Morgunblaðið - 24.09.1996, Side 36

Morgunblaðið - 24.09.1996, Side 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, ARNÞRÚÐUR JÓNSDÓTTIR, Melhaga 6, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík á morgun, miðvikudaginn 25. september, kl. 13.30. Snjólaug Guðrún Ólafsdóttir, Jón Hjaltalín Ólafsson, Örn Olafsson, Arnþrúður Jónsdóttir, Þórhalla Sólveig Jónsdóttir, Haraldur Briem, Þórunn Þórhallsdóttir, Ólafur Andri Briem, ívar Jóhann Arnarson. + Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ERLING PETER HESTNES, Sæviðarsundi 35, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Áskirkju í dag, þriðjudaginn 24. september. Útförin hefst kl. 13.30. Ingibjörg Lára Hestnes, Brynjólfur Sigurðsson, Halldór Hestnes, Hulda Gústafsdóttir, Guðlaug Hestnes, Örn Arnarson, barnabörn og barnabarnabörn. Stúlkan okkar RAGNHILDUR PETRA HELGADÓTTIR, frá Rauðaskógi, Biskupstungum, Möðrufelli 15, Reykjavík, verður jarðsungin frá Skálholtskirkju miðvikudaginn 25. septem- ber kl. 14.00. Aðstandendur. Vigdís Bjarnadóttir, Hanna Kolbrún Jónsdóttir, Halldór Ólafur Ólafsson, Vignir Steinþór Halldórsson, Jón Hákon Halldórsson. LEGSTEINAR 0 A A GOÐU VERÐI 10% staðgreiðslu afsláttur Stuttur afgreiðslufrestur Frágangur á legsteinum í kirkjugarð á góðu verði Graml HELLUHRAUN 14 rÉMB 220 HAFNARFJÖRÐUR SÍMI: 565 2707 i TIL 24 MÁISIAOA ! MINNINGAR DÚA BJÖRNSDÓTTIR + Dúa Björnsdótt- ir fæddist á Siglufirði 14. apríl 1938. Hún andaðist i Landspítalanum hinn 18. september síðastliðinn eftir langvarandi veik- indi. Faðir Dúu er Björn Dúason, bú- settur á Ólafsfirði. Móðir hennar var Margrét Bjarna-, dóttir frá Súðavík sem lést 12. ágúst 1977. Systkini og hálfsystkini Dúu eru: Herdís Björnsdóttir, Birna Björnsdóttir, Edda Bragadótt- ir, Helga Björnsdóttir og Sig- urður Björnsson. Dúa ólst upp bæði á Siglufirði og i Reykja- vík. Dúa giftist Karli G. Karlssyni flugsljóra. Börn þeirra eru Margrét og Karl Dúi. Heimili Dúa Björnsdóttir, tengdamóðir mín, er fallin frá eftir áralanga baráttu við erfiðan sjúkdóm. Barátta hennar var hetjuleg og tókst hún á við sjúkdóm sinn með óbilandi lífsvilja og elju allt fram á andlátsstund. Hún barðist hart og glataði aldrei þeirri trú sinni og vilja hvað sem upp kom og á dundi, að hún gæti borið sigur úr býtum. Minningin geymir margar góðar samverustundir. Dúa var glæsileg í fasi, framkomu og út- liti. Hún var glaðvær kona og hrók- ur alls fagnaðar hvort heldur var í faðmi fjölskyldu, vinahópi eða annars staðar. Hún var vinur vina sinna. Minningin geymir einnig hetjulega baráttu allt til loka. Bar- áttu sem engan lét ósnortinn sem til þekkti. í mínum augum var Dúa hetja. Síðustu fjögur ár ævi sinnar átti Dúa heimili í Hveragerði ásamt Juan, Olgu dóttur sinni og hennar fjölskyldu. í garðinum átti hún sér lítið gróðurhús og nýtti þar hveija stund sem gafst milli stríða við ræktun rósa sem hún unni og naut að hafa í kringum sig. Börn hennar og sambýlismaður vilja færa öllu starfsfólki deildar 11E á Landspítalanum alúðar- þakkir fyrir einstakan stuðnirig, umönnun, vinarhug og hlýju sem það veitti henni. Dúa leit á þetta fólk sem vini sína, enda fór hlýhug- ur starfsfólks deildar 11E ekki framhjá neinum sem