Morgunblaðið - 01.10.1996, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 01.10.1996, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI 2.200 Verð á áli á skyndimarkaði í London (LME) árin 1994-1996 dollar/tonn JFMAMJJÁSONDJFMAMJJÁS 1.800 1.600 1.400 1.200 1.000 1995 1996 JFMAMJJÁSOND Alverð hefur lækkað um 32% VERÐ á áli hefur ekki verið lægra í rúm tvö ár en það er nú eða frá því í júnímánuði árið 1994. Verðið er nú um 1.400 Bandaríkjadalir tonnið, en fór hæst í rúma 2.050 dali í janúar 1995. Síðan hefur verðið farið lækkandi og nemur lækkunin nú 32%, en það sem af er þessu ári er lækkunin tæp 12%. í nýjum hagvísum Þjóðhagsstofn- unar segir að ástæða lækkunar- innar sé að birgðir hafi hlaðist upp vegna þess að framleiðsla hafi verið umfram eftirspurn. Skiptar skoðanir séu um þróunina á næstu mánuðum, en þar skipti meðal annars máli hagvöxtur á alþjóða- vettvangi og verðþróun á stað- göngumálmum eins og til dæmis kopar. Mikilli grósku spáð í flugrekstri fram til aldamóta Flugarþegmn fjölgar um 7% ogfrakteykst Genf. Reuter. FARÞEGUM sem fóru um flug- velli heims á fyrstu sex mánuðum ársins fjölgaði um 7% og flugfrakt jókst um 5% á sama tíma og styð- ur það spár um mikia grósku í flug- rekstri til aldamóta. Samkvæmt tölum alþjóðaflug- vallarráðsins ACI í Genf fóru flest- ir farþegar um íjóra flugvelli í Bandaríkjunum og mest fór af flugfrakt um sömu flugvelli. Samkvæmt skýrslu ACI, sem byggist á upplýsingum frá 458 aðildarflugvöllum, fóru 1.2 millj- arðar farþega um þá á fyrri árs- helmingi — 73 milljónum fleiri en á sama tíma í fyrra. O’Hare flugvöllur Chicagos var fjölfarnasti flugvöllur heims og fóru um hann 33.5 milljónir manna. Atlanta var í öðru sæti og jókst hlutdeild flugvallarins þar um 16,2% í 32.4 milljónir vegna Ólympíuleikanna. í þriðja sæti var Los Angeles með 27.9 milljónir farþega, en síð- an komu Dallas/Fort með 27 millj- ónir, Heathrow-flugvöllur Lund- úna með 26.5 milljónir og Haneda- flugvöllur í Tókýó með 21.9 millj- ónir. Flugvöllurinn í Chicago með fiesta farþega Flugfrakt var alls 23.3 milljónir tonna, einni milljón meiri en í fyrra og flugferðum fjölgaði um 2% í 23.3 milljónir. Framkvæmdastjóri ACI, Otis Dunham, kvað tölurnar renna stoð- um undir nýlegar spár flugfélaga um rúmlega 7% aukningu flugum- ferðar til ársins 2000. Aukningin hefði í för með sér að auka þyrfti hagkvæmni í afgreiðslu farþega og flugfraktarog„„nota nýjustu tækni eins mikið og auðið væri, jafnt á jörðu niðri sem í lofti.“ Farþegum hefur hlutfallslega fjölgað mest í Afríku á árinu, eða um 7,7% í 12.9 milljónir. Ólympíuleikarnir í Atlanta stuðl- uðu að því að farþegum í Norður- Ameríku fjölgaði um 7,1% í 608.8 milljónir. Farþegum á Asíu-Kyrra- hafssvæðinu ljölgaði um 6,9% í 168.7 milljónir. í Evrópu fjölgaði farþegum um 6,2% í 330.3 milljónir og í Miðaust- urlöndum um 5,9% í 21.7 milljónir. Aukningin í Rómönsku Ameríku og á Karíbahafi var aðeins 1,7% í 36.5 milljónir. Af flugfrakt voru 12.5 milljónir tonna fluttar um flugvelli í Norður- Ameríku, sem er 5,5% aukning miðað við fyrri árshelming 