Morgunblaðið - 24.09.1996, Side 23

Morgunblaðið - 24.09.1996, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER 1996 23 Morgunblaðið/Ásdís MEGINVERKEFNI gagnrýnenda er, að mati Else Marie Bukdahl forseta Konunglegu listaakadem- íunnar í Kaupmannahöfn, að finna tíma (og rúm) innan fjölmiðlanna. stjóri Norræna hússins benti á í fyrirlestri á ráðstefnunni, og heim- urinn varð óreiðuskrímslinu að bráð aftur. Jú, guð er kannski dauður en það er allt í lagi því að kúratórinn er fæddur. Hann ræðst á óreiðuna og sjá, upp rís kosmos úr kaos. Innlegg tveggja íslenskra lista- manna í þessa umræðu bentu hins vegar til þess að aðferðir Harms eigi sér hljómgrunn hér á landi einn- ig. Hallgrímur Helgason sagði (kannski í eilítið írónískum tón) að það væri einmitt hlutverk sýningar- stjórans að safna saman verkum listamanna og láta líta svo út að þau væru af vitsmunalegum toga, hann setti þau í vitsmunalegt sam- hengi. Þorvaldur Þorsteinsson boð- aði síðan eins konar demókratíser- ingu listarinnar og sagði að lista- maðurinn yrði að fara að sætta sig við þá staðreynd að hann hefði ekki einkaleyfi á sköpuninni, á því að búa til listaverk. Óskaði hann eftir frekara samstarfi við bæði sýning- arstjóra, gagnrýnendur, blaða- menn, listfræðinga og aðra sem hafa með listina að gera um að skapa eitthvað nýtt. Allt þetta leið- ir að einni niðurstöðu, dauða listar mannsins eins og við höfum þekkt hann í um það bil 200 ár. Jón Proppé, gagnrýnandi og sýn- ingarstjóri, fjallaði einnig um visst samstarf listamanna og gagnrýn- enda. Listaverkið er, að mati Jóns, orðið hluti af listumræðunni, orð- ræðu listanna; það er ekki lengur frumforsenda hennar heldur aðeins þátttakandi í henni. Listin er merk- ingarlaus nema í samhengi við það ólíkindatól sem listumræðan er. Þannig stendur ekki einu sinni lista- verkið á eigin fótum lengur. Miðjan og jaðarinn, valdið og sannleikurinn Miðjan er þar sem sagan nær hetjulegum hæðum og það á ekki við um Finnland, sagði Liisa Lind- gren, finnskur listfræðingur og gagnrýnandi. Deilt var um það á ráðstefnunni hvort hugtökin miðja og jaðar væru gild í listumræð- unni. Hvort rétt væri að tala um að sum landssvæði væru í miðju listheimsins og hefðu þannig meira vægi en þau sem væru úti á jaðrin- um. Og hvort til væru menningar- kimar - eins og pönk, menning svartra og hommamenning - sem skilgreindir væru úti á jaðrinum af ráðandi hópum inni á miðjunni. Nefnd voru hugtök eins og vald og sannleikur í þessu samhengi en fyrirlesarar, sem voru auk Liisu, Paoio Bianchi, svissneskur listfræð- ingur og gagnrýnandi, Annelie Po- hlen, forstöðumaður Kunstverein í Bonn, og Hannes Lárusson, mynd- listarmaður, virtust ekki geta komið sér saman um hvert samhengið væri á milli þeirra og hugtakanna, miðja og jaðar. Allt hlýtur þetta þó að tengjast mjög náið. Sannleik- urinn er vald. Sá sem hefur sann- leikann á valdi sínu hlýtur að vera í miðjunni. Sá sem er hins vegar ekki innan sannleikans hlýtur að vera utan miðjunnar, hann hlýtur að vera á jaðrinum samkvæmt skil- greiningu handhafa valdsins og sannleikans. En hver er þá þessi valdhafi í listheiminum? Varla er hægt að benda á einhvern einn, heldur hlýtur að vera um að ræða einhvers konar „stofnun" í óeigin- legum skilningi, „listastofnunina" sem samanstendur til dæmis af listasöfnunum, listfræðingunum og sýningarstjórunum. Þessi „stofnun" heldur uppi fræðilegri orðræðu