Morgunblaðið - 24.09.1996, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER 1996 31
AÐSENDAR GREINAR
EKKI fer hjá því að
erfitt sé að halda
svona stórri hjörð
saman í einum hópi
og fór svo um tíma að
þeir fótfráustu hurfu
sýnum hinna, síðastir
gengu þeir sem
minnsta þjálfun höfðu
en sígandi lukka er
góð og einnig vert að
líta í kringum sig öðru
hveiju því alltaf ber
eitthvað nýtt fyrir
augu nánast við hvert
fótmál.
Greinilega má sjá
merki þess hvar þessi
hrikalega stóri fjalls-
hryggur (trilljónir tonna af gjalli
og gijóti) rifnar að endilöngu þeg-
ar gos koma upp en um er að
ræða gossprungu sem er 5,5 km
á lengd. Brunnir og rauðir barmar
sprungunnar standa víða upp úr
þykkum vikurlögum og stakir gíg-
ar sem haldið hafa lengst út í síð-
ustu gosum vitna um hamslausan
djöfulgang náttúruaflanna.
Það er þó hin stórkostlega sköp-
un lands sem þarna á sér stað og
fegurðin allt í kring sem fangar
hugann og bókstaflega hríslast út
í hveija taug. Til beggja handa
og að baki til norðurs birtust fleiri
og fleiri kennileiti sem ókleift er
að telja upp nema þau stærstu í
þessum greinarstúf. Til suðurs sá
til heiðurshjóna, þeirra Ymis og
Ýmu í Tindfjöllum og að baki
þeirra glottu félagarnir Mýrdals-
jökull og Eyjafjallajökull með
glampandi hvíta skalla.
Úr austri horfði konungurinn,
sjálfur Vatnajökull til ferðalang-
anna í ró þess sem hefur eilífðina
að förunaut. Til vinstri Vonarskarð
og litli trúðurinn Tungnafellsjökull
öruggur í skjóli hinnar konunglegu
hirðar jöklanna.
Lengst í fjarska sá til Pjórð-
ungsöldu og Þingeyjarsýslu en
lengra til vinstri er enn einn stór-
höfðinginn Hofsjökull sem teygir
ískaldar tærnar í formi skriðjökla
niður.í Þjórsárverin án þess svo
mikið sem að spyija hvort þeim
finnist það þægilegt. Kerlingar-
fjöll minna á ýkta ístertu eins og
krakkarnir myndu segja og lengra
til vesturs er sá allra lengsti, Lang-
jökull, og sunnan hans haldast í
hendur litlu jöklabörnin tvö, Þóris-
jökull og Okið, síðan Skjaldbreið-
ur, Botnssúlur og Skálafell.
Áfram var haldið, einn og einn
var ekki alveg viss hvar ferðin
tæki enda því alltaf þegar einni
brún var náð kom í Ijós nýr áfangi,
en fjölbreytnin, ganga á svörtum
vikri og rauðu og bláu gjalli til
skiptis við skínandi bjarta snjó-
skafla, hélt fólki við efnið og þeg-
ar loks allir stóðu á toppnum mátti
lesa úr hveiju andliti: „Vá, flott
maður, meiri háttar töff, sæll,
þokkalega klikkað, eool.“
Þarna uppi við toppgíginn flutti
smáskór
Sigurður
Sigmundsson
V/erð
990 kr.
Barnaskór frá Bopy
bláir/rauðir/grænir. 5t. 22-27
Smáskór í bláu húsi við
Fákafen. 5ími 568 3919.
Árni unga fólkinu
fróðleik um hvaðeina
sem fyrir augu bar,
um jarðfræði, landa-
fræði og kennileiti.
Þessi lítilláti fræði-
maður var eins og
hluti af stórkostlegu
umhverfinu. Með hóg-
værum hætti beindi
hann athygli við-
staddra að grunni
allra vísinda að spurn-
ingunum, hvar, hve-
nær, hvernig.
Þessi stund var ein-
stök og í hugann
komu orð þess mikla
leiðsögumanns ungs
fólks á suðurlandi Þórs Vigfússon-
ar er hann mælti við setningu
Starfsmenntaskólans 1995. Hann
Þó tilgangur ferðarinn-
ar væri ekki öllum ljós
að sinni, gætu minning-
arnar leitt til ljósari
skilnings á daglegri
lexíu síðar. Sigurður
Sigrnundsson segir, í
síðari grein sinni, frá
gönguferð á Heklu
með 150 Qörkálfum.
sagði: „Vandinn er ekki að finna
svör við spurningum ykkar, svör
við þeim má finna hjá vísum mönn-
um og í virtum fræðiritum. Nei
það er ekki vandinn. Vandinn er
að kunna að spyija.“
Myndatökur, hlaup yfir á suður-
barm toppgígsins og alls konar
HLUTI hópsins á Heklutindi, en þetta er stærsta hópganga á fjallið til þessa.
æfingar fóru fram í himnablíðu
háloftanna á Heklutindi áður en
lagt var af stað niður í Skjólkvíar.
