Morgunblaðið - 24.09.1996, Side 34

Morgunblaðið - 24.09.1996, Side 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MARGRÉT ÁRNADÓTTIR ARNDÍS MARGRÉT ÞÓRÐARDÓTTIR + Margrét Árna- dóttir fæddist í Reykjavík 4. janúar 1923. Hún lést á Landspítalanum 14. september síð- astliðinn. Foreldr- ar hennar voru Árni Einarsson, klæðskerameistari í Reykjavík, og kona hans, Guðrún — Árnadóttir. Al- systkini _ hennar voru Árni H., kvæntur Jytte Árnason, Einar H., ókvæntur, Rannveig, gift Borg- þóri H. Jónssyni, Ólafur H., kvæntur Magnúsínu Guð- mundsdóttur, og Gunnar H., kvæntur Margréti Steingríms- dóttur. Þau eru öll á lífi. Hálf- systkini hennar sammæðra eru öll látin. Þau voru Arn- dís K. Thomsen, ógift, Elín M. Jacobsen, gift Vil- helm Jacobsen, og Kristinn Thomsen ókvæntur. Margrét útskrifaðist úr Kvennaskólanum 1942 og stundaði síðan skrifstofu- og verslunarstörf. Eitt ár, 1946, var hún við skrifstofustörf í Kaupmannahöfn. En lengst af starfaði hún hjá Pósti og síma, seinast sem deijdarsijóri. Útför Margrétar fór fram 23. september í kyrrþey að ósk hinnar Iátnu. Það var fyrir rúmlega 45 árum, að ég kynntist Margréti Árnadótt- ur eða Maddý eins og vinir og kunningjar kölluðum hana en skömmu síðar varð hún mágkona mín. Maddý dvaldist í foreldrahús- og annaðist foreldra sína á efri árum þeirra af mikilli ástúð og umhyggju. Má segja að öll systkinin hafi sameinast í umönn- un þessari, en mest mæddi samt á Maddý, þar sem hún bjó hjá for- eldrunum. Heimilið á Bergstaða- stræti 78 varð sú miðstöð þar sem börn, tengdabörn og síðar barna- börn hittust oft á ári og hafði Maddý oftast veg og vanda af þessu auk þess sem hún stundaði atvinnu utan heimilisins. > Maddý var ljúf kona í umgengni og hógvær, en jafnframt stóð hún fast við sína skoðun ef hún taldi sig hafa á réttu að standa. Hún var vel minnug og ættfróð. Var oft leit- að til hennar þegar þurfti á vitn- eskju að halda um hitt og þetta fólk í ættinni. Maddý hélt tengslum við flesta ættingja hérlendis og skrifaðist á við fjarskylda ættingja í Kanada sem hún hafði_ hitt þar á ferð íslendinga um íslendinga- byggðir. Maddý var mjög vinsæl meðal allra barna í fjölskyldunni enda sýndi hún þeim mikla ástúð og var ætíð gjöful þegar þau áttu í hlut. Minningin um Maddý verður alltaf "-Uofarlega í huga okkar hjóna því að hún reyndist okkur ætíð sem besta systir. Blessuð sé minning hennar. Borgþór H. Jónsson. Elsku Maddý frænka mín er dá- in. Hún byijaði mitt líf á því að kaupa vöggu, sæng og kodda svo að vel færi um mig, og þannig sá Maddý um mig alla tíð síðan. Hún tók þátt í gieði minni og sorgum og kom ávallt færandi hendi til mín. Ég man þegar ég kom með mömmu minni og pabba til Maddýj- ar og afa á Bestó þá byijaði hún alltaf á því að nefna mig nöfnum frænkna minna og endaði svo á því að segja ljósið mitt. Maddý var börnunum mínum líka einstaklega góð enda var vissum áfanga náð þegar þau gátu sjálf hringt í Maddý frænku. Maddý frænka mín var mjög ljúf og góð kona sem gott var að vera samvistum við. Við kveðjum þig nú, elsku Maddý, og hafðu þökk fyrir allt. Við sendum okkar innilegustu sam- úðarkveðjur til systkina og vensla- manna Maddýjar. Erna, Öskar og börnin. Maddý er dáin. Þegar ég fékk fréttirnar var mér efst í huga þakk- læti fyrir að hafa náð að kveðja hana kvöldið áður. Þá lá hún mikið veik á sjúkrahúsi en ég fann að hún vissi af mér. Þegar ég lít til baka stendur upp úr hversu trú