1995. Mesta aukningin — 18,4% — var í Miðausturlöndum, í 778.951 tonn. Flugfrakt sem fór um flugvelli á Asíu-Kyrrahafssvæðinu jókst um 4% í 4.4 milljónir tonna, en í Evr- ópu var 3,8% aukning í 4.87 millj- ónir. Minni frakt í Afríku í Afríku minnkaði flugfrakt um 1,1% í 189.544 tonn og í Róm- önsku Ameríku og á Karíbahafi minnkaði flugfrakt ennþá meir, um 9,8% í aðeins 505.399 tonn. Þeir sex flugvellir sem mest flugfrakt fór um voru Memphis, Tennessee, með 915.057 tonn, Los Angeles með 821.149 tonn, Miami með 815.585, Kennedy-flugvöllur í New York með 779.544, Narita- flugvöllur Tókýós með 771.045 og Frankfurt í Þýzkalandi með 722.451 tonn. STOFNLÁNADEILD LANDBÚNAÐARINS ALMENNT SKULDABRÉFAÚTBOÐ Heildarnafnverð útgáfu: Allt að 2.000.000.000,- kr. Utgefandi: Búnaðarbanki íslands, Austurstræti 5, Reykjavík kt. 490169-1219. Flokkur bréfa: 96/2, til 20 ára með jöfnum afborgunum. Avöxtunarkrafa á söludegi: 5,56% Gjalddagar: Fyrsti gjalddagi 1. október 1998. Síðan 1. október ár hvert með lokagjalddaga 1. október 2016. Verðtrygging: Bréfin eru verötryggð miðað viö vísitölu neysluverðs. Sölutímabii: 1. október 1996 til 31. desember 1997. Skilmálar: Lágmarksupphæð er að nafnvirði 5.000.000,- kr. Söluaðili: Búnaðarbanki íslands og útibú bankans. Umsjón með útboði: Verðbréfavióskipti Búnaðarbanka íslands. Skráning: Sótt hefur verið um skráningu á Verðbréfaþingi íslands. Útboðs- og skráningarlýsing vegna ofangreindra skuldabréfa liggur frammi hjá Búnaðarbanka íslands. Veröbréfaviöskipti BÚNAÐARBANKA ÍSLANDS Austurstræti 5, 155 Reykjavík, sími 525-6370, myndsendir 525-6259 Aðili aö Verðbréfaþingi íslands Islensk matvæli flytja út reyktan lax Seldur í yfir þrjú hundruð verslunum ÍSLENSK matvæli, í samstarfi við fyrirtækið Cooking Exel- lence, selja reyktan lax í yfir þijú hundruð verslunum á vegum fimm verslunarkeðja á New York svæðinu. í fréttatilkynningu frá ís- lenskum matvælum kemur fram að laxinn er seldur í þrenns konar pakkningum undir vörumerkinu Icefood. I ágúst voru flutt út 20 tonn af reykta laxinum og hefur salan farið vel af stað. Gert er ráð fyrir að 12 tonn verði send utan á mánuði út árið ef við- tökur vera góðar. íslensk matvæli flytja út 1-2 tonn á mánuði af reyktum laxi í sælkeraverslanir, hótei og veitingastaði á vesturströnd Bandaríkjanna en útflutning- urþangað hófst á síðasta ári. I sumar hófst samstarf ís- lenskra matvæla við evrópsk- an dreifingaraðila um mark- aðssetningu á síld í Evrópu. í fréttatilkynningunni kemur fram að síldin sem er seld marineruð í neytendaumbúð- um hafi fengið góðar viðtökur þannig að bjartsýni ríki um framhaldið. AÐEINS FYRIR SÖLUMENN SÖLUYFIRBURÐIR I Nýtt námskeið írá SjfrDALE CARNEGIE® Námskeiðið hjálpar þér að: • Ná sambandi • Kynna óvenjulegar lausnir • Byggja upp traust • Leysa mótbárur • Auka hagnaðinn • Vera hvetjandi • Kveikja áhuga • Loka sölu Dale Carnegie® þjálfunin hefúr hjálpað hundruðum þúsunda sölumanna í 70 löndum að ná söluyfirburðum. FJARFESTING I MENNTUN SKILAR ÞER ARÐIÆVILANGT 0 STJÓRNUNARSKÓLINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.