um listina sem, eins og Hannes Lárus- son benti á, er mjög erfitt fyrir venjulegan listamann að komast inn í; þetta er lokuð orðræða sem inni- heldur þó „sannleikann“ um listina í hvert skipti. Samkvæmt þessu eru miðjan og jaðarinn raunveruleg í listaheimin- um. Þau eru skilgreind afkvæmi handhafa sannleikans, „listastofn- unarinnar". Hvort miðjan er tóm, eins og Annelie spurði, er svo ann- að mál. Saxófón- kvartett í Sigurjóns- safni NY DANSK Saxofonkvartet heldur tónleika í Listasafni Siguijóns Ólafssonar í kvöld, þriðjudagskvöld, kl. 20.30. Ny Dansk Saxofonkvartet var stofnaður 1986. Þótt fé- lagar kvartettsins hafi gaman af að leika sígilda tónlist leggja þeir ríka rækt við að kynna nýja tónlist. Hafa mörg tónskáld Dana samið verk handa þeim og mörg þeirra er að finna á fyrstu geislaplöt- unni sem kvartettinn gaf út. Kvartettinn skipa Jorgen Bove sópransaxófón, Christian Hou- gaard altsaxófón, Torben Eng- hoff tenórsaxófón og Per Eg- holm baritonsaxófón. Tríó Reykja- víkur á Selfossi TRÍÓ Reykjavíkur leikur í Sel- fosskirkju í kvöld kl. 20.30. Á efnisskrá eru trio opus 97 í B dúr, Erkihertogatríóið, eftir L.V. Beethoven. Hljóðfæraleikararnir eru, Guðný Guðmundsdóttir fiðla, Gunnar Kvaran selló og Hall- dór Haraldsson píanó. ÍFIMMTU og síðustu tónleik- arnir í tónleikaröð Sérstæður listamaður LIA Frey-Rabine og Selma Guðmundsdóttir. Morgunblaðið/Kristinn _________TONLIST____________ íslcnska óperan EINSÖNGSTÓNLEIKAR Lia Frey-Rabine óperusöngkona og Selma Guð- mundsdóttir píanóleikari fluttu söngverk eftir Wagner, Verdi, Bartók og útsetningar eftir Adolf Busch. Laugardagurinn 21. september 1996. FLYTJENDUR á sviði tónlistar velja sér oft viðfangsefni er hæfa skapgerð, hæfileikum, kunn- áttu og smekk þeirra. Einnig ræður uppruni flytj- andans miklu um tilfinningu hans fyrir sinni eig- in heimalist eða því sem fjarri honum stendur. Mikill meirihluti vestrænnar tónlistar á upphaf sitt í Evrópu og má segja, hvort sem mönnum líkar betur eða verr, að meginhluti heimslistarinn- ar í tónlist hafi orðið til á mjög afmörkuðu svæði. Líklega telja margir þetta of mikla einföldun þó bent sé á að tónlist fyrir kóra, orgel, píanó, strengi, hljómsveitir, einsöng og óperur, hafi upphaflega orðið til á afmörkuðum svæðum og átt þar sitt blómaskeið, undir handaijaðri afburða einstakl- inga. í nútímanum hefur listin orðið alþjóðleg fyrir tilverknað fjölmiðlanna, fyrst með hljómplöt- unni þá útvarpinu og síðan með kvikmyndum og sjónvarpi, svo að segja má þeir sem hafa lifað sinn dag á seinni hluta .tuttugustu aldarinnar hafi fyrstir manna getað hiýtt á tónlist frá öllum tímum. Áður fyrr gleymdist mest allt gamalt og aðeins einstöku verk lifðu af sinn tíma og voru flutt einstaka sinnum en nýja tónlistin réð í skjóli yfirburða í hljófærasmíði og tæknikunnáttu flytj- enda. Nú hefur þetta snúist við og áhuginn fyrir því gamla hefur aukist, mjög líklega vegna þess að höfundar nútímans hafa ekki ráðið við hraða fjölmiðlunarinnar og flytjendur því æ meir orðið að leita til liðins tíma. Nútíminn er þess vegna í eins konar markaðssamkeppni við gamla og viður- kennda tónlist og hallar þar oft á, varðandi list- ræn gæði og fegurðarmat. Saga óperunnar er skemmtilegt dæmi um þetta markaðsstríð hins gamla og nýja og þar standa fá tónskáld fremst í flokki og jafnvel aðeins ein- staka verk sumra merkismanna. Þarna hefur fjölmiðlunin hrint