og trygglynd hún var. Ljóslifandi minningar frá Bestó þegar ég var barn bijótast fram þar sem manni var alltaf tekið opn- um örmum. Oft nauðaði ég í henni að fá að sofa hjá henni, afa og Einari og man ég ekki annað en að það hafi verið auðsótt. Ósjaldan leyndist lítill pakki í hrærivélarskál- inni þegar ég kom og síðan skottað- ist maður i kringum þau og hefur þá örugglega ekki alltaf verið auð- velt að hemja telpuna. Eftir að ég óx úr grasi, flutti að heiman og stofnaði fjölskyldu í öðr- um landshluta sáumst við sjaldnar en áður. Þá var það hún sem sá um að halda sambandinu því reglu- lega hringdi hún til að vita hvernig við hefðum það. Það er lýsandi fyr- ir hana að ég þurfti oft að leggja mig fram við að halda henni í sím- anum því hún vildi aldrei „trufla“. Nú er komið að kveðjustund en eftir lifir falleg minning um trúa og trygglynda frænku. Vilborg Gunnarsdóttir. t Eiginkona mín, SIGURFUÓÐ ÓLAFSDÓTTIR, frá Vindheimum, Tálknafirði, sfðast til heimilis að Svöluhrauni 6, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði að morgni laugardags, 21. september. Magnús Bjarnason. VANDAÐIR HANDUNNIR LEGSTEINAR JJsíensÁ£önnun _i—±——i- VERÐ FRÁ KR. 19.900 S ÓLSTEINAR Nýbýlavegi 30, Dalbrekkumegin AFGREIÐSLAN OI’IN KL. 13-18. Kópavogi. Sími: 564 3555 + Arndís Margrét Þórðardóttir fæddist í Reykjavík 1. júní 1923. Hún lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur 12. september síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Ólafía Ingibjörg Þorláksdóttir, kaupkona, f. 13. desember 1895, d. 18. mars 1975, og Þórður Gunnlaugs- son, kaupmaður, f. 30. október 1889, d. 21. febrúar 1943. Fóstur- bróðir hennar er Sigurður Sig- urðsson, fyrrv. fréttamaður. Arndís giftist 29. ágúst 1959 Baldri Sveinssyni verk- fræðingi, f. 29. apríl 1919. Þau eignuðust eina dóttur, Þór- unni Björgu, f. 26. febrúar 1962. Sam- býlismaður hennar er Magnús Óskars- son. Börn Þórunnar eru: Ólafía Ingi- björg Sverrisdóttir, f. 15. apríl 1986, og Baldur Örn Magn- ússon, f. 12. nóvem- ber 1993. Utför Arndísar fer fram frá Neskirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 13.30. Gerðu mig aftur sem áður ég var alvaldur Guð meðan æskan mig bar. Gefðu mér aftur hin gulllegu tár gefðu að þau verði ekki hagl eða snjár. (B. Gröndal) Ég hlustaði á séra Jón Auðuns heitinn flytja þetta erindi á að- fangadagskvöld 1971, borðandi jólaijúpurnar, með stofufélögxim manns míns á Borgarspítalanum. Við mér blasti Fossvogskirkjugarð- urinn, uppljómaður, borg þeirra er gengið höfðu fyrir ætternisstapa. Þetta hafði mig alltaf dreymt um, að raflýstur yrði kirkjugarðurinn heima. Það er komið þar, en Reykja- víkurborg er hætt að lýsa upp garð- inn, góðu heilli. Ættingjar sjá um það sem kjósa. Þetta erindi sat og situr enn, sem bæn, þetta er langur formáli að stuttri minningarkveðju til Arndísar Þórðardóttur. En því vitna ég í þetta erindi? Arndís varð hvorki köld né körg er hún eltist og alls ekki, þótt andstreymi mætti henni og hennar. Hún lifði lífinu lifandi alla ævi. Hún gleymdi aldrei vinum sínum, heldur gaf og gaf, gaf af sjálfri sér bæði á gleði- og sorgarstundum og ábyggilega meira en okkur hin grunaði, sem nutum hennar. Hún „geymdi ekki gjafir sínar góðum vini í dánar- krans“. En Arndís mundi ekki kæra sig um, að ég tíundaði kosti henn- ar, miklu fremur kysi hún, að minnst væri glöðu stundanna og þær voru margar, fyrr og síðar. Ég leit í minningabók Verslunar- skólans 1941 og þar blasti við æskuglöð ung stúlka, 17 ára. Hvað skrifaði Arndís á mína síðu? Auðvit- að vísu: Enga betri ósk ég man inn að fara í þetta kver en að heilög hamingjan hóp af piltum færi þér. IJka ótal minnispunktar s.s. „105 kr. túrinn gleymist seint — Hei, ú, ú, kelirí afturí, á stjórnborða — Gleym mér ei! Ég man þig.