til þekkti. Dúu verður sárt saknað. Megi hún hvíla í Guðs friði. Sigurður Hannesson. Mig langar að minnast hálfsyst- ur minnar sem látin er eftir harða baráttu við illvígan sjúkdóm. Dúa var elsta systir mín og kynntist ég henni ekki vel fyrr en ég var orðin fullorðin. Ef til vill uðru kynnin svona góð þess vegna og þar af leiðandi erfitt að sætta sig við að þau skyldu ekki verða lengri. Það eru örugglega margir fleiri en fjölskyidan sem sakna hennar, því hún var gleðigjafi og hetja. Nú sígur að húmi, sólin sest og saknaðarhljóð er í blænum ErMr ylú ’ihí/ Safnaðarheimili 1 Háteigskirkju A Simi: á Aj / V 55H 1399 1 M | þeirra var í Reykja- vík. Karl og Dúa slitu samvistum. Dúa giftist Braga Einarssyni garðyrkjumanni frá ísafirði. Þau stofnuðu saman fyrirtækið Eden og bjuggu í Hvera- gerði. Börn þeirra eru Einar Björn og Olga Björk. Dúa og Bragi slitu samvist- um. Dúa bjó um all- langt árabil á Mall- orka og starfaði þar sem farar- stjóri hjá íslenskum ferðaskrif- stofum. Á Mallorka kynntist hún eftirlifandi eiginmanni sín- unij Juan Roig. Útför Dúu Björnsdóttur fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. því haustið er komið með hulinn gest, sem hrifsar laufíð af tijánum. En hvernig sem eikin veðrinu verst hún visnar, hún getur ei flúið og gefst upp um síðir, hún fær engan frest hún fellur og lífíð er búið. Þú kvaddir líka, því komið er haust af krafti var lífið þitt rúið, þú gast ekki varist og vonin brást að væri á dauðann snúið. Við kveðjum þig, vina, og vitum að veginn þinn drottinn greiðir og aftur við hittumst á öðrum stað þó okkar nú skiljist leiðir. Að leiðarlokum þakka ég fyrir samveruna. Ég sendi öllum ástvin- um hennar mínar innilegustu sam- úðarkveðjur. Guð blessi minningu Dúu Björns- dóttur. Helga. Þegar kemur að kveðjustund er margs_ að minanst eftir 30 ára vin- áttu. í lífi hvers mann skiptast á gleði og sorgir. Þá er gott að eiga góðan vin að deila með. Við höfum átt öxl að lána hvor annarri til að gráta við. Oft höfum við brosað í gegnum tárin og ekki síst grátið af gleði. Með fáum manneskjum hef ég hlegið meira, enda lífsgleði Dúu smitandi og lífskrafturinn ótrúlegur sem sást best í gegnum hennar langa og erfiða veikindastríð. Sökn- uður minn og barna minna er mik- ill. Hún sagði oft „bömin okkar“, um þau, hrósaði, skammaði, eign- aðsit trúnað þeirra og var vinur sem þau gátu alltaf leitað til, sem var ómetanlegt. Hinar ótalmörgu minn- ingar gera okkur rík. Elsku Juan, Magga, Olga, Einar, Kalli og Tony og ástvinir allir, Ég Sif og Kristján sendum ykkur öllum okkar innilegustu samúðarkveðjur og þökkum fyrir allt. Megi elsku Dúa okkar hvíla í guðs friði. Herdís. Dúa Björnsdóttir kvaddi þetta jarðlíf nú á haustdögum, eftir harða baráttu við illkynjaðan sjúkdóm, baráttu sem ekki var sanngjörn, því lífið varð að víkja fyrir vágestin- um. En er þetta þannig, þegar við kveðjum jarðlífið, að dauðinn sigri? Er dauðinn virkilega til? Er þetta ekki umbreyting lífsins? Eins og náttúran. Leggjum við börn jarðarinnar ekki frá okkur skel efnisins líkt og Jesú gerði fyrir 2000 árum og sam- einumst Guði, göngum inni í ljósið? En þessi tímamót eru erfið, bæði fyrir þann sem kveður og ástvini er eftir