
Þar var þvi haldið fram, að
kafbáturinn hefði verið á venju-
legri æfingaferð er hann varð
stjórnlaus vegna vélarbilunar
og rak upp í fjöru við Kangn-
ung. Um borð hefðu einungis
verið nokkrar byssur.
Þessu vísuðu yfírvöld í Seo-
ul, höfuðborg Suður-Kóreu, á
bug og sögðu um hreina hern-
aðarlega ögrun hafa verið að
ræða af hálfu Norðanmanna.
Um borð hefði m.a. verið flug-
skeytaskotpallur.
111
Eftirtaldir aðilar, sem allir hafa aðsetur í
Hallgrímskirkju, fá á morgun miðvikudag ný
síma- og faxnúmer. Vinsamlega athugið að
númerin eru ekki í símaskrá.
Geymið auglýsinguna
|fi Hallgrímskirkj a
i; L Nýtt símanúmer 510-1000
Jjí,|t nýtt faxnúmer 510-1010
Hið íslenska Biblíufélag
nýtt símanúmer 510-1040
nýtt faxnúmer 510-1045
Reykjavíkurprófastsdæmi vestra
nýtt símanúmer 510-1030
nýtt faxnúmer
510-1001
Æskulýðssamband kirkjunnar í
Reykj avíkurprófastsdæmum (Æ. S.K. R.)
nýtt símanúmer 510-1030
beint innval 510-1033
nýtt faxnúmer 510-1001