“ Margt var í svipuðum dúr, enda í stíi við aldur og áhugamál þess tíma. Við litum þó aldrei á strákana „sem eitt 4.b fagið“. En það var svo sann- arlega gaman að njóta lífsins á þessum árum og græskulaust grín um allt og ekkert varð að aðhláturs- efni. Þegar ég mætti í 2. bekk ’38, vakti það furðu mína hvað stelpurn- ar góndu á mig, en komst brátt að raun um hvað olli því. Þær máluðu sig ekki og voru ekki í silkisokkum. Því breytti ég hið snarasta, hætti að mála varirnar. Borgarbörn voru Erfidrykkjur P E R L A N Sími 562 0200 ófijálsari en þorparar að vestan. Einhvern tíma vorum við að skreppa út af Framnesveginum, þá varð ömmu hennar að orði: „Mikið þykir mér vænt um, að hún Arndís mín skuli vera í svona góðum félags- skap.“ Tja, heyrði ég að baki mér og flýtti mér að loka dyrunum. Þá spurði vinkonan: „Hvernig í ósköp- unum fórstu að því að smjaðra þig inn á gömlu konuna, hún ætti bara að vita að oftast stendur þú að baki heimskuparanna." Ja, amma dó án þess að vita betur. Eiginmann sinn og börn og fjöl- skyldur þeirra hefur Amdís elskað og staðið að baki þeirra með sóma, enda engin meðalmanneskja. Hún var aldrei í vandræðum með að fylla daginn því félagslynd var hún með afbrigðum. Hvítabandið varð hennar óskabarn og alls kyns mannúðarmál og stund til að deila með vinum fann hún alltaf, hvort heldur þeir söfnuðust heima hjá henni við komu Ellenar eða eftir stórafmæli árgangsins, Víxla. Hvers vegna allaf þar? Þarf nokk- urt svar? Munnræpu hafa sumir, en ég læt mér færara fólk skrifa um starf og áhugamál Arndísar, enda rétt tyllt niður tá um áhuga- málin (og starfsferil). Kannski er það höfuðeinkenni á farsælu fólki að það stuðlar að ham- ingju annarra. (P. Skúlason.) Ég kveð Arndísi með sárum söknuði og votta Baldri og fjölskyldunni samúð mína heils hugar. Guð gefi þeim styrk til að standa af sér storminn. Hulda Sigmundsdóttir. Kveðja frá Hvítabandinu í dag kveðjum við okkar kæru félagssystur, Arndísi M. Þórðar- dóttur. Arndís var einn af máttar- stólpum Hvítabandsins um áratuga skeið og vann félaginu og líknar- málum þess sérlega vel og af brenn- andi áhuga enda bar hún velferð samborgara sinna mjög fyrir brjósti. Arndís sat í stjórn Hvítabands- ins, fyrst sem ritari frá árinu 1968, en síðan sem formaður frá 1976- 1988. Félagsþroski og góð greind Arndísar kom vel fram í öllum henn- ar verkum. Hún var traust og gott að vinna með henni, hún var ósér- hlífin og fylgin sér og verður skarð hennar seint fyllt í röðum okkar. Fjáröflun hvers konar er félagi eins og Hvítabandinu nauðsynleg og hafa félagskonur unnið margt þrekvirkið í þeim málum. Fyrir rúm- um tíu árum fékk Arndís þá snilld- arhugmynd að Hvítabandið tæki að sér rekstur verslunar í Furugerði 1. Nokkrar félagskonur slógu skjaldborg um þessa hugmynd og hafa unnið í sjálfboðavinnu í búð- inni allan tímann. Arndís hefur séð um innkaup og annað er að rekstr- inum lýtur og verður það starf seint fullþakkað. Árið 1995 varð Hvítabandið 100 ára og af því tilefni gaf félagið út bókina Aldarspor sem er saga Hvítabandsins og jafnframt merk