af stað eins konar æði og stutt er síðan kvikmyndir um ævi Mozarts, Verdis og Wagners juku ótrúlega á vinsældir þessa höfunda og má segja að um sams konar sprengingu hafi verið að ræða og þegar Mendelssohn flutti Matt- heusarpassíuna. Wanger hefur nú endanlega sest að hér á landi og verður trúlega stutt í að óperur hans verði sviðsettar hér á landi. Til þess vantar aðeins herslumuninn í aðstöðu, þ.e. í húsakosti. Banda- ríska óperusöngkonan Lia Frey-Rabine átti sinn þátt í uppfærslu Niflungahringsins hér á landi og mjög líklega einnig í stofnum Wagner-félags hér. Sl. laugardag hélt hún ásamt Selmu Guð- mundsdóttur eftirminnilega tónleika í Islensku óperunni og flutti meðal annars efnis þijú verk eftir Wagner, Dich, Teure Halle úr Tannháuser, Wesendonck-ljóðin og Liebestod úr Tristan og Isolde. Þrátt fyrir að píanóundirleikur Wagners sé mótaður af hugmyndum hans í hljómsveitarrit- hætti og að betur hefði hljómað saman að heyra rödd Liu Frey-Rabine með hljómsveit, var margt sérlega fallega hljómandi og var túlkun hennar, t.d. í Im Treibhaus, þriðja ljóðinu í Wesendonck- ljóðunum og því síðasta, Tráume sérlega failega mótuð bæði af hálfu söngvara og píanóleikara. Hápunktur tónleikanna var Liebestod sem Lia Frey-Rabine söng mjög vel. Fimm söngvar eftir Verdi voru fallega fluttir og sérstaklega tvö lög, sem eru mjög ólík að stemmningu, nefnilega Nell’orror di notte oscura, drungalegt lag og Brindisi, liressilegur drykkju- söngur. Fimm söngvar eftir Béla Bartók, op. 16, bera þess merki að hann fékkst ekki mikið við sönglagagerð en píanóundirleikurinn er aftur á móti mjög glæsilegur og þar blómstraði leikur Selmu. Lia Frey-Rabine hefur látið þess getið að hún leiti uppi sjaldflutt verk og það voru að þessu einmitt útsetningar á amerískum negrasálmum eftir fiðlusnillinginn Aldolf Buch. Þarna mátti greina þau skil sem eru á milli menningarsvæða, annars vegar einfaldar og áhrifamiklar tónhendingar svartra þræla, rændra sínum heimahögum og tónmál hins menntaða Erópubúa, sem umvafði þessi einföldu lög kunn- áttu er átti sér allt annan uppruna en fátækt og ófrelsi. Hin ríka tjáningarþörf svötu þrælanna var eins og vafin í pijál allsnægta og fékk því falska og tilbúna merkingu, þrátt fyrir ágæta túlkun og leik Liu Frey-Rabine og Selmu Guðmundsdóttur. Lia Frey-Rabine er sérstæður listamaður, hef- ur einkum lagt sig eftir flutningi á verkum Wagners og er á því sviði mjög góð, eins og heyra mátti á þessum tónleikum og listahátíð fyrir tveimur árum, í hlutverki Brynhildar, sem í okkar sögum er sögð vera Buðladóttir. Þrátt fyrir að Wagner sé hennar sérgrein á hún til önnur blæbrigði, eins og kom sérlega vel fram í einu af aukalögunum, Draumlandinu, eftir Sig- fús Einarsson, en þar náðu hún og Selma að magna upp sterka og óvenjulega stemmningu, þrungna list og fegurð. Jón Ásgeirsson NYHONNUN Léttari # Meðfærilegri Rsestivagnar Á EINSTÖKU VERÐI MlNlVA6NINN Er tveggja hólfa. Hentar jafnt stofnanir og heimili. Auðvelt aðbera hann milli hæðaán þess að taka pressuna úrvagninum. Mini vagninn Litli stóri vagninn TANDUR Dugguvogi 1-104 Reykjavík Verð kr. 15.998.- án vsk. Verð kr. 8.554.- án vsk. Burðargrind úr heilsteyptu plasti sem gerir hann mun léttari en aðra vagna. Allir hlutar vagnsins framleiddir til að endast. Nick vagninum fylgja tvær 15L. föturogpressa. Rilsan handfang.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.