Tilgangur fararinnar ekki öllum
Ijós að sinni en von þeirra er að
henni stóðu, skýrari en áður, að
minningar þeirra sem klifu Heklu
þennan fagra júlídag leiði þau til
ljósari skilnings á daglegri lexíu
þegar kemur í skóla vetrarins.
Hér verður ekki gerð tilraun í
þá veru að lýsa því dásamlega
útsýni sem við blasir af hátindin-
um. Þar duga engin orð en þó
má geta þess hve allt virðist drag-
ast nær þaðan séð, bæirnir niður
á sléttlendinu, Galtalækur og
Leirubakki, liggja við tær áhorf-
enda og það gerir Búrfell líka og
hefur minnkað svo að helst minnir
á litla heysátu. Stutt er líka til
Skálholts og lítil furða að „þeirri
gömlu“ tókst forðum að kasta
gijóti í fólk svo til fjörtjóns varð
einum manni sem að líkindum
hefur ekki gengið með hjálm við
téð tækifæri milli fjóss og bæjar.
Örstutt sýnist einnig til suður-
jöklanna og næstum hægt að
teygja sig í þá með útréttum armi.
Alls staðar má sjá merki jarðsög-
unnar á fjallinu sjálfu og í ná-
grenni þess, gamlir goshryggir og
nýrri eldvörp fylgja suðvestur-
norðaustur stefnu landreks-
sprungunnar svo langt sem augað
eygir. Allt er þetta eins og opin
bók þeim sem horfa sér til ununar
yfír víðfeðmið af tindi hinnar einu
sönnu drottningar.
Áður en snúið var til baka var
höfundur Heklubókarinnar, Árni
sjálfur, fenginn til að árita eitt
eintak hennar og er næsta óvíst
að tekist hafi áður að teyma höf-
und bókar á jafnóvenjulegan vett-
vang til slíks gjörnings.
Ferðin niður gekk slysalaust,
án fótbrota eða annarra áfalla til
mikils léttis fyrir skipuleggjendur
og þegar búið var að hvolfa nokkr-
um kílóum af vikri úr skónum var
stefnan sett á Heklumiðstöðina í
Brúarlundi þar sem gæðastjóri og
fræðslustjóri Landsvirkjunar, þær
Guðrún Ragnarsdóttir og Bryndís
Sigurðardóttir, tóku á móti þreytt-
um göngugörpum ásamt þeim fé-
lögum Omari Ragnarssyni og Þor-
geiri Ástvaldssyni sem fluttu við-
stöddum léttan fýrirlestur um hlut
fjölmiðlamanna að kynningu um-
hverfismála fyrir almenningi og
um mótun almenningsálits. Að því
búnu dró Þorgeir fram harmónikk-
una og galdramaðurinn Ómar náði
fljótt eyrum unga fólksins þegar
hann brá sér í gervi ýmissa kunnra
persóna og hlátrarsköllin glumdu
þegar ónefndur forseti austrænnar
stórþjóðar varð svo hífaður að
hann hélt ekki jafnvæginu lengur
og datt í gólfið með brauki og
bramli.
Síðast efndu þessir grínarar svo
til söngvakeppni Landsvirkjunar
þar sem keppt var um hvor gætu
sungið með meiri styrk strákar eða
stelpur og mátti halda að farið
væri að losna um þakið á húsinu
þegar mest gekk á.
Eins og vera bar var gæðastjór^,
anum afhent Heklubókin sem áður
er nefnd í nafni fjallgönguhópsins
með þakklæti fyrir þann mikla
velvilja sem fyrirtækið sýnir
sumarvinnufólki sínu með ferðum
eins og þessari og með starf-
rækslu Starfsmenntaskólans.
Þessi ferðapistill nær ekki lengra
en að lokum ber að þakka eigend-
um Heklumiðstöðvarinnar fyrir
höfðinglegt boð til þessa stærsta
hóps sem nokkru sinni hefur geng-
ið á Heklu um fría inngöngu í hirltl—
stórglæsilegu eldfjallamiðstöð sína.
Þar er allt innan dyra og utan með
miklum myndarbrag og ástæða til
að hvetja ferðafólk sérstaklega til
að kynna sér og skoða það sem
þar er á boðstólum.
Höfundur er umsjónarmaður
Starfsmenntaskóla
Landsvirkjunar.
• •
Nyiung!
Kvöldmarka&ur Kolaportsins
er spennandi vettvangur fyrir
einstaklinga og fyrirtœki til a& selja
mikiS vörumagn á stuttum tfmo.
-s^nnandisölumögoleikar
átveggioviknakvoidmorkas.
■SS&Sr
ALLTAF
GOTT
VEÐUR
OG GÓÐ
STEMMNING
í KOLAPORTINU
Frábœrt tœkifœri
til aó selja nýja vöru
eða losa sig við
gamla vörulagerinn!
KOLAPORTIÐ
kemur alltaf a ovart
Þu pantar sölupláss fsfma 562 50 30