aldarfarslýsing. Sjálfsagt þótti að skipa Arndísi í ritnefnd bókarinnar enda þekking hennar á störfum félagins fyrr og nú mikil. Arndís var gerð að heiðursfélaga Hvíta- bandsins sama ár. Arndís stóð ekki ein, eiginmaður hennar, Baldur Sveinsson vélaverk- fræðingur, studdi konu sína í hví- vetna og nutum við góðvilja hans til félagsins á margán hátt. Ógleymanlegar eru sumarferðir Hvítabandsins þar sem Baldur var oftast með í för og nutum við þá leiðsagnar hans og frásagnargáfu. Við stöndum í mikilli þakkarskuld við hann. Arndísar er sárt saknað og við þökkum henni allar þær stundir er hún gaf okkur. Áhugi hennar á starfi okkar verður okkur mikil hvatning í framtíðinni. Blessuð sé minning hennar. Ástvinum hennar sendum við hugheilar samúðarkveðjur og biðj- um algóðan Guð að styrkja þá í þeirra miklu sorg. F.h Hvítabandsins, Hervör Jónasdóttir formaður. Hvítabandssystir okkar, Arndís M. Þórðardóttir, er látin. Hún gekk í félagið 1967 og frá upphafi var hún í forystusveit þess, fyrst sem ritari í átta ár og fonnaður þess á árunum 1976 til 1988. Hún var auk þess frumkvöðull að stofnun versl- unar sem Hvítabandið rekur í Furu- gerði 1. Arndís var framkvæmda- stjóri og sá um öll innkaup og útrétt- ingar fyrir verslunina. Einstök ósér- hlífni og fómfysi var sá eiginleiki, sem einkenndi öll hennar störf. Ekki er ólíklegt að áhuga hennar á fé- lags- og velferðarmálum megi rekja til móður hennar, Ólafíu I. Þorláks- dóttur,_ en hún var vinur og aðdá- andi Ólafíu Jóhannsdóttur, stofn- anda Hvítabandsins. Arndís var kjörin heiðursfélagi Hvítabandsins á 100 ára afmæli félagsins 1995. Arndís var hæg og ljúf með ríka kímnigáfu. Öllum leið vel í návist hennar. Störf hennar í þágu félags- ins og annarra líknarfélaga voru sjálfboðastörf og hún var þakklát þeim félagssystram sem með henni unnu. Að leiðarlokum þökkum við henni hjartanlega allar samveru- stundir á liðnum árum. Við sendum eiginmanni hennar, Baldri Sveins- syni, Þórunni, dóttur hennar, barna- börnum, fósturbróður og öðrum aðstandendum hugheilar samúðar- kveðjur. Kristín Gísladóttir, Sigríður Sumarliðadóttir, Unnur Jóhannesdóttir. Kveðja frá Starfsmanna- félagi Reykjavíkurborgar Ein virkasta og ötulasta konan í framvarðarsveit félagsins er látin. Arndís Þórðardóttir var kosin til trúnaðarstarfa innan félagsins árið 1972 og óslitið síðan hefur hún gegnt hinum margvíslegustu störf- um í þágu þess. Hún sat um árabil í stjórn félags- ins, svo og í fulltrúaráðinu til þessa dags. Auk fjölmargra nefndarstarfa hefur hún verið félagslegur endur- skoðandi frá árinu 1985. Öllum þessum störfum gegndi Arndís með einstakri prúðmennsku en jafnframt festsu og skarp- skyggni. Hún var greind kona, vel lesin og afar félagslega sinnuð. Henni fylgdi blær menningar og mannlegs skilnings, fólki leið vel í návist hennar. Hún var dæmigerð ímynd þess að hafa áhrif án þess að brýna raustina. Slíkir máttar- stólpar sem hún eru kjölfesta í hvaða félagsstarfi sem er og lýsandi dæmi um þá félagsmenn St.Rv., sem hafa gegnum árin leitt félagið gegnum ýmis boðaföl! og til þess stöðugleika sem það býr við í dag. í þessu tímafreka starfi sínu fyr- ir félagið naut hún skilnings eigin- manns síns, Baldurs Sveinssonar, sem einnig hefur lagt félaginu ómetanlegt lið. Fyrir nær aldarfjórðungs óeigin- gjarnt starf er nú þakkað heilum huga og aðstandendum vottuð ein- læg samúð.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.