Morgunblaðið - 01.10.1996, Page 20

Morgunblaðið - 01.10.1996, Page 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI 2.200 Verð á áli á skyndimarkaði í London (LME) árin 1994-1996 dollar/tonn JFMAMJJÁSONDJFMAMJJÁS 1.800 1.600 1.400 1.200 1.000 1995 1996 JFMAMJJÁSOND Alverð hefur lækkað um 32% VERÐ á áli hefur ekki verið lægra í rúm tvö ár en það er nú eða frá því í júnímánuði árið 1994. Verðið er nú um 1.400 Bandaríkjadalir tonnið, en fór hæst í rúma 2.050 dali í janúar 1995. Síðan hefur verðið farið lækkandi og nemur lækkunin nú 32%, en það sem af er þessu ári er lækkunin tæp 12%. í nýjum hagvísum Þjóðhagsstofn- unar segir að ástæða lækkunar- innar sé að birgðir hafi hlaðist upp vegna þess að framleiðsla hafi verið umfram eftirspurn. Skiptar skoðanir séu um þróunina á næstu mánuðum, en þar skipti meðal annars máli hagvöxtur á alþjóða- vettvangi og verðþróun á stað- göngumálmum eins og til dæmis kopar. Mikilli grósku spáð í flugrekstri fram til aldamóta Flugarþegmn fjölgar um 7% ogfrakteykst Genf. Reuter. FARÞEGUM sem fóru um flug- velli heims á fyrstu sex mánuðum ársins fjölgaði um 7% og flugfrakt jókst um 5% á sama tíma og styð- ur það spár um mikia grósku í flug- rekstri til aldamóta. Samkvæmt tölum alþjóðaflug- vallarráðsins ACI í Genf fóru flest- ir farþegar um íjóra flugvelli í Bandaríkjunum og mest fór af flugfrakt um sömu flugvelli. Samkvæmt skýrslu ACI, sem byggist á upplýsingum frá 458 aðildarflugvöllum, fóru 1.2 millj- arðar farþega um þá á fyrri árs- helmingi — 73 milljónum fleiri en á sama tíma í fyrra. O’Hare flugvöllur Chicagos var fjölfarnasti flugvöllur heims og fóru um hann 33.5 milljónir manna. Atlanta var í öðru sæti og jókst hlutdeild flugvallarins þar um 16,2% í 32.4 milljónir vegna Ólympíuleikanna. í þriðja sæti var Los Angeles með 27.9 milljónir farþega, en síð- an komu Dallas/Fort með 27 millj- ónir, Heathrow-flugvöllur Lund- úna með 26.5 milljónir og Haneda- flugvöllur í Tókýó með 21.9 millj- ónir. Flugvöllurinn í Chicago með fiesta farþega Flugfrakt var alls 23.3 milljónir tonna, einni milljón meiri en í fyrra og flugferðum fjölgaði um 2% í 23.3 milljónir. Framkvæmdastjóri ACI, Otis Dunham, kvað tölurnar renna stoð- um undir nýlegar spár flugfélaga um rúmlega 7% aukningu flugum- ferðar til ársins 2000. Aukningin hefði í för með sér að auka þyrfti hagkvæmni í afgreiðslu farþega og flugfraktarog„„nota nýjustu tækni eins mikið og auðið væri, jafnt á jörðu niðri sem í lofti.“ Farþegum hefur hlutfallslega fjölgað mest í Afríku á árinu, eða um 7,7% í 12.9 milljónir. Ólympíuleikarnir í Atlanta stuðl- uðu að því að farþegum í Norður- Ameríku fjölgaði um 7,1% í 608.8 milljónir. Farþegum á Asíu-Kyrra- hafssvæðinu ljölgaði um 6,9% í 168.7 milljónir. í Evrópu fjölgaði farþegum um 6,2% í 330.3 milljónir og í Miðaust- urlöndum um 5,9% í 21.7 milljónir. Aukningin í Rómönsku Ameríku og á Karíbahafi var aðeins 1,7% í 36.5 milljónir. Af flugfrakt voru 12.5 milljónir tonna fluttar um flugvelli í Norður- Ameríku, sem er 5,5% aukning miðað við fyrri árshelming 1995. Mesta aukningin — 18,4% — var í Miðausturlöndum, í 778.951 tonn. Flugfrakt sem fór um flugvelli á Asíu-Kyrrahafssvæðinu jókst um 4% í 4.4 milljónir tonna, en í Evr- ópu var 3,8% aukning í 4.87 millj- ónir. Minni frakt í Afríku í Afríku minnkaði flugfrakt um 1,1% í 189.544 tonn og í Róm- önsku Ameríku og á Karíbahafi minnkaði flugfrakt ennþá meir, um 9,8% í aðeins 505.399 tonn. Þeir sex flugvellir sem mest flugfrakt fór um voru Memphis, Tennessee, með 915.057 tonn, Los Angeles með 821.149 tonn, Miami með 815.585, Kennedy-flugvöllur í New York með 779.544, Narita- flugvöllur Tókýós með 771.045 og Frankfurt í Þýzkalandi með 722.451 tonn. STOFNLÁNADEILD LANDBÚNAÐARINS ALMENNT SKULDABRÉFAÚTBOÐ Heildarnafnverð útgáfu: Allt að 2.000.000.000,- kr. Utgefandi: Búnaðarbanki íslands, Austurstræti 5, Reykjavík kt. 490169-1219. Flokkur bréfa: 96/2, til 20 ára með jöfnum afborgunum. Avöxtunarkrafa á söludegi: 5,56% Gjalddagar: Fyrsti gjalddagi 1. október 1998. Síðan 1. október ár hvert með lokagjalddaga 1. október 2016. Verðtrygging: Bréfin eru verötryggð miðað viö vísitölu neysluverðs. Sölutímabii: 1. október 1996 til 31. desember 1997. Skilmálar: Lágmarksupphæð er að nafnvirði 5.000.000,- kr. Söluaðili: Búnaðarbanki íslands og útibú bankans. Umsjón með útboði: Verðbréfavióskipti Búnaðarbanka íslands. Skráning: Sótt hefur verið um skráningu á Verðbréfaþingi íslands. Útboðs- og skráningarlýsing vegna ofangreindra skuldabréfa liggur frammi hjá Búnaðarbanka íslands. Veröbréfaviöskipti BÚNAÐARBANKA ÍSLANDS Austurstræti 5, 155 Reykjavík, sími 525-6370, myndsendir 525-6259 Aðili aö Verðbréfaþingi íslands Islensk matvæli flytja út reyktan lax Seldur í yfir þrjú hundruð verslunum ÍSLENSK matvæli, í samstarfi við fyrirtækið Cooking Exel- lence, selja reyktan lax í yfir þijú hundruð verslunum á vegum fimm verslunarkeðja á New York svæðinu. í fréttatilkynningu frá ís- lenskum matvælum kemur fram að laxinn er seldur í þrenns konar pakkningum undir vörumerkinu Icefood. I ágúst voru flutt út 20 tonn af reykta laxinum og hefur salan farið vel af stað. Gert er ráð fyrir að 12 tonn verði send utan á mánuði út árið ef við- tökur vera góðar. íslensk matvæli flytja út 1-2 tonn á mánuði af reyktum laxi í sælkeraverslanir, hótei og veitingastaði á vesturströnd Bandaríkjanna en útflutning- urþangað hófst á síðasta ári. I sumar hófst samstarf ís- lenskra matvæla við evrópsk- an dreifingaraðila um mark- aðssetningu á síld í Evrópu. í fréttatilkynningunni kemur fram að síldin sem er seld marineruð í neytendaumbúð- um hafi fengið góðar viðtökur þannig að bjartsýni ríki um framhaldið. AÐEINS FYRIR SÖLUMENN SÖLUYFIRBURÐIR I Nýtt námskeið írá SjfrDALE CARNEGIE® Námskeiðið hjálpar þér að: • Ná sambandi • Kynna óvenjulegar lausnir • Byggja upp traust • Leysa mótbárur • Auka hagnaðinn • Vera hvetjandi • Kveikja áhuga • Loka sölu Dale Carnegie® þjálfunin hefúr hjálpað hundruðum þúsunda sölumanna í 70 löndum að ná söluyfirburðum. FJARFESTING I MENNTUN SKILAR ÞER ARÐIÆVILANGT 0 STJÓRNUNARSKÓLINN

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.