verða. Við getum ekkert gert annað en að ylja okkur við skin minninganna og vonað að við hittumst á ný í annarri veröld. Úr minningabankanum mínum frá því ég var telpa eru systurnar Dúa, Birna, Hedda og Edda órjúf- anleg heild. Alltaf var léttleiki, gleði og gáski í kring um þær og þær voru uppfinningasamar og lit- ríkar. Dúa var elst, björt og geisl- andi, vildi lifa hratt, byijaði snemma á fullorðinslífinu. Tengdist betur mömmu sinni, pabba og Eddu litlu systur. Margrét Bjarnadóttir, móðir þeirra, var glæsileg, fríð og falleg, með undurfallega söngrödd og hafði yndi af tónlist, en þrátt fyrir fjóra litla gimsteina held ég að hún hafi ekki verið hamingju- söm, þurfti hún að stríða við erfið- an sjúkdóm í mörg, mörg ár. Dúa tengist minningum æskunn- ar, björtum minningum úr frænd- garði mínum, en er við kvöddum bernskuna og flugum til nýrra heimkynna tognaði á frænd-band- inu en slitnaði aldrei. Hittumst við fyrir nokkrum árum á heimili Heddu og var eins og við hefðum sést í gær, þó um 40 ár væru liðin frá bernskudögunum. Hún bar með sér þjáningar sjúkdómsins en samt var hún glöð og bjartsýn. Sálaráran hafði unnið vel úr þessum jarð- neska skóla og glóði hún sem eng- ill vorsins í ljúfum tónum. Var ég heppin að fá að kynnast í svip annarri dóttur hennar, Olgu, einn síðsumardag fyrir 3 árum. Lifandi eftirmynd mömmu sinnar, ljúf, næm en þó föst fyrir, litrík og skýr. Veit ég að arfur Dúu fæðist í börnum hennar og barna- börnum, þannig lifir hún áfram. Fjársjóður fyrri lífa var sem dul- arfullur fjólublámi er einkenndi móðurfólk Dúu, hjá systrum henn- ar Herdísi, Birnu og Eddu. Móðir- inni Margréti og ömmusystrum öll- um. Trúi ég því að hann haldi áfram að koma fram í afkomendum henn- ar og gefi sérstaka tóna og liti inn í lífið. Guð og englar hans blessi þig kæra frænka, allt þitt skyldfólk, börn, tengdabörn og alla þína ást- vini. Góða ferð inn í sólarheima. Ég sendi þér í veganesi perlur frá Árna Ibsen: Með tíð og tíma af efans efni ofín taug til lífs. Sefast tif er lífíð fjarar - aldrei framar efast þarf. Erla Stefánsdóttir. í æsku eignaðist ég gersemar, vináttu Dúu Björnsdóttur og dóttur hennar, Olgu. Sem barn horfði ég á þessa fögru konu aðdáunaraugum. Hún varð drottning í huga og hjarta mínu þá og nú fyrir þann yndisleika sem hún hafði til að bera. Ævintýrablær fylgdi fasi hennar, afmælisveislum, leikjum og spjalli. Kveðjuorð hennar til mín áður en hún fluttist til útlanda urðu mér dýrmætari eftir því sem skilningur óx. Þó minningarnar séu bundnar við ungan aldur eru þær hrífandi og sterkar. Olga mín, ég votta þér, systkin- um þínum, ijölskyldum og ástvinum öllum samúð mína. Tár geta þornað, en minningarn- ar lifa. Bogey. Að liðnum öllum þessum þrautum, þessum þrotlausu erfiðleikum, þessum endurteknu vonbrigðum, þessum hverfulu gleðistundum, spyijum við þrátt fyrir allt, þegar því er skyndilega lokið: Hvers vegna ekki einn dag enn, aðeins einn dag. (Halldóra B. Björnsson.) Þetta ljóð er lýsandi dæmi um baráttu vinkonu minnar, Dúu Björnsdóttur, við erfiðan og þung- bæran sjúkdóm. Að lokum féll hún — hetjan mín. Kynnin eru orðin löng. Orlögin fleyttu okkur báðum,

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.